Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 27

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 27 DAGLEGT LÍF Í MARS Spurning: Lesandi hafði samband og vakti athygli á því að nú væru komnir á markaðinn fetaostar frá tveimur íslenskum framleiðendum, annars vegar frá Mjólkursamsölunni í Búðardal og hinsvegar frá Mjólku. Hann velti fyrir sér hver munurinn væri á næringarinnihaldi og spurði hvort verðið væri sambærilegt hjá MS og Mjólku miðað við magn af hreinum osti. Svar: Hjá Nóatúni fengust þær upplýsingar að fimm tegundir af fetaostum væru á markaðnum frá Mjólku og kostuðu þrjár þeirra 254 kr. og tvær 275 krónur. Þrjár teg- undir væru á markaði frá MS og kostuðu tvær tegundanna 309 krón- ur en sú þriðja kostaði 318 kr. Á umbúðunum kemur fram magn af ostum í öllum tilfellum. Nettó- þyngd íslensks fetaosts í kryddolíu frá MS er 250 grömm, þar af vegur osturinn 140 g og kryddolían 110 g. Fetaosturinn frá Mjólku kemur hinsvegar í 200 gramma pakkn- ingum, þar af vegur osturinn 100 g. Fetaostur frá MS er 21% feitur og inniheldur 1.470 mg af natríum/100 g sem svarar til 3,7 g af salti í hverj- um 100 grömmum. Til samanburðar eru 1.200-1.300 mg af natríum í venjulegum brauðosti og er fetaost- urinn því heldur saltari, að sögn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur hjá Lýð- heilsustöð. Fetaostur frá Mjólku er til bæði 18% og 5% feitur sem þýðir að ýmist eru 18 g eða 5 g af fitu í hverjum 100 grömmum af osti. Að sögn Hólmfríðar er það mjög já- kvætt þar sem fitan í fetaostinum er að stærstum hluta mettuð fita og því er gott að hafa val um léttostinn. Fengi ekki skráargatsmerkingu Osturinn frá Mjólku liggur að hluta til í saltlegi, en ekki kemur fram á umbúðunum hversu mikið saltið er. Í öllum tilfellum er um fremur saltríkar vörur að ræða, en til samanburðar má nefna að sam- kvæmt ráðleggingum ætti saltneysl- an ekki að fara yfir 6-7 g á dag þar sem of mikil saltneysla eykur líkur á háþrýstingi. Að sögn Hólmfríðar fengi enginn þessarra osta skráar- gatsmerkinguna „nyckelhålet“ hjá Svíum sem er merki sem sett er á vörur þar í landi til að gera neyt- endum auðveldara fyrir að velja heilsusamlegar vörur með tilliti til fitu, trefja, salts og sykurs. Til að ferskir ostar fái slíka merkingu má fitan ekki fara yfir 5 g/100 g og natr- íum ekki yfir 350 mg/100 g.  SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Hvað kostar fetaosturinn? MEÐ æ fleiri lággjaldaflug- félögum og tilboðsvefjum á net- inu er hægt að gera góð kaup á flugmiðum fyrir sumarfríið. Á vef Aftenposten er neytendum leið- beint um frumskóg ferðavefja á netinu í leit að ódýrum flug- miðum og gistingu. Þar kemur fram að vefurinn Whichbudget er einn af þeim betri og einnig að norska flug- félagið Widerøe hafi af hinu virta tímariti The Economist verið kjörin ein af tíu bestu net- ferðaskrifstofum heims. Af hót- elleitarvefjum á netinu mælir Aft- enposten t.d. með þýska vefnum Hotel Reservation Service, hrs.de, en vefurinn var nýlega valinn sá besti fyrir fólk á við- skiptaferðalögum af tímaritinu Business Traveller. Ítalski vef- urinn Venere er einnig talinn góður en þar er oft hægt að sjá ummæli hótelgesta um reynslu sína af viðkomandi hótelum og getur það verið hjálplegt þegar ákvörðun er tekin. Aftenposten mælir með því að skoða vefi ein- stakra hótela og bendir sér- staklega á vef hótelkeðjunnar Le Meridien sem rekur lúxushótel víða um heim og m.a.s. hægt að finna tilboð um tveggja manna herbergi á allt niður í 70 evrur á fimm stjörnu hóteli. Fleiri hjálp- legir vefir á ferðalaginu um til- boðafrumskóginn eru t.d. Virtu- altourist og Wikitravel. Einnig Frommers, Fodors og Lonely Planet. Google Earth er nýjasta hjálpartæki ferðalanga en þar er hægt að fá gervihnattamyndir af áfangastaðnum.  NEYTENDUR Hvar er ódýrasta flugið og gistingin? www.whichbudget.com www.wideroe.no www.hrs.de www.venere.com www.lemeridien.com www.virtualtourist.com www.wikitravel.org www.frommers.com www.fodors.com www.lonelyplanet.com http://earth.google.com/ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Ferðast þú til Flórída? Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús? Viltu vita meira? Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga: laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00 sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna ókeypis gistingu í Orlandó! www.livinfl.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.