Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég hef nú oft verið nefnd kart-öflukonan á Íslandi,“ segir Sigríð-ur Valdís Bergvinsdóttir glaðlega en hún er dóttir kartöflubónda og því alin upp við kartöflurækt. Hún segist alltaf hafa verið hrif-in af kartöflum og noti þær mikið í
matseld. „Það lá því beint við að fá mig til að sjá um að hefja kartöfl-una á hærra plan á alþjóðlegu ári kartöflunnar árið 2008,“ segir Sig-ríður sem var tilnefnd til samfé-lagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að stýra átakinu af miklum metn-aði og fyrir að sýna mikinn frum-leika í kynningarstarfi sínu.Sigríður gefur hér lesendtvær up k
Oft nefnd kartöflukonan
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna
á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum.
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir heldur mikið upp á kartöflur og er hér með tvo kartöflurétti. Innbakaðar kartöflur og kartöflulumm-
ur í eftirrétt.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
LUMMUR OG INNBAKAÐAR KARTÖFLUR
með íslensku grænmeti og kartöflubollum FYRIR 6KARTÖFLURÉTTUR800 g kartöflur2 gulrætur
1 paprika
fersk steinselja og blóð-berg.
1 stk. piparostur¼ l rjómi
1 kg folaldakjöt
Gerdeig
5dl vatn
400 h
mótaðar kúlur.
Kartöflurnar eru soðnar og skornar í litla bita, gulræturnar og papr-ikan skorin smátt og létt brúnað á pönnu, steinselju bætt út í. Pip-arosturinn er bræddur í rjómanum, kartöflunum og grænmetisblönd-u i b
Takið 8 kúlur af gerboll-unum, fletjið þær út og setjið kartöflufyllingu innan í og búið til hálfmána, setjið á plötu ásamt gerbollunum, penslið með eggi, stráið fræjum að vild yfir og bakið í ofni við 200 gráður í 20 mí ú
SKAFTFELLINGAMESSA verður í Breiðholts-kirkju í Mjódd klukkan 14 á sunnudaginn en þetta er fjórða árið í röð sem messan er haldin. Félagar úr
kirkjukórum Austur-Skaftafellssýslu koma að austan og
taka þátt í messunni ásamt sóknarprestum sínum.
framlengt til 29. marsHinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði.
Tilvalið fyrirárshátíðina!
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“með fíkjum, salati og ferskum parmesanostiRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINImeð ristuðu grænmeti, kartöflumaukiog hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖNDmeð appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)NAUTALUNDBéarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.)
LOGANDI CRÈME BRÛLÉEmeð súkkulaði ís
1
2
3
4
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
Nýr A la C t h
FÖSTUDAGUR
13. mars 2009 — 63. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Opið 07 til 02
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is
Skoðaðu
MÍN BORG
ferðablöð Icelandair
á www.icelandair.is
Opið til 19
SIGRÍÐUR VALDÍS BERGVINSDÓTTIR
Innbakaðar kartöflur
og kartöflulummur
• matur • helgin • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kasper, Jesper og
Jónatan
Örn Árnason hefur
náð þeim áfanga
að leika alla ræn-
ingjana í Karde-
mommubænum.
TÍMAMÓT 28
STJÓRNMÁL Auðlindaákvæði í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
breytingar á stjórnarskrá myndu
líklega gera inngöngu Íslands í
Evrópusam-
bandið torsótt-
ari, verði það
að lögum. Þetta
segir Helgi Áss
Grétarsson lög-
fræðingur í
grein í Frétta-
blaðinu í dag.
Í frumvarp-
inu er kveðið
á um að nátt-
úruauðlindir
í þjóðareign megi ekki selja eða
láta varanlega af hendi. Helgi
skrifar að þar sem litlar líkur séu
á að Ísland fengi varanlegar und-
anþágur frá sjávarútvegsstefnu
ESB, myndi aðild Íslands að sam-
bandinu líklega stangast á við
stjórnarskrá.
- bs/ Sjá síðu 24
Ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpi:
Myndi torvelda
inngöngu í ESB
SKOÐANAKÖNNUN Flestir, eða
54,2 prósent, vilja að Samfylk-
ing og Vinstri græn myndi rík-
isstjórn eftir næstu kosningar,
samkvæmt nýrri könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2. Næstflest-
ir nefndu ríkisstjórn Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks, eða
12,6 prósent. 9,6 prósent sögðust
vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar. Þá sögðust 6,7
prósent vilja að hér yrði mynduð
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Vinstri grænna. Aðrir raunhæf-
ir eða óraunhæfir valkostir höfðu
mun minni stuðning.
Ekki er mikill munur á afstöðu
fólks eftir kyni og búsetu. Þó eru
heldur fleiri konur sem styðja
áframhaldandi stjórn Samfylking-
ar og Vinstri grænna, eða 57,8 pró-
sent á móti 51,3 prósentum karla.
Meðal kjósenda Framsóknar-
flokks vill stærsti hópurinn, 30
prósent, að mynduð verði ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Flestir sjálfstæðis-
menn, eða 36,3 prósent, eru því
sammála.
Kjósendur Samfylkingar, Vinstri
grænna og þeir sem ekki gefa upp
stuðning við stjórnmálaflokk vilja
hins vegar flestir að núverandi
ríkisstjórn haldi áfram. 89 pró-
sent samfylkingarfólks, 92 prósent
Vinstri grænna og 59,7 prósent
þeirra sem ekki gefa upp stuðning
við flokk vilja áframhaldandi rík-
isstjórn.
Af einstökum flokkum vilja
flestir, eða 70,7 prósent, að Sam-
fylkingin verði í næstu ríkisstjórn.
65,1 prósent vill sjá Vinstri græn í
stjórn. 32,2 prósent vilja að Sjálf-
stæðisflokkur eigi aðild að næstu
ríkisstjórn og 17,6 prósent vilja
þar sjá Framsóknarflokk. Eitt til
tvö prósent vilja sjá aðra flokka og
um fimm prósent vilja einstakl-
inga utan flokka, þjóðstjórn eða
einhverja nýja flokka í stjórn.
Hringt var í 800 manns 11.
mars. Spurt var: Hvaða stjórn-
málaflokka vilt þú að myndi rík-
isstjórn eftir kosningarnar í vor?
59,8 prósent tóku afstöðu.
- ss / sjá síðu 6
Meirihluti vill Samfylkingu
og Vinstri græn í ríkisstjórn
Rúm 54 prósent kjósenda vilja að Samfylking og Vinstri græn myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Um 13 pró-
sent vilja stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki mikill munur á afstöðu eftir kyni eða búsetu fólks.
S+V
54,2%
B+D
12,6%
D+S
9,6%
D+V
6,7%
Annað
16,9%
HVAÐA FLOKKAR EIGA AÐ
MYNDA RÍKISSTJÓRN EFTIR
KOSNINGAR?
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11.03´09
STORMUR SYÐST Í dag verður
vaxandi austan og norðaustan
átt, 18-23 m/s allra syðst síðdegis
og í kvöld. Hægari annars staðar.
Snjókoma eða slydda sunnan til
með kvöldinu. Frostlaust syðst.
VEÐUR 4
-3 -3
-3
1
1
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 13. mars 2009
HEF ALDREI VERIÐ JAFNHAMINGJUSÖM Birgitta Haukdal gifti sig í október, á von á sínu fyrsta barni í sumar og stundar söngkennaranám af fullum krafti í Danmörku.
BIRGITTA Á VON Á BARNI
Hef aldrei verið
jafn hamingjusöm
Föstudagur
FYLGIR BLAÐINU Í DAG
Úti er ævintýri
Skemmtistaðurinn
Kafka, sem Nuno da
Palma rak, lifði ekki
nema í einn og
hálfan mánuð.
FÓLK 46
LEIÐIN Á TOPPINN Það var sól og blíða í gær en jörð víða undir snjó. Því var vel við hæfi að bregða sér í Bláfjöll eins og þessir
ungu menn sem hér eru á leiðinni á toppinn. Nú teygir birtan sig fram á kvöldverðartíma og því gefst meiri tími til útivistar en þó
er spurning hversu lengi í viðbót snjórinn muni fela foldu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
REYKJAVÍK Gamli Landsbankinn hafnaði í gær kröfu
Reykjavíkurborgar um að bankinn greiði henni að
andvirði 1,3 milljarða, sem borgin telur sig hafa átt í
peningabréfum fyrir bankahrun. Einnig er því hafn-
að að færa féð yfir í sparibréf, eins og borgin hafði
farið fram á föstudaginn 3. október, og fengið raf-
ræna staðfestingu á að hefði verið gert.
Stefán Reykjalín hjá gamla Landsbankanum segir
í bréfi til borgarinnar að sparibréf taki einn dag að
gera upp.
Mánudaginn 6. október hafi verið búið að loka fyrir
viðskiptin. Því hafi færslan verið bakfærð, en borg-
inni barst tilkynning um það síðla dags 7. október.
„Við gefum ekkert fyrir þessi rök,“ segir Krist-
björg Stephensen borgarlögmaður. Næsta skref borg-
arinnar sé væntanlega að fara í mál við gamla Lands-
bankann. Spurð hvort neyðarlög komi ekki í veg fyrir
þetta, en þau banna að farið sé í mál við gömlu bank-
ana, segir hún að næstu vikur fari í að skoða hvaða
leiðir séu færar; málið verði sótt af hörku.
Gamli Landsbankinn vill ekki svara spurningum
um málið. - kóþ
Landsbankinn hafnar kröfu Reykjavíkurborgar vegna viðskipta rétt fyrir hrunið:
Borgin ætlar í hart við Landsbanka
Valur lagði FH
Bikarmeistarar Vals sóttu
tvö góð stig í Hafnar-
fjörðinn í
gær.
ÍÞRÓTTIR 40
HELGI ÁSS
GRÉTARSSON
Ekki útséð með Haga
Baugur seldi Haga í júlí í fyrra.
Heimildir eru í lögum til að rifta
samningum þyki eitthvað óeðli-
legt við kaupin.
FRÉTTASKÝRING 18