Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 10
10 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- EVRÓPUMÁL Aðild Íslands að Evr- ópusambandinu myndi opna fyrir nýja möguleika fyrir sveitarfélög á Íslandi, en forsenda fyrir því að nýta þá möguleika sem skyldi er að Íslendingar vinni heimavinn- una fyrir aðildarviðræður mark- visst og vel. „Veldur sem á heldur,“ sagði Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóða- sviðs Sambands íslenskra sveitar- félaga, á málfundi sem fram fór á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær undir yfir- skriftinni „Sveitarfélögin og ESB: Felast tækifæri í ESB-aðild?“ Anna Guðrún flutti framsöguer- indi um áhrif Evrópusambandsað- ildar á íslenska sveitarstjórnarstig- ið, en Anna Karlsdóttir, lektor við HÍ, flutti annað framsöguerindi um atvinnuþróunarmál í Evrópusam- bandinu og reynslu danskra sveit- arfélaga af þátttöku í stefnumótun og verkefnum á því sviði. Mat á þeim möguleikum sem íslenskum sveitarfélögum byðust við inngöngu í ESB er að sögn Önnu Guðrúnar að miklu leyti undir því komið hvernig Ísland og einstök landsvæði yrðu skilgreind inn í byggðastefnu ESB. Þrátt fyrir til- tölulega háar meðaltekjur á mann í samanburði við meðaltalið í ESB væri samkvæmt reglum sambands- ins sérstaða strjálbýlla jaðarsvæða viðurkennd, sem óvefengjanlega myndi eiga við um Ísland og ein- staka landshluta hérlendis. - aa Hagsmunir íslenskra sveitarfélaga og hugsanleg aðild að Evrópusambandinu: Myndi opna á nýja möguleika TÆKIFÆRI Anna Guðrún Björnsdóttir hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga. ÍRAK, AP Íraski fréttamaðurinn sem henti skóm sínum að George W. Bush, þáverandi Bandaríkja- forseta, á blaðamannafundi í Bagdad í desember var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir „árás á erlendan þjóðhöfð- ingja“. Dómnum var almennt illa tekið meðal almennings í Írak, enda líta flestir landar „skókastar- ans“, Muntadhar al-Zeidi, á hann sem þjóðhetju. Könnun sem nið- urstöður voru birtar úr í gær sýndi að yfirgnæfandi meirihluti Íraka er þessarar skoðunar. Hinn þrítugi fréttamaður lýsti sig saklausan af árásarákærunni; það sem hann gerði hefði einfald- lega verið „eðlileg viðbrögð við hernáminu“. - aa Fréttamaður dæmdur í Írak: Þrjú ár í fang- elsi fyrir skókast FRÆGÐARKASTIÐ Al-Zeidi kastar skó sínum að Bush á blaðamannafundi í Bagdad 14. desember sl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sekt fyrir að valda tjóni á íbúðarhúsi lög- regluvarðstjóra í Vestmannaeyj- um og hóta að skera hann á háls. Kona var einnig sektuð vegna athæfisins. Maðurinn kastaði grjóti í hús lögregluvarðstjórans með þeim afleiðingum að rúða brotn- aði. Konan hafði hvatt hann til skemmdarverkanna. Í lögreglubíl skömmu síðar réðst maðurinn með hótunum að varðstjóranum og kvaðst ætla að skera hann á háls. Maðurinn greiðir hundrað þúsund krónur í sekt og konan fjörutíu þúsund. - jss Maður og kona dæmd: Hótaði að skera varðstjóra á háls Mannrán í Darfúr Vopnaðir menn rændu á miðvikudags- kvöld þremur vestrænum hjálpar- starfsmönnum og tveimur súdönskum öryggisvörðum í Darfúr, viku eftir að Súdanstjórn skipaði svo fyrir að alþjóðleg hjálparsamtök yrðu að gjöra svo vel að hypja sig úr landi. Þá ákvörðun tók stjórnin í Kartúm í kjölfar þess að alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Omar al-Bashir Súdanforseta fyrir að bera ábyrgð á glæpum gegn mannkyni í Darfúr. SÚDAN BORGARMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri segir borginni takast að hagræða um 2,3 millj- arða á þessu ári án þess að skerða grunnþjónustu, fækka starfsfólki eða hækka gjaldskrár. Samkvæmt tillögum um endurskoðun fjár- hagsáætlunar, sem lögð var fram á borgarráðsfundi í gær, verða sparnaðartillögur borgarstarfs- manna nýttar til að ná fram um helming þessarar hagræðingar. Meðal tillagna sem um ræðir er að nota handklæði í leikskólum í stað pappírsþurrkna og bjóða oftar upp á hafragraut í stað morg- unkorns svo dæmi séu tekin. Einnig verður gerð breyting á svokallaðri viðbótar- stund barna í 2. til 4. bekk en hún er áður en eiginleg kennsla hefst á morgnana. Sú breyt- ing hefur enn ekki verið útfærð nákvæmlega. Ákveðið var við fjárhagsáætlun í janúar að fara í viðbótarhagræð- ingu sem næmi 2,3 milljörðum. 1,3 milljarða hagræðingu á að ná fram með því að minnka yfirvinnu eins og þegar hefur verið kynnt. Gert var grein fyrir milljarðinum sem upp á vantaði í gær. „Við ákváðum að leita til starfsfólks okkar sem er næst íbúum borgarinnar og þekk- ir þarfir þess og spyrja hvern- ig við náum þessum markmiðum okkar um hagræðingu án þess að skerða grunnþjónustu, hækka gjaldskrár eða segja upp starfsfólki,“ segir Hanna Birna. Um 1.500 hugmyndir bárust og verða um 300 þeirra nýttar nú strax. „Alls tóku 3.000 starfs- menn þátt í vinnunni og verður henni framhaldið meðal annars þannig að þeir geti fylgst með framgangi eigin tillagna.“ Meðal annarra leiða sem beita skal eru að draga úr sérfræðiþjónustu, draga úr kostnaði við aðkeypta þjónustu, reyna að ná hagstæðari samningum við birgja með því að samnýta innkaup margra sviða og stofnana og draga úr viðhalds- framkvæmdum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, sem einnig á sæti í framkvæmda- og eignarráði, er ekki alls kostar sátt. „Þetta er ekki í miklu samræmi við það sem rætt hefur verið um til þessa,“ segir hún. „Ég bíð reyndar eftir frekari upp- lýsingum um það hvernig þessu verður háttað en ég get nú þegar sagt að mér líst illa á það að miklu af niðurskurðinum á að fást með því að skera niður mannafls- frekar viðhalds- framkvæmdir sem skýtur skökku við þar sem meirihlut- inn hefur talað fyrir því að efla atvinnu- stigið.“ jse@frettabladid.is Borgin hagræðir með bakstri og hafragraut Tillögum starfsmanna verður beitt til að ná fram hagræðingu hjá borginni. Meðal þeirra er að elda oftar hafragraut á leikskólum. Borgarfulltrúi minnihlut- ans er ósáttur við að dregið verði úr mannaflsfrekum viðhaldsframkvæmdum. HANNA BIRNA OG SIGRÚN ELSA Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að litið hafi verið til allra þátta til að ná fram hagræðingu hjá borginni; allt frá hafragraut til viðhalds- framkvæmda. Sigrún Elsa Smáradóttir er ekki sátt. Leikskólabörn baka sjálf brauð ■ Hafragrautur verður oftar á morgunverðarborðum leik- skólabarna í stað morgunkorns sem er mun dýrara ■ Notuð verða handklæði í leikskólum í stað pappírsþurrk- na (spara 7 milljónir á ári) ■ Starfsmenn fá launaseðla sína með rafrænum hætti en ekki heimsenda í pappírsformi ■ Slökkt verður á tölvum starfsmanna meðan þær eru ekki í notkun ■ Leikskólasvið setur upp skiptimarkað á húsgögnum ■ Samnýta innkaup milli sviða og stofnana borgarinnar ■ Draga úr viðhaldsframkvæmdum Breyting á viðbótarstund barna í 2. til 4. bekk (Fyrirhugað að spara um 80 milljónir en útfærsla er ekki enn fullmótuð, ekki er um að ræða að þjónustan falli niður) DÆMI UM HAGRÆÐINGARTILLÖGUR SEM NÁÐU FRAM AÐ GANGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.