Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES Sandgerði | Sparisjóðurinn í Keflavík mun loka hringnum í afgreiðsluneti sínu á Suð- urnesjum næstkomandi mánu- dag. Tekur hann þá við af- greiðslu Landsbankans í Sandgerði ásamt póstafgreiðslu sem Landsbankinn hefur annast samkvæmt samningi við Íslands- póst. Á næsta ári heldur Sparisjóð- urinn upp á 100 ára afmæli sitt en fyrsta afgreiðslan var opnuð í Keflavík á árinu 1907. Næsta af- greiðsla var opnuð í Njarðvík 1977, fimm árum síðar í Garði og í Grindavík 1987. Afgreiðslan í Vogum var opnuð 2002 og nú er hringnum lokað með opnun af- greiðslu í Sandgerði. Afgreiðslan verður á sama stað fyrst um sinn en ekki er útilokað að hún verði flutt í nýtt húsnæði seinna á árinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að stærsta breytingin sem nýir og núverandi viðskiptavinir Spari- sjóðsins í Sandgerði munu finna fyrir sé að afgreiðslutíminn verði færður í sama horf og í öðrum afgreiðslum. Opnað verður kl. 9.15 og opið til 16 alla virka daga. Til hægðarauka fyrir við- skiptavini afgreiðslunnar munu einungis bankanúmer þeirra breytast en öll reikningsnúmer haldast óbreytt. Afgreiðslan verður mönnuð blöndu af starfs- mönnum Sparisjóðsins og núver- andi starfsmönnum Landsbank- ans. Fram kemur í tilkynningunni að margir Sandgerðingar, bæði viðskiptavinir Sparisjóðsins og aðrir, hafi á undanförnum árum lagt að sjóðnum að opna af- greiðslu í Sandgerði. Haft er eft- ir Geirmundi Kristinssyni spari- sjóðsstjóra að það hafi orðið úr að ganga til samninga við Landsbankann um kaup á af- greiðslu þeirra og lýsir hann ánægju sinni með að Sparisjóð- urinn sé loksins búinn að koma sér upp afgreiðslu á staðnum. Í tilefni af opnuninni mun Sparisjóðurinn veita fé til sam- félagsins í formi peningagjafa til íþróttafélagsins Reynis, Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar og Fræðasetursins. Á sama tíma mun afgreiðsla Sparisjóðsins í Garði verða flutt um set yfir á Heiðartún 2. Þar verður afgreiðslan til húsa þar til ný ráðhúsbygging hefur risið á lóð gamla Sparisjóðsins. Sparisjóðurinn í öllum bæjunum Reykjanesbær | Yfir 1.000 for- eldrar og starfsfólk grunn- og leikskóla á Suðurnesjum hafa sótt SOS-námskeið um barnauppeldi á síðustu fimm árum. Aðstandendur námskeiðsins sem eru Reykjanes- bær og Félagsvísindastofnun og fulltrúar Sparisjóðsins í Keflavík færðu 1.000. nemandanum, Jófríði Leifsdóttur, tveggja barna móður í Reykjanesbæ, gjafir af þessu til- efni. Námskeiðin hófust í Reykja- nesbæ á árinu 2000. „Við vorum að leita að námskeiði fyrir foreldra barna með hegðunarvandamál og ofvirkni og stefnan var að halda tvö slík námskeið á ári. Það kom síðan í ljós að þessi námskeið henta foreldrum allra barna,“ seg- ir Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræð- ingur á Fræðsluskrifstofu Reykja- nesbæjar. Hann segir að þegar farið var að bæta við námskeiðum fyrir starfsfólk leikskóla og grunn- skóla hafi árangur námskeiðanna farið að koma í ljós enda mik- ilvægt að notuð séu sömu uppeld- ismarkmið á heimili og í skóla. Þá hafi verið ákveðið að bjóða öllum foreldrum upp á þessi námskeið, þeim nánast að kostnaðarlausu, og er það í fyrsta skipti sem þannig er unnið í heilum landshluta. Nú er unnið þannig að þessu og hefur verið gert í þrjú ár að öllum for- eldrum tveggja ára barna er boðið á námskeið, það er að segja á þeim aldri sem börnin byrja í leikskóla. Jafnframt eru haldin reglulega námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Leiðir þetta til þess að haldin eru tíu foreldranámskeið á ári og tvö starfsmannanámskeið. Fleiri sveitarfélög undirbúa sig Gylfi Jón segir að forsvarsmenn Reykjanesbæjar hafi stutt vel við bakið á þessu starfi enda sé ekki unnt að vinna að slíku átaki nema í sveitarfélagi sem hafi metnað til góðra verka. Fleiri sveitarfélög hafa hug á að taka upp það kerfi sem unnið er eftir í Reykjanesbæ, meðal annars Garðabær og Grund- arfjörður. Jafnhliða námskeiðshaldinu hef- ur verið unnið að rannsóknum á virkni þeirra. Gylfi Jón segir að niðurstöður bendi til þess að góð hegðun barna foreldra sem sótt hafi SOS-námskeið hafi aukist en slæm hegðun minnkað. Þá bendi niðurstöður til þess að árangurinn virðist haldast. „Það er ekki nóg með að lífsgæði fólks aukast held- ur geta miklir fjármunir sparast við meðferð barna með hegð- unarvandamál,“ segir Gylfi Jón. Ljósmynd/Víkurfréttir Gjöf Árni Sigfússon bæjarstjóri færir Jófríði Leifsdóttur, þúsundasta SOS-nemandanum, gjafakörfu af því tilefni. Þúsund íbúar hafa sótt SOS-námskeið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TEPPABÚÐIN - LITAVER Grensásvegi 18 • símar 568 1950 og 581 2444. Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga 15-50% afsláttur • Gólfdúkar • Stök teppi • Keramikflísar • Dreglar • Plastparket • Málning • Veggfóður • Skrautlistar Rýmingarsala  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Blaðbera vantar á Akureyri í eftirtalin hverfi: Akurgerði og Innbæ. Upplýsingar í síma 461 1600 Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Göngutúr sem borgar sig.   Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. mars í 2 vikur eða 14. mars í viku á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 7. eða 14. mars frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Allra síðustu sætin kr. 29.990 14. mars í viku kr. 39.990 7. mars í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með tvö börn, 2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð í 2 vikur 7. mars eða í viku 14. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. kr. 39.990 14. mars í viku kr. 49.990 7. mars í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Stökktu tilboð í 2 vikur 7. mars eða í viku 14. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.