Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 34
Eitt af grundvallaratriðum í
velgengni nýsköpunarfyrir-
tækja er aðgangur að fjár-
magni. Ýmsar leiðir eru færar í
því tilliti en þó eru margir um
hituna.
„Eitt af því sem stendur í vegi
fyrir því að nýsköpunarfyrirtæki
nái flugi er aðgangur að fjár-
magni. Í upphafi er það aðallega
V-hópurinn, fyrir utan frumkvöð-
ulinn, sem kemur með fjármagn
en í V-hópnum eru vinir, vanda-
menn og velunnarar,“ segir Egg-
ert Claessen, framkvæmdastjóri
Frumtaks, sem hélt fyrirlestur um
fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja
á nýafstöðnu Nýsköpunarþingi.
Að sögn Eggerts hafa stjórnvöld
byggt upp veglega innviði til að
styðja við nýsköpunarfyrirtæki,
þótt vissulega megi alltaf gera
betur. „Þar ber fyrst að nefna
styrkjakerfið og stuðning eins og
þann sem hægt er að fá hjá Ný-
sköpunarmiðstöðinni. Síðan eru
styrkir Rannís og er þá aðallega
um að ræða Tækniþróunarsjóð,“
segir hann og heldur áfram:
„Þegar kemur að því að fá inn
hlutafé eru það svokallaðir við-
skiptaenglar og nokkrir sjóðir
sem koma til greina.“ Viðskipta-
englar eru oftar en ekki einstakl-
ingar sem hafa verið í hlutverki
frumkvöðla og atvinnustjórnenda
en hættir störfum og einbeita sér
að því að taka þátt í skemmtileg-
um verkefnum með von um góðan
arð. „Þetta eru oft kallaðir pen-
ingar með sál, því viðkomandi
viðskiptaengill kemur ekki aðeins
með fjármagn heldur einnig sína
persónulegu reynslu og tengsl,“
segir hann.
Ýmsir sjóðir standa nýsköpunar-
fyrirtækjum til boða. „Í sjóðaflór-
unni er fyrstur Nýsköpunarsjóð-
ur atvinnulífsins sem fjárfestir
í sprotafyrirtækjum og síðan er
það Frumtak, sem er sjóður sem
fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækj-
um sem komin eru af svokölluðu
klakstigi enda liggi fyrir ítarlegar
viðskiptaáætlanir. Frumtak er
í eigu Nýsköpunarsjóðs, sex af
stærstu lífeyrissjóðum landsins
og nýju bankanna þriggja. Einnig
eru starfandi tveir aðrir fjárfest-
ingasjóðir, Auður Capital og Brú
II, en þessir sjóðir fjárfesta í fyr-
irtækjum sem eru lengra komin.
Þá er rétt að minnast á Bjark-
arsjóðinn sem er í umsjá Auðar
Capital, en þeim sjóði er ætlað
að fjárfesta í sprotafyrirtækjum
þar sem sjálfbærni og orka er í
hávegum,“ útskýrir Eggert áhuga-
samur.
Því er ljóst að nokkrir koma að
fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja
en samt sem áður skortir mörg
þeirra fjármagn. „Í góðærinu
undanfarin ár virtumst við missa
jarðtenginguna í grasrót nýsköp-
unarinnar en atburðir síðustu
mánaða hafa aftur beint sjónum
manna á mikilvægi þess að við
byggjum upp lítil og meðalstór
fyrirtæki í sem flestum geirum til
að skapa sem flest störf og minnka
þannig þjóðhagslega áhættu okkar
en auka um leið þjóðhagslega hag-
sæld,“ segir Eggert ákveðinn. - hs
19. MARS 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● nýsköpun
Byggja þarf upp
fjölbreytt fyrirtæki
Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks, sjóðs sem fjárfestir í nýsköpunar-
fyrirtækjum sem komin eru af svokölluðu klakstigi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýtt fyrirtæki, 3G-local ætlar
að hefja leigu á 3G netlyklum til
ferðamanna í vor í nánu samstarfi
við Nova, Icelandair og 10/11 versl-
anirnar.
Mennirnir á bak við 3G-local
eru þeir Páll Kr. Svansson og Jón
Sigurðsson sem báðir stunda MBA
nám við Háskóla Íslands. „Þessi
hugmynd vaknaði í fyrravor milli
okkar Jóns en þá hafði ég í nokkra
mánuði verið með netlykil, eða
3G pung, frá Nova til að komast á
netið,“ segir Páll sem starfar sem
ráðgjafi og kann vel að meta að
komast á netið hvar sem er, enda
mikið á flakki. „Jón kom þá með þá
hugmynd að leigja slíka netlykla,
eða punga, til útlendinga,“ útskýr-
ir Páll sem gerði sér strax grein
fyrir að aðalatriðið væri að koma
upp góðri dreifileið. Þeir höfðu því
samband við Icelandair sem tók
strax vel í hugmyndina.
Páll segir að margir ferðamenn
sem leggi leið sína til Íslands hafi
fartölvu meðferðis. Hins vegar sé
dýrt að greiða fyrir nettengingar
á hótelum og erfitt að komast í net-
samband á ferðalögum. „Útreikn-
ingar sýna að með því að leigja
3G pung geti ferðamenn sparað
að meðaltali tæplega sex þúsund
krónur miðað við sjö megabæta
notkun á dag,“ útskýrir Páll en
sala á þjónustunni mun fara fram
í flugvélum Icelandair og verð-
ur fyrirkomulagið svipað því og
þegar bíll er leigður.
Ætlunin er að hefja rekstur þjón-
ustunnar á vormánuðum 2009. - sg
Leigja netlykla til ferðamanna
Páll Kr. Svansson og Jón Sigurðs-
son hafa stofnað fyrirtækið 3G
local og hyggjast leigja svokall-
aða 3G punga til ferðamanna.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
HVAR ER ÞÍN AUGLÝSING ?
É
g er á leið til Bútan. Það eru ekki
margar leiðir sem liggja þang-
að því enn er þetta ríki, sem
liggur klemmt á milli stórveld-
anna tveggja, Kína í norðri og Indlands
í suðri, eitt það einangraðasta í heimi.
Ég flýg frá heimalandi mínu Taílandi
þar sem ríkisflugfélag Bútan, Druk
Air, hefur lent annarri af tveimur
flugvélum sínum til að sækja mig,
nokkra Bútana og Bangladessa.
Ég uppgötva þegar ég innrita mig að ég
hef aldrei áður hitt Bútana. Ætli þeir séu
ekki vandfundnari en Íslendingar? Ég hef
svo lengi beðið þess að komast til Bútan að
ég er ögn uppnuminn, líkt og að hitta popp-
stjörnu. Áberandi myndarlegur og karl-
mannlegur stöðvarstjórinn er mættur til að
fylgjast með því að innritun gangi rétt fyrir
sig. Minn fyrsti Bútani. Smjörþefur af karl-
mennsku Bútans. Beinvaxinn, dökkleitur,
sterklegur og með friðsæld Himalajafjalla
í augunum. Seinna á ég eftir að hitta munka
og bændur sem eru myndrænni en heims-
fræg módel og kvikmyndastjörnur.
Hverjir eru skyldleikarnir við Ísland?
Í Bútan, þessu síðasta konungsríki Hima-
lajafjalla, eru samkvæmt opinberum upp-
lýsingum, um 600.000 þegnar en til flug-
vélaflotans teljast tvær flugvélar sem
AÐ ANDA AÐ SÉR BÚTAN
FRAMHALD Á BLS. 4
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
FEBRÚAR 2009
Vistvænn lúxus
Glænýtt heilsulindarhótel á partí -
eyjunni Ibiza BLS 2
Í tilefni af
tískuviku
Þrennt sem þú
verður að gera í
París
BLS 6
1
Neytendastofa
VIGTARMENN
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður
haldið á Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 6.,
7. og 8. október nk.
Endurmenntunarnámskeið verður haldið
13. október.
Allar nánari upplýsingar um verð og skilmála, svo og
aðstoð við skráningu þátttakenda, eru veittar í síma
510 1100 og á heimasíðunni www.neytendastofa.
is/mælifræðisvið/löggilding vigtarmanna/námskeið
vigtarmanna.
Skráningu lýkur föstudaginn 19. september nk.
Suðurlandsbraut - sími 588 3031 - www.stra.is30
Tölvuumsjón
Rekstrarfélag Stjórnarráðsbygginga
Starfið
Hæfniskröfur
Umsóknarfrestur
Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI.
Guðný Harðardóttir STRÁ MRI
stra@stra.is
óskar eftir að ráða tölvu- og/eða kerfisfræðing til
starfa. Rekstrarfélagið sér um notendaþjónustu gagnvart starfsmönnum flestra
ráðuneytanna ásamt miðlægum tölvubúnaði þeirra. Fjöldi útstöðva er um 550.
felst í notendaþjónustu og meðal helstu verkefna er viðhald og uppsetningar á
Windows útstöðvum, þjónusta við Málaskrár/GoPro, Lotus Notes, Office og önnur forrit.
eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði tölvutækni, s.s. tölvufræði,
kerfisfræði, tölvunarfræði og/eða með sambærilega menntun. Þekking á Lotus Notes
og GoPro er æskileg. Áhersla er lögð á faglegan metnað, skipulagshæfni og sjálfstæði í
vinnubrögðum auk sveigjanleika í mannlegum samskiptum.
er til og með 22. september nk. Laun verða skv. kjarasamningi
starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.
(gudny@stra.is) hjá veitir nánari upplýsingar.
Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi prófgögn til .
Viðtalstími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.
Fagmennska í yfir ár20
www.stra.is
REKSTRARFÉLAG STJÓRNARRÁÐSBYGGINGA
fasteignir
15. SEPTEMBER 2008
Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX
Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima
strönd á Spáni.
Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli
og Murcia-flugvelli.
Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið
eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher-
bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur
garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs
púttvallar.
Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá
ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á
Miðjarðarhafið.
Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta
á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir,
veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett
í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð.
Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir
alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir,
vatnagarð og fleira.
Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160
evrum.
Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi
á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg-
ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16
báða daga.
Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um-
boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig-
urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús
Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remax.
is. Frekari upplýsingar um fasteignakaup á Spáni
eru fáanlegar á vefsíðunni www.perla.is.
Fyrsta flokks íbúðir
fáanlegar á Spáni
Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús, stofu/borðstofu,
tvö svefnherbergi, baðherbergi og verönd. Íbúðunum fylgir
sameiginlegur garður með tveimur laugum auk sameiginlegs
púttvallar. Öll þjónusta og afþreying eru innan seilingar frá
þeim.
Fr
um
LAUGARDAGUR 21. mars
LAUGARDAGUR 21. mars
MÁNUDAGUR 23. mars
föstudagur
KRAFTMIKIL
OG TIL Í ALLT
Íris Björk Tanya
Jónsdóttir seldi
verslunina GK í
vikunni og einbeitir
sér að öðrum
verkefnum
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
DAGVAKTIN
Á HVÍTA
TJALDIÐ?
Þótt landinn elski Dag-
vaktina ætla höfundar
ekki að gera fleiri þætti
STRÁKUR
MEÐ SINN
EIGIN STÍL
Baldur Rafn Gylfason
er kominn aftur í hár-
greiðslubransann
STJÖRNU-
BRÚÐKAUP
ÁRSINS
Birgitta Haukdal gekk að
eiga Benedikt Einarsson
um helgina
17. október 2008
ULTRATONE
FÖSTUDAGUR 20. mars
Föstudagur:
Vikulegt sérrit á léttu nótunum. Viðtöl við þjóðþekkta
einstaklinga, allt það nýjasta í tísku, heilsu og hönnun
svo dæmi sé tekið.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
í síma 512-5462 eða sigridurdagny@365.is
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008
INNLIT
Útsýni til allra átta
JÓHANN MEUNIER EIGANDI LIBORIUS
Notagildi í hávegum haft
Í ALDANNA RÁS
Gerður Helgadóttir
LAUGARDAGUR 21. mars
Heimili & hönnun:
Vikulegt sérrit um heimili & hönnun, hugmyndir fyrir
öll rými heimilisins sem og áhugaverðar fréttir úr heimi
hönnunar jafnt innanlands sem utan.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Þ. Steingrímsson
í síma 5125439 eða hlynurs@365.is
Atvinnublaðið:
Mest lesna atvinnublað landsins
– alla laugardaga.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Ingi Pétursson
í síma 512-5426 eða vip@365.is
Smærri fjármálafyrirtæki
Þrengingar
kalla á
samþjöppun
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson
skrifa
Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um
0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum
á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar
Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir
innan bankastjórnarinnar. Tveir vildu fremur horfa
til væntinga erlendra greinenda og hættunnar á
frekara gengisfalli og halda vöxtum óbreyttum.
Hinir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar
og forða með því frekara kreppuástandi.
Sameiginleg niðurstaða er svo varfærnisleg
lækkun sem undirbyggja þarf rækilega með gögn-
um, svo sem með því að birta nýjan stýrivaxtaferil.
Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja-
vík, segir stöðuna í efnahagslífinu einkennast af
mikilli óvissu og hættu, meðal annars vegna skorts
á lánsfé. Þá hafi ekki tekist að styrkja gjaldeyris-
forða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti.
„Það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en
hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað
aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og
var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af
borðinu,“ segir hann.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar,
segir mestu skipta nú að vega saman verðbólgu-
hættuna annars vegar og hættuna á kreppu hins
vegar. Hann horfir meðal annars til reynslunnar af
fyrri samdráttarskeiðum, svo sem þegar lækkun
stýrivaxta hófst síðla árs 2001, skömmu áður en
verðbólga náði hámarki.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar
Glitnis, segir verðbólguhorfur jafnframt góðar og
líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði
náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa
vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel
ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum
stökkum á næstu mánuðum,“ segir hann.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar
Kaupþings, telur einnig að Seðlabankinn þurfi að
bregðast hratt við með örum stýrivaxtalækkunum
þegar verðbólgan tekur að hjaðna og þá jafnvel
með fjölgun vaxtaákvörðunardaga. Lækkunarferlið
segir hann hins vegar kalla á góðan undirbúning og
telur vart hægt að hefja það nema í tengslum við
útgáfu Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, á
vaxtaákvörðunardegi í nóvember. Þar hafi bankinn
vettvang til að skýra ákvörðun sína og sýn á efna-
hagsframvinduna.
Skuggabankastjórnin
vill 25 punkta lækkun
Skuggabankastjórn Mark aðarins áréttar að tími sé kominn
á lækkun stýrivaxta. Hættara sé við kreppu en verðbólgu.
Olíuverð lækkar | Verð á hrá-
olíu hefur lækkað nokkuð hratt
upp á síðkastið og lá við 102 dali
á tunnu þegar best lét í gær. Í júlí
stóð verðið í hæstu hæðum, fór í
rúma 147 dali á tunnu.
Kauphöllin sprakk | Fjárfestar
í Bretlandi komu að lokuðum
dyrum hjá Lundúnamarkaðn-
um í Bretlandi á mánudag. Tvö-
falt meiri velta með hlutabréf en
aðra daga varð til þess að kaup-
hallarkerfið brann yfir. Þetta er
alvarlegasta kerfisbilun á bresk-
um hlutabréfamarkaði í átta ár.
Þjóðnýting gleður | Gengi
hlutabréfa tók kipp upp á við
víða um heim á mánudag eftir
að Henry Paulson, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, greindi frá
yfirtöku ríkisins á hálfopinberu
fasteignalánasjóðunum Fannie
Mae og Freddie Mac á sunnu-
dag. Þetta eru umfangsmestu
björgunaraðgerðir í sögu fjár-
málageirans.
Mikið atvinnuleysi | Atvinnu-
leysi mældist 6,1 prósent í
Bandaríkjunum í síðasta mánuði,
samkvæmt nýjustu tölum banda-
rísku vinnumálastofnunarinnar.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
meira í tæp fimm ár.
Óbreyttir vextir | Bæði Eng-
landsbanki og evrópski seðla-
bankinn ákváðu í síðust viku að
halda stýrivöxtum óbreyttum. Að-
stæður í efnahagslífinu og yfir-
vofandi samdráttur í hagvexti lá
til grundvallar ákvörðununum.
Þóra Helgadóttir
Verðleiðrétting
ekki alslæm
6
Starfsmenn vilja kaupa
Heitt í holunum
hjá Enex
2 2
Hlutabréf í Eimskipafélaginu
voru færð á athugunarlista í
Kauphöllinni í gær, vegna um-
talsverðrar óvissu varðandi verð-
myndun vegna hættu á ójafnræði
meðal fjárfesta, líkt og segir í til-
kynningu.
„Þetta er ábending til fjárfesta
um að verðmyndun sé óvenju óviss
um þessar mundir og felur því í
sér hvatningu til þeirra að kynna
sér málið vel áður en ákvarðanir
eru teknar,“ segir Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Kauphallar-
innar, í samtali við Markaðinn.
Verð á hlutabréfum í Eimskip
hefur nánast verið í frjálsu falli
síðustu vikur og mánuði. Á einni
viku hefur gengi bréfanna til að
mynda lækkað um ríflega þriðj-
ung. Fyrir um ári var gengið um
43, en var komið niður fyrir 10 kr.
á hlut í gær.
Eins og fram hefur komið í
Markaðnum situr Eimskip enn
uppi með ábyrgð upp á 25 millj-
arða króna vegna sölu á bresku
ferðaskrifstofunni XL Leisure
Group fyrir tveimur árum. Unnið
hefur verið að endurfjármögnun,
en henni er ekki lokið og herma
heimildir Markaðarins að skyndi-
legt fall nú geti tengst óvissu um
lyktir þeirrar vinnu. - bih
Eimskip í
frjálsu falli
www.trackwell.com
Vistvænn
kostur!
MIÐVIKUDAGUR 25. mars
Markaðurinn:
Vikulegt sérrit um allt er snýr að viðskiptum
og efnhagsmálum – alla miðvikudaga.
Nánari upplýsingar veitir Laila Awad
í síma 512-5451 eða laila@frettabladid.is
Eftirfarandi sérblöð fylgja Fréttablaðinu á næstunni
Allt sem þú þarft... ... alla daga
Ferðalög:
Mánaðarlegt sérrit um ferðalög. Ferðir er líflegt,
fróðlegt og um fram allt skemmtilegt tímarit fyrir
ævintýraþrána sem blundar í okkur öllum
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Freyr Jónsson
í síma 512 5411 eða Benediktj@365.is
Fasteignir:
Fasteignablað Fréttablaðsins - alla mánudaga.
Auglýsendur athugið að panta þarf auglýsingar
fyrir klukkan 12 föstudaginn 20. mars.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Ingi Pétursson
í síma 512-5426 eða vip@365.is