Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í viðhorfspistli fyrir hálfum mánuði gerði ég að umtals- efni grein sem Magnús Þorkell Bernharðsson sagnfræðingur skrifaði í nýjasta hefti Skírnis. Í greininni fjallar Magnús um þá erfiðleika sem hann telur steðja að Mið-Austurlandafræðum og þann vanda sem þeir sem starfa innan þessarar fræðigreinar standi frammi fyrir ef þeir blanda sér í op- inbera umræðu. Málefni Mið-Austurlanda eru auðvitað í brennidepli nú um stund- ir, þar leika stærsta rullu samskipti Ísraela og Palestínumanna og inn- rásin í Írak og blóðugur eftirleikur hennar. Um eldfim pólitísk mál er að ræða. Magnús heldur því fram í grein sinni að það geti verið tvíeggjað sverð fyrir fræðimenn að blanda sér í umræðu fjölmiðla um málefni Mið- Austurlanda. Hvað Bandaríkin varðar tengir hann þetta innleiðingu föðurlandslaganna, „Patriot Act“, sem hann segir hafa haft þær afleið- ingar að sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda séu „enn ragari en áður við að tjá sig á opinberum vett- vangi“. Margir hafi ákveðið að þegja jafnvel þótt þeir séu algjörlega ósammála stefnu Bandaríkja- stjórnar í heimshlutanum. Hér tekur Magnús djúpt í árinni og margt hangir á spýtunni. Af þeim sökum veldur það vonbrigðum á hversu almennum og loftkenndum nótum Magnús kýs í framhaldinu að fjalla um þá galla sem hann sér á umræðu um atburði og horfur í Mið- Austurlöndum. En sannarlega telur Magnús mikið vera að umræðunni; það ku víst vera þannig að fræðimenn upp- lifi „greiningu og rökræður sem oft- ast einkennast af fáfræði og yf- irborðsmennsku og gera lítið til að auðga skilning á viðfangsefninu eða á vandamálum þessa svæðis“. Þessi síðasta tilvitnun er lýsandi fyrir þann hroka sem mér fannst einkenna grein Magnúsar. Af þeim sökum kaus ég að fara gagnrýnum orðum um hana hér á þessum vett- vangi fyrir hálfum mánuði, en horfði að vísu sérstaklega til athugasemda Magnúsar varðandi ýmsa þá sem atvinnu hafa af því vestra að skrifa eða fjalla um málefni Mið- Austurlanda og sem vill svo til að tengjast svonefndum hugveitum (e. think-tanks). Magnús svaraði gagnrýni minni hér í Morgunblaðinu fyrir viku og sagði þar að ég færi algjörlega fram hjá aðalatriðum Skírnis-grein- arinnar, sem væri umfjöllun um „stöðu fræðimannsins í nútíma- samfélagi“, að ég skoðaði þess í stað „aukaatriði“ sem hann hefði lýst sem einni af „birtingarmyndum vandans“. Persónulega er ég ekki viss um að Magnús geti staðið á því að þessi til- tekni hluti greinar hans, sem hér um ræðir, sé „aukaatriði“. Í reynd stendur hann nærri þungamiðju greinarinnar, rauði þráðurinn hjá Magnúsi er sá að umræðan sé göll- uð, og ástæðan virðist ekki síst vera sú að „sérfræðingar“ í efninu hiki við að taka þátt í henni. Að í staðinn hafi hinir „akademísku altmulig- menn“ (sem annaðhvort séu fúsk- arar eða hafi pólitískt agenda) hjá hugveitunum, tekið þeirra sess. Umræðan er semsé gölluð af því að rangir aðilar taka þátt í henni. Ekki skiptir máli skv. þessari út- leggingu hvað menn hafa í raun og veru til málanna að leggja; komi þeir úr rangri átt eru þeir ómark- tækir. Titill svargreinar Magnúsar í Morgunblaðinu fyrir viku, „Um menn eða málefni?“ á í þessu sam- hengi býsna vel við. Nú gerir Magnús athugasemd við það að ég skyldi „beina athygl- inni að honum persónulega“ í við- horfspistli mínum. Hann virðist hafa móðgast illilega, talar um skrif mín „sem tilraun til að lítillækka hann sem einstakling“. Ég fæ hins vegar ekki séð hvern- ig ég ætti að geta gagnrýnt títt- nefnda grein Magnúsar nema gera grein fyrir því sem ég taldi at- hugavert við skrif hans. Fræðimaður sem ber sig eftir því að skrifa greinar í tímarit verður auðvitað að vera undir það búinn að staðhæfingar hans séu grandskoð- aðar og gagnrýndar. Og þá tel ég heiðarlegra að tala hreint út um það hvern ég er að gagnrýna og fyrir hvað. Magnús mætti raunar taka þau vinnubrögð mín sér til fyrirmyndar. Ég nenni varla að elta ólar við óljósar skeytasendingar hans í minn garð (hann talar í lok Morg- unblaðsgreinar sinnar um að „um- ræðan“ sé „grunnfærin“, á vísast við mitt framlag en fær sig samt ekki til að segja það berum orðum), en dæmi um þau vinnubrögð sem Magnús hefur valið sér er sú ákvörðun hans að ráðast í Skírni gegn heilli stétt manna – þeim sem starfa við hugveiturnar – en gera það en masse, þannig að maður átt- ar sig aldrei á því hverja nákvæm- lega hann er að gagnrýna. Magnús gagnrýndi t.d. Brookings- stofnunina í Skírni en tekur svo undir, að því er virðist, þær ábend- ingar mínar að hvað varðar Mið- Austurlandafræði hafi stofnunin býsna fróða menn innan sinna vé- banda. En ef gagnrýni hans á „akadem- íska altmuligmenn“ hjá hugveit- unum á ekki við þá tólf hjá Brook- ings, sem skilgreindir eru sem sérfræðingar um Mið-Austurlönd, hví var hann þá að nefna Brookings í því samhengi? Ég get alveg tekið undir að það er gott fyrir fólk að vita, þegar það hlustar á menn ræða tiltekin efni í fjölmiðlum, hvaðan þeir koma. Hvort þeir séu á vegum hugveitu með sérstaka tiltekna stefnu eða hvort þeir komi úr háskólaumhverf- inu svo dæmi séu tekin. Ég fullyrði á hinn bóginn að slíkir merkimiðar segja ekkert um það hvort menn hafa eitthvað gáfulegt að segja eður ei, eða séu líklegir til að sýna fulla sanngirni í málflutningi sínum. Eftir sem áður skiptir það eitt máli hvað menn hafa að segja og hvernig þeir rökstyðja það. Gagn- rýni mín á skrif Magnúsar Þorkels vék fyrst og fremst að þessu, eins og honum má vera ljóst. Um menn og málefni Eftir sem áður skiptir það eitt máli hvað menn hafa að segja og hvernig þeir rökstyðja það. Gagnrýni mín á skrif Magnúsar Þorkels vék fyrst og fremst að þessu, eins og honum má vera ljóst. david@mbl.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson „ÞESS sem hið vitrasta og besta foreldri óskar barni sínu ætti sam- félagið að óska öllum sínum börn- um“ sagði John De- wey, sem hefur með hugmyndum sínum lagt sitt af mörkum til að móta skólastarf, meðal annars á Ís- landi. En hvað er það sem hið besta og vitr- asta foreldri óskar barni sínu og hvernig gengur samfélaginu að veita öllum sínum börnum það? Gunnar Hersveinn fjallar um föruneyti barna og samábyrgð okkar í bók sinni Gæfuspor. Þar segir hann: „Sam- ábyrgð varpar ljósi á hversu öflugt föruneyti barnsins getur verið. Í því eru ekki aðeins vinir og vandamenn heldur einnig aðrir samferðamenn og stofnanir. Stjórnvöld sem búa fjölskyldunni markvisst betra um- hverfi eru í föruneyti barnsins og vinnuveitendur sem gæta þess að vera ekki of aðgangsharðir gagn- vart frítíma foreldra eru því hlið- hollir. Stefna sem er hliðholl fjöl- skyldunni styrkir barnið. Þjóðarvakning í þágu barna felst meðal annars í því að föruneyti barnsins rifji upp hlutverk sitt og ræki það síðan vel.“ Nútímaþjóðfélagið hefur tilhneig- ingu til þess að setja börn á stofn- anir og einangra þau frá samfélag- inu. Börn fá ekki að læra hjá foreldrum sínum það sem þarf til þess að þau verði að fullorðnum ein- staklingi. Verkaskipt- ing milli heimila og skóla verður ófull- komin og margur lær- dómur, sem þótti koma með móð- urmjólkinni, lendir milli skips og bryggju, milli skóla og heimilis og verður fyrir vikið vanræktur. Öfugt við þá viðteknu skoðun að útivinnandi mæður og mikil þörf fyrir gæslu stjórni þörf fyrir leik- skóladvöl barna, sýna rannsóknir að helsta ástæða fyrir aukningu á leikskólaþátttöku barna er vilji for- eldra fyrir betri menntun handa börnum sínum. Aukning á leik- skóladvöl barna hefur verið meiri en sú aukning sem orðið hefur á at- vinnuþátttöku beggja foreldra. At- vinnuþátttaka kvenna er þó hvergi eins mikil og á Íslandi. Um 85% kvenna á aldrinum 25–54 ára vinna úti og 94% karla á sama aldri. Í dag er verið að glíma við það að dval- artími barna í leikskóla er orðinn lengri en vinnutími foreldra þeirra. Sú þjónusta sem boðið er upp á í leikskóla hefur aukist og vel er búið að börnum í leikskóla í leik við fé- laga sína, undir handleiðslu vel menntaðra leikskólakennara í vel búnum glæsibyggingum. Skilgreining OECD á fjöl- skylduvænni stefnu yfirvalda er stefna sem sameinar atvinnuþátt- töku og fjölskyldulíf fólks með góðu aðgengi að þjónustu fyrir fjölskyld- una, sem stuðlar að þroska barna, stuðlar að vali fyrir foreldra á at- vinnuþátttöku og umönnun barna sinna. Fjölskylduvæn stefna felur í sér gott aðgengi að ódýrum og góð- um leikskólum, fjárhagslegum stuðningi við barnafjölskyldur, og sveigjanlegum vinnutíma foreldra. En hvert höldum við? Ráðstefna verður haldin um stöðu barna í ís- lensku samfélagi á Grand Hótel þann 3. mars þar sem leitað verður leiða til að efla föruneyti barna. Hve glöð er vor æska? Anna Magnea Hreinsdóttir skrifar um stöðu barna í íslensku samfélagi ’Skilgreining OECD áfjölskylduvænni stefnu yfirvalda er stefna sem sameinar atvinnuþátt- töku og fjölskyldulíf fólks.‘ Anna Magnea Hreinsdóttir Höfundur er leikskólafulltrúi Garðabæjar. HAUKUR Már Helgason heim- spekingur skrifar merkilega grein um sjálfan sig í Fréttablaðið 23. febrúar. Er greinin helst fróðleg fyr- ir að lesendum býðst þar tækifæri til að litast um í hugarheimi ein- staklings sem hefur gert okkur Egil Helgason sjónvarpsmann að heila- þvegnum liðsmönnum í her þeirra erkifjenda sem hann verður að sigra í bar- áttu sinni fyrir betri heimi. Allt er þetta vel fram borið hjá heimspek- ingnum og saman sett með stílbragði sem er upprunnið hjá opinber- unarsinnum á Netinu og nefna má „allra- handa“ eftir kryddinu sem átti að gera allan mat ætan. Þannig er rakað saman slag- orðum, sjálfsögðum sannindum, dagsetningum og ill- mennum úr samtímasögunni, dul- arfullum vefslóðum, smádóti úr kvik- myndafræðinni, tilvitnunum á útlensku, einhverju sem líkist slitr- um úr gamalli þingræðu eftir Stein- grím J. Sigfússon, ásamt nöfnum al- þjóðlegra stofnana og stórfyrirtækja – og tekst höfundi meira að segja að kippa góðkunningja ádeilumanna, Walt Disney, upp í vagninn til sín. Í ytri lögum kosmógóníunnar situr svo sjálfur Egill Helgason við lang- borðið í sjónvarpssalnum og tromm- ar fingrum á borðplötuna, en verald- arviðurinn skelfur. Undirritaður fær að fylgja með eins og litli puttinn á krumlu andskotans. Um leið og ég þakka heimspek- ingnum fyrir að láta nafn mitt fljóta svona innan um nöfn stórmenna og óumdeilda heimsviðburði, þá vil ég nota tækifærið og leiðrétta þær hug- myndir sem hann eignar mér í hinu mikla klippiverki sínu. Ég kannast, sem sagt, hvorki við að vera fylgj- andi Íraksstríðinu né að hafa stillt upp sem andstæðum „óskoruðu frelsi manna til að tjá sig“ og því „að sýna fólki af öðrum menningar- heimum fulla virðingu“. Þessar skoðanir hef ég hvergi viðrað, ekki einn og sér, og heldur ekki í kór með Agli Helgasyni. Þvert á móti er sannleikurinn sá að í spjalli við Egil í sjónvarpsþætti hans, Silfri Egils, hélt ég því fram að með því að standa vörð um frelsi okkar á Vesturlöndum til þess að tjá okkur óhindrað um heilagar verur – hvort sem það er í formi skrípateikninga eða stórbrot- ins skáldverks – þá værum við einnig að standa með tjáningarfrelsinu í þeim löndum sem hafa íslam að rík- istrú. Þar býr fólk nefnilega við stanslausa skoðanakúgun af hendi trúarlegra og veraldlegra yfirvalda. Nærtækast er að minna á mál læknisins og rithöfundarins Tas- milu Nasrin sem var úrskurðuð réttdræp fyrir það eitt að segja að kennisetningar Kór- ansins væri notaðar til þess að kúga konur í heimalandi hennar Bangladesh. Hún er landflótta og í felum vegna þess að þarlend yfirvöld tóku undir ákærur erkiklerkanna á hendur henni. Saga Tasmilu Nasrin er ekkert einsdæmi, eins og Haukur Már getur lesið sér til um á skrifstofu Amnesty Int- ernational í Hafnarstræti 15, en ólíkt flestum sem kærðir eru fyrir guðlast í Bangladesh og Pakistan er hún enn á lífi. En það eru fleiri sem njóta stuðnings af því að vörður sé staðinn um tjáningarfrelsið. Kröfunni um skilyrðislausa und- irgefni við bókstafinn, með tilheyr- andi refsingum ef út af er brugðið, er ekki aðeins beint að fólkinu í lönd- unum heima fyrir. Henni er líka stefnt gegn lífsmáta hins mikla fjölda múslima sem hefur búið í Evr- ópu um áratugaskeið, og fundið þar leið til þess að lifa með trú sinni í samfélagi sem byggist á aðskilnaði ríkisvalds og trúarsetninga. Já, þrátt fyrir að margir þeirra Evr- ópubúa sem iðka hinn íslamska sið búi við kröpp kjör, þá eru þeir samt lifandi ógnun við harðstjórana og bókstafstrúarmennina í „gamla landinu“; engir eru líklegri til að tendra ljós upplýsingar í löndum Múhameðs en einmitt evrópskir múslimar, engir sýna betur fram á að íslam og lýðræðislegt stjórnarfar geta átt samleið. Enda eru það ein- ræðisstjórnir olíuríkjanna sem kosta trúboðstöðvar ofsatrúarmanna í Evrópu. Og einnig þar hafa klerkarnir svarað fyrir sig þegar þeir telja að menn hafi móðgað spámanninn eða kenninguna. Fyrir tveimur árum gerði hollenski kvikmyndaleikstjór- inn Theo van Gogh kvikmynd sem lýsir ömurlegum ævidögum mús- limskrar konu í nauðungarhjóna- bandi. Hann var myrtur af ungum öfgamanni en söguhöfundur mynd- arinnar, þingkonan Ayaan Hirsi Ali, fer huldu höfði. Eru þá ótalin eft- irmál útgáfu Söngva Satans og árás- ir á útgefendur og þýðendur þeirrar bókar. Mér þykir dapurlegt að þurfa að rifja upp svo óhuggulegar stað- reyndir fyrir jafn siðavöndum manni og Hauki Má Helgasyni, en það er hér gert af illri nauðsyn, því segja má að ofbeldisstjórnir Asíulanda, morðingi Theos van Gogh og klerka- dómstóllinn sem dæmdi Tasmilu Nasrin til dauða hafi óvænt eignast stuðningsmann í þessum íslenska heimspekingi. Að lokum þetta: Sú tíð færist nær að Íslendingar sem játa íslamska trú láta til sín taka í íslensku menning- arlífi. Konur og karlar, stúlkur og drengir úr samfélagi íslenskra músl- ima munu brátt kveða sér hljóðs og segja okkur sögur sínar – sungnar og ritaðar, kvikmyndaðar og dans- aðar – og það er ekki síst þeirra vegna að ég tel lífsnauðsynlegt að láta ekki undan í þeirri deilu um tjáningarfrelsið sem uppi er í dag. En skyldi Haukur Már ekki þola við á landinu þegar sú sögustund hefst, óheft af veraldlegum eða trúarlegum bönnum, þá getur hann vel gerst farandkennari í vestrænni heimspeki í Pakistan – það er að segja ef hann er nógu fljótur að hlaupa. Vandlætara svarað Sjón svarar Fréttablaðsgrein Hauks Más Helgasonar ’Um leið og ég þakkaheimspekingnum fyrir að láta nafn mitt fljóta svona innan um nöfn stór- menna og óumdeilda heimsviðburði, þá vil ég nota tækifærið og leið- rétta þær hugmyndir sem hann eignar mér …‘ Sjón Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.