Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 17 Í frumburði Bjarna Klemenzar á skáldsagna- sviðinu, Fenrisúlfi, segir frá Reykvíkingunum Bergi óhljóða-tónlistarmanni (noise-tónlist) og Védísi. Í grunn- inn er um ástarsögu þeirra tveggja að ræða. Inn í þá sögu fléttast svo aðallega Bronsmað- urinn, sem er eins konar stað- almynd fyrir „Gillzennagga“ þjóð- arinnar og skemmtistaðurinn Niflheimur, þar sem Védís vinnur undir nafninu Hel. Bergur og Védís eiga sér hliðasjálfin Fenr- isúlfur og Mata Hari á netinu og í framhaldi af netsamskiptum ákveða þau stefnumót og uppfrá því gerast ótrúlegir atburðir og skilin milli raunveruleika og ímyndunar, hliðarsjálfa og rauns- jálfa verða óljós og draumkennd. Söguþráðurinn er hvorki flók- inn né frumlegur, enda væri nærri lagi að tala um stemningu frekar en söguþráð. Byggist sú stemning í kringum norrænar goðsögur með Hel, Fenrisúlf og Niflheim í forgrunni; dauði, dulúð, eyðilegging, myrkur og kuldi eru látin kallast á við ó-hljóðatónlist Bergs til að undir- strika óraunveruleika, óþægindi, óvissu og fleiri orða með ó-forskeyti, enda er oft sett samasem- merki milli þessa og slíkrar tónlistar. Þessi stemningarsköpun tekst ekki illa, enda er textinn að mestu leyti vel úr garði gerður, ag- aður og tekst að skapa spennu sem heldur les- andanum við efnið allt til loka. Á köflum er þó skotið yfir markið og myrkrið og drunginn sem ríkir yfir Reykjavík minnir fullmikið á það hjá- kátlega tiltæki að nefna Reykjavík borg óttans. Engu að síður tekst í það heila að skapa nokkuð raunsannan og kaldhæðinn samtímahljóm (sem einnig má finna hjá flestum þeim skáldum sem kenna sig við Nýhil) sem fangar þann anda er ríkir í miðbæ Reykjavíkur og lýtur að drykkju- og skemmtanamenning- unni, sem er talsvert níhilísk. Helsti galli sögunnar er það sem kalla mætti einradda ófalinn bóhemískan tónn er lítur á miðj- una og staðla sem skammaryrði og finna mætti samnefnara í orð- unum smáborgarar og sólbrúnir (bronsaðir) hnakkar, þótt oftast sé gildishlaðnara orðaval notað. Auð- vitað er ekkert að því að ráðast gegn stöðlum, en þessi tónn verð- ur þó full einráður og minnir þannig, á tíðum, fremur á áróð- ursverk en skáldverk og skortir þá á dýptina, enda eru aðrar persónur en Védís og Bergur fyrst og fremst staðalmyndir... Tekið saman er þetta ekki slæmt verk og á köflum bæði vel skrifað og spennandi. Auk þess er pælingin með að setja Reykjavík í umhverfi myrkurs og dulúðar, ásamt eins konar texta- legu ó-hljóðaverki úr takti við veruleikann, áhugaverð. En eitthvað vantar þó upp á til að verkið teljist virkilega gott. Í umhverfi myrkurs og dulúðar Ólafur Guðsteinn Kristjánsson BÆKUR Skáldsaga Eftir Bjarna Klemenz. 164 bls. Nýhil gefur út. 2006. Fenrisúlfur Bjarni Klemenz SPRETTUR skáldskaparþráin af því að vera í öngum sínum? Þessi spurning vaknar við lestur nýrrar ljóðabókar Ingunnar Snædal, Guð- lausir menn, hugleiðingar um jök- ulvatn og ást. Í upphafsljóði bók- arinnar lýsir ljóðmælandinn því yfir að hann sé í öngum sínum þar sem hann veður yfir á og blotnar í fæturna, því það „er hallærislegt að taka á sig krók“ þegar maður er í slíku ástandi: „Svolítið eins og maður sé ekki í nógu miklum öng- um.“ Þetta upphaf vekur sam- stundis áhuga lesandans að fá að vita meira um hvað málið snýst og í gegnum bókina fylgjum við ljóð- mælandanum á ferðalagi heim á æskuslóðir sínar. Ferðalagið myndar nokkurs konar ramma utan um ljóðin og gefur bókinni sterkan heildarsvip. En að sjálfsögðu eru ferða- lögin fleiri en eitt, því um leið og ljóðmælandi ferðast í bíl norður í land og um æskuslóðir sínar, er lesendum gefin innsýn í annað og kannski mikilvægara ferðalag sem farið er hið innra. Segja má að hið „eiginlega“ ferðalag myndi uppi- stöðu í byggingu bókarinnar en ljóð sem lýsa hinu innra ferðalagi fleyga sífellt það ytra og þar er lýst brothættum tilfinningum, ástarþrá og ótta. Sú sem talar í bókinni er í fylgd tveggja systk- ina sinna á leið í jarðarför ömmu sinnar og í gegnum ljóðin kynnumst við nánustu fjölskyldu hennar, foreldrum, systkinum, ömmu og afa, og smám saman teiknast upp mynd af manneskjum með öllum sínum kostum og göllum, samskiptum þeirra, vandamálum og leyndarmálum sem búa í fjölskyldunni. Stærsta leyndarmálið á ljóðmæl- andinn sjálfur og ferðin er ef til vill einnig farin til þess að svipta hulunni af því. Leyndarmálið snýst um „óleyfilegar“ tilfinningar og ljóðmæl- andi ímyndar sér viðbrögð föður síns: „ekki láta svona eins og asni / alltaf sama móðursýkin í þér / hvur djöfullinn heldurðu eiginlega að þú sért? / hvað á nú svona að fyrirstilla? / alltaf þarft þú að vera með einhver andskotans / afbrigðilegheit.“ Einn helsti kostur þessarar bókar er hinn sterki heildarsvipur sem Ingunn nær að fram- kalla með ljóðunum, sem eru þó þegar allt kemur til alls margvísleg í formi og stíl. Ljóðin sem lýsa fjölskyldunni og heimasveitinni eru frásagn- arkennd og einkennast af húmor og hlýju, jafn- vel þótt ort sé um alvarlega hluti. Sérlega vel heppnað ljóð af því taginu kallast „hringferð um sveitina“ en þar tekst Ingunni að bregða upp skyndimyndum af fjölda fólks á af- ar skemmtilegan hátt. Einn skaut sig í fótinn við að lóga rollu öðrum bónda á fimmtugsaldri finnst skemmtilegast að gera símaat á bæ utarlega hafa ráðskonur komið og farið í tugatali flýja fjölþreifinn húsbóndann annar hringir í lögregluna kærir þá sem flytja hey yfir ána og svo er legið á njósnum hvert er verið að fara svona seint? Þegar síminn hringir kynnir sig aldrei neinn konan hér á mann sem vinnur í vegagerð suður á landi bóndinn á þessum bæ gerir jarðgöng á Vestfjörðum sonur hans var víst að eiga við Fríðu frambjóðanda á góugleðinni hér þekkja mig allar en enginn veit neitt um mig vakna við háværa rödd bóndans á næsta bæ sem vill fá lánaða sög Ljóðin sem lýsa innra ferðalaginu eru knapp- ari í formi og miðleitnari og í þeim beitir höf- undur stílbrögðum á borð við líkingar og mynd- hverfingar á kunnáttusamlega og oft fallegan máta. Guðlausir menn er ljóðabók sem vekur bæði forvitni og samúð hjá lesanda; hún gefur góða innsýn inn í flókinn nútímaveruleika á einfaldan, hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt. Bókin hlaut nýverið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og er Ingunn Snædal vel að þeim komin. „Hér þekkja mig allir / en enginn veit neitt um mig“ Soffía Auður Birgisdóttir BÆKUR Ljóðabók Eftir Ingunni Snædal. Bjartur, 2006. Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást Ingunn Snædal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.