Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 54
38 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 16 L 12 L L MARLEY AND ME kl. 5.50 - 8 - 10.10 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 5.50 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 8 FROST/NIXON kl. 10.10 L L 12 14 WATCHMEN D kl. 5 - 8 - 10.30 WATCHMEN LÚXUS D kl. 5 - 8 MARLEY AND ME kl. 5.30 - 10.30 THE INTERNATIONAL kl. 8 - 10.30 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 3.40 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 8 THE PINK PANTHER 2 kl. 4 - 6 SKÓGARSTRÍÐ 2 kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á L L L 12 14 14 L LAST CHANCE HARVEY kl. 5.50 - 8 - 10.10 MARLEY AND ME kl. 5.30 - 8 - 10.30 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 6 MILK kl. 8 THE WRESTLER kl. 10.30 THE READER kl. 8 - 10.20 VICKY CRISTINA BARCELONA kl. 5.50 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 12 L L THE INTERNATIONAL kl. 5.30 - 8 - 10.30 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 6 - 9 THE PINK PANTHER 2 kl. 6 - 8 - 10 FANBOYS kl. 5.50 - 8 - 10.10 600kr. fyrir börn 750kr. fyrir fullorðna MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR ALLT SEM HÚN ÞRÁÐI VAR BARA SMÁ YFIRDRÁTTUR BYGGT Á METSÖLUBÓKINNI ★★★★ S.V Mbl. ★★★★ empire STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR. Óskarsverðlaunaleikararnir Penélope Cruz og Ben Kingsley fara á kostum ásamt Dennis Hopper og Patricia Clarkson í þessari mögnuðu mynd frá spænska leikstjóranum Isabel Coixet. WATCHMEN kl. 5D - 8D - 10:30D 16 WATCHMEN kl. 5 - 8 VIP ELEGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 GRAN TORINO kl. 8 12 SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 L DESPEREAUX m/ísl. tali kl. 5:50 L FRIDAY THE 13TH kl. 10:10 16 CHIHUAHUA m/ísl. tali kl. 5:50 L BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 7 WATCHMEN kl. 6D - 9D 16 GRAN TORINO kl. 5:30D - 8D - 10:30D 12 SHOPAHOLIC kl. 6 - 8:10 L DEFIANCE kl. 10:20 16 WATCHMEN kl. 8 16 MARLEY AND ME kl. 8 L GRAN TORINO kl. 10:20 12 WATCHMEN kl. 8 16 GRAN TORINO kl. 8 12 BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 örfáar sýningar 7 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 8 12 DEFIANCE kl. 10:30 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 WATCHMEN - POWER kl. 7 og 10 16 ÆVINTÝRI DESPEREAUX kl. 6 - Ísl.tal L HE’S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 8 og 10.30 12 VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 12 ★★★★★ - S.V., MBL ★★★★★ - L.I.L., Topp5.is/FBL ★★★ - S.V. MBL POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 19. mars 2009 ➜ Opnanir 17.00 Opnaðar verða tvær sýningar með verkum eftir Elínu Hansdóttur og Jeannette Castioni í Listasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu. Safnið er opið til kl. 22 á fimmtudögum. ➜ Hönnun og tíska 17.00 Norræni tískutvíæringurinn opnar í Norræna húsinu við Sturlugötu. Tíska og skartgripahönnun frá Færeyj- um, Grænlandi og Íslandi. Nánari upp- lýsingar og dagskrá á www.nordice.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Margrét Rósa Jochumsdóttir þróunarfræðingur flytur erindið „Þróun í þágu kvenna – allra hagur: Saga og starfsemi landsnefndar UNIFEM á Íslandi í tuttugu ár“ í stofu 104 á Háskólatorgi við Sæmundargötu 4. 20.00 Rannsóknarkvöld hjá Félagi íslenskra fræða í húsi Sögufélags við Fischerssund. Aðalheiður Guðmunds- dóttir flytur erindið „Góðæri og kreppa hjá Völsungum og Gjúkungum“. Allir velkomnir. ➜ Málþing 20.00 Frambjóðendurnir Bjarni Harð- arson, Lúðvík Geirsson, Valgeir Skag- fjörð, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Ögmundur Jónasson verða á málþingi í Strand- bergi, Safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju við Strandgötu. Umræðum stjórna Ævar Kjartanson ásamt prestum kirkj- unnar, Sr. Kjartan Jónsson og Gunnþór Þ. Ingason. Allir velkomnir. ➜ Pub Quiz 20.00 Pub Quiz verður haldið á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. ➜ Tónlist 18.00 Nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri við Hvannavelli 14, halda tónleika. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 20.00 Pontiak Pilatus spila á Fimmtu- dagsforleik í kjallara Hins Hússins við Pósthússtræti 3-5 (gengið inn Austur- strætismegin. Allir allsgáðir 16 ára og eldri velkomnir. Aðgangur ókeypis. 20.00 Félagar í Kór Bústaðakirkju verða með einsöngstónleika þar sem á efnisskránni verða aríur og dúettar úr þekktum óratoríum. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu. Fram koma Tríó Sunnu Gunnlaugs og Kvartett Leifs Gunnars- sonar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ritstjóri Verzlóblaðsins var skammaður af skólastjóra skólans fyrir myndatexta sem birtist í blaðinu. Hefði aldrei átt að birtast, segir ritstjóri blaðsins. „Það eru atriði í blaðinu sem ekki samræmast okkar reglum og það hefur verið tekið á því,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunar- skóla Íslands. Nýtt Verzlóblað leit dagsins ljós fyrir nokkru og er venju samkvæmt ákaflega íburðar- mikið og glæsilegt. Hins vegar hafa margir hnotið um myndatexta og myndaþátt sem er að finna í blað- inu. Myndatextinn er með þeim hætti að borgaralegt blað á borð við Fréttablaðið getur ekki haft slíkt eftir og myndaþátturinn þykir ýta undir kvenfyrirlitningu. Ingi segir að ekki hafi verið gripið til neinna harðra aðgerða enda hafi ritstjóri blaðsins séð að sér og beðist afsök- unar áður en málið kom inn á borð til hans. „Þetta er auðvitað ömur- legt því margir geyma slík blöð til minningar. Við leyfum nemendum okkar hins vegar að hafa frjálsar hendur og þá getur þetta stundum farið svona,“ segir Ingi. Birgir Þór Harðarson, ritstjóri blaðsins, harmar að þessi mynda- texti skuli hafa ratað í blaðið. Hann hafi verið settur þarna í einhverj- um hálfkæringi og hafi alls ekki átt að standa í endanlegri útgáfu. Þrátt fyrir að hafa lesið blaðið allt saman yfir fimmtán sinnum þá hafi þeir þó ekki komið auga á þessi mistök fyrr en blaðið var farið í prentun. „Okkur fannst þetta fyrst fyndið en svo áttuðum okkur á því að þetta væri það alls ekki,“ segir Birgir og bætir því við að þeir hafi verið fljótir að biðja hlutaðeigandi afsök- unar og sá hafi tekið þeirri afsök- unarbeiðni. Hvað kvenfyrirlitningu í myndaþætti varðar segir Birgir að hann hafi aldrei átt að koma svoleiðis út. Sjálfur líti hann ein- mitt á myndaþáttinn sem ádeilu á kynjahlutverk. „Með því að magna þau upp þá sést kannski hvað best hversu asnaleg þau eru.“ Skólablað Verzló hefur árum saman vakið mikla athygli fyrir glæsilegt og metnaðarfullt útlit. Stórfyrirtæki hafa jafnan séð sér hag í að aug- lýsa í blaðinu og alla jafna hafa for- stjórar ausið úr viskubrunni sínum á síðum blaðsins. Nemendur Verzl- unarskólans hafa aftur á móti á undanförnum mánuðum orðið fyrir barðinu á fordómum í garð skólans vegna bankahrunsins og lýsti rit- höfundurinn Andri Snær Magna- son því meðal annars yfir að efna- hagskreppan væri gjaldþrot fyrir SUS, Heimdall og Verzló. Það er því kannski í takt við tíðarandann að eitt af aðalviðtölum blaðsins skuli vera við byltingarhetjuna Hörð Torfason og að blaðið skuli vera selt gegn vægu gjaldi. „Þegar Geir H. Haarde kom í sjónvarpið og sagði allt vera að fara til fjandans þá vorum við að fara í auglýsingasöfnun þannig að sú yfir- lýsing var ansi mikið högg,“ segir Birgir. Af þeim sökum hafi verið gripið til þess ráðs að selja blaðið. „Og í fyrsta skipti í langan tíma er blaðið ekki að skila tapi fyrir nem- endafélagið heldur stöndum við á sléttu og það er kannski helsta afrekið.“ - fgg Skólastjóri Verzló hneyksl- aður á dónaskap í skólablaði SÖGULEGT VERZLÓBLAÐ Birgir Þór Harðarson kom sjálfur á skrifstofu skólastjórans í Verzló og greindi frá mistökum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Já, þetta er bara nýtt lag frá hljómsveitinni. Ég ætla að brosa,“ segir Björn Jörundur söngvari í hljómsveitinni Ný dönsk. Ávallt heyrir til tíðinda þegar hljómsveitin Ný döns sendir frá sér nýtt efni og í gær var dreift nýju lagi eftir Björn á útvarps- stöðvarnar þannig að hlustend- ur ættu að geta heyrt „Ég ætla að brosa“ á einhverri útvarpsbylgju- lengdinni. „Ef þú smælar framan í heim- inn þá smælar heimurinn fram- an í þig eru svona beisikklí skila- boðin. Sú gamla vísa,“ segir Björn sem samdi lagið fyrir um mánuði. Sem fjallar um að vera bjartsýnn og brosa framan í heiminn. „Já, og að það dýrmætasta sem við eigum er hvort annað. Þetta er klassískt popplag. Adölt kontemporarí eins og það heitir á útlensku. Við Daníel Ágúst syngjum þetta saman. Ekta Ný danskur slagari.“ Hljómsveitin Ný dönsk verð- ur starfandi í sumar og er með spennandi og sérstætt verkefni í gangi. „Við erum að taka upp nýtt efni en dreifum því yfir árið. Eitt lag í senn og þetta er það fyrsta í röðinni. Það verður á næstu plötu sem kemur út þegar nóg af lögum er komið sem við erum ánægðir með. Pælingin er að fara til Eyja og taka næsta lag upp þar. Svo fara í Tankinn á Vestfjörðum og taka eitt lag þar. Svo klára eitt lag á Akureyri og annað fyrir Austan. Og í hverri slíkri ferð ætlum við að halda tónleika á viðkomandi stað. En verðum á laugardaginn á Sel- fossi, á 800 bar, þar sem við ætlum að frumflytja lagið og brosa fram- an í sunnlendinga.“ - jbg Björn Jörundur með splunkunýtt lag NÝR NÝDANSKUR SLAGARI Hljómsveitin ætlar að fara um allt land og taka upp eitt nýtt lag á hverjum stað fyrir næstu plötu sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.