Fréttablaðið - 24.03.2009, Page 10
10 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
DÓMSTÓLAR Ungri konu voru í Hér-
aðsdómi Reykjaness dæmdar rúm-
lega átta milljónir króna í bætur
vegna slyss sem hún varð fyrir á
vélsleða. Faðir kærasta stúlkunnar
greiðir henni bæturnar.
Slysið varð þegar hún var 17 ára
gömul, en þá fór hún með kærasta
sínum og föður hans að Hafra-
vatnsvegi. Meðferðis var vélsleði
föður kærastans, en sleðinn var
ekki vátryggður. Enginn hjálmur
var notaður í ferðinni og stúlkan
keyrði sleðann án nokkurrar leið-
sagnar eiganda. Hún festi sleðann
og kærasti hennar og faðir hans
losuðu hana. Ók stúlkan þá niður
brekku, missti stjórn á sleðanum
og kastaðist af honum. Hún flaug
töluverða vegalengd og hlaut af því
höfuðáverka.
Stúlkan þurfti að gangast undir
aðgerð þar sem skaddað svæði í
hægra gagnaugablaði heilans var
fjarlægt. Hún telst búa við 5 pró-
sent varanlega örorku samkvæmt
mati og 12 prósent varanlegan
miska.
Tekist var á um bótaskyldu eig-
anda sleðans, þar sem stúlkan var
sjálf undir stýri. Stefndi taldi sig
ekki hafa þurft að leiðbeina stúlk-
unni og aksturinn hefði verið á
hennar ábyrgð. Skráningar- og
tryggingarskylda var hins vegar
vanrækt og öryggisbúnaði áfátt.
Málskostnaður var felldur niður.
- kóp
Fær greiddar bætur eftir vélsleðaslys:
Faðir kærasta þarf
að greiða bæturnar
VÉLSLEÐI Ungri stúlku voru dæmdar bætur eftir vélhjólaslys. Myndin tengist fréttinni
ekki beint.
Fjölmiðlafræði
Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfunarfræði
Kennarafræði
Lögfræði
Nútímafræði
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA?
KYNNTU ÞÉR NÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
Samfélags- og hagþróunarfræði
Sálfræði
Sjávarútvegsfræði
Viðskiptafræði
Þjóðfélagsfræði Opnað hefur verið fyrir umsóknir,
frestur til að sækja um er til 5. júní.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.haskolanam.is
A Ð A L F U N D U R C C P h f .
Aðalfundur CCP hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl 2009 á skrifstofu
félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 12:00.
D A G S K R Á :
Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr.
2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.