Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef nú oft verið nefnd kart-öflukonan á Íslandi,“ segir Sigríð-ur Valdís Bergvinsdóttir glaðlega en hún er dóttir kartöflubónda og því alin upp við kartöflurækt. Hún segist alltaf hafa verið hrif-in af kartöflum og noti þær mikið í matseld. „Það lá því beint við að fá mig til að sjá um að hefja kartöfl-una á hærra plan á alþjóðlegu ári kartöflunnar árið 2008,“ segir Sig-ríður sem var tilnefnd til samfé-lagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að stýra átakinu af miklum metn-aði og fyrir að sýna mikinn frum-leika í kynningarstarfi sínu.Sigríður gefur hér lesendtvær up k Oft nefnd kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir heldur mikið upp á kartöflur og er hér með tvo kartöflurétti. Innbakaðar kartöflur og kartöflulumm- ur í eftirrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS LUMMUR OG INNBAKAÐAR KARTÖFLUR með íslensku grænmeti og kartöflubollum FYRIR 6KARTÖFLURÉTTUR800 g kartöflur2 gulrætur 1 paprika fersk steinselja og blóð-berg. 1 stk. piparostur¼ l rjómi 1 kg folaldakjöt Gerdeig 5dl vatn 400 h mótaðar kúlur. Kartöflurnar eru soðnar og skornar í litla bita, gulræturnar og papr-ikan skorin smátt og létt brúnað á pönnu, steinselju bætt út í. Pip-arosturinn er bræddur í rjómanum, kartöflunum og grænmetisblönd-u i b Takið 8 kúlur af gerboll-unum, fletjið þær út og setjið kartöflufyllingu innan í og búið til hálfmána, setjið á plötu ásamt gerbollunum, penslið með eggi, stráið fræjum að vild yfir og bakið í ofni við 200 gráður í 20 mí ú SKAFTFELLINGAMESSA verður í Breiðholts-kirkju í Mjódd klukkan 14 á sunnudaginn en þetta er fjórða árið í röð sem messan er haldin. Félagar úr kirkjukórum Austur-Skaftafellssýslu koma að austan og taka þátt í messunni ásamt sóknarprestum sínum. framlengt til 29. marsHinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“með fíkjum, salati og ferskum parmesanostiRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINImeð ristuðu grænmeti, kartöflumaukiog hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖNDmeð appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)NAUTALUNDBéarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉEmeð súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA Nýr A la C t h FÖSTUDAGUR 13. mars 2009 — 63. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Opið 07 til 02 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Skoðaðu MÍN BORG ferðablöð Icelandair á www.icelandair.is Opið til 19 SIGRÍÐUR VALDÍS BERGVINSDÓTTIR Innbakaðar kartöflur og kartöflulummur • matur • helgin • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Kasper, Jesper og Jónatan Örn Árnason hefur náð þeim áfanga að leika alla ræn- ingjana í Karde- mommubænum. TÍMAMÓT 28 STJÓRNMÁL Auðlindaákvæði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskrá myndu líklega gera inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið torsótt- ari, verði það að lögum. Þetta segir Helgi Áss Grétarsson lög- fræðingur í grein í Frétta- blaðinu í dag. Í frumvarp- inu er kveðið á um að nátt- úruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Helgi skrifar að þar sem litlar líkur séu á að Ísland fengi varanlegar und- anþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB, myndi aðild Íslands að sam- bandinu líklega stangast á við stjórnarskrá. - bs/ Sjá síðu 24 Ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpi: Myndi torvelda inngöngu í ESB SKOÐANAKÖNNUN Flestir, eða 54,2 prósent, vilja að Samfylk- ing og Vinstri græn myndi rík- isstjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Næstflest- ir nefndu ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks, eða 12,6 prósent. 9,6 prósent sögðust vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þá sögðust 6,7 prósent vilja að hér yrði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Aðrir raunhæf- ir eða óraunhæfir valkostir höfðu mun minni stuðning. Ekki er mikill munur á afstöðu fólks eftir kyni og búsetu. Þó eru heldur fleiri konur sem styðja áframhaldandi stjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna, eða 57,8 pró- sent á móti 51,3 prósentum karla. Meðal kjósenda Framsóknar- flokks vill stærsti hópurinn, 30 prósent, að mynduð verði ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Flestir sjálfstæðis- menn, eða 36,3 prósent, eru því sammála. Kjósendur Samfylkingar, Vinstri grænna og þeir sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk vilja hins vegar flestir að núverandi ríkisstjórn haldi áfram. 89 pró- sent samfylkingarfólks, 92 prósent Vinstri grænna og 59,7 prósent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk vilja áframhaldandi rík- isstjórn. Af einstökum flokkum vilja flestir, eða 70,7 prósent, að Sam- fylkingin verði í næstu ríkisstjórn. 65,1 prósent vill sjá Vinstri græn í stjórn. 32,2 prósent vilja að Sjálf- stæðisflokkur eigi aðild að næstu ríkisstjórn og 17,6 prósent vilja þar sjá Framsóknarflokk. Eitt til tvö prósent vilja sjá aðra flokka og um fimm prósent vilja einstakl- inga utan flokka, þjóðstjórn eða einhverja nýja flokka í stjórn. Hringt var í 800 manns 11. mars. Spurt var: Hvaða stjórn- málaflokka vilt þú að myndi rík- isstjórn eftir kosningarnar í vor? 59,8 prósent tóku afstöðu. - ss / sjá síðu 6 Meirihluti vill Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn Rúm 54 prósent kjósenda vilja að Samfylking og Vinstri græn myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Um 13 pró- sent vilja stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki mikill munur á afstöðu eftir kyni eða búsetu fólks. S+V 54,2% B+D 12,6% D+S 9,6% D+V 6,7% Annað 16,9% HVAÐA FLOKKAR EIGA AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN EFTIR KOSNINGAR? SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11.03´09 STORMUR SYÐST Í dag verður vaxandi austan og norðaustan átt, 18-23 m/s allra syðst síðdegis og í kvöld. Hægari annars staðar. Snjókoma eða slydda sunnan til með kvöldinu. Frostlaust syðst. VEÐUR 4 -3 -3 -3 1 1 föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 13. mars 2009 HEF ALDREI VERIÐ JAFNHAMINGJUSÖM Birgitta Haukdal gifti sig í október, á von á sínu fyrsta barni í sumar og stundar söngkennaranám af fullum krafti í Danmörku. BIRGITTA Á VON Á BARNI Hef aldrei verið jafn hamingjusöm Föstudagur FYLGIR BLAÐINU Í DAG Úti er ævintýri Skemmtistaðurinn Kafka, sem Nuno da Palma rak, lifði ekki nema í einn og hálfan mánuð. FÓLK 46 LEIÐIN Á TOPPINN Það var sól og blíða í gær en jörð víða undir snjó. Því var vel við hæfi að bregða sér í Bláfjöll eins og þessir ungu menn sem hér eru á leiðinni á toppinn. Nú teygir birtan sig fram á kvöldverðartíma og því gefst meiri tími til útivistar en þó er spurning hversu lengi í viðbót snjórinn muni fela foldu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Gamli Landsbankinn hafnaði í gær kröfu Reykjavíkurborgar um að bankinn greiði henni að andvirði 1,3 milljarða, sem borgin telur sig hafa átt í peningabréfum fyrir bankahrun. Einnig er því hafn- að að færa féð yfir í sparibréf, eins og borgin hafði farið fram á föstudaginn 3. október, og fengið raf- ræna staðfestingu á að hefði verið gert. Stefán Reykjalín hjá gamla Landsbankanum segir í bréfi til borgarinnar að sparibréf taki einn dag að gera upp. Mánudaginn 6. október hafi verið búið að loka fyrir viðskiptin. Því hafi færslan verið bakfærð, en borg- inni barst tilkynning um það síðla dags 7. október. „Við gefum ekkert fyrir þessi rök,“ segir Krist- björg Stephensen borgarlögmaður. Næsta skref borg- arinnar sé væntanlega að fara í mál við gamla Lands- bankann. Spurð hvort neyðarlög komi ekki í veg fyrir þetta, en þau banna að farið sé í mál við gömlu bank- ana, segir hún að næstu vikur fari í að skoða hvaða leiðir séu færar; málið verði sótt af hörku. Gamli Landsbankinn vill ekki svara spurningum um málið. - kóþ Landsbankinn hafnar kröfu Reykjavíkurborgar vegna viðskipta rétt fyrir hrunið: Borgin ætlar í hart við Landsbanka Valur lagði FH Bikarmeistarar Vals sóttu tvö góð stig í Hafnar- fjörðinn í gær. ÍÞRÓTTIR 40 HELGI ÁSS GRÉTARSSON Ekki útséð með Haga Baugur seldi Haga í júlí í fyrra. Heimildir eru í lögum til að rifta samningum þyki eitthvað óeðli- legt við kaupin. FRÉTTASKÝRING 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.