Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 20
Hvolsvöllur | Leikritið Skilaboðaskjóðan var
sett upp á árshátíð fjórða til sjöunda bekkjar
Hvolsskóla sem haldin var með pomp og prakt
í félagsheimilinu Hvoli á bolludag og sprengi-
dag.
Þess má geta að þegar Skilaboðaskjóðan var
síðast sett upp í skólanum voru núverandi 10.
bekkingar í fyrsta bekk.
Sýnt var fyrir fullu húsi báða dagana og
skemmtu áhorfendur sér vel og fögnuðu í lok
sýningar með dynjandi lófataki. Margrét
Tryggvadóttir leikstýrði.
Skilaboðaskjóðan á árshátíð
Leikið
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Ákveðið hefur verið að setja upp hitablás-
ara í fjölnota íþróttahúsið Bogann, sem
gárungarnir hafa kallað frystikistuna. Lík-
legt er að margur ungur íþróttamaðurinn í
höfuðstað Norðurlands gleðjist, og kvef í
yngstu aldurshópunum minnki.
„Jakob fitlar við pípustertinn, gerir sig
líklegan til að troða í hann en hættir við …“
Þannig var komist að orði í viðtali við Jakob
Björnsson, fráfarandi leiðtoga framsókn-
armanna í bæjarstjórn, í blaði sem dreift
var fyrir prófkjör flokksins á dögunum.
Þá rifjaðist upp það sem gárungarnir
sögðu stundum á meðan Jakob var bæj-
arstjóri. Það gat verið erfitt að ná í hann í
síma, og besta leiðin til að hitta bæjarstjór-
ann væri að bíða fyrir utan Ráðhúsið; bann-
að væri að reykja inni og Jakob kæmi
reglulega út til þess að kveikja í pípunni!
Verslanirnar Gallerý og Fargo voru seldar
á dögunum. Eigendur Perfect og GS
keyptu af Aðalsteini Pálssyni, sem opnaði
Gallerý fyrir þremur árum og Fargo sl.
haust. Hjónin í Perfect eiga því núna fjórar
tískuverslanir nánast á sama blettinum, við
Ráðhústorgið.
Tveimur af fjórum ljósmyndabúðum á Ak-
ureyri, hefur verið lokað á hálfu ári. Versl-
un Pedromynda á Glerártorgi nýverið og
Ljósmyndavörur neðst í Kaupvangsstræti
hætti störfum á síðasta ári. Rétt er að und-
irstrika að verslun Pedromynda í Skipa-
götu verður að sjálfsögðu opin áfram og
Ljósmyndabúðin í Sunnuhlíð er jafnframt,
og verður, á sínum stað.
Þórhallur Jónsson í Pedromyndum segir
filmuframköllun hafa dregist saman um 30-
40% á ári sl. ár en stafræna framköllun ekki
tekið við sér að sama skapi. ,,Það er erfitt
að koma fólki í skilning um að það sé ekki
nóg að eiga myndirnar bara í tölvunni, það
þurfi að framkalla fyrir komandi kyn-
slóðir,“ segir Þórhallur á akureyri.is.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
lagsþjónustu Reykjane-
bæjar og Skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar. GOSA
ráðgjöf býður upp á
þjónustu fyrir öll sveit-
arfélög á Suðurnesjum.
Teymið fékk góða gjöf á
dögunum þar sem Lion-
essur í Keflavík komu
færandi hendi og af-
hentu forsvarsmönnum
verkefnisins styrk að
upphæð 200.000 kr. Þær
HeilbrigðisstofnunSuðurnesja hef-ur sett saman
teymi til að aðstoða börn
sem eiga í geð- og sálar-
legum vanda og fjöl-
skyldur þeirra. Þetta
teymi gengur undir
nafninu GOSA ráðgjöf,
geð- og sálfélagsleg að-
stoð barna og fjölskyldna
þeirra, og er samvinnu-
verkefni HSS, fé-
Áslaug Hilmarsdóttir og
Ingibjörg Elíasdóttir af-
hentu Sigríði Snæbjörns-
dóttur, framkvæmda-
stjóra HSS, styrkinn
fyrir hönd Lionessa, sem
gefa árlega um eina
milljón króna til góðra
málefna. Fjármunanna
afla þær með sölu sæl-
gætiskransa um jólin og
fer allur ágóði af sölunni
til góðgerðarmála.
Ljósmynd/Þorgils Jónsson
Styrkja GOSA verkefni
Á þorrablóti í Fé-lagslundi í Gaul-verjabæjarhreppi
var happadrætti. Á meðal
vinninga voru afnot af
stóðhesti frá Ketils-
stöðum, eitt gangmál.
Maðurinn sem fékk vinn-
inginn var ekki hesta-
maður og orti þá Jón
Ólafsson frá Selfossi:
Happadrætti höfum glæst
þó hugsun brjóti á skeri.
Ég held í vinning höfum næst
hestakerru og meri.
Ketilsstaða kóngurinn
kann að nota frestinn.
Drífðu þig svo drengur minn
með drógina undir hestinn.
Og fleiri fást við yrkingar
á Selfossi. Hjörtur Þór-
arinsson orti skattalimru
að gefnu tilefni:
Mörg heimsmet til fjarlægra
hnatta
og hækkanir láglauna skatta
Hátekjur hækka
hinar má lækka.
Fæst andsvar hjá Árna Matta.
Af happa-
drætti
pebl@mbl.is
Blönduós | Þrjátíu og þrír sóttu um fjögur
skrifstofustörf sem sýslumaðurinn á
Blönduósi auglýsti vegna stofnunar Inn-
heimtumiðstöðvar sekta við embættið.
Bjarni Stefánsson sýslumaður er ánægður
með þennan mikla áhuga og segir að ekki
verði vandi að velja hæft fólk úr hópi um-
sækjenda.
Innheimtumiðstöð sekta tekur til starfa í
byrjun apríl með fimm starfsmönnum.
Mun hún taka við innheimtu sekta og sak-
arkostnaðar á öllu landinu, í áföngum.
Ráðinn hefur verið stjórnandi, Erna
Jónmundsdóttir lögreglumaður, sem hefur
reynslu á þessu sviði.
Þrjátíu og þrjár umsóknir bárust um þau
fjögur störf sem ráðið verður í nú. Bjarni
segir að allir umsækjendur séu heimamenn
eða fólk sem hefur áhuga á að flytja aftur
heim. Hann vekur athygli á því að þegar
verkefnið fór af stað hafi heyrst efasemd-
arraddir um að hægt yrði að finna fólk á
staðnum í þessi störf en telur að umsókn-
irnar bendi til að sá efi hafi verið óþarfur.
Umsóknirnar gilda áfram og á næstu
mánuðum verða fleiri ráðnir. Gert er ráð
fyrir að alls verði starfsmenn 10 til 11.
Margir sækja
um hjá Inn-
heimtumið-
stöð sekta
Ísafjörður | Búið er að staðfesta komu tíu
hljómsveita á Rokkhátíð alþýðunnar –
Aldrei fór ég suður sem haldin verður á
Ísafirði um páskana. Kemur það fram á vef
Bæjarins besta á Ísafirði.
Gert er ráð fyrir að tuttugu hljómsveitir
leiki á hátíðinni sem haldin verður 15. apríl
og er verið að velja þær tíu hljómsveitir
sem eftir eru. Alls voru 57 á lista, flestar
óskuðu sjálfar eftir að taka þátt.
Hljómsveitirnar og listamennirnir sem
staðfest er að leiki eru Hljómsveit Hafdís-
ar Bjarna, Hermigervill, Rúnar Þórisson,
Mr. Silla, Benni Hemm Hemm, 701,
Reykjavík!, NineElevens, Harmonikku-
félag Vestfjarða og Jón Kr. Ólafsson frá
Bíldudal ásamt kántrísveitinni Unaðsdal.
Harmonikku-
félagið á
rokkhátíð
♦♦♦
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
LÁTTU VERÐIÐ KOMA ÞÉR Á ÓVART