Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 50
34 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan íslensk börn fyrst kynntust honum Alla Nalla úr samnefndri bók Vil- borgar Dagbjartsdóttur. Hrifning- in skein úr hverju andliti ungra áhorfenda í Gerðubergi á sunnu- daginn þegar pössupíurnar Ólína og Lína sögðu á mjög svo mynd- rænan hátt söguna um hann Alla Nalla sem vildi ekki borða graut- inn sinn og sjálft tunglið gæddi sér á honum í staðinn. Leikstjórinn Pétur Eggerz hefur fært söguna í leikrænan búning og Messíana Tómasdóttir rammað hana inn í leikmynd sem varð að eins konar leikföngum enda þyrp- tust áhorfendur upp á svið að sýn- ingunni lokinni til þess að skoða og sjálf koma við allt þetta snið- uga sem fyrir augu bar. Návígi við börnin gerði það að verkum að þátttaka þeirra varð talsverð og ber að fagna því þar sem nokkuð hefur borið á því upp á síðkastið að fjarlægð hefur skapast milli áhorf- enda og leikara en hér var því ekki fyrir að fara. Alda og Anna Brynja eru í skemmtilegum búningum eink- um þá Alda sem leikur bæði aðra barnapíuna og mömmu hans Alla Nalla fyrir svo utan að allt í einu birtist hún í líki karlsins í tungl- inu. Sýningin var litskrúðug og skapandi, það var örvandi sköp- un sem varð til meðan börnin horfðu á. Það eru vafalítið marg- ir sem hafa tekið sér skæri í hönd við heimkomuna og gert nokkrar tilraunir til þess að klippa eins og Alli Nalli gerði þegar hann bjó til sniðugu klippimyndirnar sínar. Þessi sýning er mjög vel sniðin fyrir alyngstu áhorfendurna frá svona tveggja ára aldri og upp úr. Notkun litanna í uppfærslunni, bæði í búningunum og myndunum sem upp var brugðið var sérstak- lega skemmtileg og skýr. En það er einmitt það að vera skýr sem gerir barnasýningu af þessum toga bæði skiljanlega og skemmtilega. Fylgd- arsveinn minn á sýningunni sem er á þriðja ári sagði mömmu sinni frá því þegar heim kom að hann hefði farið í leikhús og séð tunglið. Hann var spurður frekar útí inni- haldið og talaði þá fyrst og fremst um að tunglið hefði borðað graut- inn, þannig að það er greinilegt að það eru mismunandi atriði sem vekja athygli barnanna. Lítil stelpa tók sérstaklega eftir töfra töskunni þar sem hlutirnir gátu breyst. Von- andi komast sem flest börn á þessa sýningu fyrir utan að eitthvert sprotafyrirtæki gæti tekið að sér að fjöldaframleiða segultöfluna þar sem hægt er að festa upp hluti og persónum sögunnar, þannig að krakkar gætu leikið Alla Nalla heima hjá sér eða í leikskólanum. Elísabet Brekkan Fimmtugur í fullu fjöri LEIKLIST Alli Nalli og tunglið Leikarar: Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir Tónlist: Kristján Guðjónsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Leikstjóri: Pétur Eggerz ★★★★ Bæði skiljanleg og skemmtileg barnasýning HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 13. mars 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Þórir Jóhannsson kontra- bassaleikari og Sólveig Anna Jóns- dóttir píanóleikari verða með tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarð- arsveit. 22.00 Á Grand Rokk við Smiðjustíg leika Ólafur Arnalds, Valgeir Sigurðsson og Mammút. ➜ Opnanir 18.00 Í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum við Duusgötu verður opnuð sýning á verkum Huldu Vil- hjálmsdóttur. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Draugasögur 23.30 Þjóðfræðingar standa fyrir Gróttuferð og draugasögusprelli langt fram á nótt. Nánari upplýs- ingar á ww.akademia. is/thjodfraedingar. ➜ Uppákomur 18.00 Myndlistarnemar úr LHÍ verða með uppákomu á NÝLÓ (Nýlistasafnið) við Laugaveg 26 (gengið inn Grettis- götumegin). Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Töfrabrögð 20.30 Sýningin „Heimur töfra og dirfsku“ í Iðnó við Vonarstræti. Fram koma Lalli töframaður, sjónhvefingamaður- inn John, Pétur pókus og Sirkustrúðurinn Wally. ➜ Dansleikir 23.30 Papar spila á Players við Bæj- arlind 4 í Kópavogi. ➜ Gamanleikur 21.30 Leikhópurinn Vanir menn frá Húsavík sýna gamanleikinn „Upprisa holdsins.is“ eftir Hörð Þór Benónýsson á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. ➜ Sýningar Sýningu Birtu Guðjónsdóttur „auður/ hlutfall“ í Listasal Mosfellsbæjar, lýkur á laugardag. Listasafn Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í Kjarna, opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga kl. 12-15. Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu standa yfir tvær sýningar. Sýningin Handritin þar sem sýnd eru ýmis merkustu skinnhandrit frá miðöldum svo sem Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók og valin handrit lagabóka. Í verslun og veitinga- stofu eru teikningar eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur. Opið alla daga kl. 11-17. Guðlaug Friðriksdóttir hefur opnað sýningu á olíumálverkum á Geysir Bistro & Bar við Aðalstræti 2. Sýningin stendur út marsmánuð og er opin alla daga frá kl. 11.30 til 22. Sýningu Bergþórs Morthens í Lost Horse Gallery við Skólastræti 1, lýkur á sunnudag. Opið föst.-sun. kl. 13-19. ➜ Ljósmyndasýningar Ljósmyndasýningin „Fagurt galaði fugl- inn sá“ í Norræna húsinu við Sturlu- götu, lýkur á sunnudag. Þar sýna 11 ljósmyndarar myndir af bæði sjaldgæf- um og algengum varpfuglum á Íslandi. Opið þri-sun frá kl. 12-17, lokað á mánu- dögum. Aðgangur er ókeypis. Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum Keiko Kurita í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar 13-17. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Hið árlega Hugvísindaþing hefst í dag og stendur fram á laugar- dag. Það er haldið í Aðalbyggingu Háskólans. Boðið verður upp á yfir 140 fyrirlestra í um 30 málstofum en aldrei áður hafa jafnmargir fyrirlestrar verið í boði á þinginu. Þingið, sem var fyrst haldið árið 1996, er jafnt ætlað fræðasamfé- laginu sem almenningi. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á inngangsmálstofu þingsins um hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu undir stjórn Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki. Fyrirlestrarnir og málstofurn- ar eru af öllum sviðum hugvísinda og endurspegla fjölbreytni í rann- sóknum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Áhugafólk um bókmennt- ir, málfræði, heimspeki, guð- fræði, sagnfræði, íslensku, forn- leifafræði, menningu, feminisma, tungumál, kvikmyndir, menning- armiðlun og hugvísindi almennt verður ekki svikið af dagskránni. Inngangsmálstofa á Hugvís- indaþingi hefst kl. 13 í dag undir yfirskriftinni „Hlutverk hugvís- indamanna í samfélagsumræðu“. Tilefni málstofunnar er ekki síst sú staða sem þjóðin er í um þess- ar mundir. Málstofan verður hald- in í Lögbergi. Málshefjandi er Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, en á palli verða Guðni Elísson, dósent í bókmenntafræði, Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræði, Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, Hólmfríður Garðarsdóttir, dós- ent í spænsku, en Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, stýrir umræðum. Nánari upplýsingar um málstof- ur og fyrirlesara er að finna á vef Hugvísindastofnunar www.hug- vis.hi.is. Hugvísindaþing hafið MENNING Vilhjálmur Árnason leiðir umræður um hlutverk hugvísinda á hrunatímum. DÆMI UM EINSTÖK VIÐFANGSEFNI Í MÁLSTOFUM: ■ Íslensk heimspekisaga ■ Bókmenntir og menning í Karíbahafi ■ Njáluslóðir ■ Kynjamyndir í frumkristni ■ Feminísk hugmyndasaga ■ Fornhebreskur kveðskapur ■ Ritverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur ■ Staða ensku á Íslandi ■ Knattleikir og bókmenntir ■ Lýðréttindi og vald ■ Máltækni í mótun ■ Platon ■ Færeyskur framburður og setningagerð ■ Tilfinningar og rök í hugvísindum ■ Unglingabókmenntir ■ Velferð og kreppa Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hulda Björk Garðarsdóttir,Auður Gunnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir ásamt Antoníu Hevesi Fjórar af fremstu sópransöngkonum landsins:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.