Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 52
36 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR Rokkarinn Jack White úr hljóm- sveitunum The White Stripes og The Raconteurs, hefur stofnað sína þriðju hljómsveit, The Dead Weath- er. White hélt fyrir skömmu partí í Nashville þar sem hann tilkynnti um verkefnið og spilaði nýja plötu sem hljómsveitin hefur tekið upp. Hún heitir Horehound og kemur út í júní. Einnig steig hann á svið með sveitinni, sem ætlar í tónleikaferð á árinu. Auk White eru í The Dead Weather þau Alison Mosshart úr The Kills, Dean Fertita úr Queens of the Stone Age og Jack Lawrence úr The Greenhornes. Bæði Fertita og Lawrence spila einnig með The Raconteurs. Fyrirsætan Tyra Banks fjallaði í gær í sjónvarpsþætti sínum, The Tyra Banks Show, um ofbeldi milli ungs fólks í ástarsamböndum. Til- efnið er árás söngvarans Chris Brown á kærustu sína, Rihönnu. Í þættinum ræddi Banks um sína reynslu af slíku ofbeldi því hún átti í ástarsambandi við mann sem beitti hana andlegu ofbeldi. Reyndi maðurinn sífellt að brjóta hana niður til að geta haft yfir- höndina í sambandinu. Á endan- um gafst Banks um og hætti með honum. Oprah Winfrey fjallaði einnig um ofbeldi í samböndum í þætti sínum í tilnefni af árásinni á Rihönnu. Þar var Banks einmitt á meðal gesta. JACK WHITE Rokkarinn knái hefur stofn- að sína þriðju hljómsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TYRA BANKS Ofurfyrirsætan fjallaði um ofbeldi í samböndum í þætti sínum. Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaður- inn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af and- stæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með grodda- legum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkt eila og vonda menn,“ sagði Torr- ini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýj- ustu plötu sinni, Me and Armini. Torrini er nú á ferðalagi um Bretlands- eyjar og hefur verið þó nokkuð áberandi í bresku pressunni. Eitt athyglisverðasta viðtalið er án nokkurs vafa spurt&svar- að-dálkur sem birtist í írska Independ- ent. Þar kemur fram að á fyrstu árum sínum hér á Íslandi hafi henni oft verið boðið í ofsoðið spaghettí með tómatsósu og smá kjöti. Faðir hennar, sem stofn- aði veitingastaðinn Ítalíu, hafi þá hringt í umrætt fólk, boðið því heim og kennt því sitthvað í ítalskri matargerð. Þá ræðir Emiliana einnig um Björk sem hún segist ekkert þekkja og leiðrétt- ir þann leiða misskilning að Björk hafi sungið Gollum song fyrir Hringadrótt- inssögumynd Peters Jackson. Blaðamað- urinn heldur því nefnilega fram fullum fetum að sú saga lifi góðu lífi á netinu. - fgg Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian Ólafur Arnalds, Mammút og Val- geir Sigurðsson spila á Grand Rokk í kvöld í samvinnu við Reykja- vík Grapevine og Gogoyoko.com. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock þar sem margir af fremstu flytjendum landins spila saman. Áður hafa stigið á svið listamenn á borð við Singapore Sling, Reykja- vík!, Nico Muhly, Evil Madness og Agent Fresco. Það var hinn stórefnilegi Ólaf- ur Arnalds sem valdi Mammút og Valgeir til að spila með sér á tón- leikunum. Mammút gaf á síðasta ári út plötuna Karkari sem var til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna. Valgeir Sigurðsson er einn virtasti upptökustjóri lands- ins og gaf einnig út plötuna Ekvi- líbríum árið 2007. Hann vinnur nú að næstu plötu sinni auk þess sem hann semur tónlist fyrir heimild- armynd Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.30 og er miðaverð 1.000 krónur. Ólafur Arnalds og gestir spila ÓLAFUR ARNALDS Ólafur spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt Mammút og Valgeiri Sigurðssyni. FÍNIR DÓMAR Emiliana Torrini fær prýði- lega dóma hjá Guardian fyrir tónleika sína í Manchester. Tyra beitt ofbeldi White með nýja sveit Tökur á Fangavaktinni, þriðju seríunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, hefjast í byrjun maí. Leik- ararnir hafa verið tíðir gestir á Litla-Hrauni síðan um áramót. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu Ingvars E. Sigurðsson- ar, Ólafs Darra og Björns Thors í hlutverk fanga á Litla-Hrauni og þá mun nýgræðingurinn Sig- urður Hjaltason þreyta frumraun sína í þáttunum sem afbrota- maður. Ragnar Bragason segir að enn eigi eftir að ganga frá ráðningu á fangavörðum en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Þröstur Leó Gunnarsson sterklega til greina í það. Ragn- ar vildi ekki staðfesta það. „Þetta verður skemmtileg blanda og það verður forvitnilegt að taka þess- ar kanónur inn í þennan bland- aða áhugamannahóp. Enda hefur verið ákaflega gaman á samlestr- um hjá okkur,“ segir Ragnar. Hópurinn hefur farið í ófár heimsóknir á Litla-Hraun í rann- sóknarskyni og mætt þar hlý- legu viðmóti fanga og fanga- varða. „Fólkið á Litla-Hrauni hefur tekið okkur opnum örmum og allir hafa verið reiðubúnir til að leggja sitt á vogarskálarn- ar.“ Hann segir það skýrt mark- mið Fangavaktarinnar að búa til raunsæja veröld íslenskra fanga en ekki eitthvert ímyndað amer- ískt fangelsi. „Það hefur verið fróðleg lífsreynsla að fara þarna inn en óneitanlega er það góð til- finning að geta gengið út hvenær sem maður vill.“ Ragnar hrósar þeim Margréti Frímannsdóttur, forstöðumanni Litla-Hrauns, og Páli Winkel fangelsismálastjóra sérstaklega. Þau hafi verið ótrú- lega liðleg í öllum samskiptum. Ekkert verður þó af því að tökuliðið setjist að á Litla-Hrauni. Enda er fangelsið, að sögn Ragn- ars, yfirfullt. „Fangelsismálin á Íslandi eru í miklum ólestri enda eru tuttugu fleiri fangar en fangelsið getur tekið við í raun og veru. Við getum því ekkert feng- ið einhvern einn gang og dundað okkur við tökur því hver fermetri er fullnýttur.“ Og því hefur verið unnið að því að byggja fangagang á Laugavegi 176 en þar skammt frá er einmitt upphafið að ævin- týrum hinnar heilögu þrenning- ar, bensínstöð Skeljungs. „Við eigum eftir að skjótast þangað yfir og fá okkur pylsu með öllu í hádeginu.“ freyrgigja@frettabladid.is LITLA-HRAUN Á LAUGAVEG SAMAN Í FANGAVAKTINNI Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors og Ólafur Darri leika allir fanga í Fangavaktinni, síðustu seríunni um þá Ólaf Ragnar, Daníel og Georg. Til greina kemur að Þröstur Leó Gunnarsson fari með hlutverk fangavarðar en það hefur þó ekki verið staðfest. > VILL PRÓFA HASAR Reese Witherspoon hefur áhuga á að breyta til og prófa að leika í hasarmyndum. Teiknimynd- in Monsters Vs Aliens, þar sem hún talar fyrir eina persónuna, kom henni á bragðið. „Það gæti verið gaman. Þessi mynd vakti mikinn áhuga hjá mér,“ sagði hún. folk@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.