Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 58

Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 58
42 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR HESTAR Keppni í Meistaradeild VÍS heldur áfram af fullum krafti í Ölfushöllinni í kvöld. Að þessu sinni verður keppt í gæðingafimi sem er ein erfiðasta greinin í keppninni. Þar reynir verulega á knapana enda allir þættir dæmdir sérstak- lega. Dómarar dæma meðal annars hversu margar, og erfiðar, æfingar parið gerir og hvernig æfingarnar eru framkvæmdar. Einnig er horft á hvernig æfingarnar blandast við gangtegundir, flæði sýningarinn- ar, fjölhæfni og styrkleika gang- tegunda. Viðar Ingólfsson sigraði í þessari keppnisgrein í fyrra og hann mætir að þessu sinni til leiks með Spaða frá Hafrafellstungu. Sigurður Sigurðarson, sem sigr- aði fjórganginn á dögunum, mætir með Suðra frá Holtsmúla og Eyj- ólfur Þorsteinsson, sem er efstur í stigakeppninni, keppir á Klerk frá Bjarnanesi. Keppni hefst klukkan 19.30 og er keppt í Ölfushöllinni eins og áður segir. - hbg Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni í kvöld: Stjörnur í gæðingafimi GLÆSITILÞRIF Það mun reyna bæði á knapa og hest í kvöld. MYND/JENS EINARSSON FÓTBOLTI Jón Þorgrímur Stefáns- son hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 33 ára að aldri. Jón Þorgrímur lék lengstum með HK en endaði ferilinn í Fram. Ferill hans þar var þó afar stuttur eða aðeins 24 mínútur því hann meiddist í fyrsta leik síð- asta sumar og hefur ekki spilað síðan. Þó tókst honum að skora mark í leiknum. „Það er hálfleiðinlegt að hafa ekki getað hætt á skemmtilegri hátt en uppi í stúku með hækjur,“ sagði Jón Þorgrímur sem flyst búferlum til Noregs í maí þar sem hann fer að starfa fyrir vef- hönnunarfyrirtækið Opera. „Það hefur aldrei farið vel saman að vera tölvunörd og í fót- bolta. Nú hafa tölvurnar tekið yfir og það verða engin fráhvarfs- einkenni þegar boltinn fer að rúlla í sumar. Þá verð ég bara að horfa á tölvuskjá í Noregi,“ sagði Jón. - hbg Jón Þorgrímur Stefánsson: Tekur tölvur fram yfir bolta HÆTTUR Jón Þorgrímur hefur lagt skóna á hilluna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Það verður aðeins einn oddaleikur í átta liða úrslit- um Iceland Express-deildar karla í körfubolta og hann fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára spila þá um sæti í undanúr- slitunum, vinni Snæfell þá mætir liðið Grindavík en KR-ingar bíða Stjörnumanna komist þeir áfram. Eftir nokkuð öruggan heimasig- ur í fyrsta leik máttu Snæfelling- ar þola slæman skell í síðasta leik. Frá árinu 2005 hafa þeir hafa tapað öllum þeim leikjum sem þeir hafa þurft að vinna til að geta haldið áfram keppni, fjórum alls. Stjörnumenn hafa stimplað sig eftirminnilega inn í íslenska körfuboltalandsliðið í vetur. Þeir unnu fyrsta titilinn í sögu félags- ins þegar þeir urðu bikarmeistar- ar á dögunum og í kvöld eiga þeir möguleika á að komast í undanúr- slit í sinni fyrstu úrslitakeppni. „Það er mjög spennandi leik- ur fram undan og við erum fullir tilhlökkunar að fara með Stjörn- una þangað sem liðið hefur aldrei komist áður eða í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta ætti að geta orðið mjög góður dagur,“ sagði Justin Shouse, bandaríski leikstjórnandinn hjá Stjörnunni, sem lék áður með Snæfelli í tvö tímabil. Á góða félaga í Snæfelli Justin átti frábæran leik í stór- sigri Stjörnunnar á Snæfelli í síð- asta leik. „Ég á marga góða félaga í Snæfellsliðinu og maður vill allt- af standa sig vel á móti félögum sínum og sýna þeim að maður geti eitthvað enn þá,“ segir Justin sem var með 39 framlagsstig fyrir leik- inn þar sem hann var með 29 stig, 7 stoðsendingar og 60 prósenta skotnýtingu. „Maður vill alltaf gefa allt sitt í alla leiki en í stóru leikjunum er maður alltaf aðeins einbeitt- ari. Í síðasta leik hugsaði ég með sjálfum mér: Ég er ekki tilbúinn til að fara í sumarfrí. Ég vil halda áfram að spila körfu eins lengi og við getum. Í fyrra náði ég að spila fram í lok apríl með Snæfelling- um og nú sjáum við til hvort við getum ekki slegið þá út og sent þá snemma í sumarfrí,“ segir Justin. Justin talaði sérstaklega um tvo leikmenn sem hafa reynst Stjörnu- liðinu vel. Jovan Zdravevski hefur spilað vel á báðum endum vallarins og Ólafur Jónas Sigurðsson hefur skorað 16,5 stig að meðaltali í serí- unni, rúmum tíu stigum meira en hann gerði í deildarkeppninni. Frábær vörn hjá Jovan „Jovan spilaði frábæra vörn á Sigga (Sigurð Þorvaldsson) í síð- asta leik. Jovan spilaði líka frá- bæra vörn á Jason (Dourisseau hjá KR) í bikarúrslitaleiknum,“ segir Justin en í þessum tveimur leikj- um voru þessir tveir lykilmenn andstæðinganna aðeins með 8 stig samanlagt auk þess að klikka á 18 af 19 skotum sínum utan af velli. „Við vitum að Siggi verður til- búinn í oddaleikinn en ef Jovan getur haldið honum undir meðal- tali sínu þá er hann búinn að skila sínu,“ segir Justin og hann fagnar líka uppkomu Ólafs. „Óli er búinn að vera frábær í síðustu leikjum og kemur með mikla orku inn í liðið okkar. Hann hjálpar okkur þar sem við höfum forskot á móti Snæfelli en það er hraðinn. Þeir eru stórir og sterkir en við litlir og fljótir,“ segir Just- in sem segir Stjörnumenn verða að vera grimmari og berjast saman í öllum fráköstum. „Við erum eitt af fáum liðum sem hafa náð að vinna KR-liðið sem hefur verið á harðahlaupum í gegnum deildina. Okkur finnst við hafa komið inn í myndina með því að vinna bikarinn og nú finnst okkur að allt sé mögulegt. Það er það frábæra við körfuna og það frábæra við úrslitakeppnina,“ segir Justin. Snæfell hefur unnið tvo glæsi- lega sigra í báðum leikjunum sem voru í beinni útsendingu í sjón- varpinu í vetur. Stöð 2 Sport 2 mætir í Hólminn í kvöld og leik- urinn verður í beinni. Vill sýna sig og sanna „Það er alltaf að gaman að spila fyrir fullu húsi og í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu. Við viljum þá sýna öllum að það sé ástæða fyrir því af hverju við erum komn- ir svona langt. Ég vil líka sýna öllum að það er ástæða fyrir því að Stjarnan vildi fá mig og það er ástæða fyrir því að Snæfell fékk mig til sín í tvö tímabil,“ segir Justin sem býst alveg við að fá að heyra það frá gömlu félögunum úr Hólminum. „Ég veit að Lenny (Hlynur Bær- ingsson) og Nonni Mæju (Jón Ólaf- ur Jónsson) munu rífa kjaft við mig allan leikinn en ég ætla að svara þeim fullum hálsi,“ sagði Justin að lokum í léttum tón. ooj@frettabladid.is Ætlar að svara Hlyni fullum hálsi Snæfell og Stjarnan mætast í Hólminum í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express- deildarinnar. Justin Shouse lék með Snæfelli síðustu tvö ár en ætlar núna að senda þá snemma í sumarfrí. FRÁBÆRT TÍMABIL Justin Shouse hefur spilað frábærlega fyrir Stjörnuna í vetur og hann er með 24,5 stig og 9,8 stoð- sendingar að meðaltali á móti gömlu félögunum í Snæfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/X JUSTIN SHOUSE Í LEIKJUM Á MÓTI SNÆFELLI Í VETUR 4. desember 2008 83-87 tap 29 stig og 7 stoðsendingar 32 í framlagi 5. mars 2009 82-79 sigur 19 stig og 13 stoðsendingar 22 í framlagi 14. mars 2009 81-93 tap 21 stig og 12 stoðsendingar 21 í framlagi 16. mars 2009 99-79 sigur 28 stig og 7 stoðsendingar 39 í framlagi KÖRFUBOLTI Keflvíkingar sópuðu nágrönnum sínum í Njarðvík út úr átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í fyrra- kvöld og hafa þar með unnið átta leiki í röð í úrslitakeppni. Keflavík vann þrjá síðustu leiki sína í undanúrslitum á móti ÍR í fyrra eftir að hafa lent 0-2 undir og vann síðan alla þrjá leikina á móti Snæfelli í úrslitum í fyrra. Keflvíkingar nálgast því óðum met Njarðvíkinga í úrslitakeppni en Njarðvík vann ellefu leiki í röð í úrslitakeppninni frá 1985 til 1988 en þá fóru bara fjögur lið inn í úrslitakeppnina. Á þessum árum þjálfuðu bæði Gunnar Þorvarðarson og Valur Ingimundarson Njarðvíkurliðið í þessari sigurgöngu og hefur því Sigurður Ingimundarson sett nýtt þjálfaramet með því að stjórna Keflavík til sigurs í átta leikjum í röð í úrslitakeppni. - óój Keflavíkurliðið í úrslitakeppni: Búnir að vinna átta leiki í röð SIGURSÆLL Sigurður Ingimundarson hefur sett nýtt þjálfaramet í úrslita- keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýska- landi, segir að læknar félagsins hafi engar alvarlegar skemmdir fundið í hné hans en hann getur þó enn ekki spilað vegna verkja. Einar þurfti að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrr í vikunni en hann var þá nýkominn aftur á ferðina með Grosswallstadt í Þýskalandi og stóð sig vel í leik gegn Magdeburg. „Eftir þann leik æfði ég ekkert í tvo daga. Svo átti liðið leik gegn Füchse Berlin og þá bólgnaði hnéð nokkuð illa og ég gat ekkert spilað, þó svo að ég hafi reynt.“ Einar fór í tvær myndatökur hjá læknunum í Þýskalandi sem fundu þó engar alvarlegar skemmdir í hnénu. „Hnéð lítur vel út. Það eru engar skemmdir á liðþófanum. Það eru þó einhverjar brjósk- skemmdir en þeir segja það eðli- legt hjá atvinnumanni í íþrótt- um. Hins vegar geti verið að það einhver óeðlilegur núningur við brjóskið hafi valdið því að vökvi fór inn á hnéð.“ Læknarnir töppuðu vökva af hnénu en hann var ekki blóðlitað- ur sem eru góðar fréttir. „Þeir sendu vökvann í ræktun til að athuga með sýkingu. Þeir vilja bíða og sjá hvað kemur út úr því áður en frekari ákvörðun verð- ur tekin. Hvort ég þurfi að fara í aðgerð eða ekki.“ En þó svo að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós í læknisskoðun finnur hann enn mikið til í hnénu. „Ég var að hjóla í dag og fann til í hverjum snúningi. Ég hef ekki verið verkjalaus í átta vikur. Það er ekkert annað fyrir mig að gera en bíða, þolinmæði er dyggð.“ - esá Enn óvíst um hnémeiðsli Einars Hólmgeirssonar landsliðsmanns í handbolta: Engar alvarlegar skemmdir hafa fundist SJALDSÉÐ SJÓN Einar Hólmgeirsson hefur lítið spilað með landsliðinu að undan- förnu. Hér er hann í leik gegn Belgíu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.