Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 32
4 föstudagur 13. mars ✽ ba k v ið tjö ldi n Stjörnumerki: Ljónynja. Besti tími dagsins: Mjög misjafnt en þykir ansi gott að hafa rólegheit í morgunsárið og gefa mér góðan tíma í að vakna og borða góðan morgunmat. Geisladiskurinn í spilaranum: Duffy, Jeff Who og Bíum bíum. Uppáhaldsverslunin: Þar sem ég er mikið ljón þá versla ég mikið skart og dúllerí í Kiss í Kringlunni. Frábær búð þar sem alltaf er hægt að finna eitthvað. Annars er mjög misjafnt eftir dögum hvar ég versla fötin mín. Zara, Karen Millen. Oasis, Coast, H&M og fleiri og fleiri. Uppáhaldsmaturinn: Sushi og dökkt súkkulaði. Hef oft sagt að ég sé „Sushaholic“ og „choc- oholic“. Mesta dekrið: Fara á góðan veitingastað í „ta- sting menu og wine menu“. Áhrifavaldurinn? Foreldrar mínir eru tvímælalaust mestu áhrifavaldarnir í mínu lífi. Mesta freistingin: Sushi og kampavín. Mmm ... fék bara vatn í munninn við að skri þetta. Hef bragðað hvorugt í næstum sex mánuði. Líkamsræktin: Þessa mánuðina er ég í með- gönguleikfimi í Fullfrísk og fer svo Hreyfingu og sund inn á milli. Birgitta Haukdal gifti sig í haust og á von á sínu fyrsta barni í sumar. Hún hefur þó hvergi sagt skilið við tónlistina heldur flýgur mánaðarlega til Dan- merkur þar sem hún leggur stund á kennara- nám í complete vocal- söngtækni. Viðtal: Alma Guðmundsóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason B irgitta hefur svo sannarlega látið að sér kveða í íslenskri tónlist allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið með hljóm- sveitinni Írafári. Hún hefur verið fulltrúi okkar í Eurovision, leik- ið í söngleikjum, gefið út 6 plöt- ur svo eitthvað sé nefnt og leggur nú stund á kennaranám í comp- lete vocal-tækni í Danmörku. „Ég flýg út einu sinni í mánuði og er þar fimm daga í senn. Ég fór í árs söngnám 2007 og byrjaði svo í þriggja ára kennaranámi í fyrra. Ég tímdi ekki að hætta eftir söng- námið því ég fékk svo mikið út úr því og finnst þessi tækni alveg frábær. Mig langar að miðla henni áfram og er að kenna mikið hér heima meðfram náminu, ég er nýlega farin að kenna bæði mast- er-class-tíma fyrir hópa og tek líka fólk heim í einkatíma, að lifa á tónlist með söng og kennslu er markmið mitt í framtíðinni,“ segir Birgitta sem söng einnig með Stuðmönnum um árabil, þangað til í fyrra. „Ég hætti á sama tíma og Egill. Það var virkilega gaman að syngja með þeim, en þegar hann var farinn voru þetta ekki lengur Stuðmenn í mínu hjarta og þá fannst mér þetta ekki eins spennandi,“ bætir hún við. LEYNIGESTUR Í BRÚÐ- KAUPINU Birgitta er gift Benedikt Einarssyni, eða Bensa. Þau kynntust fyrir sex árum í söngleiknum Grease í Borg- arleikhúsinu þar sem Birgitta lék Sandy og Bensi lék þar minna hlut- verk og dansaði, en hann er nú að ljúka við mastersnám í lögfræði. Þau giftu sig við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í október síðastliðn- um, héldu glæsilega veislu í Turnin- um og segir Birgitta brúðkaupsdag- inn vera ógleymanlegan. „Ég vissi alltaf að það væri ynd- islegt að gifta sig, en hafði aldrei grunað hvað þetta er stór stund. Mín reynsla er sú að þetta var miklu merkilegri dagur en ég hafði búist við. Þegar fólk segist ekki ætla að gifta sig hvet ég það samt til að gera það því það þarf engan mat eða veislu, þetta er bara svo yndis- leg upplifun,“ segir hún. „Við kom- umst að því örfáum dögum eftir brúðkaupið að ég var ófrísk og á að eiga í lok júní. Litla barnið var því leynigestur í brúðkaupinu hjá okkur og var án efa besta brúðar- gjöfin,“ bætir hún við brosandi og segist hafa verið mjög hress það sem af er meðgöngunni. „Ég var frekar hrædd við að stunda leikfimi fyrstu vikurnar, en byrjaði svo í meðgönguleikfimi á tólftu viku í Fullfrísk. Þá sást varla á mér á meðan stelpurnar sem ég var með voru kasóléttar, en það fór ekkert að sjást á mér fyrr en á fjórða mánuði og er ég enn mjög pen. Ég bjóst alveg við því að vera ælandi inni á klósetti fyrstu mánuðina því ég hef oft verið með einhvers konar magavesen, en svo hefur mér bara aldrei liðið betur né verið hraustari. Ég ætla að vera í leikfimi svo lengi sem líkaminn leyfir, ekki í því skyni að þyngjast ekki heldur bara upp á líkamlegt og andlegt heilbrigði.” SÚRMATUR Í ÖLL MÁL Birgitta segist hafa fundið löngun í ótrúlegustu hluti frá því að hún varð ófrísk. „Mér hefur alltaf þótt súrmat- ur góður og hef borðað hann árlega á þorrablótum frá því að ég var lítil, en í desember mætti ég allt í einu heim með heila tunnu af súrmat, aðallega súrum hrútspungum. Bensi borðar þetta ekki og fannst þetta ógeðs- legt svo ég kláraði alla fötuna ein og keypti mér síðan aðra í janúar. Frá desember og út febrúar hakk- aði ég bara í mig súrmat, sviðasultu og hrútspunga,“ segir hún og hlær. „Sem betur fer er þetta yfirstaðið þar sem súrmatur fæst varla í búð- unum lengur, annars hef ég sjaldan borðað jafn mikið af ávöxtum eins og frá því að ég varð ólétt.“ Spurð hvort barneignir hafi lengi verið á dagskrá segir hún svo ekki vera. „Margir hafa eflaust haldið að ég hafi verið búin að þrá börn í mörg ár því ég hef alltaf verið svo mikil barnakona, en það var ekki, þetta var bara rétti tíminn. Mín skoðun er sú að við verðum að finna mann- inn okkar sem við viljum eyða æv- inni með og koma okkur fyrir áður en barneignir byrja. Ég lít alls ekki á barneignir sem sjálfsagðan hlut og á hverjum degi þakka ég fyrir litla kraftaverkið okkar. Ég var alltaf að fá spurningar um hvort ég væri ólétt og tvisvar á ári fór óléttusaga á kreik, svo ég var farin að halda að ég fengi alltaf bumbu á vissum árs- tíma,“ segir Birgitta og hlær. „Flest- ar vinkonur mínar eru búnar að eignast börn og mér óx það mikið í augum, en núna finnst mér þetta bara spennandi verkefni og get ekki beðið eftir að vera öskrandi uppi á fæðingardeild. Maður uppgötvar líka að þetta snýst ekki um mann sjálf- an og hugsanir eins og; „hvernig á mér eftir að líða?“ eða „á þetta eftir að vera vont?“ hverfa, því þegar á hólminn er komið ræður maður engu, þetta snýst bara um að koma heilbrigðum einstaklingi í heim- inn.“ FÉKK ÆÐI FYRIR súrmat & ávö Óvænt „Í desember mætti ég allt í einu heim með heila tunnu af súrmat, aðallega súrum hrútspungum, og kláraði hana ein,“ segir Birgitta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.