Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 16
16 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Varnarþörf Íslands Varnarmálastofnun er ekki orðin eins árs en nú þegar eru uppi raddir um að hún verði lögð niður. Deilt er um hver þörfin er fyrir stofnunina og hvort hægt sé að sinna vörnum landsins á hagkvæmari máta. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé með málefni stofnunar- innar til rækilegrar endur- skoðunar. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júlí í fyrra samkvæmt varnar- málalögum. Helsta hlutverk henn- ar er að sjá um ratsjárkerfið sem Nató hafði umsjón með áður, en þar að auki rekur hún fjarskipta- og samskiptakerfi, auk þess að sjá um öryggisgagnagrunna og rekstur Nató-mannvirkja. Þegar bandaríski herinn hvarf af landi brott gerbreyttist stað- an í varnarmálum landsins. Kall- að var eftir því að sjálfstætt mat færi fram á varnarþörf landsins. Áður en það var gert var samið við Atlantshafsbandalagið um loftrýmiseftirlit, sem skyldi fara fram fjórum sinnum á ári. Haust- ið 2007 skipaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkis- ráðherra, starfshóp til að meta varnarþörfina, undir forystu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings. Sá hópur hefur nú skilað niður- stöðu sinni. Í skýrslunni er hvatt til innbyrðis samstarfs stofnana, en margir hafa kvartað yfir því, sérstaklega eftir tilkomu Varnar- málastofnunar. Togstreita Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, er ekkert að skafa utan af því og segir bein- línis að stofnun Varnarmála- stofnunar hafi verið til óþurftar. „Samstarf okkar við systurstofn- anir hefur verið mikið, ekki síst á Norðurlöndunum. Þær eru af hernaðarlegum toga, en við áttum bein og milliliðalaus sam- skipti við þær. Það að vera með þennan millilið sem heitir Varn- armálastofnun gerir þetta sam- starf ómarkvisst og óöruggt,“ segir Georg. Hugmyndin um Varnarmála- stofnun verður til í utanríkisráðu- neytinu. Í undirbúningi stofnun- arinnar voru þau rök notuð að öryggisreglur Nató krefðust þess að stofnun sú sem sæi um ratsjár- eftirlitið væri ekki borgaraleg. Björn Bjarnason, fyrrum dóms- málaráðherra, þvertekur fyrir að Nató gerir kröfur í þessum efnum. „[A]llt tal um, að NATO eigi að ákveða, hvaða stofnunum hér á landi sé heimilt að taka á móti upplýsingum frá bandalag- inu byggist á viðleitni til að auka mikilvægi sitt á kostnað annarra stofnana, sem eru jafnfærar til að taka á móti þessum upplýsingum, enda uppfylli þær kröfur banda- lagsins um meðferð hernaðar- legra leyndarupplýsinga.“ Hver er þörfin? „Engar vísbendingar eru um að Íslandi stafi hernaðarógn af nokkru ríki eða ríkjabandalagi í náinni framtíð. Þetta álit er í samræmi við hættumat annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Svo segir í áhættumatsskýrslu fyrir Ísland. Þar er hins vegar sagt að fylgjast þurfi með flugi herflugvéla, heræfingum og ferðum kjarnorkuknúinna skipa nálægt Íslandi. Í skýrslunni er ekki tekið til- lit til þess hvort nauðsynlegt sé að halda úti loftrýmiseftirliti og Valur Ingimundarson hefur aðspurður sagt það vera pólit- ískt spursmál. Utanríkisráðherra segir fullt tilefni til að skoða hvort loftrýmisgæslan hafi hlut- verk við landvarnir og skýrslan bendi ekki til að svo sé. Þessi mál séu til skoðunar í ráðuneytinu. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, fagnar mjög skýrslunni. Hann segir að með henni sé tilburðum til að byggja upp hernaðarlega ógn sem bregðast þurfi við slátrað og ljóst sé að ekki sé neinn að fara að ráðast á okkur. Kötlugos sé alvarlegri ógn við öryggi okkar en hugsanleg hernaðarleg ógn. „Í skýrslunni er sterk und- irbygging að því að slá megi Varnarmálastofnun af, sem og heræfingar og loftrýmiseftirlit. Enda er þetta bara rugl og nær væri að spara fjármuni sem fara í þetta.“ Kostnaður Varnarmálastofnun hlaut á árinu 2009 1,227 milljarða króna á fjárlögum og hafði framlagið þá verið skorið niður um 257 millj- ónir vegna efnahagsástandsins. Í minnihlutaáliti utanríkismála- nefndar, sem Steingrímur stóð að, var lagt til að öllum fjárút- látum til hernaðarlegra verkefna yrði hætt og fjármagninu frek- ar varið í þróunarsamvinnu og hjálparstarf. Við venjulega flugumferð eru notaðar svarratsjár sem nema merkjasendingar flugvéla. Hjá Varnarmálastofnun er einnig frumratsjá, en hún nemur alla umferð á svæðinu, jafnvel þó slökkt hafi verið á merkjasend- ingum flugvéla. Í úttekt sem Neyðarlínan vann um kostnað við að taka ratsjár- eftirlitið yfir er gert ráð fyrir kostnaði upp á 476 milljónir króna. Ratsjárstofnun, sem sá um eftirlitið, fékk á fjárlögum 2008 822 milljónir króna og nefnt hefur verið að um 830 milljónir fari í eftirlitið innan Varnarmála- stofnunar. Ljóst er því að tölu- verður sparnaður næðist væri verkið flutt til Neyðarlínunnar. Björn Bjarnason talaði strax við brotthvarf Bandaríkjahers fyrir því að það yrði gert, eða til Flug- stoða. Varnarmálastofnun hefur hins vegar borið brigður á þessar tölur og dregið í efa að mögulegt sé að reka kerfið í vaktstöðinni við Skógarhlíð. Þór- hallur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Neyðarlínunnar, segist standa við kostnaðarmatið. Skipt upp Össur Skarphéðinsson hefur sagt að málefni Varnarmálastofnunar séu í miklum forgangi hjá honum. „Ég tel að það séu miklir mögu- leikar á því að spara fé með því að sameina ýmsa þætti sem eru hjá henni og öðrum stofnunum. Í þeirri stöðu sem Íslendingar eru nú þarf að velta hverri krónu fyrir sér og gera allt sem hægt er til að spara og hagræða.“ Georg Lárusson hefur talað fyrir því að Landhelgisgæslan taki yfir vissa þætti Varnarmála- stofnunar og telur það nauðsyn- legt til að hægt sé að rækja hlut- verk gæslunnar. Friðrik Jónsson, verkefnisstjóri hjá Varnar- málastofnun, segir sjálfsagt að skoða möguleika til hagræðing- ar. „Verkefnin sem við erum að sinna skipta máli, ekki endilega ramminn utan um þau.“ Hann neitar því þó að flækjustig hafi aukist með stofnuninni, þvert á móti séu bandalagsþjóðir ekki lengur í neinum vafa við hvern eigi að ræða varnarmál. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra hefur sagst vilja skoða málefni stofnananna. Eðlilega hafi menn áhuga á öllum hagræð- ingarmöguleikum í ríkisrekstri. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefnd- ar, talað fyrir því að stofnunin verði lögð niður. Úr þessu er varla líklegt að núverandi ríkisstjórn taki varn- armál til rækilegrar endurskoð- unar. Líklegra er að þau bíði næstu stjórnar. Ljóst er hins vegar að krafan um hagræðingu verður ekki minni hjá þeirri stjórn og ekki ólíklegt að fregna verði að vænta í þessum efnum. Menn geta hins vegar spurt sig hver raunveruleg varnarþörf er ef staða ríkissjóðs hverju sinni segir til um hvernig henni skuli sinnt. Deilur um varnarþörf RATSJÁREFTIRLIT Lofthelgi landsins er 12 mílur en loftumferðar- svæði mun stærra, að meðaltali um 150 mílur. Að meðaltali eru um 50 til 60 flugvélar inni á svæðinu í einu og stýra Flugstoðir umferð þeirra. Rætt hefur verið um að færa ratsjárkerfi undir Flugstoðir, eða jafnvel til Neyðarlínunnar. FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Lofthelgi 12 mílur Loftumferðarsvæði 150 mílur Allt stefnir í deilu við Norðmenn vegna makrílveiða Íslendinga í eigin fiskveiði- lögsögu. Samtök norskra útvegsmanna gagnrýna þessar veiðar og segja þær óábyrgar og óafsakanlegar. Þau hvetja enn fremur önnur strandríki til að standa saman gegn þessum veiðum Íslendinga. ■ Hvað er makríll? Makríll er fremur feitur fiskur. Hann er skyldur túnfiski og er algeng fæða víða um heim. Hér á landi hefur hann einkum fengist niðursoðinn, oft og tíðum baðaður tómatsósu. ■ Hversu mikið veiða íslensk skip af makríl? Heildaraflinn í ár má ekki fara yfir 112.000 tonn. Þar af mega 20.000 tonn veiðast á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja. Meira er veitt af makríl nú en áður, árið 2007 veiddust 36.500 tonn. Ekki er langt síðan makríll fór að ganga í auknum mæli upp að ströndum Íslands, ástæðan er talin vera hlýnandi umhverfi. ■ Hverjir veiða makríl? Heildarmakrílkvótinn í Norðaustur- Atlantshafi í ár er um 625.000 tonn. Hann skiptist á milli Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga. Veiðar Íslendinga eru ekki inni í þessari tölu, en Ísland hefur farið fram á það í mörg ár, án árangurs, að koma að samningaborðinu þegar makrílkvótanum er skipt. Því hafa veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu verið settar einhliða af Íslendingum. Evrópusambandið hefur gagnrýnt makrílveiðar Íslend- inga og Norðmenn halda því fram að þær séu óábyrgar. FBL-GREINING: MAKRÍLL Norðmenn gagnrýna veiðar á makríl VARNARMÁLASTOFNUN 1,227 millijarðar á fjárlögum 2009 Fjarskiptakerfið Samskiptakerfið Ratsjárkerfið Öryggisgagna- grunnar NATO-mannvirki Lagt niður. Næg önnur kerfi á landinu. Ljósleiðari í eigu ríkisins opnaður fyrirtækjum í fjar- skiptarekstri. Mundi auka samkeppni. Flutt til Neyðarlín- unnar eða samein- að Flugstoðum. Fluttir til greininga- deildar ríkislög- reglustjóra. Fara til fjármála- ráðuneytisins eins og aðrar eigur ríkisins. Hugmyndir eru uppi um að leggja Varnarmálastofnun niður, eða sameina öðrum stofnunum, og færa verkefni annað. Verði það að veruleika væri hægt að flytja verkefnin eins og hér er sýnt. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum. Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.