Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 20
Hvolsvöllur | Leikritið Skilaboðaskjóðan var sett upp á árshátíð fjórða til sjöunda bekkjar Hvolsskóla sem haldin var með pomp og prakt í félagsheimilinu Hvoli á bolludag og sprengi- dag. Þess má geta að þegar Skilaboðaskjóðan var síðast sett upp í skólanum voru núverandi 10. bekkingar í fyrsta bekk. Sýnt var fyrir fullu húsi báða dagana og skemmtu áhorfendur sér vel og fögnuðu í lok sýningar með dynjandi lófataki. Margrét Tryggvadóttir leikstýrði. Skilaboðaskjóðan á árshátíð Leikið Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ákveðið hefur verið að setja upp hitablás- ara í fjölnota íþróttahúsið Bogann, sem gárungarnir hafa kallað frystikistuna. Lík- legt er að margur ungur íþróttamaðurinn í höfuðstað Norðurlands gleðjist, og kvef í yngstu aldurshópunum minnki.    „Jakob fitlar við pípustertinn, gerir sig líklegan til að troða í hann en hættir við …“ Þannig var komist að orði í viðtali við Jakob Björnsson, fráfarandi leiðtoga framsókn- armanna í bæjarstjórn, í blaði sem dreift var fyrir prófkjör flokksins á dögunum. Þá rifjaðist upp það sem gárungarnir sögðu stundum á meðan Jakob var bæj- arstjóri. Það gat verið erfitt að ná í hann í síma, og besta leiðin til að hitta bæjarstjór- ann væri að bíða fyrir utan Ráðhúsið; bann- að væri að reykja inni og Jakob kæmi reglulega út til þess að kveikja í pípunni!    Verslanirnar Gallerý og Fargo voru seldar á dögunum. Eigendur Perfect og GS keyptu af Aðalsteini Pálssyni, sem opnaði Gallerý fyrir þremur árum og Fargo sl. haust. Hjónin í Perfect eiga því núna fjórar tískuverslanir nánast á sama blettinum, við Ráðhústorgið.    Tveimur af fjórum ljósmyndabúðum á Ak- ureyri, hefur verið lokað á hálfu ári. Versl- un Pedromynda á Glerártorgi nýverið og Ljósmyndavörur neðst í Kaupvangsstræti hætti störfum á síðasta ári. Rétt er að und- irstrika að verslun Pedromynda í Skipa- götu verður að sjálfsögðu opin áfram og Ljósmyndabúðin í Sunnuhlíð er jafnframt, og verður, á sínum stað. Þórhallur Jónsson í Pedromyndum segir filmuframköllun hafa dregist saman um 30- 40% á ári sl. ár en stafræna framköllun ekki tekið við sér að sama skapi. ,,Það er erfitt að koma fólki í skilning um að það sé ekki nóg að eiga myndirnar bara í tölvunni, það þurfi að framkalla fyrir komandi kyn- slóðir,“ segir Þórhallur á akureyri.is. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann lagsþjónustu Reykjane- bæjar og Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. GOSA ráðgjöf býður upp á þjónustu fyrir öll sveit- arfélög á Suðurnesjum. Teymið fékk góða gjöf á dögunum þar sem Lion- essur í Keflavík komu færandi hendi og af- hentu forsvarsmönnum verkefnisins styrk að upphæð 200.000 kr. Þær HeilbrigðisstofnunSuðurnesja hef-ur sett saman teymi til að aðstoða börn sem eiga í geð- og sálar- legum vanda og fjöl- skyldur þeirra. Þetta teymi gengur undir nafninu GOSA ráðgjöf, geð- og sálfélagsleg að- stoð barna og fjölskyldna þeirra, og er samvinnu- verkefni HSS, fé- Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Elíasdóttir af- hentu Sigríði Snæbjörns- dóttur, framkvæmda- stjóra HSS, styrkinn fyrir hönd Lionessa, sem gefa árlega um eina milljón króna til góðra málefna. Fjármunanna afla þær með sölu sæl- gætiskransa um jólin og fer allur ágóði af sölunni til góðgerðarmála. Ljósmynd/Þorgils Jónsson Styrkja GOSA verkefni Á þorrablóti í Fé-lagslundi í Gaul-verjabæjarhreppi var happadrætti. Á meðal vinninga voru afnot af stóðhesti frá Ketils- stöðum, eitt gangmál. Maðurinn sem fékk vinn- inginn var ekki hesta- maður og orti þá Jón Ólafsson frá Selfossi: Happadrætti höfum glæst þó hugsun brjóti á skeri. Ég held í vinning höfum næst hestakerru og meri. Ketilsstaða kóngurinn kann að nota frestinn. Drífðu þig svo drengur minn með drógina undir hestinn. Og fleiri fást við yrkingar á Selfossi. Hjörtur Þór- arinsson orti skattalimru að gefnu tilefni: Mörg heimsmet til fjarlægra hnatta og hækkanir láglauna skatta Hátekjur hækka hinar má lækka. Fæst andsvar hjá Árna Matta. Af happa- drætti pebl@mbl.is Blönduós | Þrjátíu og þrír sóttu um fjögur skrifstofustörf sem sýslumaðurinn á Blönduósi auglýsti vegna stofnunar Inn- heimtumiðstöðvar sekta við embættið. Bjarni Stefánsson sýslumaður er ánægður með þennan mikla áhuga og segir að ekki verði vandi að velja hæft fólk úr hópi um- sækjenda. Innheimtumiðstöð sekta tekur til starfa í byrjun apríl með fimm starfsmönnum. Mun hún taka við innheimtu sekta og sak- arkostnaðar á öllu landinu, í áföngum. Ráðinn hefur verið stjórnandi, Erna Jónmundsdóttir lögreglumaður, sem hefur reynslu á þessu sviði. Þrjátíu og þrjár umsóknir bárust um þau fjögur störf sem ráðið verður í nú. Bjarni segir að allir umsækjendur séu heimamenn eða fólk sem hefur áhuga á að flytja aftur heim. Hann vekur athygli á því að þegar verkefnið fór af stað hafi heyrst efasemd- arraddir um að hægt yrði að finna fólk á staðnum í þessi störf en telur að umsókn- irnar bendi til að sá efi hafi verið óþarfur. Umsóknirnar gilda áfram og á næstu mánuðum verða fleiri ráðnir. Gert er ráð fyrir að alls verði starfsmenn 10 til 11. Margir sækja um hjá Inn- heimtumið- stöð sekta Ísafjörður | Búið er að staðfesta komu tíu hljómsveita á Rokkhátíð alþýðunnar – Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Kemur það fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að tuttugu hljómsveitir leiki á hátíðinni sem haldin verður 15. apríl og er verið að velja þær tíu hljómsveitir sem eftir eru. Alls voru 57 á lista, flestar óskuðu sjálfar eftir að taka þátt. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem staðfest er að leiki eru Hljómsveit Hafdís- ar Bjarna, Hermigervill, Rúnar Þórisson, Mr. Silla, Benni Hemm Hemm, 701, Reykjavík!, NineElevens, Harmonikku- félag Vestfjarða og Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal ásamt kántrísveitinni Unaðsdal. Harmonikku- félagið á rokkhátíð ♦♦♦ H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM LÁTTU VERÐIÐ KOMA ÞÉR Á ÓVART
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.