Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 46
30 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Verðurðu að
taka vinnuna
með þér heim?
Sorphirða
borgarinnar
Af hverju
stunda
þau aldrei
kynlíf í
Andabæ?
Kannski
vegna þess
að þetta er
barnablað
og það
passar ekki?
Hver á
að segja
börnun-
um þetta,
Andrés?
Eða
Guffi?
Haha!
Snilld! Allt sem er erfitt
að tala um er hægt að
útskýra í gegnum vini
okkar í Andabæ! Rán,
rasisma, samkyn-
hneigð...
Jú sjáðu til,
litli vinur.
Það sem þau
Andrés og
Andrésína eru
að gera er...
ÞETTA ER
FRÁBÆRT!
Halló! Þarna
er möguleiki
á að útskýra
fyrir börnum
hvaðan þau
koma. Kenna
þeim á lífið!
Halló. Daginn.
Er Dalberg
læknir
þarna?
Já.
Þetta
er hjá
honum.
Augnablik, ég ætla
að gefa símtalið
áfram.
Krabbi Afsakaðu að
ég skuli tala
útlensku.
Uhm!
Hvað með
boccia?
Finnst þér
gaman í
boccia?
Ætlunarverk sjónvarpsauglýsinga er í níutíu og níu prósentum tilvika að fá áhorfendur til að kaupa vörur sem
þeir þurfa ekki á að halda, fyrir peninga
sem þeir eiga ekki. Göfugt markmið eitt og
sér, en tekst misjafnlega eins og gengur.
Þegar verst lætur skilja sjónvarpsauglýs-
ingar áhorfendur eftir staðráðna í að snerta
ekki á viðkomandi söluvöru með asbest-
hönskum. Þær fara, með öðrum orðum, að
snúast upp í andhverfu sína
– svo gripið sé til orðfæris
„besservissera“.
Sú var til dæmis raunin
með fígúruna Þorra þorsk,
sem þótti þorskalýsi svo
dæmalaust gott í auglýsing-
um fyrir nokkrum árum. Þessi hugmynd, að
þorskurinn legði í vana sinn að svolgra í sig
líkamsvessa úr sjálfum sér og fjölskyldu,
höfðaði hreint ekki til mín. Fyrir mér hefði
fígúran allt eins getað heitið Maggi maður;
„Hei, krakkar! Þið verðið að vera dugleg að
drekka fljótandi fitu sem unnin er úr inn-
yflum á fólki svo þið verðið stór og sterk
eins og Maggi!“ Ég var ekki alveg að kaupa
þetta.
Enn síður er ég að kaupa þessa nýju aug-
lýsingu frá Símanum þar sem Hilmir Snær,
í hlutverki sjálfumglaða almannatengsla-
fulltrúans, svarar spurningum ágengs fjöl-
miðlafólks um „aðgerðaáætlun“ Símans á
yfirlætisfullan hátt. Var virkilega nauðsyn-
legt að snúa þessum dimmu dögum í októb-
erbyrjun, þegar þjóðin fór á hausinn og mun
súpa seyðið af um ókomna tíð, upp í sölu-
brellu fyrir farsímafyrirtæki? Ég skal ekki
segja, en blaðamannafundir, myndavélaflöss
og ómarkvisst tuð um aðgerða áætlanir gera
lítið annað en að minna mig á hræðilegar
fréttir og ömurlegheit. Þá eru „kannibalískir
tendensar“ Þorra þorsks ögn skárri.
Þorri þorskur og Hilmir Snær
NOKKUR ORÐ
Kjartan
Guðmundsson