Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 1

Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LÖGREGLUMÁL Lögregla upprætti stórfellda kannabisframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi í gærkvöldi. Verksmiðjan er ein sú alfullkomnasta sem lögreglan hefur séð. Húsnæðið er sérhann- að til ræktunarinnar með inn- réttingum og tækjabúnaði upp á milljónir króna. Yfir 500 plöntur fundust í hús- inu, að sögn Bjarna Ólafs Magn- ússonar lögreglufulltrúa. Auk þess fundust á annað hundrað plantna í þurrkun, um 400 grömm af innpökkuðu marijúana og lauf og önnur virk efni í kílóavís í þurrkun á gólfi verksmiðjunnar. Lögregla réðst inn í húsnæðið á áttunda tímanum í gærkvöldi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á staðnum. Þeir hafa komið lítillega við sögu lög- reglu áður. Þeir verða yfirheyrðir á morgun. Einnig fannst lítilræði af hvítum efnum, en talið er að það séu eingöngu neysluskammtar. „Þetta lítur út fyrir að vera stærsta fabrikka sem nokkurn tímann hefur verið tekin og ýmis- legt sem bendir til þess að hún hafi verið þarna í talsvert lang- an tíma,“ segir Karl Steinar Vals- son, yfirmaður fíkniefnadeild- ar lögreglunnar. Plönturnar beri það með sér að mjög faglega hafi verið staðið að ræktuninni. Húsnæðið er 300 fermetrar, og eitthvert rými þar að auki á ann- arri hæð. Það var allt notað undir ræktunina. Húsið er sérstaklega einangrað til að halda inni hita og lykt, fjöldi hitalampa er í verk- smiðjunni, sérstakt rafmagns- kerfi og fullkomið loftræstikerfi auk sjálfvirks áveitukerfis sem vökvaði plönturnar og sá þeim einnig fyrir annarri næringu. „Hvert herbergi hérna hefur sinn tilgang,“ segir Bjarni Ólaf- ur. Sturtuaðstaða sé til dæmis í einu herberginu og hvítir gallar þar sem menn gátu haft fataskipti áður en inn var farið og þvegið af sér lyktina áður en þeir fóru út. Þá fannst gróðurmold í tonna- tali í húsinu, meðal annars stórt fjall af notaðri og næringarlausri mold, segir Bjarni Ólafur. Lögreglan hefur lagt hald á rúmlega 3.000 kannabisplöntur á þessu ári sem er rúmlega þrefalt meira en árin 2007 og 2008 sam- anlagt. Á síðustu misserum hefur lögreglan lokað um tuttugu stöð- um þar sem kannabisræktun fer fram. - sh, shá FIMMTUDAGUR 19. mars 2009 — 68. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG next bæklingurinn fylgir blaðinu í dag! Tilvalið í hádeginu FREYJA HULD HRÓLFSDÓTTIR Fermingarkjóllinn sá flottasti í fataskápnum • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Við fórum í flestar búðir í Smáralind og Kringlu en fundum rétta kjólinn á endanum. Hann keyptum við í Coast í Smáralind og ermarnar í Jane Norman,“ segir Freyja Huld Hrólfsdóttir sem fermist næsta laugar- dag í Lindakirkju. Silfurlita skóna átti Freyja Huld hins vegar í hand- raðanum. „Ég æfi samkvæmisdansa í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar og átti gamla silfurlita dansskó sem mér og mömmu fannst passa vel við en það fund- ust engir skór sem pössuðu á mig þar sem ég e svo litla fætur,“ segir húvið ilf þeim eftir því sem ég eldist. Ætli ég sé ekki að breyt- ast í aðeins meiri dömu núna, en áður fyrr var ég meira bara í þægilegum fötum,“ segir hún hispurs- laust en segist þó dags daglega yfirleitt klæðast galla- buxum. „Í samkvæmisdönsunum er ég hins vegar í fínum kjólum þegar ég keppi en annars í þægileg- um fötum. Í kjölfarið fékk ég meiri áhuga á að skoða kjóla. Svo fer ég líka á hestbak og þá é bara í útreiða l Flottasti kjóllinn til þessa Fermingardagurinn markar tímamót í lífi hvers fermingarbarns, enda mikið tilstand og athygli sem bein- ist að unglingnum. Freyja Huld Hrólfsdóttir hlakkar til stóra dagsins og hefur nú þegar valið kjólinn. FIÐRILDI eru fallegt skraut sem nota má á ýmsan hátt. Litrík fiðrildi eru tilvalin til að lífga upp á fermingar- borðið og fermingarpakkana má líka vel skreyta með smekklegum fiðrildum. Freyja Huld viðurkennir að líklega sé hún að breytast í aðeins meiri dömu með aldrinum og segir fermingarkjólinn vera þann flottasta í fataskápnum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM bfo.isBifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNUST A BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðarreynsla – þekking – góð þjónusta Stigal f                  !""# $%&!''(%#)*+ ,  -. /00-#0*,  -. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki NÝSKÖPUN Kafbátar, netlausnir og ný viðskiptatækifæri Sérblað um nýsköpun FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. nýsköpunFIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Opin nýsköpunAnna María Pétursdóttir ræðir um viðskiptalíkan framtíðarinnar. SÍÐA 4 Blúsari vildi reykherbergi Dóri Braga kom til móts við Pinetop Perkins sem hefur reykt í 88 ár. FÓLK 46 Pókerferðir í undirbúningi Davíð Rúnarsson í viðræðum við ferðaskrif- stofu. FÓLK 46 Guðrúnarsjóður Svava Jóhannesdóttir er ein þeirra sem hlutu styrk úr Guðrún- arsjóði þetta árið en hún hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. TÍMAMÓT 26 5 12 14 10 9 ÁFRAM HLÝTT Í dag verður sunnan 3-10 m/s, stífastur sunnan og vestan til. Rigning á Vestfjörðum fram yfir hádegi, bjartviðri norðan og austan til, annars úrkomulítið. Hiti 5-15 stig, hlýjast norðaustan til. VEÐUR 4 HALDLAGÐAR KANNA- BISPLÖNTUR 2004-2009 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 30 00 * 20 04 20 06 20 07 20 08 20 09 20 05 70 029 5 78 1 3229 *TALA MIÐUÐ VIÐ MARS 2009 Sigur í Skopje Ísland vann stór- glæsilegan sigur á Makedóníu ytra í undankeppni EM 2010. ÍÞRÓTTIR 40 Kannabisverksmiðja upprætt á Kjalarnesi Lögregla réðst í gær inn í eina stærstu og fullkomnustu kannabisverksmiðju sem sést hefur hérlendis. Tveir voru handteknir á staðnum. Mörg hundruð plantna voru í ræktun í húsinu og búnaður til ræktunar upp á milljónir króna. KANNABISVERKSMIÐJA UPPRÆTT Verksmiðjan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti í gærkvöldi var í iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum. Fullkomið vökvunarkerfi var fyrir plönturnar og loftræstikerfi. Ræktunin er talin hafa viðgengist í þrjú ár og gróðurmold var innandyra í tonnavís. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÁSTRALÍA, AP Ellefu ára gömul stúlka var drepin af krókódíl í feni í útjaðri Darwin í Ástralíu á sunnudag. Þetta er annað dauðs- fallið af völdum krókódíla á svæðinu á stuttum tíma. Briony Anne Goodsell var ásamt yngri systur sinni og tveimur öðrum börnum að synda í feninu á sunnudaginn, þegar hún hvarf skyndilega. Börnin sögðu lögreglunni að þau hefðu séð haus og hala á krókódíl á sama stað og Briony sást síðast. Í byrjun febrúar hvarf fimm ára gamall drengur af árbakka í norðausturhluta Ástralíu og fannst síðar í maga krókódíls. Krókódílum hefur fjölgað veru- lega í Ástralíu síðan þeir voru friðaðir árið 1971. - alþ Tvö dauðsföll á stuttum tíma: Stúlka drepin af krókódíl LEYNIINNGANGUR Opið er ekki nema rúmur metri á hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TIl að komast inn í verksmiðjuna þarf að fara í gegnum leynidyr sem liggja inn í sérútbúið iðnað- arhúsnæðið úr bílageymslu við hlið hússins. Inngangurinn hefur verið búinn til með því að brjóta gat í vegginn og setja tréplötu fyrir hann. Opið er ríflega einn metri á hæð. LEYNIDYR INN Í VERKSMIÐJUNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.