Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Qupperneq 1
Laugardagur 18. 11. 2006
81. árg.
lesbók
SKYNDIBITINN KRUFINN
KVIKMYNDIN FAST FOOD NATION AFHJÚPAR BANDARÍSKAN MATVÆLA-
IÐNAÐ: VIÐ ÞURFUM ÖLL AÐ BORÐA SVOLÍTINN SKÍT VIÐ OG VIÐ >>18
Morð er ekki bara morð og krimmi er ekki bara krimmi »16
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Konungsbók Tvö bindi Flateyjarbókar og ofan á þeim liggur Konungsbók eddukvæða, sjálfsagt minni en margur heldur.
Fræðimönnum á sviði íslenskra
fræða þykir sú saga sem Arnaldur
Indriðason segir í nýrri bók sinni,
Konungsbók, trúverðug en bókin
fjallar um baráttu íslensks prófess-
ors við hóp þýskra þjóðernissinna
sem vilja koma höndum yfir Kon-
ungsbók eddukvæða, eina dýrustu
gersemi norrænnar menningar.
Gísli Sigurðsson, rannsókn-
arprófessor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum,
rekur söguna á bak við Konungs-
bók í grein í Lesbók í dag og segir
að í þeirri þýsku þjóðernisvakningu
sem fornfræðaáhuginn var hluti af
hafi eddukvæðin í Konungsbók
gegnt lykilhlutverki: „Þau voru
álitin varðveita kjarnann í hinni
fornu trú og menningu.“
Gísli segir að enginn skyldi van-
meta þær tilfinningar sem gersem-
ar á borð við Konungsbók eddu-
kvæða hafa og geta vakið: „Þetta
eru sömu tilfinningarnar og eru
jafnan virkjaðar til að knýja áfram
styrjaldir og þjóðarmorð.“
Ekki fráleit flétta
Einnig er rætt stuttlega við Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi forstöðu-
mann Stofnunar Árna Magn-
ússonar á Íslandi, en hann var við
nám í íslenskum fræðum við Kaup-
mannahafnarháskóla um miðja síð-
ustu öld eða á svipuðum tíma og
saga Arnaldar gerist. Jónasi þykir
fléttan í bók Arnaldar ekki fráleit.
Hann segir líka myndina af lífi
stúdents við Kaupmannahafnarhá-
skóla á þessum tíma vera sannfær-
andi. »10-12
Konungs-
bók trú-
verðug
Eddukvæðin og þýska
þjóðernisvakningin
Ég vildi skrifa bók um hugarástandið í sam-
félaginu á Íslandi í dag. Það hugarástand sem
verður til í samfélagi sem hugsar ekki um ann-
að en peninga og efnisleg gæði. Öll samúð er
horfin úr samskiptum fólks og allt er verðlagt
til peninga.“ Þannig kemst Jökull Valsson að
orði í viðtali í Lesbók í dag en hann hefur feng-
ið góða dóma fyrir aðra skáldsögu sína,
Skuldadaga, sem kom út nýlega. Jökull er 25
ára og hlaut einnig góða dóma fyrir fyrstu bók
sína, Börnin í Húmdölum, sem kom út fyrir
tveimur árum.
Skuldadagar hefur ekki síst vakið athygli
fyrir lýsinguna á því samfélagsástandi sem
Jökull talar um í ofangreindum orðum. Um-
fjöllunarefni bókarinnar er fíkniefnaheimurinn
en Jökull segir í viðtalinu að honum finnist um-
ræðan um fíkniefnaheiminn á mjög einföldum
nótum hérlendis og eitt af því sem hann hafi
viljað gera með aðalpersónu bókar sinnar sé
„að gera hinn svokallaða „fíkniefnadjöful“
mannlegan“. Hann hafi viljað sýna persónuna
á bak við hugmyndina: „Ég vil gjarnan að les-
andinn fái samkennd með Matta en kannski
ekki samúð. Hann er ekki góð manneskja en
hann er heldur ekki alslæmur.“
Vekur forvitni og samúð
Bók eftir annan ungan höfund, sem vakið hef-
ur athygli, er gagnrýnd í Lesbók í dag, Guð-
lausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og
ást eftir Ingunni Snædal en hún hlaut nýverið
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds-
sonar. Gagnrýnandi telur höfund og bók vel að
þeim komin og segir Guðlausa menn vera
ljóðabók sem veki bæði forvitni og samúð hjá
lesanda, „hún gefur góða innsýn í flókinn nú-
tímaveruleika á einfaldan, hnitmiðaðan og
skemmtilegan hátt“.» 17 og 18
Samfélag án samúðar
Jökull Valsson „Öll samúð er horfinn úr sam-
skiptum fólks og allt er verð lagt til peninga.“
Hugarástand sem verður til í samfélagi sem hugsar ekki um annað en peninga og efnisleg gæði