Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 4
4 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Sænska verslunar- keðjan Coop er nú með það til skoð- unar að hætta að selja lax alinn á mjöli úr matfiski. Íslendingar veiddu í fyrra 110 þúsund tonn af makríl sem fór að mestu í mjöl, sem síðan var selt norskum laxa- bændum. Vaxandi umræða er nú á meðal neytenda á Norðurlöndunum um uppruna eldisfisks. Sænska ríkis- sjónvarpið hefur verið með umfjöll- un um málið og sýndi RÚV brot úr einum þættinum, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var framkvæmda- stjóra Eskju sagt upp í kjölfar þátt- arins og verksmiðjustjóri færður til í starfi. Mikael Robertsson, yfirmað- ur umhverfismála hjá Coop, segir að hætta sé á að verslunin taki norskan eldislax úr búðum hjá sér í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla. Krafan sé að laxinn sé ræktaður á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Meðal þess sem kemur fram í þættinum sænska er að fyrir hvert kíló af eldislaxi þurfi 2,5 af villt- um fiski. Þá var fullyrt að mikið af þeim fiski sem færi í fóður kæmi úr stofnum sem væru ofveiddir, í hættu eða stunduð væri rányrkja á. „Við höfum ákveðið að selja ekki fisk frá Chile, auk þess höfum við sett fram auknar kröfur um hvaða fiskur fer í fiskimjöl/fóður. Við vilj- um tryggja að þetta byggi á vís- indalegum grunni, réttar tegund- ir séu, fiskurinn rétt unninn og vel rekjanlegur,“ segir Mikael. Coop sé að horfa æ meira til fisks sem alinn sé á fæði unnu úr grænmeti. Coop er með 21,4 prósenta markaðshlut- deild á sænsk- um smávöru- markaði og velti tæpum 30 millj- örðum sænskra króna á síðasta ári. Friðrik J. Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segist ekki hafa miklar áhyggjur af mjöl- mörkuðum. „Við þurfum að lýsa þeim staðreyndum sem búa að baki okkar veiðum og þá eru engar forsendur til að banna eitt eða neitt af íslenskri framleiðslu.“ Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segist ekki telja að þetta hafi áhrif á viðskipti fyrirtækisins. Mikil- vægt sé að kynna fiskveiðikerfi Íslendinga, sem byggist á sjálf- bærni. Allar afurðir fyrirtækisins séu rekjanlegar til stofna sem stýrt sé í fiskveiðikerfinu. Árið 2005 nam mjölútflutningur 10 prósentum af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða. Langstærst- ur hluti er fluttur til Noregs þar sem mjölið er nýtt í fiskeldi. kolbeinn@frettabladid.is Vilja ekki lax alinn á mjöli úr matfiski Sænska verslunarkeðjan Coop íhugar að hætta sölu á norskum eldislaxi en hann er alinn á íslensku mjöli. Íslenskir framleiðendur vilja skýra sín sjónar- mið. Vaxandi andstaða er við að mjöl úr matfiski sé nýtt í fiskeldi. LOÐNUVEIÐAR Mest af því fiskimjöli sem selt er til Noregs er unnið úr loðnu. Bræðsla á makríl hefur hins vegar vakið viðbrögð á Norðurlöndum. Íslendingar óska eftir að fá makrílkvóta en aðrar þjóðir, til dæmis Norðmenn, hafa ekki viljað setjast að samningaborðinu. MIKAEL ROBERTSSON ÝSA Í RASPI, MARINERAÐAR FISKSTEIKUR OG ALLIR FISK RÉTTIR. ALLIR FISKRÉTTIR KR/KG JÓHANNESARBORG, AP Stjórnvöld í Suður- Afríku hafa bannað Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að koma á friðarráðstefnu sem hefst á í Jóhannesar borg á föstudag. Ástæðan fyrir banninu er sögð vera til að halda í góð samskipti við Kína. Þess í stað hefur ríkið orðið fyrir mikilli gagnrýni. Það er suður-afríska knattspyrnusam- bandið sem stendur fyrir ráðstefnunni í til- efni þess að heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu verður í Suður-Afríku á næsta ári. Það verður í fyrsta sinn sem sú keppni er haldin í Afríku. Meðal umræðuefna verður hvernig berjast skal gegn kynþáttahatri og hvernig íþróttir geta sameinað fólk og þjóð- ir. Fyrst Dalai Lama hefur verið bönnuð þátt- taka hafa tveir friðarverðlaunahafar Nóbels, þeir Desmond Tutu, erkibiskup í Höfðaborg, og F.W. de Klerk, fyrrum forseti landsins, hafnað þátttöku á ráðstefnunni. Suður-Afr- íka „ætti að hleypa hverjum þeim að sem hefur lögmætra og friðsælla hagsmuna að gæta og það ætti ekki að ákveða á pólitísk- um forsendum, hver megi og hver megi ekki mæta,“ sagði de Klerk við fjölmiðla í gær þegar hann lýsti því yfir að hann myndi ekki taka þátt í ráðstefnunni. Kína á í mestum viðskiptum við Suður- Afríku, af öllum löndum heimsálfunnar. - ss Dalai Lama fær ekki að koma á friðarráðstefnu í Suður-Afríku: Tutu og de Klerk mæta ekki heldur DALAI LAMA Fyrst Dalai Lama fær ekki að fara á friðarráðstefnu í Jóhannesarborg ætla Desmond Tutu og F.W. de Klerk ekki að mæta heldur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Rannsóknir embættis sérstaks saksóknara vegna banka- hrunsins munu ekki stranda á fjár- heimildum, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Embættið þarf að vera öflugra og umfangsmeira en upphaflega var áætlað, og afar brýnt að sak- sóknarinn hafi nægt fé til að ráða þá starfsmenn sem þarf, og kaupa sérfræðiráðgjöf, segir Steingrímur. Frumvarp sem styrkja mun heimildir sérstaks saksóknara til að afla gagna er nú til umfjöllunar á Alþingi. - bj Embætti sérstaks saksóknara: Saksóknari fái aukið fjármagn VINNUMARKAÐUR Hrognavinnsla Vignis G. Jónssonar á Akranesi og fiskvinnslufyrirtækið Brim munu greiða starfsfólki sínu áður umsamdar launahækkanir, líkt og HB Grandi gerði nýlega. Hjá Hrognavinnslunni starfa um þrjátíu manns og munu þeir fá 13.500 króna mánaðarlega viðbót á launin. Hjá Brimi starfa um tvö- hundruð við landvinnslu. Þessum launahækkunum hafði áður verið frestað í ljósi efnahags- ástandsins. Verkalýðsfélag Akraness grein- ir frá þessu á heimasíðu sinni, en félagið hefur um nokkurt skeið bent á að til séu fyrirtæki sem geti vel staðið við gerða samninga. - kóþ Launahækkanir verkafólks: Fleiri fyrirtæki ætla að borga SVÍÞJÓÐ Viktoría, krónprinsessa Svía, og unnusti hennar, Daniel Westling, gifta sig laugardaginn 19. júní á næsta ári. Hjónavígslan fer fram í Stórkirkjunni í Stokk- hólmi. Nítjándi júní er merkilegur dagur hjá sænsku konungsættinni því að mörg brúðkaup hafa farið fram þennan dag. Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga Silvíu drottningu þennan dag árið 1976 og Óskar krónprins giftist Jósef- ínu av Leuchtenberg 19. júní árið 1823. - ghs Krónprinsessa Svíþjóðar: Giftist Daníel 19. júní 2010 GIFTAST Á NÆSTA ÁRI Viktoría, krón- prinsessa Svíþjóðar, giftist sínum heitt elskaða Daniel Westling 19. júní. NOREGUR Barnshafandi kona fannst myrt ásamt tveimur öðrum í íbúð í Tromsø í Noregi á sunnudaginn. Maður hefur verið handtekinn fyrir morðin en hann hefur átt við geðsjúkdóm að stríða og hlotið dóm fyrir rán í Svíþjóð. Eiginmaður konunnar og móðir hans eru meðal þeirra myrtu, að sögn NRK. Árásarmaðurinn er talinn hafa brotist inn í íbúðina til nágranna sinna. Móðirin fannst á stofugólf- inu í íbúðinni en parið fannst á gólfinu inni í svefnherbergi. Talið er að átök hafi átt sér stað og þre- menningarnir hafi verið myrtir með hníf þar sem mikið blóð er í íbúðinni. - ghs Morð í Noregi: Mikið blóð úti um alla íbúð Finnar öskureiðir Fyrirætlanir sænska iðnaðarrisans Stora Enso um að flytja hluta af pappírs- og timburframleiðslu sinni frá Finnlandi til Svíþjóðar hafa mætt mikilli andstöðu í Finnlandi. Finnsku stéttarfélögin eru öskureið og hafa mótmælt kröftuglega. FINNLAND VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 19° 9° 7° 4° 2° 8° 9° 5° 2° 3° 20° 11° 7° 25° 0° 10° 16°- 1° Á MORGUN 3-10 m/s FIMMTUDAGUR 8-15 m/s 2 1 -1 0 0 0 0 4 4 5 -2 9 10 10 10 4 5 4 10 7 5 10 15 -1-2 -4 -5 -4 -5 -2 -5 -6 -7 VETUR Í KORTUNUM Í dag og raunar næstu daga verður víða vetrarlegt á landinu. Í dag er lægð að ganga austur með landinu og því má búast við snjókomu eða slyddu en þó rigningu allra syðst um hádegi. Lægðin gengur svo austur á bóginn og í kjölfarið gengur hann í norðlæga átt og við taka kaldir vindar með frosti víða um land. Að deginum gæti þó hitinn hangið yfi r núll- inu sunnanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 23.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 186,8572 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,64 113,18 164,33 165,13 153,82 154,68 20,643 20,763 17,811 17,915 13,954 14,036 1,1683 1,1751 170,52 171,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.