Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 5
Eftir Eyjólf Kjalar Emilsson
e.k.emilsson@ifikk.uio.no
Ígreininni „Í bleiku ljósi“ í Lesbók Morg-unblaðsins 28. október gerir Sigríður Þor-geirsdóttir grein fyrir ástæðum sem húnsér til þess að skoða heimspeki- og guð-
fræðisöguna í „bleiku ljósi“ sem hún kallar svo,
þ.e.a.s. á forsendum kynjafræðinnar (sjá líka
http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/
dp?detail=1007974&name=pistlar). Hvað heim-
spekina varðar hefur Sigríður fjallað um sama
efni áður í Lesbókinni (næstum samhljóða grein
á Vísindavefnum frá 20.12. 2002). Þessi nýja grein
er að mestu styttri gerð hinnar eldri að við-
bættum nokkrum málsgreinum um guðfræði.
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, segir máltækið.
En skyldi þetta vera góð vísa hjá Sigríði?
Í báðum greinunum gerir Sigríður mikið mál
úr aðdragandanum að dauða Sókratesar og þætti
Xanþippu konu hans þar. Sigríður segir að upp-
hafsstund heimspekinnar í Grikklandi hinu forna
hafi verið brottrekstur móðurinnar og konunnar:
Lítum á upphafsstund heimspekinnar sem er dauða-
stund Sókratesar … Er Sókrates bíður dauða síns í hópi
lærisveina sinna og viskuvina og heldur ræður um að
heimspeki sé æfing fyrir dauðann og að maður þurfi
ekki að óttast dauðann truflar kona þessa hetjustund.
Það er Xanþippa, eiginkona Sókratesar. Xanþippa er ör-
væntingarfull og barmar sér yfir missi eiginmanns. Hún
á eftir að standa ein uppi með tvo barnunga syni sem
hún þarf að sjá um. Einu viðbrögð Sókratesar við henni
eru þessi: „Leiðið þessa konu burt.“ (28.10. 2006)
Hér er fjölmargt að athuga. Sigríður veit nátt-
úrlega mæta vel að Grikkir höfðu lagt stund á
heimspeki af kappi í 200 ár þegar Sókrates féll
frá árið 399 f. Kr. Sókrates hafði þá sjálfur verið
að í fimmtíu ár; á undan honum eða samtímis Pý-
þagóras, Herakleitos, Parmenídes, Demókrítos
og margir fleiri stórfrægir menn. Hvers vegna
segir þá Sigríður að dauði Sókratesar marki upp-
haf heimspekinnar? Væntanlega ekki bara vegna
þess að þá er konunni vísað burt. Mér kemur
engin önnur skýring í hug en sú sannfæring
hennar að Platon og vestræn heimspeki séu í
höfuðatriðum eitt, því sjálfsagt má halda því fram
að dauði Sókratesar marki upphafið að heimspeki
Platons. Þegar svo ber vel í veiði er nærtækt að
sópa þessum fyrirrennurum undir teppið og láta
eins og Aristóteles, Epíkúros, stóumenn og aðrir
slíkir hafi aldrei verið til.
Lesandi sem þekkir ekki aðrar heimildir fær
svofellda mynd af upphafi heimspekinnar af
greinum Sigríðar: Sókrates varði síðustu stund-
um ævi sinnar í að halda fremur fráleitar ræður
yfir lærisveinum sínum um að líkamsdauðinn sé
frelsun og sálin ódauðleg. Allt í einu kemur svo
konan hans, Xanþippa, aðvífandi, barmandi sér
yfir að þurfa hér eftir að standa ein í bleiuþvotti
og barnauppeldi. Og hvað gerir Sókrates? Hann
rekur hana út. Venjulegur íslenskur lesandi trúir
þessu því væntanlega fer ekki prófessor í heim-
speki við Háskóla Íslands með neitt fleipur í ein-
faldri frásögn. Sannleikurinn er hins vegar sá að
það eru ótrúlega margar rangfærslur í stuttri
endursögn Sigríðar.
Í fyrsta lagi heldur Sókrates engar ræður:
hann rökræðir við vini sína. Þetta er svo sem ekk-
ert höfuðatriði, en skiptir máli þó: sá sem heldur
ræður yfir vinum sínum setur sig á stall yfir
þeim, gerist kennari þeirra, ef ekki leiðtogi. Svei
mér þá ef það felst viss valdbeiting í ræðu-
mennsku. Þetta gerði Sókrates aldrei. Hann og
Platon trúðu á samræður. Þetta er afar mik-
ilvægt atriði um alla þeirra heimspeki sem skipar
þeim félögum á sérstakan bás í sögunni. Sam-
ræðuaðferðin er flestum aðferðum nýtilegri til að
afhjúpa fordóma. Einu sinni er henni raunar beitt
til að afhjúpa fordóma viðmælendanna gagnvart
konum (Ríkið 5. bók) og niðurstaða þeirrar rök-
ræðu varð sú að engin ástæða væri til að mis-
muna þeim og körlum hvað varðar rétt og skyldu
til að stunda heimspeki og stjórna ríkjum. Um
þessa samræðulist hefur Sigríður ekkert að
segja.
Í Faídoni, einu heimild okkar um síðustu
stundir Sókratesar, segir á 59e–60a (Faídon sjálf-
ur segir frá):
Þegar við komum inn, hittum við Sókrates ný-
leystan úr fjötrunum og Xanþippu – sem þú
kannast við – sitjandi hjá honum með son hans í
kjöltunni. Þegar Xanþippa sá okkur, hljóðaði hún
upp yfir sig og talaði líkt og konum er títt: „Ó, Só-
krates! Nú tala vinir þínir við þig í síðasta sinn og
þú við þá! Þá leit Sókrates til Krítons og mætli:
„Kríton, láttu einhvern fara heim með hana.“ (Ísl.
þýð. Sigurðar Nordal, Síðustu dagar Sókratesar,
HÍB, 1973)
Sigríður fer með rangt mál þegar hún segir að
Xanþippa hafi truflað heimspekilegar samræður
Sókratesar og félaga hans um dauðann á ögur-
stund. Xanþippa var fyrir hjá Sókratesi, þegar fé-
lagarnir komu. Þá fer hún. Ekkert er gefið í skyn
um að Xanþippa kvíði því að standa uppi ein með
börnin. (Þau Sókrates hljóta að hafa verið þokka-
lega stæð, áttu alltént forríka vini, og höfðu
ábyggilega vinnukonur eða ambáttir, sbr. Faídon
116b). Það sem hryggir Xanþippu er tilhugsunin
um að eiginmaður hennar sé dauðvona og muni
aldrei framar geta rökrætt við vini sína.
Það er líka villandi að halda því fram að einu
viðbrögð Sókratesar við konu sinni hafi verið að
biðja um að þessi kona sé leidd burt (en þetta
hæfir vel ósannindunum um að Xanþippa hafi
komið og truflað (sam)ræðurnar). Því eins og fyrr
segir var Xanþippa fyrir hjá honum í fangelsinu
þegar hinir komu og má fastlega gera ráð fyrir að
þau hafi talað margt, þótt ekki séu þær samræð-
ur raktar í Faídoni.
Orð Sókratesar hér hafa heldur ekki þann
kaldranalega hljóm sem setning Sigríðar hefur.
Sigríður setur setninguna innan gæsalappa eins
og þetta sé orðrétt þýðing. Þýðing Sigurðar Nor-
dal, sem almennt er notuð á Íslandi og vitnað er
til hér að ofan, er góð og nákvæm. Orðin „þessi
kona“ hjá Sigríði gefa í skyn að Sókrates hafi tal-
að um konu sína eins og ókunnuga manneskju
fyrir framan hana sjálfa. Það stendur ekkert um
„þessa konu“ í hinum gríska texta, þar stendur
„hana“. Þar stendur ekki heldur „burt“, eins og
kappsmál sé bara að losna við þessa kvensnift,
heldur „heim“, sem er töluvert annað. Jafnvel
mætti þýða setninguna: „Kríton, láttu einhvern
fylgja henni heim“. Af hverju notar Sigríður ekki
hina viðurkenndu íslensku þýðingu? Er henni svo
í mun að sverta Sókrates að hún þurfi að falsa orð
hans?
Af frásögn Sigríðar hlýtur lesandinn að álykta
að þessi kaldranalegu orð eiginmannsins hafi ver-
ið síðustu viðskipti þeirra hjóna. Samkvæmt einu
heimildinni var það þó alls ekki svo. Samræðan
sem er meginhluti Faídons hefst eftir að félagar
Sókratesar koma. Þá tekur við frásögn af sjálfri
dauðastundinni og aðdraganda hennar. Þar kem-
ur fram að Sókrates átti samtal við börn sín og
„kvenfólkið á heimili hans“ og „dvaldist ærið
lengi“ áður en hann drekkur eitrið (116b).
Sigríði þykja þessar athugasemdir ugglaust
litlu skipta; þær breyti ekki því að skýrt komi
fram í Faídoni að Xanþippa hafi ekki verið við-
stödd, hvað þá tekið þátt í, síðustu heimspeki-
samræðu Sókratesar. Og þetta megi kallast tákn-
rænt fyrir heimspekisöguna allar götur síðan og
ekki síst upphafsmanninn Platon. Ég er henni
raunar alveg sammála um að víða hjá grískum
heimspekingum (og kollegum þeirra fram á síð-
ustu ár), má sjá ramma fordóma gagnvart kon-
um. Platon er hér ekki undanskilinn, en satt best
að segja má sjá ýmis merki um að hann hafi áttað
sig á fordómunum og raunar virt konur meir en
flestir starfsbræðra hans í margar aldir. Hann
var fyrstur og einn örfárra til að fjalla um stöðu
kvenna og leggja til jafnrétti kynjanna. Hér er
um byltingarkennda hugmynd að ræða, sem
hlýtur að marka tímamót í heimspekilegum
kynjafræðum. Sigríður nefnir þetta í greinum
sínum, einkum hinni fyrri, og hrósar Platoni svo-
lítið. En svo dregur hún í land og sannar með full-
tingi Gunnars Skirbekks (sem varla telst neitt
kennivald í þessum fræðum) að eiginlega vilji
Platon veita konum jafnræði til þess að eiga hæg-
ara með að kúga þær! Það var svo sem auðvitað.
Hvað um það, Sigríður hefði ekki þurft að af-
baka þessa einföldu frásögn af Xanþippu og Só-
kratesi til að finna fordómum gagnvart konum
stað. Óbjöguð kann frásögnin í Faídoni jafnvel að
vera til marks um slíkt, þótt á það megi benda að
enn í dag nenna makar heimspekinga ekki alltaf
að sitja undir löngum samtölum þeirra við starfs-
ystkini sín og það var ekki vandi Xanþippu. Það
þarf ekki að vera neitt tortryggilegt við brottför
hennar úr fangelsinu: hún var einfaldlega á heim-
leið og kemur aftur seinna. En af hverju kýs Sig-
ríður að afbaka frásögnina? Og ef hún getur ekki
verið yfir litlu trú í meðferðinni á þessari einföldu
frásögn, hvernig ferst henni þá í hinum stærri
málum?
II
Sókrates liggur sem sagt í valnum, en hin hug-
hrausta skjaldmær lætur ekki deigan síga. Hún
hefur farið í vopnasmiðju ekki ófrægari hugsuðar
en sjálfrar Luce Irigaray. Einnig hefur hún sótt í
smiðju Vigdisar Songe-Möller í Björgvin, þótt
þessa sé að engu getið. Vopnatal:
Kvenlegt = fjöldi, mismunur, líkami, tilfinn-
ingar, umhyggja, mannleg tengsl og næmi fyrir
aðstæðum.
Karllegt = eining, samsemd, andi, skynsemi,
rökvíslegt kaldlyndi, skortur á tengslum við ann-
að fólk, ónæmi fyrir aðstæðum.
Saga vestrænnar heimspeki: Stanslaus við-
leitni hins karllega til að flýja, afneita, kúga eða
gera lítið úr hinu kvenlega.
Það er fjandafjöld, en Sigríður sér að ráðast
verður að rótum meinsins: hina illskeyttu tví-
hyggju sem Platon laumaði inn í hugsun Vest-
urlandamanna fyrir 2.400 árum. Fyrst verður
fyrir henni hin fræga hellislíking Platons. Við
hana hafa margir fengist og flestir sammála um
meginatriðin. En viti menn, allir fóru gersamlega
villir vegar: Hellirinn er móðurkviður sem heim-
spekikarlinn reynir að flýja. Samræða Platons,
Parmenídes, verður næst fyrir henni. Við hana
hafa margir glímt um aldir og veist erfiðlega. En
skjaldmærin hafði vart fyrr brugðið sverði sínu
en Parmenídes er að velli lagður: Hið eina og hið
marga, sem þar er margt talað um, eru auðvitað
karlinn og konan. Að manni skyldi nú ekki hafa
dottið þetta í hug! Vopnin bíta vel og herförin
gengur eins og í sögu.
Ég ætla ekki að orðlengja frekar um einstakar
túlkanir Sigríðar á frumspeki Platons eða öðru
slíku hér. En ég ætla að fara nokkrum almennum
orðum um þessa nálgun á efniviðnum og for-
sendur hennar.
Bregðum aðeins á goðsagnaleik með Sigríði:
Ef karlleikinn er eitt og samsemd, kvenleikinn
margt og mismunur, af hverju reynir Platon með
talsverðri fyrirhöfn að berja það fram í Sófist-
anum að vera sé í senn eitt og margt og mismun-
andi, geti raunar ekki öðruvísi verið? Hvers
vegna gerir hann því skóna í Fílebosi 15a o.áfr. að
hver eining hljóti líka að vera margt? Að gefnum
forsendum leiksins virðist Platon taka undir með
Sigríði að hið kvenlega og hið karllega hljóti alltaf
að fara saman og búi við jafnræði. Af hverju
hugsar Platon sér heimspekinginn í Ríkinu 490a
og Samdrykkjunni 211e–212b sem konu í fæðing-
arhríðum sem frummyndirnar hafa barnað? Af
hverju setur Platon konur í hlutverk kennara Só-
kratesar (Menon, Samdrykkjan)? Ef á annað
borð er farið út í kynjafræðilegan lestur á Platoni
af þeim toga sem Sigríður vill stunda blasa þessar
og margar aðrar spurningar við hverjum sem
hefur lesið þessa texta með svolítilli gaumgæfni.
Er dónalegt að spyrja hvort hún hafi yfirleitt les-
ið þá? Góður lesari nálgast texta ekki ósvipað því
og góð manneskja (kona eða karl með kvenlegt
eðli samkvæmt orðum Sigríðar) umgengst fólk:
með umhyggju og næmi fyrir aðstæðum. Hjá
Sigríði fer lítið fyrir næmi fyrir aðstæðum, svo
ekki sé nú talað um umhyggjuna. Auðvitað má
gagnrýna texta, jafnvel harðlega. En gagnrýni
sem einhvers er verð byggist einatt á „kvenlegri“
nálgun, annars kemst maður ekki einu sinni í
kallfæri við textann. Mér finnst vanta alla „kven-
lega“ mýkt og innsæi í lestur Sigríðar.
Ýmsar nýrri Platonsrannsóknir, þar sem
margar konur hafa lagt hönd á plóginn, leggja
ríka áherslu á dramatískt eðli hinna platonsku
samræðna og boða að skoða verði hvaðeina sem
er sagt út frá því hver segi það og á hvaða stigi
samræðunnar. Tilhneigingin er mjög í þá átt að
lýsa Platoni sem miklu margslungnari og sleipari
höfundi og hugsuði en áður var talið. Í sumra
meðförum jaðrar við að hann verði pómó. Ég er
ekki jafn hrifinn af öllu sem skrifað er frá þessum
sjónarhóli, en þessi nálgun hefur þó tvímælalaust
dregið fram margt athyglisvert. Af rannsóknum
af þessu tagi virðist Sigríður ekkert vita, Irigaray
raunar ekki heldur.
Annað sem mér þykir undarlegt er hversu
gagnrýnislaust Sigríður kaupir hugtakakerfi síns
meinta platonisma. Annars vegar lesum við að
höfuðsynd platonismans sé tvíhyggja kynjanna
sem byggist á marvíslegum andstæðupörum.
Þessa tvíhyggju vill hún feiga í einu orðinu, en
fellst á hana í hinu: það á bara að gera hinni kven-
legu hlið hugtakaparanna a.m.k. jafnhátt undir
höfði og hinni karllegu. Það er engin viðleitni til
að yfirstíga sjálfa tvíhyggjuna. Við erum öll bæði
karlleg og kvenleg og þetta er tvennt en ekki eitt
í okkur. Hinni meintu tvíhyggju er kyngt meira
að segja í miklu groddalegri mynd en hún birtist
hjá sjálfum upphafsmanninum. (Hvar skyldi
Platon annars tala á móti tilfinningum og hvaða
orð ætli hann hafi yfir þær? Eins væri fróðlegt að
vita hvar hann greinir milli menningar og náttúru
og dregur taum menningarinnar.)
Á okkar dögum starfa fjölmargar konur við
fornaldarheimspeki um víða veröld. Meðal þeirra
sem eru á miðjum aldri eða yngri gæti ég trúað
að konur séu komnar í meirihluta. Því fagna ég,
enda hef ég lengi aðhyllst fullkomið jafnræði
kynjanna. Ég á vinkonur í þessum hópi fræði-
manna af ýmsu þjóðerni og þekki til skrifa mun
fleiri. Flestar eru þær eindregnir femínistar. En
eitt eiga þær sammerkt: sú tegund heim-
spekisögu eða Platons-túlkunar sem Irigaray,
Songe-Möller og Sigríður boða á ekki upp á pall-
borðið hjá þeim. Þær láta slíkar túlkanir sem vind
um eyru þjóta. Þær gagnast þeim heldur ekkert í
fræðunum. Þetta á líka við um þær sem beinlínis
hafa fjallað um femínisma í sambandi við fornald-
arheimspeki eins og Julia Annas, Patricia Kenig-
Curd og Charlotte Witt. Þær hafa líka allar lesið
sinn Platon.
Stundum getur maður ekki annað en hlegið að
sprellinu en þegar ég hugsa til íslenskra ung-
menna, sem setjast á bekk í Háskóla Íslands til
að reyna að skilja hlutina betur hverfur mér allur
hlátur úr hug. Ef fræðimennskan í þessum grein-
um háskólakennarans er hið bleika ljós kynja-
fræðanna þá er það mýraljós.
Upphaf heimspekinnar? „Sókrates varði síðustu stundum ævi sinnar í að halda fremur fráleitar ræður yfir lærisveinum sínum um að líkams-
dauðinn sé frelsun og sálin ódauðleg. Allt í einu kemur svo konan hans, Xanþippa, aðvífandi, barmandi sér yfir að þurfa hér eftir að standa ein í
bleiuþvotti og barnauppeldi. Og hvað gerir Sókrates? Hann rekur hana út.“
Um kynjafræðilegar túlkanir Sigríðar
Þorgeirsdóttur á ritum Platons
Höfundur er prófessor í fornaldarheimspeki
við Óslóarháskóla.
Mýraljós?