Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 30
19. MARS 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● nýsköpun
„Í fyrsta lagi seljum við ódýr-
an, vistvænan og góðan línu-
fisk að vestan á Netinu. Má þar
nefna sem dæmi ýsu á 610 krón-
ur kílóið og sendum við heim til
fólks. Í öðru lagi erum við með
hótel á Suðureyri og bátaleigu
þar sem við bjóðum fólki upp
á að leigja bát og veiða,“ segir
Valdimar Birgisson, markaðs-
stjóri Fisherman.is.
Sex manns geta veitt í einu
á bátnum og kostar um 20.000
krónur að leigja bát yfir daginn.
„Þá er möguleiki á góðum afla.
Undanfarin ár höfum við verið
að bjóða upp á sjóstangveiði og
hafa aðallega Þjóðverjar komið
til okkar og veitt og eru þá oft
viku í einu. En það er ekkert
sem stendur í vegi fyrir því að
Íslendingar geti komið til okkar
líka,“ segir Valdimar og nefn-
ir að einnig sé mikið af sjófugli
sem hægt er að veiða á vorin á
Vestfjörðum.
Á vefsíðunni Fisherman.
is má finna allar nánari upp-
lýsingar um bátaleigu og gist-
ingu en þar er einnig að finna
pöntunarsíðu fyrir fiskafurðir.
„Lágmarkspöntun er tíu kíló af
blönduðum vörum í einni pönt-
un en boðið er upp á fría heim-
sendingu á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta er mjög einfalt og
þægilegt. Sem dæmi má nefna
að hægt er að kaupa tíu kíló
af lausfrystri ýsu sem send er
heim og greitt er minna fyrir en
í Bónus. Þá er þetta í þægileg-
um umbúðum og bitum sem ein-
falt er að grípa til,“ segir Valdi-
mar en heimsendingin hófst í
byrjun vetrar. „Þessi hugmynd
kom snögglega upp. Ástæðan
var að við eigum fisk eftir sum-
arið, sem viðskiptavinir okkar
hafa veitt, og af hverju ekki
að selja hann svona í staðinn
fyrir að flytja hann út?“ segir
hann og nefnir að undirtektir
hafi verið framar vonum. „Við
sendum hvert á land sem er en
hins vegar dreifum við bara
frítt á Ísafirði, Bolungarvík
og í Reykjavík. Annars borgar
fólk bara flutningskostnaðinn
sjálft.“ - hs
Heimsendur fiskur og
smábátaveiði í boði
Bátaleigan og hótelið er á Suðureyri.
MYND/FISHERMAN.IS
Pláss er fyrir sex manns í einu á bátnum og því möguleiki á góðum afla.
Hugmyndin að netsölu á fiski kom
upp þegar mikið var til af fiski eftir
sumarið sem selja þurfti.
Fyrirtækið Mentis Cura hlaut
Nýsköpunarverðlaunin 2009 á
nýafstöðnu Nýsköpunarþingi.
„Starfsemi Mentis Cura er í gróf-
um dráttum tvíþætt, annars vegar
stundar félagið viðamiklar klín-
ískar rannsóknir og hins vegar
eru þróuð reiknirit sem greina
gögnin sem fást úr klínísku rann-
sóknunum,“ segir Kristinn John-
sen, framkvæmdastjóri Mentis
Cura, sem hlaut nýverið Nýsköp-
unarverðlaunin 2009. Kristinn er
ánægður með viðurkenninguna.
„Þetta vekur auðvitað jákvæða
athygli sem hefur áhrif á hvern-
ig okkur gengur að gera samn-
inga og ná inn fjármagni,“ segir
Kristinn en Mentis Cura þróar
einkum aðferðir til að greina
miðtaugakerfissjúkdóma, það er
sjúkdóma sem tengjast heilanum.
„Í fyrstu einbeitti Mentis Cura
sér að því að þróa aðferðir til þess
að greina heilabilanir hjá öldr-
uðum. Sérstök áhersla var lögð á
greiningu Alzheimer sjúkdóms-
ins ásamt öðrum heilabilunum
sem leiða til svipaðra einkenna,“
útskýrir Kristinn en heilalínu-
rit eru notuð til að safna gögnum
og nútíma tölfræðiaðferðir til að
vinna úr þeim. Mentis Cura hefur
byggt upp stóran gagnagrunn af
heilaritum sjúklinga. „Við rýnum
svo í gögnin og þróum út frá þeim
reiknirit sem seinna meir geta
reiknað út úr heilaritum og metið
líkur á því að ákveðið ástand sé
fyrir hendi, til dæmis Alzheim-
er, ofvirkni eða slíkt,“ segir Krist-
inn en Mentis Cura hefur þegar
fullþróað próf sem notað er til að
greina Alzheimer. Prófið hefur
verið í þróunarfasa á Landakots-
spítala og á nokkrum spítölum í
Noregi.
Nú býður Mentis Cura þá þjón-
ustu að greina heilarit fyrir heil-
brigðisstofnanir. Starfsemin fer
þannig fram að heilarit sjúklings
er tekið hjá viðkomandi heilbrigð-
isstofnun. Ritið er síðan sent í
gegnum netið til Mentis Cura sem
greinir það og skilar skýrslu til
baka.
Prófið hefur reynst vel að sögn
Kristins og um þessar mundir er
verið að ganga frá stórum dreif-
ingarsamningi við alþjóðlegt
fyrirtæki sem hefur þrjátíu pró-
senta markaðshlutdeild í heimin-
um og fjörutíu prósenta markaðs-
hlutdeild í Bandaríkjunum.
Vonir standa því til að prófið
skili Mentis Cura nokkrum hagn-
aði. „Samkvæmt þeim áætlunum
sem unnar hafa verið gera þær
íhaldssamari ráð fyrir að velta
Mentis Cura vegna þessa verði
með tímanum 900 milljónir króna,“
segir Kristinn ánægður.
Fleiri verkefni eru í deiglunni
hjá Mentis Cura. „Það sem við
erum komin lengst með er að
greina ofvirkni í börnum, og
núna erum við byrjuð að vinna
með þunglyndi hjá fullorðnum og
höfum áhuga á að kíkja á ofvirkni
hjá fullorðnum. Svo erum við að
hefja viðræður við aðila í Banda-
ríkjunum til að þróa aðferðir til að
greina áfallastreituröskun,“ segir
Kristinn en níu manns starfa hjá
Mentis Cura og fer öll starfsem-
in fram á Íslandi. „Við vonumst
til að geta fjölgað starfsmönnum
um tvo til þrjá í nánustu framtíð,“
segir Kristinn sem er bjartsýnn á
að fyrirtækið stækki og blómstri.
- sg
Greina Alzheimer og
ofvirkni með heilariti
Kristinn Johnsen framkvæmdastjóri Mentis Cura sem hlaut nýsköpunarverðlaunin 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Níu fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eru á landsbyggðinni. Símey – Símenntunar-
miðstöð Eyjafjarðar hlaut nýverið styrk til að hanna veflægt námsráðgjafar umhverfi
en það er sérstaklega hugsað með tilliti til stöðu á vinnumarkaði. MYND/ÚR EINKASAFNI
Kvasir eru samtök níu fræðslu- og
símenntunarmiðstöðva á lands-
byggðinni. Markmið samtakanna
er meðal annars að efla endur- og
símenntun á landsbyggðinni, að
efla og auka háskólanám á lands-
byggðinni og að efla og stuðla að
aukinni samvinnu símenntunar-
miðstöðva. Þungamiðjan er rétt-
ur allra landsmanna til náms en
miðstöðvarnar halda úti fjarnámi
og þjónustu við fjarnema.
Kvasi er meðal annars ætlað
að gæta hagsmuna fræðslu- og sí-
menntunarmiðstöðvanna en sam-
tökin hafa skipað þriggja manna
stjórn. „Þessar stofnanir eiga
það sameiginlegt að þegar þær
fyrstu voru stofnaðar var í öllum
tilfellum um að ræða einyrkja-
fyrirtæki sem engin fordæmi
voru fyrir á Íslandi. Þær þurftu
því nauðsynlega bakland og stuðn-
ing. Því var þörf á samtökum sem
höfðu það hlutverk að gæta sam-
eignilegra hagsmuna símennt-
unarmiðstöðva og kynna starf
þeirra,“ segir Erla Björg Guð-
mundsdóttir, gjaldkeri Kvasis og
framkvæmdastjóri hjá Símey – Sí-
menntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Mikið er að gerast hjá hverri
símenntunarmiðstöð fyrir sig
og fengu þær allar styrki úr
mótvægisaðgerðasjóði til að mæta
þorskaflasamdrætti og í kjölfar-
ið hefur heilmikil nýsköpun átt
sér stað.
„Sem dæmi má nefna Brim-
brjótinn, alveg sérstakt nám
fyrir sjómenn, sem er keyrt á
þeirra forsendum. Námið fer að-
allega fram úti á sjó en auk þess
í örstuttum lotum sem settar eru
upp í tengslum við komu og brott-
farardaga.
Við hjá Símey fengum auk
þess styrk til að hanna veflægt
námsráðgjafarumhverfi sérstak-
lega hugsað með tilliti til stöðu
á vinnumarkaði. Það vex fólki
stundum í augum að ræða við ráð-
gjafa en á vefnum verður hægt að
taka fyrsta skrefið, skila inn upp-
lýsingum og svo er það á stigi tvö
sem komið er á persónulegu sam-
bandi.“ - ve
Nýsköpun á landsbyggðinni