Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES Sandgerði | Sparisjóðurinn í Keflavík mun loka hringnum í afgreiðsluneti sínu á Suð- urnesjum næstkomandi mánu- dag. Tekur hann þá við af- greiðslu Landsbankans í Sandgerði ásamt póstafgreiðslu sem Landsbankinn hefur annast samkvæmt samningi við Íslands- póst. Á næsta ári heldur Sparisjóð- urinn upp á 100 ára afmæli sitt en fyrsta afgreiðslan var opnuð í Keflavík á árinu 1907. Næsta af- greiðsla var opnuð í Njarðvík 1977, fimm árum síðar í Garði og í Grindavík 1987. Afgreiðslan í Vogum var opnuð 2002 og nú er hringnum lokað með opnun af- greiðslu í Sandgerði. Afgreiðslan verður á sama stað fyrst um sinn en ekki er útilokað að hún verði flutt í nýtt húsnæði seinna á árinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að stærsta breytingin sem nýir og núverandi viðskiptavinir Spari- sjóðsins í Sandgerði munu finna fyrir sé að afgreiðslutíminn verði færður í sama horf og í öðrum afgreiðslum. Opnað verður kl. 9.15 og opið til 16 alla virka daga. Til hægðarauka fyrir við- skiptavini afgreiðslunnar munu einungis bankanúmer þeirra breytast en öll reikningsnúmer haldast óbreytt. Afgreiðslan verður mönnuð blöndu af starfs- mönnum Sparisjóðsins og núver- andi starfsmönnum Landsbank- ans. Fram kemur í tilkynningunni að margir Sandgerðingar, bæði viðskiptavinir Sparisjóðsins og aðrir, hafi á undanförnum árum lagt að sjóðnum að opna af- greiðslu í Sandgerði. Haft er eft- ir Geirmundi Kristinssyni spari- sjóðsstjóra að það hafi orðið úr að ganga til samninga við Landsbankann um kaup á af- greiðslu þeirra og lýsir hann ánægju sinni með að Sparisjóð- urinn sé loksins búinn að koma sér upp afgreiðslu á staðnum. Í tilefni af opnuninni mun Sparisjóðurinn veita fé til sam- félagsins í formi peningagjafa til íþróttafélagsins Reynis, Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar og Fræðasetursins. Á sama tíma mun afgreiðsla Sparisjóðsins í Garði verða flutt um set yfir á Heiðartún 2. Þar verður afgreiðslan til húsa þar til ný ráðhúsbygging hefur risið á lóð gamla Sparisjóðsins. Sparisjóðurinn í öllum bæjunum Reykjanesbær | Yfir 1.000 for- eldrar og starfsfólk grunn- og leikskóla á Suðurnesjum hafa sótt SOS-námskeið um barnauppeldi á síðustu fimm árum. Aðstandendur námskeiðsins sem eru Reykjanes- bær og Félagsvísindastofnun og fulltrúar Sparisjóðsins í Keflavík færðu 1.000. nemandanum, Jófríði Leifsdóttur, tveggja barna móður í Reykjanesbæ, gjafir af þessu til- efni. Námskeiðin hófust í Reykja- nesbæ á árinu 2000. „Við vorum að leita að námskeiði fyrir foreldra barna með hegðunarvandamál og ofvirkni og stefnan var að halda tvö slík námskeið á ári. Það kom síðan í ljós að þessi námskeið henta foreldrum allra barna,“ seg- ir Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræð- ingur á Fræðsluskrifstofu Reykja- nesbæjar. Hann segir að þegar farið var að bæta við námskeiðum fyrir starfsfólk leikskóla og grunn- skóla hafi árangur námskeiðanna farið að koma í ljós enda mik- ilvægt að notuð séu sömu uppeld- ismarkmið á heimili og í skóla. Þá hafi verið ákveðið að bjóða öllum foreldrum upp á þessi námskeið, þeim nánast að kostnaðarlausu, og er það í fyrsta skipti sem þannig er unnið í heilum landshluta. Nú er unnið þannig að þessu og hefur verið gert í þrjú ár að öllum for- eldrum tveggja ára barna er boðið á námskeið, það er að segja á þeim aldri sem börnin byrja í leikskóla. Jafnframt eru haldin reglulega námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Leiðir þetta til þess að haldin eru tíu foreldranámskeið á ári og tvö starfsmannanámskeið. Fleiri sveitarfélög undirbúa sig Gylfi Jón segir að forsvarsmenn Reykjanesbæjar hafi stutt vel við bakið á þessu starfi enda sé ekki unnt að vinna að slíku átaki nema í sveitarfélagi sem hafi metnað til góðra verka. Fleiri sveitarfélög hafa hug á að taka upp það kerfi sem unnið er eftir í Reykjanesbæ, meðal annars Garðabær og Grund- arfjörður. Jafnhliða námskeiðshaldinu hef- ur verið unnið að rannsóknum á virkni þeirra. Gylfi Jón segir að niðurstöður bendi til þess að góð hegðun barna foreldra sem sótt hafi SOS-námskeið hafi aukist en slæm hegðun minnkað. Þá bendi niðurstöður til þess að árangurinn virðist haldast. „Það er ekki nóg með að lífsgæði fólks aukast held- ur geta miklir fjármunir sparast við meðferð barna með hegð- unarvandamál,“ segir Gylfi Jón. Ljósmynd/Víkurfréttir Gjöf Árni Sigfússon bæjarstjóri færir Jófríði Leifsdóttur, þúsundasta SOS-nemandanum, gjafakörfu af því tilefni. Þúsund íbúar hafa sótt SOS-námskeið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TEPPABÚÐIN - LITAVER Grensásvegi 18 • símar 568 1950 og 581 2444. Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga 15-50% afsláttur • Gólfdúkar • Stök teppi • Keramikflísar • Dreglar • Plastparket • Málning • Veggfóður • Skrautlistar Rýmingarsala  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Blaðbera vantar á Akureyri í eftirtalin hverfi: Akurgerði og Innbæ. Upplýsingar í síma 461 1600 Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Göngutúr sem borgar sig.   Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. mars í 2 vikur eða 14. mars í viku á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 7. eða 14. mars frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Allra síðustu sætin kr. 29.990 14. mars í viku kr. 39.990 7. mars í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með tvö börn, 2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð í 2 vikur 7. mars eða í viku 14. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. kr. 39.990 14. mars í viku kr. 49.990 7. mars í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Stökktu tilboð í 2 vikur 7. mars eða í viku 14. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.