Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Qupperneq 11
Myndin sem Arnaldur dregur upp af lífi stúd-enta í Kaupmannahöfn um miðja síðustu öld er mjög sannfærandi,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar, en hann var við nám í Kaupmannahafn- arháskóla á árunum 1948 til 1952. Bók Arnaldar gerist árið 1955. Jónas segist reyndar hafa lesið bók Arnaldar yf- ir í handriti og því verið heimildarmaður hans um sumt sem sagt er um lífið í Kaupmannahöfn á þess- um árum og efni bókarinnar en hún segir einmitt frá ungum íslenskufræðingi, Valdemar, sem held- ur til náms í Danmörku árið 1955 og finnur þar fyrir landa sinn, gamlan prófessor sem hann hafði alltaf litið mjög upp til og hlakkað til að nema hjá. Sumt fer þó öðruvísi en hann hugði. Prófessorinn minnir á Jón Helgason Fyrstu kynni þeirra Valdemars og prófessorsins eru fremur stirð enda kemur í ljós að prófessorinn er ekki bara mikill fróðleiks- maður um fornar bækur heldur líka skapvondur drykkjubolti sem virðist eiga ýmsa hluti óuppgerða. Að auki býr hann yfir skelfilegu leyndarmáli sem tengist Konungsbók Eddukvæða. Jónas segir að prófessorinn hafi minnt sig á gamlan læri- föður sinn, Jón Helgason, og móttökurnar sem hann fékk hjá honum á sínum tíma. „Hann gat verið geðstirður og önugur, en hann var enginn drykkjumaður eins og pró- fessorinn í sögunni.“ Að mati Jónasar er frásögn Arnaldar af ásælni þýskra manna, sem aðhylltust nasisma eða rót- tæka þjóðernishyggju, í Konungsbók trúverðug. „Mér þótti þessi flétta alls ekki fráleit enda er Konungsbók einn helsti dýrgripur germansks og norræns menningararfs. En síðan verður hver og einn að dæma um það hvort Arn- aldi hafi tekist að leiða þessa glæpafléttu til lykta með sannfærandi hætti.“ Fáfnisbana og ýmsum sambæri- legum persónum og atburðum við það sem við þekkjum úr hetjusagnaarfi Eddunnar, Völsungasögu og Þiðreks sögu. Þetta söguefni hefur hlotið heimsfrægð af óperum Wagners um Niflungahringinn sem sækir bæði í hið þýska Niflungaljóð og ekki síður í íslenskar gerðir sögunnar eins og Árni Björnsson hefur gert grein fyrir í bók sinni um Wagner og Völsunga. Í þeirri þýsku þjóðernisvakningu sem þessi fornfræðaáhugi var hluti af gegndu eddukvæðin í Konungsbók lykilhlutverki. Þau voru álitin varð- veita kjarnann í hinni fornu trú og menningu. Konungsbók eddukvæða, sem er eina handrit langflestra þess- ara kvæða, fékk þannig svipaða stöðu sem höfuðrit þessarar norrænu og germönsku menningar og Biblían hafði fyrir hina kristnu menningu frá Miðjarðarhafi. Þessi hugmynd hefur lifað góðu lífi meðal ákafra aðdáenda Wagners fram á þennan dag – sem koma fram undir heitinu Wagnerítar hjá Arnaldi. Áhugi Þjóðverja á íslenskum forn- bókmenntum sem fulltrúa hinnar germönsku fortíðar hélst síðan óslit- inn fram á 20. öld eins og Óskar Bjarnason sýnir fram á í grein sinni í fylgiriti handritasýningarinnar í Þjóðmenningarhúsi: Handritin. Sá áhugi var drifkrafturinn í öflugri út- gáfustarfsemi Þjóðverja, sem kunn- ust er af Thule-ritröðinni sem kom í 24 bindum á árunum 1911–1930, og náði seinna hámarki í áróðursstríði nasista. Þeir töldu eddukvæðin og ís- lenskar fornsögur til þjóðlegra bók- mennta þýskra og gáfu verkin óspart út til að efla hetju- og stríðsanda þýskra ungmenna og hermanna eins og lesa má um í bók Arthúrs Björg- vins Bollasonar um Ljóshærða villi- dýrið. Árið 1944 kom safnrit forn- sagna út í 40 þúsund eintaka upplagi og þýsk þýðing á eddukvæðunum náði 127 þúsund eintökum árið 1945. Síðustu 11 þúsund eintökin af Die Edda. Volksausgabe árið 1945 voru merkt: „Sérútgáfa fyrir Hitlersæsk- una. Ekki til sölu.“ Það skyldi því engan undra að þeir Þjóðverjar sem ólust upp við þessa hugmyndafræði, sem sótti svo mjög innblástur til eddukvæðanna í Kon- ungsbók, hafi metið þá bók að verð- leikum. Um leið skildu þeir eftir mik- ið óbragð í munni margra annarra n ungsbók  Á söguslóðum Arnaldar Gamli Garður, þar sem margur íslenskur stúdentinn bjó, og Sívaliturn við Kaupmangaragötu. Sannfærandi mynd Jónas Kristjánsson Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.