Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 10

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK stjórnvöld og fyrirtækið Alcoa gerðu í gær samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reist verði 250 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að jarðvarmi verði sá orkugjafi sem notaður verður til álframleiðslunnar og er fyrstu framkvæmda á svæðinu að vænta árið 2010, verði af áformunum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa, und- irrituðu samkomulagið á skrifstofum Alcoa í New York í gær. Áður hafði farið fram fundur fulltrúa Alcoa og fulltrúa íslenskrar stjórn- sýslu, þar sem gerð var grein fyrir nið- urstöðum ítarlegrar undirbúningsvinnu sem fól í sér að meta staðina þrjá sem komu til greina undir byggingu álvers á Norðurlandi. Hinir tveir voru Dysnes í Eyjafirði og Brimnes í Skagafirði. Tíðindin að loknum fundum í gær voru því tvíþætt; annars vegar þau að Alcoa lýsir yfir vilja til þessara framkvæmda og hins vegar þau að Bakki við Húsavík varð fyrir val- inu sem staðurinn undir þær. Þó er alls ekki ljóst hvort af framkvæmdunum verður, né heldur er vitað nú hvenær það kemur í ljós. Áður en það gerist þarf umfangsmikil vinna að fara fram þar sem margir óvissuþættir spila inn í, og þar eru þýðingarmestir þeir sem snúa að orkumálum. Ánægjulegt skref Valgerður Sverrisdóttir lýsti ánægju sinni með stöðu mála þegar hún settist niður með blaðamanni Morgunblaðsins á skrifstofum Al- coa í gær. „Mér finnst þetta mjög ánægjulegt skref sem hérna var stigið í morgun. Ef af verður mun þetta augljóslega hafa gríðarleg áhrif fyr- ir Norðurland og þá sérstaklega Húsavík, en áhrifin verða miklu víðar, ekki síst á Akureyri þar sem Akureyri er stór þjónustubær og af- leiddu störfin verði mjög mikið þar.“ Valgerður segir mjög jákvætt að gert sé ráð fyrir að nota jarðvarma sem orkugjafa í nýju álveri. „Jarðvarminn verður nýttur, sennilega eingöngu, til orkuöflunar og það er skemmti- legt verkefni að fást við. Það er reiknað með því að næg orka fáist úr þessum orkulindum í iðrum jarðar í Þingeyjarsýslu. Vissulega er eftir að rannsaka þann þátt þónokkuð mikið betur, en engu að síður hefur verið rannsakað nógu mikið til þess að fullyrða að þarna er gríðarlega mikil orka. En sá stóri liður, sem skiptir kannski höfuðmáli í þessu öllu saman, er síðan hvort náist samkomulag um orku- verð.“ Við Alcoa? „Já. Og það segir okkur nátt- úrlega að það er margt eftir.“ Þessi orkumál eru þannig mjög stórir þætt- ir? „Já, þetta eru mjög stórir þættir og margt eftir þó það fari ekkert á milli mála að mínu mati að það er mikil alvara í þessu öllu hjá Al- coa. Ég vil líka taka fram sérstaklega að ég tel að þessi vinnubrögð, sem voru ástunduð í sam- starfsnefndinni og miðuðu að því að finna stað- inn, hafi verið mjög fagleg. Eftir að búið er að vinna þetta með þessum hætti þá er miklu auð- veldara fyrir fólkið að sætta sig við niðurstöð- una. Því hún byggir á rökum sem er ekki hægt annað en að taka mark á.“ Af hverju var Alcoa látið velja milli staða? „Ja, það er náttúrlega ekkert látið velja. Al- coa sýnir áhuga á að byggja álver á Norður- landi. Á síðasta sumri komu æðstu menn fyr- irtækisins til Íslands, um leið og fyrsta skóflustungan var tekin fyrir austan. Ég fór síðan með þeim um Norðurland og sýndi þeim þessa [þrjá] staði sem höfðu komið til umfjöll- unar. Þegar þeir svo senda formlegt erindi um að vilja skoða Norðurland í alvöru, þá var lang- best að fara í þessa faglegu vinnu. Það er ekki þannig að stjórnvöld geti ákveðið hvar viðkom- andi fyrirtæki, þetta eða eitthvert annað, setur niður álver, hvar það ákveður að fjárfesta. Það þarf sjálft að sjá tilganginn og sjá sinn hag í því að fjárfesta á viðkomandi stað.“ En þau geta varla gert það nema fyrir ykkar tilstilli, eða samþykki? „Nei, nei, en það eru líka miklu fleiri en stjórnvöld sem koma þar að. Það eru nátt- úrlega landeigendur, og allt þarf þetta að fara í gegnum umhverfismat og svo framvegis. En ég held að þetta hafi í raun verið réttu vinnu- brögðin, ég er eiginlega enn sannfærðari um það núna heldur en áður. Því það var spenna á milli þessara staða, um að vilja fá álverið, og einhvern veginn þurfti að leysa úr því.“ Ekki haldið endalaust áfram Treystir þú þér til að spá hversu líklegt sé að af þessu verði? „Ja, ég get ekki spáð neinu. En ég veit að það er alvara í þessu af hálfu Alcoa.“ Og ykkur er líka alvara, stjórnvöldum, um að byggja annað álver ef samningar nást og vinnan ber árangur? „Já, við viljum halda áfram að nýta end- urnýjanlega orku til uppbyggingar atvinnulífs í landinu. Og við teljum að það sé einn af þess- um stóru þáttum sem stuðlar að því að Ísland er í fremstu röð í dag, það að okkur hefur tek- ist að nýta endurnýjanlega orku til atvinnu- uppbyggingar og ekki síst í sambandi við ál- iðnað. Og við erum ekkert hætt í þeim efnum. En ég vil líka segja að það verður ekki haldið áfram endalaust á þeirri braut. Því þegar við erum komin með álframleiðslu eitthvað yfir milljón tonn á ári, þá er þessi þáttur í okkar þjóðartekjum og útflutningstekjum orðinn það ríkjandi að einhvers staðar liggja mörkin. En enn sem komið er tel ég að við eigum að halda þessu áfram.“ Hafa stjórnvöld í huga þá andstöðu við stór- iðju sem virðist heldur fara vaxandi meðal al- mennings? „Já, auðvitað höfum alltaf í huga það sem fólkið er að hugsa í landinu. Og skoðanir manna skipta máli. En mér hefur þótt það vanta inn í umræðuna að auðvitað er jákvætt hvað er gríðarlega mikil atvinna á Íslandi og mikill hagvöxtur. Það er hægt að benda á svo margt jákvætt sem tengist stóriðju. Það sem er núna í gangi er mjög mikið, það er bæði þessi mikla uppbygging fyrir austan og síðan í Hvalfirði, en það er líka slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf ef við hættum allri slíkri uppbygg- ingu mjög skyndilega. Það besta fyrir efna- hagslífið er að við höldum áfram, en röðum hlutum þannig upp að áhrifin á efnahagslífið verði fyrst og fremst jákvæð en ekki neikvæð. Og ég tel að það sé hægt.“ Stórkostleg áhrif á Austurlandi En hvað með umhverfisverndarsjónarmið? „Ja, miðað við þetta val, Húsavík, og það að nýta jarðvarmann sem er þarna í grenndinni, þá sé þetta eins jákvætt gagnvart umhverfinu eins og kostur er miðað við stóra framkvæmd. En auðvitað er þetta stórt, og ég hef fullan skilning á því að það séu einhverjir á móti svona stórframkvæmdum, bæði hvað varðar álverið sjálft og svo líka virkjanaframkvæmdir sem tilheyra. En það þýðir ekki að við eigum að hætta, að við eigum að gefast upp, því meirihluti þjóðarinnar vill að við höldum áfram. Það hefur sýnt sig í könnunum að fólk er hlynnt því að nýta endurnýjanlega orku til atvinnuuppbyggingar. Og í þessu tilfelli erum við líka að tala um byggðamál. Þetta mun hafa alveg gríðarleg áhrif, ef af verður, á Norður- landi, og það skiptir líka máli. Það sem við höf- um verið að horfa upp á fyrir austan er alveg stórkostlegt að mínu mati. Þar fækkaði fólki stöðugt í fjölda ára og það var ekkert annað fram undan en áframhaldandi fækkun, en nú hefur fækkunin verið stöðvuð og það verður fjölgun á næstu árum, það er ekki nokkur vafi. Þannig að ég horfi mjög stolt til þess sem þar er að gerast,“ sagði Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fagnar ákvörðun Alcoa um að skoða byggingu álvers við Húsavík Mun hafa gríðar- leg áhrif fyrir Norðurland Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is Ljósmynd/Keith Bedford Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reitan undirrita samkomulagið í New York . BERNT Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa, sagðist ánægður með gang undirbúningsvinnu vegna hugs- anlegra álversframkvæmda fyr- irtækisins á Norðurlandi, þegar hann ræddi við blaðamann Morg- unblaðsins á skrifstofum Alcoa í gær. „Svona ferli felur í sér mjög mikla vinnu, en það er mikilvægur áfangi að hafa ákveðið staðsetn- ingu. Þegar hún liggur fyrir verður vinnan fyrir vikið einbeittari og við getum byrjað að vinna að afmark- aðri þáttum. Ákvörðunin [um Bakka á Húsavík] var tekin í kjölfar mjög nákvæmrar og yfirgripsmik- illar vinnu sem fól í sér að meta þrjá mjög góða staði. Þetta er ákvörðun Alcoa, hún er vissulega byggð á fjárhagslegum þáttum, að- gengi að orku, félags- og efnahags- legum þáttum, viðhorfum á svæð- inu. Mér líður vel með [þessa ákvörðun] vegna þess að fundurinn í dag staðfesti sannarlega að það er stuðningur við álver á Norðurlandi og stuðningur við ákvörðun okkar, og það skiptir okkur miklu máli.“ Er bjartsýnn á framhaldið Fyrir liggur mikil vinna og óvissuþættir eru margir, hversu líklegt telur þú sjálfur að af þessu verði? „Ég er vissu- lega bjartsýnn. Ég hef mjög mikla trú á jarð- varma sem fram- tíðarorkugjafa, hann er hreinn og endurnýj- anlegur og ég held að hann feli í sér mikla möguleika. Eitt af því sem liggur fyrir er að finna út úr því hvernig við getum fundið og unnið orku fyrir álverið. Það þarf að fara út í þróunarvinnu í sambandi við nýtingu jarðvarma og þar gætum við ekki verið á betri stað en Ís- landi. Ísland er í allra fremstu röð hvað varðar nýtingu jarðvarma og við höfum verið mjög hrifnir af því sem við höfum kynnst í þeim efnum hjá Landsvirkjun og íslenskum stjórnvöldum. Mér finnst þetta því virkilega gott tækifæri fyrir okkur og tel að þetta sé jafnvel líka tæki- færi fyrir Landsvirkjun til að kynna slíka nýtingu á jarðvarma til sög- unnar, ekki bara á Íslandi heldur líka annars staðar í heiminum. Ég held að við munum síðan halda áfram og athuga hvort við getum notað jarðvarma annars staðar í heiminum. Jarðvarmi er frábær orkugjafi og okkur er mjög vel við hreina orkugjafa, það er helsta for- gangsatriði okkar þegar við leggj- um af stað út í svona verkefni.“ Var það þá mikilvægur þáttur í þessari ákvörðun að jarðvarmi yrði orkugjafinn í þessu álveri? „Ja, það er sú orka sem er tiltæk á Norðurlandi. Annað er að við höf- um þegar ráðist í framkvæmd ál- vers á Austurlandi og því er gott fyrir okkur að athuga með bygg- ingu annars álvers á Íslandi. Við munum samnýta ákveðna þætti með fyrsta álverinu, þannig að þetta er góð hugmynd fyrir okkur.“ Hvað með umhverfisvernd- arsjónarmið? Þú veist líklega að frekari uppbygging í stóriðju er umdeilt mál á Íslandi. „Ég skil vissulega að það verður alltaf andstaða þegar svona stór verkefni eru annars vegar. Ég tel þó að álframleiðsla sé mjög góður kostur fyrir Ísland. Þið eruð háð fiskveiðum og hafið einnig aðra kosti, þar á meðal ál. Þið eruð þeg- ar með tvö álver, það þriðja hugs- anlega á leiðinni núna, og kannski það fjórða. Og ég held að það verði gott fyrir Ísland.“ Bernt Reitan aðstoðarforstjóri er ánægður með gang mála „Hef mjög mikla trú á jarð- varma sem framtíðarorkugjafa“ Bernt Reitan KRISTJÁN Þór Júlússon, bæj- arstjóri Akureyrar, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera ánægð- ur með ákvörðun Alcoa um að kanna hagkvæmni þess að reisa ál- ver á Bakka við Húsavík. „Þetta er afrakstur þessarar vinnu sem þessi þrjú svæði fóru í saman, Skaga- fjörður, Eyjafjörður og Þingeyj- arsýsla. Þetta er ákveðinn áfangi á þeirri leið og við skulum vona að hann beri ávöxt.“ Spurður hvort hann væri ósáttur við að Bakki hefði verið valinn, fremur en Dys- nes í Eyjafirði, sagði hann svo ekki vera. „Meginatriðið er það að Norð- lendingar hættu að rífast um eitt- hvað sem ekki var í hendi, heldur stóðu saman, og það skilaði þessum árangri og ég tel það vera mjög gott mál.“ Kristján sagði að landsmenn allir myndu njóta góðs af hugsanlegu ál- veri á Norðurlandi. „Ekki bara Þingeyingar eða Eyfirðingar munu njóta góðs af þessu heldur njóta all- ir landsmenn góðs af atvinnu- uppbyggingu, sama hvar á landinu þeir búa.“ AFE fagnar ákvörðun Alcoa Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segist í ályktun, sem send út var í gær, fagna ákvörðun Alcoa um að hefja ít- arlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt 250.000 tonna ál- ver á Bakka við Húsavík. Í álykt- uninni segir að stjórn félgsins fagni ákvörðun Alcoa um að áfram verði markvisst unnið að byggingu álvers á Norðurlandi. Með tilkomu álvers á Húsavík styrkist ekki að- eins atvinnusvæðið í Þingeyj- arsýslum heldur muni áhrifanna einnig gæta víða á Norðurlandi. AFE mun einnig hvetja fyrirtæki á sínu svæði til þátttöku í þeirri uppbyggingu sem verkefnið hefur í för með sér. Stjórnin leggur einnig áherslu á að stjórnvöld komi nú þegar að uppbyggingu margra mikilvægra verkefna sem geta styrkt atvinnulíf og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu, og er í því sambandi bent á gerð Vaðla- heiðarganga, lengingu flugbrautar Akureyrarflugvallar og uppbygg- ingu og eflingu Háskólans á Ak- ureyri. Kristján Þór Júlíusson um niðurstöðuna Vonar að afrakstur- inn beri ávöxt Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.