Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 56
40 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU fá tækifæri til þess að taka þátt í NCAA-úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Liðið var valið úr hópi margra skólaliða sem voru ekki búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög stressandi. Allt liðið og nánustu aðstandendur voru saman ad horfa á „selection show“ og að sjá TCU koma upp var þvílíkur léttir. Við höfðum farið á æfingu um daginn til að hægja á taugunum en það virkaði nú lítið,“ segir Helena. TCU datt snemma út úr úrslitakeppni Mountain West-deildarinnar en fær nú annað tækifæri. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið og prógrammið í heild sinni. Það var mjög sárt að tapa í Vegas og það minnkaði möguleika okkar, en sem betur fer komumst við inn, og því er stærsta mark- miðinu okkar náð.“ Helena fór fyrir liðinu þegar TCU vann bæði Mar- yland og CAL í vetur og þeir sigrar hjálpuðu liðinu að komast inn. „Við vorum í sama pakka og um 20 önnur lið. Öll voru að berjast um átta laus sæti og af þessum 20 liðum vorum við klárlega med tvo risasigra,“ segir Helena. TCU mætir South Dakota State í fyrstu umferð. „Þær eru med lið sem þjálfurum okkar líst vel á, segja að við pössum vel gegn því. Næstu dagar fara í að fá eins margar upplýsingar um þær og mögulegt er, og svo er bara að gíra upp liðið, slípa saman körfu- boltapartinn og fara til Lubbock og spila risastóran leik á sunn- dag,” segir Helena en Lubbock er í um fjögurra tíma fjarlægð. „Við ætlum okkur ekki að horfa fram hjá neinum liðum, í NCAA ertu komin i allt aðra keppni, og allir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Þú verður að koma í hvern leik eins og það sé enginn morgundagur. Því ef þú vinnur ekki leikinn þinn þá er tímabilið bara búið,“ segir Helena en hún hefur að sjálfsögðu trú á sínu liði. „TCU-liðið í ár getur unnið bestu liðin, en einnig tapað fyrir lélegri liðum. Við gætum því þess vegna komist niður í „Sweet 16“ en til þess að það gerist þá þurfum við algjörlega að spila frábæran leik.“ HELENA SVERRISDÓTTIR: Á LEIÐINNI Í NCAA-ÚRSLITAKEPPNINA Í BANDARÍSKA KÖRFUBOLTANUM MEÐ TCU Geta unnið bestu liðin og líka tapað fyrir þeim lélegri > Einar Árni hættur Einar Árni Jóhannsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Breiðabliks sem féll úr úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta í fyrra- kvöld. Einar sagði að hann skilji í góðu við félagið en ástæðan er sú að hann býr í Njarðvík og tímafrekt að mæta á æfingar og leiki. „Ég var búinn að reyna að láta það ganga upp að vera svona mikið á ferðinni en þetta púsluspil gengur einfaldlega ekki upp. Ég hefði viljað halda áfram en fjölskyldunnar vegna varð ég að taka þessa ákvörðun.“ HANDBOLTI Ísland náði í gær að hefna ófaranna í Makedóníu þegar liðið vann sigur á heimamönnum, 29-26, í undankeppni EM 2010. Í sumar tapaði Ísland nokkuð illa fyrir Makedóníu í undankeppni HM í Króatíu sem gerði það að verkum að Ísland missti af sínu fyrsta stórmóti síðan 1999. Það þótti lítil ástæða til að vera bjartsýnn fyrir leikinn enda liðið skipað mörgum ungum og óreynd- um leikmönnum í fjarveru margra silfurhafa frá Ólympíuleikunum í sumar. En þegar mest á reyndi sýndu ungu strákarnir, með Aron Pálm- arsson fremstan í flokki, stáltaug- ar og það á einum erfiðasta útivelli Evrópu. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust í 6-4 forystu en þá kom góður leikkafli hjá íslenska liðinu sem skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. Björgvin Gústavsson varði á þessum kafla mörg mikilvæg skot en hann átti glimrandi góðan leik og varði til að mynda tvö vítaköst. Íslensku strákarnir fengu nokk- ur tækifæri til að komast þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en nýttu það ekki fyrr en á lokasek- úndum fyrri hálfleiks, einmitt eftir glæsilega markvörslu Björg- vins og hraðaupphlaupsmark. Greinilegt var að Makedón- íumenn voru ekki að spila sinn besta leik í gær en þeir höfðu vakið athygli á HM í Króatíu þar sem þeir stóðu sig betur en flestir buggust við. Þeir mættu þó tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og náðu yfirhönd- inni um miðbik hálfleiksins eftir mikla baráttu. Þá var sóknar- leikur íslenska liðsins ekki upp á sitt besta. Vörnin var hins vegar nokkuð stöðug og var það í raun lykillinn að sigri Íslands. Þegar mest á reyndi héldu íslensku varnarmennirnir ró sinni á meðan heimamenn gerðu hver mis- tökin á fætur öðrum. Ísland skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiks- ins og þar af Aron þrjú af síðustu fjórum hjá Íslandi. Aron og hinir ungu strákarn- ir – Rúnar Kárason og Sigurberg- ur Sveinsson – gerðu vissulega sín mistök í leiknum en allir sýndu þeir hvað í þeim býr, ekki síst á ögur- stundu. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með níu mörk og var sem fyrr liðinu afar dýrmætur. Hann nýtti færin sín afar vel, þar af öll sín fjögur vítaköst. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið að spila sárþjáður en hann átti góða spretti í leiknum, sérstaklega reyndist hann mikilvægur þegar laga þurfti sóknarleik íslenska liðsins. Allir íslensku leikmennirnir kom- ust vel frá sínu og eiga hrós skilið fyrir hetjulega frammistöðu. Liðið stendur nú með pálmann í höndun- um þótt enn sé mikið eftir af leikj- um í undankeppninni. Ísland er þó búið að spila á tveimur erfiðustu úti- leikjum sínum og fékk úr þeim þrjú stig af fjórum mögulegum. eirikur@frettabladid.is Glæsileg frammistaða Íslands í Skopje Ísland vann þriggja marka sigur á Makedóníu á útivelli, 29-26, í undankeppni EM 2010 í handbolta í gær- kvöldi. Marga lykilmenn vantaði í íslenska liðið en ungu strákarnir sýndu stáltaugar á erfiðum útivelli. MAÐUR LEIKSINS Aron Pálmarsson átti sannkallaðan stjörnuleik í Skopje í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANDBOLTI „Ég hef það fáránlega gott. Ég er einfaldlega í skýjun- um,“ sagði Aron Pálmarsson sem var enn í sigurvímu þegar Frétta- blaðið náði tali af honum eftir sigur Íslands á Makedóníu í Skopje í gærkvöldi, 29-26. Aron fór mik- inn í leiknum og skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum Íslands. „Ég held að þetta gerist ekki mikið stærra en þetta. Þeir hafa verið að tala um það í liðinu hvað þessi völlur er svakalegur. Það var allt brjálað í höllinni og þurftum við að nota táknmál til að ákveða hvaða kerfi við ættum að taka. En það var meiri háttar að fá að upp- lifa þetta svona ungur.“ Aron sagðist ekki vera feiminn að nýta tækifærin þegar þau gefast eins og sýndi sig í leiknum í gær. „Ég var þarna inn á sem skytta og þeir eru ekki í því að gefa frá sér boltann. Maður verður að nýta það sem maður fær og fyrst ég fékk traust frá þjálfaranum ákvað ég að nýta það.“ Ísland var með forystuna í hálf- leik en heimamenn bitu frá sér í síðari hálfleik og komust yfir. En íslensku strákarnir sýndu stáltaug- ar á lokamínútum leiksins. „Það var merki um afan góðan karakter að koma svona til baka þegar allt var á móti okkur. Þetta var eins sætt og það gat orðið.“ Guðjón Valur Sigurðsson lands- liðsfyrirliði var markahæsti leik- maður íslenska liðsins með níu mörk og var öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum. „Við lögðum leikinn gríðarlega vel upp sem er mikilvægt þegar maður er að mæta svona andstæð- ingi við þetta erfiðar aðstæður. Við litum á það sem lykilatriði að leyfa þeim ekki að keyra yfir okkur í upphafi leiksins og við náðum að halda þeim niðri,“ sagði Guðjón Valur. „Mér fannst við í raun alltaf vera með þá. Þeim tókst þó í seinni hálfleik að draga okkur utar á völl- inn og þá opnaðist fyrir línumann- inn þeirra. En varnarleikurinn var þegar á heildina er litið nokkuð góður og við nýttum færin okkar ágætlega þó svo að við misstum nokkra menn út af.“ Þó svo að áhorfendur hafi stutt sína menn dyggilega sýndu þeir að þeir kunna líka að tapa. „Áhorf- endur stóðu upp og klöppuðu eftir leikinn. Ég efast um að það séu mörg lið sem hafa fengið þannig kveðjur frá stuðningsmönnum Makedóníu.“ - esá Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru í skýjunum eftir leikinn gegn Makedóníu: Var eins sætur sigur og hann gat orðið SIGURHRÓP Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu marka sinna gegn Makedóníu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Phil Brown, knatt- spyrnustjóri Hull, sakaði Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, um að hrækja á aðstoðarmann sinn eftir leik liðanna í ensku bikar- keppninni í fyrrakvöld. Fabregas hefur þvertekið fyrir að hafa hrækt á Brian Horton, aðstoðarstjóra Hull. Brown sagð- ist hins vegar hafa séð atvik- ið sjálfur. „Hann hrækti í átt að fótum hans,“ sagði Brown. Ensk knattspyrnuyfirvöld hafa farið fram á að Brown og Horton segi frá sinni hlið mála en ekkert var minnst á atvikið í skýrslu dómara leiksins. Fabregas spilaði ekki í leiknum en fagnaði sigrinum inni á vell- inum með félögum sínum eftir leikinn. - esá Fabregas borinn sökum: Yfirvöld rann- saka ásakanir Undankeppni EM 2010: Makedónía - Ísland 26-29 Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9/4, Aron Pálmarsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Þórir Ólafsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Sigurbergur Sveinsson 1, Rúnar Kárason 1. Varin skot: Björgvin Gústavsson 12/2, Hreiðar Guðmundsson 1. Eistland - Belgía 37-28 STAÐAN Í 3. RIÐLI Noregur 4 3 1 0 136-109 7 Ísland 3 2 1 0 100-78 5 Eistland 5 2 1 2 141-144 5 Makedónía 3 1 1 1 85-79 3 Belgía 5 0 0 5 126-178 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Ásgeir Örn Hallgríms- son sagði að það hefði verið afar sætt að hefna fyrir ófarirnar í fyrra er Makedónía sá til þess að Ísland kæmist ekki á HM í Króa- tíu. Ísland vann í gær þriggja marka sigur á Makedóníu ytra í undankeppni EM 2010, 29-26. „Það er þvílík upplifun að spila hér í þessari höll og vinna. Þetta er alger ruddagryfja og þessir áhorfendur kunna svo sannarlega að styðja sitt lið,“ sagði Ásgeir Örn sem sagði undirbúninginn hafa verið nokkuð erfiðan vegna meiðsla margra leikmanna. „En við sýndum að við erum með hörkumannskap og þeir leik- menn sem voru hér úti þjöppuðu sér einfaldlega vel saman fyrir þennan leik.“ - esá Ásgeir Örn Hallgrímsson: Gott að hefna Í LOFTINU Ásgeir Örn skorar hér eitt af sínum fjórum mörkum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.