Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS HJÓNIN Haukur Magnússon og Soffía Marteinsdóttir, sem eiga og reka Ávaxtabílinn, hafa nú fært út kvíarnar og opnað heilsusjoppuna „Fit Food“ á Nýbýlavegi 28 í Kópa- vogi. Þau útiloka ekki að fleiri slíkar sjoppur verði opnaðar taki neytendur þessu framtaki fagnandi. Sjoppunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til hins vinnandi fólks, sem má ekki vera að því að bíða lengi eftir matnum enda er allt tilbúið á staðnum. Við- skiptavinirnir eiga því að geta skotist inn og valið úr úrvali af hollustu og tekið með sér í bílinn í stað þess að belgja sig út af sjoppufæði, sem fæst víða og er ekki jafnhollt. Á boðstólum er meðal annars að finna ávaxta- og grænmetisbakka af ýmsu tagi, hollar langlokur og sam- lokur, grænmetissúpu, orkudrykki, orkustangir, að ógleymdum skyr- "boost"-drykkjum. Rétt um tvö ár eru síðan þau Haukur og Soffía stofnuðu fyrirtæki í kringum Ávaxtabílinn og segja að vinsældir hans fari sívaxandi. Um þrjú hundruð fyrirtæki kaupa ávexti í áskrift. Almenningur getur auk þess pantað vörur hjá Heimilisbílnum í gegnum netverslun og svo keyrir Brauðbíllinn út hollar kökur, brauð og létt salöt til fyrirtækja, sem þess óska, á föstudögum, en það færist í vöxt að fyrirtæki gleðji starfsmenn sína á þennan hátt í lok vinnuviku, að sögn Hauks. Nýja heilsusjoppan er opin 11.00 til 17.00.  HOLLMETI| Heilsusjoppa í Kópavogi Morgunblaðið/Sverrir Hjónin Haukur Magnússon og Soffía Marteinsdóttir, eigendur Heilsusjoppunnar, ásamt dótturinni Gabríelu. Heilsumúffur. join@mbl.is TENGLAR .................................................... www.avaxtabillinn.is Grænmetisbakk- ar og skyrdrykkir Bónus Gildir 2. mars–5. mars verð nú verð áður mælie. verð Ernoz pizza salami, 350 gr. ................... 89 129 254 kr. kg NF ýsuflök roð og beinlaus, frosin .......... 599 799 599 kr. kg NF lúðubitar, frosnir .............................. 999 0 999 kr. kg NF laxabitar, beinlausir ......................... 899 1199 899 kr. kg KF blandað hakk .................................. 679 799 679 kr. kg Búkonu reyktur lax í flökum ................... 998 1345 998 kr. kg Euroshopper súrsæt sósa, 500 gr.......... 98 0 196 kr. kg Euroshopper bakaðar baunir, 420 gr. .... 29 0 69 kr. kg Euroshopper tekex, 200 gr.................... 39 0 195 kr. kg Euroshopper eyrnapinnar, 200 stk......... 59 0 59 kr. pk. Fjarðarkaup Gildir 2. mars–4. mars verð nú verð áður mælie. verð Frosið lambalæri.................................. 898 998 898 kr. kg FK bayonne skinka ............................... 998 1468 998 kr. kg Svínabógur úr kjötborði ........................ 349 548 349 kr. kg Ferskur kjúklingur 1/1.......................... 489 698 489 kr. kg 4 hamborgarar m/brauði...................... 298 438 75 kr. stk. Svínalundir úr kjötborði ........................ 1598 1898 1598 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 95 139 95 kr. kg FK brauð, 770 gr. ................................. 95 129 120 kr. kg Homeblest, 2 fyrir 1 ............................. 95 190 48 kr. stk. Jarðarber 250 gr. box ........................... 159 298 640 kr. kg Hagkaup Gildir 2. mars–5. mars verð nú verð áður mælie. verð DDV Ping vanillu íspinnar 720 ml .......... 459 659 640 kr. ltr DDV ís súkkulaði 1ltr. ........................... 459 559 459 kr. ltr DDV ís vanillu, 1 ltr............................... 459 559 459 kr. ltr Anton Berg ísterta, 1,5 ltr...................... 899 1099 600 kr. kg Hatting fibre sandwich, 8 stk................. 369 0 369 kr. stk. Hatting ciabatta m/pesto ..................... 279 0 279 kr. stk. Jensens kjúklingaréttur sweet-sour ........ 499 0 1000 kr. kg Glyngör síld í bitum m/lauk .................. 159 0 1222 kr. kg Glyngör síld sinnep, í bitum .................. 159 0 1222 kr. kg Krónan Gildir 2. mars–5. mars verð nú verð áður mælie. verð Grísahakk Bautabúrs............................ 589 841 589 kr. kg Grísakótilettur Bautabúrs...................... 959 1599 959 kr. kg Grísagúllas Bautabúrs .......................... 959 1599 959 kr. kg Svínasnitsel Bautabúrs......................... 959 1599 959 kr. kg Kindabjúgu, 389 gr. ............................. 164 219 422 kr. kg Skinka, 279 gr..................................... 160 229 573 kr. kg Fruity o’s morgunkorn, 425 gr. .............. 199 229 199 kr. pk. Charmin salernispappír, 24 stk. ............ 998 1199 998 kr. pk.. Myllu Fjölkornabrauð, 770 gr. ............... 99 238 99 kr. stk. Frón heimiliskex 500 gr. ....................... 199 239 199 kr. pk. Kaskó verð nú verð áður mælie. verð Humar 500 gr...................................... 399 599 798 kr. kg Ísfugl kjúklleggir, magnpakkn. ............... 399 599 399 kr. kg Borg Grísabógur léttreyktur, úrbein. ....... 599 1198 599 kr. kg Smá rækja .......................................... 199 299 199 kr. stk. Rauðvíns svínakótilettur ....................... 959 1598 959 kr. kg Mccain Pizzur, risa ............................... 499 699 499 kr. stk. Pepsi, 2 ltr........................................... 99 171 99 kr. stk. DF Biksemad, 600 gr. .......................... 149 299 149 kr. stk. WC pappír 6 rl. .................................... 99 199 99 kr. stk. Myllu Hungangskaka............................ 249 389 249 kr. stk. Nettó verð nú verð áður mælie. verð Grísabógur reyktur, úrb. ........................ 484 967 484 kr. kg Helgarlamb ......................................... 1311 1748 1311 kr. kg Goði Skinka í bunka............................. 179 359 179 kr. kg Nætursöltuð ýsuflök ............................. 559 699 559 kr. kg Medisterpylsa, reykt ............................. 414 828 414 kr. kg Matf. kjúklvængir, magnkaup ................ 199 299 199 kr. kg Matf. kjúkllæri, magnkaup .................... 399 599 399 kr. kg Ísfugl kjúklleggir, magnpakkn. ............... 395 599 395 kr. kg Bautab. Dönsk sælkerasteik ................. 849 1299 849 kr. kg Booster þvottaefni, 3 kg. ...................... 199 399 66 kr. kg Nóatún Gildir 2. mars–5. mars verð nú verð áður mælie. verð Lambageiri m/sælkerafyllingu............... 2498 2998 2498 kr. kg Lambalundir Toskana ........................... 2998 3590 2998 kr. kg Móa kjúklingur ferskur 1/1 ................... 398 699 398 kr. kg Ítalskt salat, 200 gr.............................. 98 169 490 kr. kg Napólí skinka – Goða ........................... 3452 4931 3452 kr. kg Ítalskt salami – Goða............................ 1581 2259 1581 kr. kg Rana Spaghetti ferskt, 250 gr. .............. 153 219 153 kr. pk. Tertelloni pasta m. osti/spínat, 250 gr. .. 279 398 279 kr. pk. Rana Tagliatelle pasta, ferskt, 250 gr. .... 160 229 160 kr. pk. Fiourucci Prosc. Parma skinka 80 gr. ..... 440 629 5500 kr. kg Samkaup/Úrval verð nú verð áður mælie. verð Gourmet Hunangsofnsteik .................... 1189 1698 1189 kr. kg Helgargrís m/indverskum hætti ............. 1224 1748 1224 kr. kg Old West grísarif .................................. 1146 1637 1146 kr. kg Franskar grillpylsur............................... 629 898 629 kr. kg Matf. kjúklleggir magnkaup................... 389 599 389 kr. kg Blandað hakk, naut og svín ................... 605 806 605 kr. kg Lays flögur, 200 gr. 4 teg. ..................... 149 249 149 kr. stk. Frissi Fríski 2 ltr, 3 teg. ......................... 149 213 149 kr. stk.  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Grillpylsur og vatnsmelónur ÓHEIMILT er með öllu að aug- lýsa eða selja vöru sem lífræna nema viðkomandi vara sé vottuð af viðurkenndri vottunarstofu. „Á markaðinn flæða hins vegar vörur, sem merktar eru ýmsum umhverfisvænum nöfnum á ýms- um tungumálum, en erfitt getur reynst fyrir hinn almenna neyt- anda að ganga úr skugga um hvort viðkomandi vörur eru í reynd lífrænt vottaðar eða sigla undir fölsku flaggi sem slíkar,“ segir Ólafur Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum Ís- lands, sem situr í Evrópunefnd IFOAM, alþjóðasamtaka lífrænna framleiðenda. Misjafnt er hvort vott- unarstofur eru reknar sjálfstætt eða af hinu opinbera, en yfirleitt eru þær aðilar að IFOAM. „Það er hins vegar ekkert eftirlit haft með því hérlendis hvort lífrænar vörur á markaði eru í reynd líf- rænar. Slíkt eftirlit er vitaskuld nauðsynlegt, t.d. af hálfu landbún- aðar- og viðskiptaráðuneytis, því það finnast hvar sem er menn, sem eru að reyna að koma sér inn á markaði með óheilindum. Þær erlendu lífrænt vottuðu vörur, sem fluttar eru hingað til lands, eru vottaðar af erlendum vott- unarstofum, en engar opinberar tölur virðast vera til yfir það hvað nákvæmlega verið er að selja hér eða hversu mikið. Alls staðar í ná- grannalöndunum liggja slíkar töl- ur á takteinum, en hér verðum við bara að giska. Neytendur þurfa að hafa tryggingu fyrir því að þeir fái réttar vörur. Ég held að mér sé þó óhætt að fullyrða að vörur séu nokkuð öruggar komi þær vottaðar sem lífrænar frá Evrópu og Bandaríkjunum. Það finnast auk þess dæmi um að framleið- endur hafi reynt að villa um fyrir neytendum. Nefna má vöruheitið „organics“, sem er fleirtöluorð yfir „lífrænt“ og framleiðandi ákvað að skella á hreinlætisvörur, sem eiga ekkert skylt við lífræna fram- leiðslu enda hafa staðið yfir mála- ferli vegna þessa,“ segir Ólafur.  MATVARA | Innflutningur á lífrænt vottuðum vörum er sífellt að aukast Skortir eftirlit með lífrænum vörum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Grísa- og svínakjöt er greinilega málið fyrir þessa helgi. Það er víða á tilboði, t.d. í Fjarðarkaupum, Krónunni, Kaskó, Nettó og Samkaupum. Buddan mælir með því að nú fari þeir sem eru fyrir svínakjöt af stað og kaupi til dæmis í frystikistuna svínakótilettur, grísa- gúllas, helgargrís eða grísahakk. Reyktur grísabógur er á kostakjörum í Nettó á 484 krónur kílóið en var áður á 967 krónur. Nú ef fólk er ekki fyrir svínakjötið þá er ferskur kjúk- lingur á tilboði í Nóatúni á 398 krónur kílóið sem venjulega er seldur á 699 krónur kílóið. Í Bónus er líka boðið upp á ýsuflök sem eru roð- og beinlaus og kosta 599 krónur kílóið en voru á 799 krónur. Vatnsmelónurnar eru náttúrlega bráðhollar og þær fást í Fjarðarkaupum á 95 krónur kílóið um helgina. Það er um að gera að belgja sig út af þeim, þær eru hitaeiningasnauðar og svo innihalda þær meðal annars lýkópen en tilgátur eru uppi um að lýkópen veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og jafnvel einhverjum tegundum af krabbameini. Grísakjöt í frystinn  BUDDAN LÍFRÆNT vottaðar vörur á markaði eru merktar sem líf- rænar á ýmsum tungumálum. Hér eru nokkur evrópsk dæmi:  Spænska: ecológico  Danska: ökologisk  Gríska: biologikó  Enska: organic  Franska: biologique  Ítalska: biologico  Hollenska: biologisch  Portúgalska: biológico  Finnska: luonnonmukainen  Íslenska: Lífrænt  Norska: ökologisk  Sænska: ekologisk  Þýska: ökologisch  Austuríska: biologisch Hverjar eru merkingarnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.