Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 24
Daglegtlíf
mars
O
kkur langaði til að gifta okkur í
einhverju útlandinu og Ísland
varð fyrir valinu af því hér voru
allir svo vinalegir og afslappaðir
sem við sendum fyrirspurnir til.
Eins var ekkert flókið að fá það í gegn að láta
pússa sig saman hér, á meðan í öðrum löndum
var það heilmikil skriffinnska og endalausar
kröfur um pappíra og skjöl,“ segja Bretarnir
James og Eve Barisic þar sem þau sitja saman
á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur á papp-
írsbrúðkaupsdeginum sínum, en þau eru ein-
mitt komin hingað aftur til að halda upp á að
ár er liðið frá því þau gengu í hjónaband hjá
sýslumanninum í Reykjavík. „Við höfðum
hvorugt komið til Íslands áður og þekktum
engan hér, en við sjáum ekki eftir að hafa valið
þetta land sem brúðkaupslandið okkar. Við
höfum átt virkilega góðar stundir hér, fólkið
er svo almennilegt og við elskum Sundhöllina í
Reykjavík, förum þangað á hverjum degi.“
Ofdekruð kanína í nýja húsinu
Þau James og Eve eru greinilega mjög ást-
fangin og hlýleikinn sem einkennir samskipti
þeirra fer ekki framhjá neinum. Þau hlæja
líka mikið og gleði þeirra er smitandi, breski
húmorinn undirliggjandi. Þegar þau eru spurð
að því hvað á daga þeirra hafi drifið þetta
fyrsta ár í hjónabandinu segjast þau ekki hafa
gert mikið annað en að dást hvort að öðru.
„Jú, við keyptum okkur fallegt hús strax eftir
að við giftum okkur með góðum garði og svo
fengum við okkur kanínu,“ segja þau og líta
sposk hvort á annað. „James vildi hund, af því
hann átti hund þegar hann var lítill, en mig
bænum og stunda sundið sér til ánægju og
yndisauka. Þau fóru reyndar hinn gullna
hring, á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, þegar
þau komu hingað í fyrra og núna gerðu þau
sér ferð í Bláa Lónið. „Við hittum Yoko Ono
þar og sonur hennar var svo vinsamlegur að
taka mynd af okkur með henni. Þetta gerir
pappírsbrúðkaupsferðina okkar vissulega
mjög eftirminnilega og það var frábært hvað
hún Yoko var alþýðleg og gaf sér tíma fyrir
þessa myndatöku í tilefni brúðkaupsafmælis
okkar.“
Þau gista aftur á Hótel Klöpp, rétt eins og í
brúðkaupsferðinni fyrir ári síðan, og fengu
meira að segja sama herbergið. „Okkur þykir
vænt um að þau mundu eftir okkur á hótelinu
og tóku sérstaklega vel á móti okkur.“ Að
kvöldi brúðkaupsafmælisins ætluðu James og
Eve að fara og skoða norðurljósin og horfa
dreymin til himins með hjörtun full af fal-
legum tilfinningum. Og þau eru harðákveðin í
að koma aftur til landsins í norðri þar sem ást
þeirra var innsigluð.
háttsett hjá bæjarstjórninni þar sem þau búa,
en þau kynntust einmitt í vinnunni fyrir fjór-
um árum. „Þá unnum við bæði við ráðgjöf og
vorum saman í stórum vinnuhóp og fyrstu
kynni okkar voru í gegnum tölvupóst og ein-
göngu tengd vinnunni. En þegar við hittumst í
fyrsta sinn var það ást við fyrstu sýn. Við fór-
um saman út í fyrsta sinn hinn 28. febrúar og
þess vegna völdum við þann dag sem brúð-
kaupsdaginn okkar. Við fengum kirkjulega
blessun á hjónaband okkar heima á Englandi
á afmælisdegi James, 19. maí, og þá héldum
við líka brúðkaupsveislu. Þannig að við eigum
eiginlega tvo brúðkaupsdaga á hverju ári,“
segir Eve og hlær og James segist örugglega
aldrei klikka á því að muna seinni daginn, þeg-
ar þau fengu blessunina, því hann gleymi tæp-
lega sínum eigin afmælisdegi.
Hittu Yoko Ono í Bláa Lóninu
Turtildúfurnar James og Eve eru nægju-
söm og ekkert að þvælast of mikið út fyrir
Reykjavík, kunna ágætlega við sig í mið-
langaði meira í kanínu og nú er svo komið að
honum þykir vænna um kanínuna en mér.
Þetta er mikil ágætis kanína sem heitir
Google, af því við fengum hana á þeim degi
sem samnefndur leitarvefur átti sjö ára af-
mæli. Google er mjög gæfur og hann situr
stundum á öxlinni á James eins og páfagaukur
og sleikir á honum eyrað,“ segir Eve og hlær.
Kanína þessi er algerlega ofdekruð að hennar
sögn, fær að vappa frjáls um allt í nýja húsinu
og svo er hún úti í garði að viðra sig á daginn
þegar þau hjónin eru í vinnunni.
Getur pantað pylsu með öllu á íslensku
„Hvernig heldurðu að þetta verði þegar við
eignumst börn? James á eftir að gjörspilla
þeim með dekri,“ segir Eve og horfir ást-
úðlega á eiginmanninn, en þau stefna að því að
eignast sitt fyrsta barn fljótlega og eru búin
að ákveða að gefa öllum börnum sínum ís-
lenskt millinafn. „Íslensk nöfn hljóma svo fal-
lega og þau hafa líka mörg hver flotta merk-
ingu. Með því að gefa börnum okkar íslensk
nöfn tengir það þau og okkur enn frekar við
landið þar sem við giftum okkur.“
Þeim finnst íslenskan hljómfagurt tungumál
og James er þegar búinn að læra fimm orð í ís-
lensku, sem honum finnst þó alls ekki nógu
góður árangur, þó svo hann hafi aðeins komið
tvisvar til Íslands með árs millibili, eina viku í
senn. „Ég á auðvelt með að læra ný tungumál,
tala frönsku, dönsku, rússnesku, spænsku og
ítölsku, en íslenskan er virkilega erfitt tungu-
mál að læra, ég finn það á þessu brölti mínu
við að reyna það. En ég get pantað mér pylsu
með öllu á íslensku.“
Amor leyndist í vinnunni
James starfar sem lögfræðingur en Eve er
PAPPÍRSBRÚÐKAUP | James og Eve Barisic
giftu sig á Íslandi fyrir ári
Morgunblaðið/RAX
Dagurinn þeirra Eve og James var bjartur og fagur og Sólfarið þótti þeim heillandi listaverk.
Ætla að gefa
börnunum sínum
íslensk millinöfn
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
„ÞETTA er fyrsta húsgagnið sem
ég eignaðist og hann var hundrað
ára gamall þegar ég fékk hann,“
segir Ester Elíasdóttir sem rekur
m.a. verslun með eldri og heldri
borðbúnað heima hjá sér í Skipa-
sundi, þegar hún er beðin að segja
frá þeim hlut sem henni er kær-
astur af öllum. „Ég fékk skápinn í
fermingargjöf frá foreldrum mín-
um, sem keyptu hann hérlendis í
fornmunaverslun og hann var ætl-
aður undir nótur, ég var að læra á
fiðlu á þeim tíma.“
Trúlega hefur það nú ekki verið
algengt þá og er það vart núna að
antíkhúsgögn séu gefin í ferming-
argjöf. „Þetta var auðvitað mjög
sérstakt en ég var mjög ánægð
með hann því að þetta er mjög fal-
legt húsgagn og ég hef alltaf verið
hrifin af öllu svona gömlu.“ Ester
var fermd fyrir um þrjátíu árum.
„Skápurinn hefur fylgt mér alla
tíð síðan,“ segir Ester, „í gegnum
fjölmarga flutninga, þar á meðal
til útlanda. Frá Frakklandi kom
hann svolítið skemmdur og þó að
það hafi verið gert við hann og
það sjáist ekkert stefni ég á að
láta gera hann alveg upp í upp-
runalegt form.“
Skápur þessi hefur þjónað ýms-
um hlutverkum. „Ég hef geymt í
honum nótur, á tímabili voru í
honum styttur og smádót, eftir
það fallegu glösin mín, dúkar hafa
átt sinn stað þarna og síðasta
hlutverkið sem hann tók við, þeg-
ar ég fór að búa með manninum
mínum, var að vera barskápur.“
Ester segir að þetta sé í rauninni
eina húsgagnið sem skiptir hana
einhverju máli á heimilinu.
Gömul skál frá ömmu
„Þessa fékk ég úr búi ömmu
minnar,“ segir hún spurð um skál-
ina sem sést ofan á skápnum.
„Hún er ítölsk, frá Capodimonte.
Það eru framleiðendur postulíns-
skrautmuna sem eru alltaf rosa-
lega mikið skreyttir, gjarnan með
englum og krúsídúllum. Fólki
finnst þetta annaðhvort forljótt
eða ferlega flott og ég er í seinni
hópnum. Skálin féll ekki í kramið
hjá öðrum í fjölskyldunni en ég
var mjög glöð að fá hana í mitt
hús.“
HLUTUR MEÐ SÖGU | Hundrað ára gömul fermingargjöf
Skápurinn fyrir
nóturnar er
núna barskápur
Morgunblaðið/Ásdís
Ester Elíasdóttir situr við hliðina á skápnum sem upphaflega var ætlaður
sem nótnaskápur. Síðan hefur hann gegnt ýmsum hlutverkum.