Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 24
24 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfið-
ari viðfangs en flesta óraði fyrir.
Í febrúar 2007 sagði Ben Bern-
anke, þá nýorðinn seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna, að efna-
hagslíf landsins væri í góðu
jafnvægi: „hvorki of heitt, með
verðbólgu, né of kalt, með vax-
andi atvinnuleysi.“ Nokkru síðar
byrjaði að hrikta í fjármálakerf-
inu þar vestra og einnig í Evrópu.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum
er nú meira en það hefur verið
þar síðan 1983. Hvað kom fyrir?
Hvað er til ráða?
Arfleifð fyrri seðlabankastjóra
Forsagan skiptir máli. Á undan
Ben Bernanke stýrði Alan
Greenspan bandaríska seðla-
bankanum frá 1987 til 2006.
Greenspan naut mikils álits,
enda var uppgangur í efnahags-
lífinu flest árin, sem hann stýrði
bankanum, og lítil verðbólga.
Forvera hans, Paul Volcker, sem
var seðlabankastjóri 1979-87,
hafði tekizt að snúa verðbólguna
niður með ströngu aðhaldi í pen-
ingamálum. Atvinnuleysi fór þá
um skeið upp fyrir 10 prósent af
mannaflanum, en full atvinna
komst aftur á fáeinum árum
síðar. Greenspan tók við góðu búi.
Ríkisstjórn Clintons forseta 1993-
2001 fylgdi tiltölulega aðhalds-
samri stefnu í fjármálum ríkisins
og vatt ofan af hallarekstrinum,
sem var arfleifð frá stjórnartíð
Reagans forseta 1981-89 og Bush
eldra 1989-1993.
Nú gerðist þrennt. Þegar Bush
yngri tók við Hvíta húsinu af
Clinton 2001, tók hann upp skatta-
lækkunarstefnu Reagans og Bush
eldra með fulltingi Greenspans.
Fulltingi hans greiddi götu
skattalækkunarfrumvarpa for-
setans gegnum þingið: þingmenn
hljóta sumir að hafa hugsað sem
svo, að skattlækkunaráform
forsetans gætu varla ógnað
stöðugleikanum í efnahagslífinu,
úr því að seðlabankastjórinn var
hlynntur þeim. Í annan stað hafði
Greenspan áður lagzt á sveif
með repúblikönum á þingi, svo
að þeim tókst að draga verulega
úr lögboðnu eftirliti með bönkum
og öðrum fjármálastofnunum. Í
þriðja lagi fylgdi Greenspan lág-
vaxtastefnu, sem ýtti undir lán-
tökur fólks og fyrirtækja án þess
þó, að verðbólgan færi úr bönd-
um. Lágir skattar, lágir vextir og
veikt fjármálaeftirlit voru angar
á sama meiði og blésu upp undir-
málslánabóluna, sem Greenspan
sá þó ekki ástæðu til að bregð-
ast við eða jafnvel til að athuga
þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir
innan seðlabankans um aðsteðj-
andi hættu. Greenspan stökk af
sökkvandi skipi, þegar hann lét af
störfum í bankanum 2006. Hann
hefur nú beðið forláts á andvara-
leysi sínu og röngu stöðumati.
Samræmdar aðgerðir
Barack Obama forseti og ríkis-
stjórn hans hafa ákveðið að ráð-
ast gegn fjármálakreppunni með
þeim ráðum, sem bezt þykja hafa
dugað við svipaðar kringumstæð-
ur á fyrri tíð, og reyna nú að fá
ríkisstjórnir annarra landa í lið
með sér. Reynslan af kreppunni
miklu 1929-39 talar skýru máli,
þótt ólíku sé saman að jafna.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er
nú um 8 prósent af mannaflanum,
en var 25 prósent, þegar verst lét
í kreppunni miklu – og það fyrir
daga atvinnuleysistrygginga.
Hvaða ráð hafa dugað? Í
fyrsta lagi þarf að örva þjóðar-
búskapinn með auknum útgjöld-
um almannavaldsins og lægri
sköttum, enda þótt hallarekstri
fylgi auknar skuldir. Þetta
var ekki reynt nema að litlu
leyti í kreppunni miklu og gaf
þá bærilega raun. Reynslan
af ríkishallarekstri stjórnar
Roosevelts forseta í kreppunni
hefur leitt Obama forseta og
ríkisstjórn hans að þeirri niður-
stöðu, að smáskammtalækningin,
sem þá var reynd, hefði skilað
meiri árangri, hefðu skammtarn-
ir verið stærri. Í annan stað þarf
að auka peningamagn í umferð.
Verðlag fór lækkandi í kreppunni
miklu, svo að raunvextir voru
háir, þótt nafnvextir væru
nálægt núlli. Lækkandi verðlag
leiddi til þess, að heimilum og
fyrirtækjum fannst borga sig að
fresta útgjöldum eins og hægt
var. Það borgaði sig ekki að taka
lán. Peningaprentun var ætlað
að vinna gegn verðhjöðnuninni
og endurlífga lánamarkaðinn.
Í þriðja lagi þurfa ríkisstjórnir
margra landa í senn að snúa
bökum saman um nauðsynleg
bjargráð, þar eð kreppan ferðast
land úr landi og bitnar ekki
aðeins á iðnríkjum, heldur einn-
ig á þróunarlöndum. Þetta kallar
á samræmdar aðgerðir. Asíulönd
standa nú frammi fyrir minnk-
andi eftirspurn eftir útflutnings-
vörum sínum. Bandaríkjamenn,
Bretar, Japanar og Kínverjar
hafa sama skilning á nauðsyn
stórtækra örvandi aðgerða í ríkis-
fjármálum og peningamálum, en
Evrópusambandsríkin á megin-
landinu hika. Þau óttast aukna
verðbólgu og skuldasöfnun meira
en atvinnubrest og samdrátt. Þau
þurfa að sjá sig um hönd.
Hvað er til ráða?
Bjargráð í kreppunniÍ DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um
efnahagsmál
Meginverkefni ríkisins næstu mánuði og ár er að halda skuldum í lágmarki. Það
hjálpar til að við hrun bankanna var ríkis-
sjóður skuldlítill en síðan hefur sigið á ógæfu-
hliðina. Hluti lausnarinnar felst í að að halda
arðbærum fyrirtækjum í rekstri og atvinnu-
stigi sem hæstu og semja af fullri hörku um
Icesave skuldbindingar.
Einn meginþáttur þessa verkefnis hlýtur að felast í
að draga úr ríkisútgjöldum. Þar duga engin vettlinga-
tök. Í bjartsýnu mati fjármálaráðherra eru skuldir rík-
issjóðs áætlaðar 1.100 milljarðar í árslok 2009. Þetta
er án skuldbindinga vegna Icesave og AGS sem sam-
tals nema 1.200 milljörðum. Vaxtagreiðslur þessa árs
áætlar ráðherra tæpa 90 milljarða. Til samanburðar
kom fram í vikunni að heildaraflaverðmæti Íslendinga
árið 2008 námu 99 milljörðum. Hallarekstur ríkisins
á þessu ári er áætlaður 150 milljarðar. Tölurnar eru
ógnvænlegar og ég þori varla að ímynda mér stöðuna
ef niðurstaðan verður verri en Steingrímur áætlar.
Í þessu ljósi er furðulegt hversu lítið þing-
menn, ólíkt sveitastjórnarmönnum, hafa rætt
hvernig spara megi útgjöld. Þetta á ekki síst
við um þingmenn flokkanna í minnihluta-
stjórninni. Umræðan um hagræðingu og
niðurskurð er fíll í þinghúsinu sem allir leiða
hjá sér.
Við stjórnvölinn sitja mestu eyðsluklær
íslenskra stjórnmála. Núverandi forsætis-
ráðherra t.d. neitaði að skera niður í félags-
málaráðuneytinu í fyrri ríkisstjórn. Sömu
flokkar mynduðu R-listann í Reykjavík.
Á valdatíma þeirra jukust skuldir borgarinnar úr
öllu hófi, þegar lag hefði verið til að minnka skuld-
ir. Ég tók þátt í kosningabaráttu árið 2002 þar sem
skuldasöfnun R-listans var gerð að meginefni. R-
listinn vann þá baráttu þar sem fólki fannst þetta
ekki skipta máli þá.
Mánuður er í kosningar. Minnihlutastjórnin sem og
þingmenn allir verða að útskýra hvernig eigi að hag-
ræða. Kjósendur eiga rétt á að vita hvort hækka eigi
skatta, skera niður, eða hvort höfðinu verði stungið í
sandinn. Fílinn í þinghúsinu verður að fara að ræða.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Fíllinn í þinghúsinu
ÞORBJÖRG HELGA
VIGFÚSDÓTTIR
Réttur maður
Vefmogginn sagði frá því í gær að
fresta hafi þurft atkvæðagreiðslu
á Alþingi nokkrum sinnum vegna
slæmrar mætingar þingmanna. Guð-
bjartur Hannesson þingforseti brýnir
fyrir formönnum þingflokka að hafa
aga á sínu liði og sjá til þess að það
mæti í atkvæðagreiðslur. Samkvæmt
skoðanakönnunum hefur virðing
almennings fyrir Alþingi farið
þverrandi og eru fréttir á borð
við þessar síst til þess fallnar að
breyta því. Guðbjarti þingforseta
ætti þó ekki að verða skotaskuld
úr því að snúa þessari þróun við
enda gamall skólastjóri og vanur
að taka á tossum sem
skrópa.
Þjóðmál komin út
Í inngangi nýjasta tölublaðs Þjóðmála
kvartar Jakob F. Ásgeirsson ritstjóri
yfir því að Fréttablaðið og Morgun-
blaðið sýni tímaritinu ekki áhuga.
Sjálfsagt er að bæta úr því. Þjóðmál
eru komin út. Meðal efnis í blaðinu
eru greinar á borð við „Tvískinnung-
ur“, „Pólitískar hreinsanir minni-
hlutastjórnar“, „Hvað er „faglegt“ við
þetta“, „Flaðrað upp um Norð-
menn“, „Nú, er Jón Ásgeir
ekki lengur góði kallinn?“,
„Spillt skriffinnskubákn“,
„Tveir rithöfundar á
framfæri hins opinbera“ og
„Skattmenn gleðjast“.
Ef brynja sig gegn rógi skal
Stjórnmálamenn mega stundum
þola að menn séu meinyrtir og níð-
skældir í þeirra garð og segja sumir
að prófkjör séu frekar olía á þann
eld en hitt. Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, skrif-
aði til dæmis grein í Morgunblaðið í
gær, þar sem hann sagði frá hvernig
reynt hefði verið að gera fjármál
hans tortryggileg. Það er auðvitað
óþolandi fyrir stjórnmálamenn
að sitja undir slíkum dylgjum.
Ein einföld leið til að brynja sig
gegn ásökunum af þessu er
að þingmenn gefi upplýsingar
um fjárhagslega hagsmuni sína.
Af hverju var Björgvin ekki
bara löngu búinn að
því? bergsteinn@
frettabladid.is
Skoðaðu
Mín borg
ferðablað
Icelandair á
www.icelandair.is
L
ögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mikil-
vægt skref í mannréttindum barna á Íslandi. Íslendingar
undirrituðu sáttmálann árið 1990 og tveimur árum síðar
var hann fullgiltur hér á landi.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er yfirlýsing um
sérstök réttindi börnum til handa, óháð réttindum hinna full-
orðnu. Hann er skuldbindandi samkomulag þeirra ríkja sem aðild
eiga að honum.
Flest lönd heims hafa látið staðar numið við fullgildingu Barna-
sáttmálans en með lögfestingu gengur Ísland skrefinu lengra og
kemst þar með í lítinn hóp þjóða sem lögfest hafa samninginn og
verður hann með því jafnrétthár íslenskri lagasetningu.
Þrátt fyrir að nú sé liðið á sautjánda ár frá fullgildingu barna-
sáttmálans á Íslandi þekkja allt of fáir innihald hans og svo virð-
ist sem hann hafi ekki náð fótfestu meðal þeirra sem starfa með
börnum og bera ábyrgð á velferð þeirra.
Eftir lögfestingu Barnasáttmálans verður hægt að beita honum
með beinum hætti fyrir dómi. Reynslan sýnir að ekki virðist
hafa verið horft til Barnasáttmálans fyrir íslenskum dómstólum
hingað til.
Skemmst er að minnast sýknudóms yfir manni sem flengdi
börn unnustu sinnar. Ólíklegt hlýtur að teljast að sambærilegur
dómur geti fallið þegar sáttmálinn hefur öðlast lagalegt gildi
enda stangast dómurinn á við 19. grein hans.
Lögfesting Barnasáttmálans leiðir vonandi til aukinnar þekk-
ingar á innihaldi hans, ekki aðeins meðal dómara. Það er afar
mikilvægt að efni sáttmálans sé handgengið og virt af starfs-
fólki skóla og leikskóla. Uppákoma eins og sú sem var í fréttum
í síðustu viku þar sem dregið var í efa að víkja mætti úr starfi
leikskólastarfsmanni sem staðinn hafði verið að því að löðrunga
barn, heyra vonandi sögunni til. Í máli sem þessu mega réttindi
starfsmanns aldrei vera mannréttindum barns yfirsterkari.
Síðast en ekki síst þarf að kynna sáttmálann vel fyrir börnun-
um sjálfum og foreldrum þeirra. Mikilvægt er að forráðamenn
barna geri sér grein fyrir réttindum barnanna um leið og þeir
gera sér grein fyrir og axla þá ábyrgð sem við sem fullorðin erum
berum á börnum.
Á þessu tekur Halldóra Halldórsdóttir, ráðgjafi í Stígamótum,
í afar athyglisverðri grein sem birtist hér í Fréttablaðinu síðast-
liðinn laugardag. Þar bendir hún á þá hættu sem fylgir því að
leggja of mikla ábyrgð á herðar barns með því að kenna því að
segja nei við kynferðislegu áreiti og áréttar ábyrgð fullorðinna
á öryggi barna og misgjörðum sínum gagnvart þeim.
Margt hefur áunnist í réttindum barna á undanförnum
áratugum. Ljóst er þó að talsvert vantar upp á að nægilega vel
sé búið að börnum á Íslandi. Lögfesting Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna er áreiðanlega afgerandi skref í átt til aukinnar
virðingar við börn á Íslandi og mannréttindi þeirra.
Lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna:
Mannréttindi
barna tryggð
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR