Fréttablaðið - 24.03.2009, Síða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, verk-
fræðingur hjá Mannviti verkfræði-
stofu, sigraði í Lífsstílsmeistaran-
um sem fór fram fyrir skemmstu,
bæði í flokki einstaklinga og liða.
Sveinbjörn sem er að auki tvöfald-
ur sigurvegari í Þrekmeistaran-
um og var með fremstu mönnum
í Laugavegs-ultramaraþoninu síð-
asta sumar þakkar strangri þjálfun
í Boot Camp góðum árangri.
„Ég byrjaði að æfa í Boot Camp
fyrir tveimur árum en hafði áður
verið að æfa og keppa á skíðum í
mörg ár. Líklega hefur keppnisskap-
ið alltaf verið til staðar, þannig að
þegar ég byrjaði í Boot Camp bloss-
aði það aftur upp og segja má að
vitleysan hafi svo undið upp á sig,“
segir hann og hlær.
Sveinbjörn æfir daglega, á
morgnana eða í hádeginu, og segir
að þótt æfingarnar taki á sé undir
hverjum og einum komið hvað
viðkomandi vilji leggja mikið á sig.
„Boot Camp hentar jafnt byrjendum
og þeim sem lengra eru komnir og
menn stýra álaginu sjálfir. Það er
það góða, að allir geta verið með.“
Frá því að Sveinbjörn byrjaði í
Boot Camp hefur hann náð framúr-
skarandi árangri í ýmsum keppn-
um og viðburðum eins og áður
sagði. Sigurinn í Þrekmeistaran-
um er því enn ein rósin í hnappa-
gatið og Sveinbjörn fer ekki leynt
með ánægju sína, enda í fyrsta
sinn sem hann tekur þátt. „Þetta er
hörkukeppni þar sem þátttakendur
þurfa að ljúka tíu greinum á sem
skemmstum tíma. Ég kláraði á 20
mínútum og 40 sekúndum og næsti
maður var með 20 mínútur og 45
sekúndur, þannig að það var mjótt
á munum.“
Segja má að sigurganga Svein-
bjarnar síðustu tvö ár hafi náð að
kveikja í allri fjölskyldunni; bræð-
ur hans eru farnir að æfa í Boot
Camp og faðir hans og sambýlis-
kona Sveinbjarnar tóku einnig þátt
í Lífsstílsmeistaranum, en þess
skal getið að aðeins eru tíu mánuðir
síðan þau Sveinbjörn eignuðust lít-
inn dreng. En ýtir þetta ekki undir
samkeppni og ríg milli bræðranna?
„Alls ekki. Við hvetjum bara hvert
annað áfram þannig að þetta skap-
ar góða stemningu í fjölskyldunni,
þjappar okkur saman ef eitthvað
er.“
Fram undan hjá Sveinbirni eru
svo Cross-Fit-leikarnir í maí, sem
eru, líkt og Lífsstílsmeistarinn, hluti
af Þrekmótaröðinni, og Laugavegs-
maraþonið í júlí. „Þá lenti ég í öðru
sæti í mínum flokki og því tólfta á
heildina séð. Ég náði 24. besta tím-
anum í keppninni frá upphafi og
ætla að standa mig enn betur í ár,“
segir hann ákveðinn.
roald@frettabladid.is
Vitleysan vatt upp á sig
Sveinbjörn Sveinbjörnsson vann frækinn sigur í Lífsstílsmeistaranum en þetta er í fyrsta sinn sem hann
tekur þátt. Þetta er þó aðeins upphafið því hann ætlar sér stóra hluti á Cross-Fit-leikunum í sumar.
Sveinbjörn hefur fengið fjölskylduna í lið með sér. Frá vinstri má sjá föður Sveinbjarnar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, með afabarn-
ið Stefán Huga, Ástu Ósk Stefánsdóttur, sambýliskonu Sveinbjarnar, og yngri bróður hans, Bjartmar Sveinbjörnsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LJÁÐU MÉR EYRA nefnist viðtalsþjónusta á Landspítalanum. Þar
stendur öllum konum sem fætt hafa á Landspítalanum til boða að bóka
viðtal við ljósmóður um 4 til 6 vikum eftir fæðingu ef þær vilja ræða fæð-
ingarreynslu sína. Viðtölin bókast á göngudeild mæðraverndar í s. 543
3253 á virkum dögum milli klukkan 9 og 15. www.ljosmodir.is
á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja
Marstilboð
til elli- og örorkulífeyrisþega
Ertu með eitthvað
gott á prjónunum?
Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna
og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn,
sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og
prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð,
miðvikudaginn 25. mars kl. 16-18.
Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist
reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að
taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn
í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn-
unni og með því.
Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 .
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626
kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur