Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 8
8 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR 3.- 4. sæti birgir.is Birgir Ármannsson alþingismaður Kjósum öflugan baráttumann í 3. - 4. sæti. Stuðningsmenn www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA 35–50 % AFSLÁ TTUR AF ÖLLU M CO LUMB IA FATNA ÐI COLUMBIA- DAGAR 5.–14. mars ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 53 50 0 3/ 09 á 1 lítra Kókómjólk Gott á brúsann! FUNHEITT TILBOÐ SAFNAMÁL Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra segir brunann í Síðumúla 34 í fyrra- dag varpa ljósi á húsnæðisvanda stofnana sem hýsa og sýsla með menningarverðmæti. Hún segir húsnæðismál, og þá ekki síst geymslumál, safna lengi hafa verið í ólestri og knýjandi þörf sé á að þeim sé sinnt. Fjármagn liggur þó ekki á lausu og um lang- tímaverkefni er að ræða, að henn- ar mati. „Geymslur undir menningar- verðmæti í hvaða mynd sem er þurfa sérhæft húsnæði. Það er verið að horfa á alla möguleika,“ segir Katrín. En útilokar krepp- an að það sé hægt að taka mynd- arlega á húsnæðisvanda safna, stórra sem smárra? „Ég held að við munum ekki sjá neinar heild- arlausnir næstu árin þegar litið er til þess að litlum peningum er til að dreifa. En við munum reyna að finna fullnægjandi bráða- birgðalausnir þannig að hlutirn- ir liggi ekki undir skemmdum,“ segir Katrín. Íslenskri tónverkamiðstöð (ÍT), sem var til húsa við Síðumúla, hefur verið gert að flytja starf- semi sína í nýtt húsnæði að kröfu tryggingafélags síns. Forstöðu- menn ÍT hittu menntamálaráð- herra í fyrradag og hyggst hún leysa úr skammtímavanda þeirra. Til lengri tíma litið ætlar Katrín að skoða þann möguleika að starf- semin verði til húsa í nýju tónlist- arhúsi þjóðarinnar við Reykjavík- urhöfn. „Ég ætla að láta skoða hvort það er möguleiki. Það væri spennandi kostur að þar væri virk starfsemi sem tengist tónlist.“ Sigfríður Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍT, segir að trygg- ingafélag stofnunarinnar hafi lýst húsnæðið við Síðumúla óhæft fyrir starfsemina í fyrradag. For- vörður frá Þjóðarbókhlöðu er þeim til ráðgjafar um flutningana þar sem ekki er sama hvernig við- kvæm skjöl eru búin til flutninga. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í fyrradag munaði litlu að 8.000 handrit íslenskra tónskálda yrðu eldi að bráð. Um húsnæðisvanda ÍT segir Sigfríður að mótaðar til- lögur um húsnæðisþörf hafi legið fyrir lengi. „Þetta hefur allt verið lagt fyrir borg og ríki án þess að nokkuð hafi komið út úr því.“ Sigfríður vonar að skilningur skapist á því að fjármagn þurfi til að ljúka skönnun gagnanna svo hægt sé að vista þau á viðeig- andi stað. Ráðherra segir ljóst að litlu munaði að stórmerkileg verð- mæti færu forgörðum í brunanum í Síðumúlanum. „ Þetta er mikil- vægt mál sem verður að finna farveg.“ svavar@frettabladid.is Rík þörf að leysa úr húsnæðisvandanum Bruninn við Síðumúla varpar ljósi á húsnæðisvanda stofnana sem annast menningarverðmæti. Menntamálaráðherra segir fjármagn ekki liggja á lausu. Íslensk tónverkamiðstöð gæti fengið framtíðarhúsnæði í tónlistarhúsinu nýja. FLUTNINGAR Starfsmenn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar unnu að því að flytja úr Síðumúlanum í fyrradag. Mikið verk beið þeirra enda um 8.000 handrit að ræða sem sum hver eru 300 blaðsíður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞÝSKALAND, AP Þýsk lögregluyf- irvöld birtu í gær afrit af net- spjalli milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga hans, sem fór fram sex klukkustundum áður en sá fyrrnefndi lét til skar- ar skríða. Í afritinu kemur fram að fjölda- morðinginn tilvonandi lýsti áform- um sínum. Fram kemur í svörum við þeim lýsingum Kretschmers að spjallfélagarnir taka hann ekki alvarlega. Einn svaraði með skammstöfuninni „LOL“, sem stendur fyrir „laughing out loud“ eða „sprenghlægilegt“. „Bernd, ég er búinn að fá nóg,“ skrifar Kretschmer. „Ég hef feng- ið mig fullsaddan af þessu lífi, þetta er alltaf sama ruglið. Allir hlæja að mér, enginn sér hvað í rauninni í mér býr. Mér er alvara Bernd – ég er með vopn hérna. Snemma í fyrramálið ætla ég að fara í gamla skólann minn og grilla þau almennilega. Kannski slepp ég líka. Vittu til, Bernd, þið munuð heyra frá mér á morgun, muna eftir nafni á stað sem kall- ast Winnenden. Ekki blanda lögg- unni í þetta, hafðu ekki áhyggjur. Ég er bara að fíflast.“ Árásin í Winnenden, sem kost- aði níu nema, þrjá kennara og þrjá vegfarendur lífið auk árásar- mannsins, hefur orðið til þess að stjórnvöld í Evrópulöndum íhuga að herða enn á lögum um vopna- burð. - aa Rannsóknin á skotárásinni í Þýskalandi sem kostaði sextán manns lífið: Spjallaði um áformin á netinu SORG Stúlka virðir fyrir sér kerti og blóm sem íbúar Winnenden hafa lagt við skól- ann þar sem harmleikurinn átti sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verk að vinna Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 13. og 14. mars. www.sigurdurkari.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.