Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 28
„ÉG vil ekkert leikhús,“ er Elfriede Jelinek,
hinn austurríski nóbelsverðlaunahafi í bók-
menntum árið 2004, sögð hafa sagt. Sú skoðun
er að mörgu leyti augljós þegar leikhúsverk
Jelinek eru skoðuð, en á seinni hluta rithöf-
undarferils síns hefur hún snúið sér í auknum
mæli að ritun leikverka. Þó mætti ef til vill
fremur kalla verk hennar „and-leikverk“, því á
síðari árum hefur Jelinek nánast útrýmt hefð-
bundinni atburðarás í leikritum sínum og eins
leikpersónum. Hið sama gildir um Virkjunina
– Das Werk eins og verkið heitir á frummálinu
– frá árinu 2002 sem verður frumsýnt á stóra
sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Það er Þór-
hildur Þorleifsdóttir sem hefur tekið að sér
leikstjórn – eða ef til vill „andleikstjórn“ þessa
flókna viókið mál,“ svarar Þórhildur þegar
blaðamaður ber tilvitnunina undir hana. „Jel-
inek hafnar hefðbundnum aðferðum leikhúss-
ins eins og við höfum þekkt það undanfarna
öld – sálfræðidramanu sem kom með Strind-
berg og Ibsen – á þeim forsendum að henni
þyki það ekki duga til að lýsa nútímamann-
inum. Þar með hafnar hún ekki hefðinni; hún
stendur raunar föstum fótum í hefðinni og fer
meira að segja aftur fyrir Grikkina í tilvitn-
unum. En hún telur að fram sé komin ný teg-
und manna og þess vegna dugi ekki til hinar
hefðbundnu aðferðir leikhússins.“
Tvívíður nútímamaður
Maðurinn að mati Jelinek hefur aldrei verið
eins mikið múgmenni eins og í dag þrátt fyrir
allt tal um einstaklingshyggju, að sögn Þór-
hildar, en hún bendir á að Jelinek sé vissulega
ekki ein á báti um þessa skoðun. Fleiri skáld,
listamenn og heimspekingar hafi sett fram
svipaðar hugmyndir. „En hún er snarpari en
flestir, og hefur skáldgáfu að auki. Hún er
mikill sjáandi, og það eru þeir sem skipta
sköpum, og hafa alltaf gert, fyrir mannkynið!
Við viljum tilheyra stétt, hópi, fara hefð-
bundnar öruggar leiðir í öllu og vita hver við
erum í skjóli margra. Jelinek leitar ástæð-
ananna ekki síst í þessari blindu ásókn okkar í
fánýta hamingjuleit. Hamingjuna teljum við
okkur finna í neyslu, útlitsdýrkun og því að
leita ódauðleikans stanslausri líkamsrækt og
heilsulíferni. Ekki síst beinir hún athygli að
fjölmiðlum, sem hún er mjög upptekin af,“
segir Þórhildur og vísar í aðra tilvitnun í Jel-
inek, þar sem hún líkir sjálfri sér við páfagauk.
„Hún segist ekkert merkilegri; hún hlusti bara
og skrifi svo upp eftir okkur bullið. En hún set-
ur allt í samhengi og gefur því dýpri merkingu,
og það sem í fyrstu virðist bara vera sam-
ansafn af klisjum og orðavaðli er, þegar nánar
er að gætt, mjög vel ígrundað.“
Hún segir Jelinek einnig lýsa nútímamann-
inum sem tvívíðum og yfirborðskenndum, sem
láti mata sig á einni allsherjar fjölmiðlasúpu
þar sem allt er lagt að jöfnu. „Við getum tekið
sem dæmi venjulegan fréttatíma, þar sem öllu
er blandað saman.Þar má líta hræðilegar nátt-
úruhamfarir þar sem milljónir farast, eða slys,
eða styrjaldir, eða hvað það nú er af öllum
hörmungunum sem yfir mannkynið dynur. Og
svo er næsta frétt kannski að um að við höfum
sigrað fótboltaleik, eða að stúlka sé falleg, eða
hve gaman var á laugardaginn. Allt er lagt að
jöfnu og við horfum hlutlaus á. Þetta vill Jel-
inek meina að sé að þurrka okkur út sem
manneskjur, hreinlega.“
Jelinek bregður upp spegli á þjóðfélagið, af-
ar skýrum spegli sem sýnir það í gríðarlega
sterku ljósi, að mati Þórhildar. „Myndin sem
hún dregur upp af okkur er ekkert alltof fög-
ur,“ segir hún.
Hvað varðar hið nýja leikhúsform sem Jel-
inek hefur sett fram, þar sem útlínur eru sára-
litlar, segir Þórhildur það algjörlega nýtt.
„Fyrir okkur leikhúsfólk er þetta algjörlega
ný nálgun – hún gefur manni engar leiðbein-
ingar. Hún skrifar ekki hefðbundnar persónur,
ekki hefðbundin samtöl, við vitum ekkert í
hvaða kringumstæðum þetta gerist. Þetta er
bara texti, endalaus texti, og hún segir okkur
að gera við hann það sem við viljum. Þannig að
þetta er auðvitað mikið verkefni, ekki síst fyrir
þann sem fær það hlutverk að stytta textann;
orðaflæðið er endalaust. En það er reyndar
ekkert annað en það sem við búum við í okkar
samfélagi og daglega lífi, það er endalaust ver-
ið að hella yfir okkur oftar en ekki inn-
antómum orðaflaumi. Og það sama gerir Jel-
inek,“ segir Þórhildur.
Sá sem í þessu tilfelli fékk það hlutverk að
stytta textann er María Kristjánsdóttir, sem
gert hefur leikgerðina sjálfa úr texta Jelinek.
„Hún hefur fengið það hlutverk að stytta efnið
niður í þolanlega lengd og vinsa úr það sem
talar til okkar, án þess að yfirgefa höfundinn.
Síðan kemur til minna kasta, og míns sam-
starfsfólks, að búa til úr þessu sýningu, lýsa
kringumstæðum fólksins, hvað þau eru að gera
og hvers vegna, hver þau eru og hvar þau eru
stödd,“ segir Þórhildur og líkir vinnunni við
matreiðslu, þar sem Jelinek leggur til kjöt-
skrokk sem María úrbeinar, og Þórhildur og
leikhópurinn elda síðan réttinn sjálfan. „Þetta
er alls ólíkt öllu sem maður hefur lent í áður,
og ég held að það gildi um alla sem að þessari
sýningu koma. Í raun er þetta eins og að fara í
óvissuferð, þar sem enginn veit hvað til stend-
ur, engin landakort eða áttaviti eða kennileiti,
og maður verður bara að labba af stað og von-
ast til að komast til byggða.“
Ekki bara um virkjun
En þó að margt sé órætt varðandi aðferðir
og útkomu vita áhorfendur í það minnsta heiti
verksins, Virkjunin, og það hringir óneitanlega
ýmsum bjöllum hjá Íslendingum. Þó hefur
leikverkið víðari skírskotun en í fyrstu kann að
virðast. Að sögn Þórhildar fjallar leikverkið að
grunni til um bæinn Kaprun í Ölpunum, þar
sem til skamms tíma var stærsta virkjun Evr-
ópu og kostaði gífurlegar mannfórnir að
byggja. Opinberar tölur segja að 150 hafi far-
ist við byggingu hennar, en margir telja að
þær séu miklu hærri. Jelinek tefli á móti fram
hinni notkuninni á Ölpunum, sem túristap-
aradís, þar sem líka hafa orðið hörmuleg slys;
þar á meðal lestarslys í göngum þar sem 150
manns – sama tala og í Kaprun – létust á leið á
skíðastað. „Hún ber saman þessar fórnir á
mannslífum sem hafa orðið til að bera uppi
þetta flotta samfélag okkar. En síðan verður
þetta viðfangsefni stökkpallur út í víðari skír-
skotanir. Þannig að hún er svo sannarlega ekki
bara að fjalla um virkjun, heldur miklu heldur
þessa áráttu mannsins til að reisa Babelst-
urna; til að gera sig að skapara jarðarinnar.
Hún veltir upp hvaða fórnir það hafi kostað,
hversu margar milljónir mannslífa, að koma
hugsjónum einstakra manna á framfæri sem
þeir vonast síðan til að ljómi um alla framtíð á
stjörnuhimninum. Hún beinir athygli okkar að
þessum endalausu fórnum á mannkyninu fyrir
hinar svokölluðu framfarir,“ segir Þórhildur
og bendir á hve áleitnar þessar spurningar eru
um þessar mundir. „Erum við kannski komin
fram á brún hengiflugsins, og er það þá eitt-
hvað í okkar hugmyndum um okkur sjálf, sam-
félagið og manninn, sem við verðum að breyta?
Þetta er ekki bara spurning um hvort við eig-
um að virkja á Kárahnjúkum eða ekki, heldur
er þetta miklu dýpri og heimspekilegri spurn-
ing.“
Þórhildur segir Jelinek þó svo undarlega
blandaða, að þrátt fyrir hið ótrúlega samhengi
sem hún setur hlutina í og hinar alvarlegu pæl-
ingar sé hún meinfyndin á köflum. „Þessar
klisjur sem hún étur upp eins og páfagaukur
eru um leið og þær eru hörmulegar oft alveg
sprenghlægilegar þegar þær eru afhjúpaðar.
Henni tekst að tefla fram þessum klisjum og
gæða þær samt heimspekilegri dýpt. Það er
eins og hún hafi afhent manni ný heyrnartæki
eða gleraugu. Nú er maður alltaf að hlusta
með jelineskum eyrum og horfa með jel-
ineskum gleraugum. Það er alveg absúrd, og
ekki alltaf skemmtilegt.“
En fyrir hvern er þá þetta leikverk, Þórhild-
ur? „Ég held að það sé fyrir alla sem hafa
áhuga á tilvist mannsins, og hvar við erum
stödd á göngu okkar,“ svarar hún, og neitar
því ekki að eflaust eigi einhverjir eftir að klóra
sér í hausnum. „Annars get ég engu um það
spáð. Mitt hlutverk er eingöngu að skila verki
Jelinek, reyna að skilja eitthvað í henni og
hugmyndum hennar, og reyna að matreiða
eitthvað úr því. Hvort einhver vill borða það
hef ég ekki hugmynd um.“
Um Elfriede Jelinek
Elfriede Jelinek fæddist í Austurríki árið
1946 og hlaut menntun á sviði tónlistar. Hún
hefur skrifað fjölda verka fyrir leiksvið, en
einnig sent frá sér ljóð og prósaverk. Meðal
frægustu verka hennar eru skáldsögurnar
Losti og Píanókennarinn, en gerð var sam-
nefnd kvikmynd eftir þeirri síðarnefndu sem
sýnd var hér á landi. Tvö leikrit eftir Jelinek
hafa verið flutt í íslensku leikhúsi, Klara S. var
sett upp í Nemendaleikhúsinu og Útvarpsleik-
húsið flutti nýverið Hvað gerðist eftir að Nóra
yfirgaf eiginmanninn.
Auk Nóbelsverðlaunanna hefur Jelinek ver-
ið heiðruð með margvíslegum hætti fyrir verk
sín; hlaut Heinrich böll-verðlaunin árið 1986
fyrir framlag sitt til þýskra bókmennta, hin
virtu Büchner-verðlaun árið 1998 og Lessing-
verðlaunin fyrir gagnrýni árið 2004.
28 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
eftir Elfriede Jelinek
í leikgerð Maríu Kristjánsdóttur sem byggð er
á þýðingu Hafliða Arngrímssonar á Das Werk
Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurð-
arson, Baldur Trausti Hreinsson, Björgvin
Franz Gíslason, Gísli Pétur Hinriksson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, María Pálsdóttir,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Steinn
Ingunnarson, Páll S. Pálsson, Rúnar Freyr
Gíslason, Sólveig Arnarsdóttir, Þórunn Clausen
og Þórunn Lárusdóttir
Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Dansar og sviðshreyfingar: Auður Bjarnadóttir
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Páfagaukurinn Jelinek
Á stóra sviði Þjóðleikhússins
verður Virkjunin eftir nób-
elsverðlaunahafann Elfriede
Jelinek frumsýnd annað
kvöld. Inga María Leifsdóttir
hitti að máli leikstjórann
Þórhildi Þorleifsdóttur, sem
sagði henni frá heimssýn
Jelinek og óvenjulegum
leikhúsaðferðum hennar.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
www.elfriedejelinek.com
„Það er eins og hún hafi afhent manni ný heyrnartæki eða gleraugu. Nú er maður alltaf að
hlusta með jelineskum eyrum og horfa með jelineskum gleraugum. Það er alveg absúrd,“
segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri um Jelinek.
Virkjunin
tónlistinni, og hana finnur maður
hvergi annars staðar.
Ég treysti mér ekki til að lýsa
þessari gleði, vitna bara, eins og ég
hef margoft áður gert, í Victor
Hugo, en hann sagði að tónlistin
væri um eitthvað sem ekki væri
hægt að tjá með orðum en væri held-
ur ekki hægt að þegja yfir. Gleðin í
tónlist Megasar er óumræðileg, en
samt hljóta allir að finna hana.
Þessi gleði var svo sannarlega
ríkjandi á tónleikum hans í Hall-
grímskirkju á laugardaginn var. Þar
flutti hann nokkra Passíusálma auk
veraldlegra vísna eftir Hallgrím Pét-
ursson, en einnig fáeina sálma á borð
við Hærra, minn Guð, til þín eftir
Matthías Jochumsson.
MÉR FINNST einkenna tónlist
Megasar hve mikil gleði er í henni.
Jafnvel þegar hann fjallar um grimm
örlög ógæfumanna svífur einhver
ójarðnesk kátína yfir vötnunum í
Með Megasi spilaði hópur hljóð-
færaleikara, en jafnramt söng
Kammerkór Biskupstungna sem
samanstendur af stálpuðum börn-
um. Megas og kórinn voru full-
komnar andstæður; sá fyrrnefndi
var í skærgrænum jakka og með
langan, rauðlitaðan trefil, hinn síð-
arnefndi í hvítum fötum. Rödd Meg-
asar var með fortíð; raddir kórsins
bjartar og saklausar.
Ónefndur maður sagði einu sinni
við mig að sköpunin væri eins og
pípuorgel þar sem Guð spilar á
hljómborðið en Skrattinn stígur ped-
alana. Einhvernveginn þannig voru
þessir tónleikar; það var eins og að
verða vitni að samstarfi Kölska og
nokkurra engla úr Himnaríki.
Tónleikarnir fóru hægt af stað.
Samspil söngvara og hljóðfæraleik-
ara var dálítið bjagað í upphafi og
þar sem lagaröðin var önnur en stóð
í tónleikaskránni þurfti fólk að fletta
fram og aftur til að finna það sem
Megas söng.
Persónulega hafði ég ekki smekk
fyrir þeirri útgáfu á Hærra, minn
Guð, til þín, sem boðið var upp á á
tónleikunum. Hún var óskaplega
belgingsleg og draugaleg áhrifshljóð
úr hljómsveitinni voru barnaleg.
Sálminn ættu flestir að kannast við
úr jarðarförum; hann er fallega blátt
áfram og þarf ekki svona æpandi
umgjörð.
Sem betur fer var þetta það eina
sem hægt var að setja út á tón-
leikana, ef frá er talinn heldur áber-
andi rafgítar Guðlaugs Kristins Ótt-
arssonar í næstsíðasta
Passíusálminum.
Almennt talað voru sálmarnir ein-
staklega skemmtilegir; bæði laglín-
urnar og líka útfærsla þeirra. Hljóð-
færasamsetningin kom stöðugt á
óvart og hljóðfæraleikurinn var yf-
irleitt frábær. Sérstaklega eftirtekt-
arvert var hve uppáhalds hljóðfærið
mitt, munnharpan, skapaði nostalg-
ískt andrúmsloft í sjöunda sálm-
inum. Blokkflautan í þeim fimm-
tánda var líka sjarmerandi.
Hápunktur tónleikanna var tutt-
ugasti og fimmti sálmurinn, sem er
býsna langur. Hann var svo litríkur
undir markvissri stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar og lagið sjálft
svo fallegt að ég fékk tár í augun. Og
það gerist ekki oft.
Kölski og englakórinnTÓNLISTHallgrímskirkja
Passíusálmarnir og nokkur veraldleg ljóð
eftir Hallgrím Pétursson; sálmar eftir
Matthías Jochumsson. Flytjendur: Meg-
as, Kammerkór Biskupstungna, Hilmar
Örn Agnarsson (stjórnandi, orgel, list-
rænn stjórnandi), Guðmundur Pétursson
(gítar), Guðlaugur Kristinn Óttarsson
(gítar), Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
(kontrabassi), Sigtryggur Baldursson
(slagverk), Sophie Marie Schoonjans
(harpa), Karl Hallgrímsson (mandólín,
munnharpa), Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir
(blokkflauta), Hjörleifur Valsson (fiðla),
Guðný Þóra Guðmundsdóttir (fiðla), Auð-
ur Agla Óladóttir (víóla), Þorbjörg
Daphne Hall (selló). Laugardagur 26.
febrúar.
Söngtónleikar
Jónas Sen