Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 28
„Ég fékk hugmyndina að Kúpon
þegar ég var staddur í Kanada
fyrir jólin, verslaði grimmt og
fékk mikla afslætti. Ég hafði áður
verið búsettur í Bandaríkjunum
og þá nýtt mér afsláttarmiða þar
sem ég gat, og þá oft hugsað að
vitaskuld ætti að vera sjálfsagður
hlutur af daglegum innkaupum
Íslendinga að geta nýtt sér afslætti
án þess að þurfa að kaupa sig inn
í sérstaka klúbba,“ segir Bóas
Ragnar Bóasson, framkvæmda-
stjóri og hugmyndasmiður Kúpon.
is, sem opnaði með pomp og prakt
í liðinni viku, eftir að hafa heim-
fært áður vel þekkta hugmynd
fyrir íslenska neytendur.
„Vestra fékk ég afsláttarmiða
senda heim í blöðum og aftan á
kassakvittunum, en sá strax fyrir
mér að Íslendingar færu seint
með slík blöð út í búð. Því vildi
ég koma afslætti fyrir á einum og
sama staðnum og láta neytendum
í té kort til að nýta sér afsláttinn,“
segir Bóas sem upphaflega ætlaði
að senda landsmönnum íburðar-
mikið plastkort með segulrönd, en
ákvað að láta prenta ódýrari kort
til að sýna fordæmi um sparnað.
„Í staðinn setti ég strikamerki
aftan á kortin til að fyrirtæki gætu
líka notfært sér þau og fylgst með
hversu mikið þau eru notuð. Við-
brögðin hafa verið stórkostleg og
við setið við símann linnulaust frá
því á fimmtudag vegna ánægðra
neytenda og fyrirtækja sem riðu
á vaðið á kúpon.is. Sem dæmi má
nefna hárgreiðslustofu sem allt
fylltist hjá á fyrsta degi og net-
verslun sem hefur vart undan
að sinna nýjum viðskiptavinum,“
segir Bóas og bætir við að enn eigi
Kúpon eftir að stækka og dafna.
„Á Kúpon verða ýmsir undir-
vefir, eins og smáauglýsingavef-
ur og þjónustu- og útboðsvefur,
og í gær fór af stað hönnunar-
keppni þar sem við köllum eftir
mynd á stutt ermabol sem gestir
Kúpon gefa einkunn. Vinnings-
hafinn hlýtur fartölvu frá EJS og
í kjölfarið munum við selja bolinn
á vefnum þar sem ágóðinn fer til
góðgerðarmála.“
Á www.kupon.is fæst allt til
heimilisins og með afslætti sem
um munar. Sem dæmi má nefna
lófasíma sem kostaði 60 þúsund,
en fæst á 35.000 með afsláttar-
miða.
„Það má spara stórfé með notk-
un afsláttarmiða og á vissum
tímum ætla matvöruverslanir að
bjóða allt að 70 prósenta afslátt af
völdum vörum. Afsláttarkort hafa
verið send inn á öll heimili í land-
inu og afslættir hverju sinni sjást
á heimasíðunni. Innan skamms
verður svo hægt að safna saman í
körfu því sem fólk langar að kaupa
og prenta út innkaupalista með
strikamerki.“ thordis@frettabladid.is
Búbót sem munar um
Það er ekkert hallærislegt við að spara, leita tilboða og láta launin duga til hnífs og skeiðar út mánuðinn.
Nú má gera enn betur við budduna með afsláttarmiðum á öllum sviðum heimilisreksturs á Kúpon.is.
KREM í túbum nýtist oft ekki jafn vel og það sem er í krukkum þar sem
alltaf verður tölvert eftir í túbunni þó að hún sé kreist vel. Gott ráð er að
klippa hana í sundur til að ná því sem eftir er.
Bóas segist hafa
gert reyfarakaup
með afsláttarmið-
um þegar hann bjó
í Bandaríkjunum,
þar sem mikil hefð
er fyrir þeim.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
HÚSGAGNAVERSLUN V
SÍMI 553 8177 & 553 14
heimilisprydi.is
hallmuli@islandia.is
HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA 108 REYKJAVÍK
SÍMI 553 8177 & 553 1400
heimilisprydi.is
hallmuli@islandia.is
Með vísun til laga nr. 73/2001 um fólks- og
farmfl utninga, gengst Vegagerðin fyrir námskeiði
vegna rekstarleyfi s til fólks- og farmfl utninga í
Ökuskólanum í Mjódd
dagana 23. til 28. mars n.k.
Þátttaka tilkynnist til fyrir 20. mars
til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300
Rekstarleyfi til fólks-
og farmfl utninga
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.