Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 33

Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 33 UMRÆÐAN BÆJARSTJÓRINN í Garðabæ brást snarlega við ummælum borg- arfulltrúa R-listans á dögunum og telur ranglega að sjálfstæð- ismönnum vegið og ómaklega mjög. Hann færir fram rök þess efnis að frábærlega hafi fjölskyldumálum verið sinnt í Garðabæ allt frá þeim tíma er sjálfstæð- ismenn náðu þar meirihluta vorið 1966. Kapp er best með forsjá Þau sígildu orð eiga við um seinheppni bæjarstjórans, því að vart hafði blekið fyrr þornað frá penna hans en ASÍ birti þá stað- reynd að alls er 42% munur á milli sveitar- félaga á þeim kostnaði sem hjón með tvö börn, 4 og 7 ára, greiða fyrir leik- skóla, hádegisverð og skóladagvist. Garðbæingar greiða kr. 470.000 á ári en Akureyringar kr. 330.000. Vart verður það talið fjöl- skylduvænt. Það er enginn vafi að bæjarstjórinn vill vel, en mun vit- urlegra er að horfa á málin í réttu ljósi en rjúka upp til andmæla, sem ekki standast þær staðreyndir, sem við blasa. Staðreyndir sem blasa við Það hefur lengi verið einna dýr- ast fyrir foreldra í Garðabæ að styðja börn sín til þátttöku í íþrótt- um. Það hefur tekið ótrúlega lang- an tíma að auka og bæta aðstöðu til íþrótta í bænum og er alls ekki bú- ið enn. Hafnarfjörður, Kópavogur og Mosfellsbær eru þar mun fram- ar. Hér geta menn ekki stundað frjálsar íþróttir því að aðstæður eru bókstaflega engar. Áhugi á sundi og fimleikum er mikill, en að- staðan afar léleg. Foreldrar hafa og þurfa enn að aka börnum sínum til æfinga í Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð og jafnvel suður í Voga. Forráðamenn bæjarins ættu að skoða framkvæmdir í þessum bæjarfélögum og sækja þangað bæði þekkingu og metnað til þess að bærinn okkar dragist ekki enn aftur úr. Ásvellir, Fífan, Versalir og sundstaðir þessara bæjarfélaga eru hvetjandi fyrirmyndir. Þeir bjóða einnig upp á aðstöðu til veit- inga og notalegrar samveru. Slíkt er fjöl- skylduvænt, kæri bæj- arstjóri. Slagorð ná skammt Oft má sjá birtar fréttir af forystu sjálf- stæðismanna í ýmsum málefnum sveitarfélag- anna á höfuðborg- arsvæðinu. Við heyr- um eða lesum um hvatapeninga, Garða- bær er trúlega sá síð- asti að bjóða nið- urgreiðslu á félagstarfi barna, valfrelsi um skóla er dásamað og hefur vakið athygli. Foreldrar geta nú valið skóla fyrir börn sín. Þetta hljómar vel. Könnun leiddi þó í ljós, að búseta ræður mestu um val for- eldra. Foreldrar vilja að sjálfsögðu, að börn þeirra geti gengið í skól- ann sinn og notið samvista og leikja með félögum sínum í og utan skóla. Þessi staðreynd virðist koma bæjaryfirvöldum algjörlega á óvart. Hinn prýðilegi Sjálandsskóli verður að gjalda þessa. Bærinn gleymdi börnunum í nágrennið. Þar risu íbúðir fyrir annan aldursflokk. Það kom sér vonandi vel, en verður vart talið koma barnafjölskyldum vel. Hér viljum við búa, en … Þetta munu flestir Garðbæingar vilja taka undir. Hvernig stendur á því, að of stór hópur æskufólks og reyndar eldri borgara hefur flutt úr bænum í önnur byggðarlög. Ég hef ekki tölur í þessum efnum, en tala brottfluttra er óeðlilega há. Hvers vegna? Útþrá eða leiði á aðstæðum hér? Ég tel svo ekki vera, þrátt fyrir margt, sem betur mætti fara. Ástæðan er mun fremur sú, að eldri borgurum, sem vilja minnka við sig, er um megn fjárhagslega að kaupa sér hæfilega íbúð í Garða- bæ. Það sama á við um unga fólkið, fæst af því á kost á að kaupa sína fyrstu íbúð hér í bæ. Það þarf að auka stórlega úthlutun lóða af hálfu bæjarins, aðeins örfáum lóðum hef- ur verið úthlutað á þessu kjör- tímabili. Kæri bæjarstjóri, það er fjölskylduvæn stefna að gefa börn- um okkar og foreldrum kost á að búa áfram í Garðabæ. Hvenær verður til Garðagerði? Ég á við fallegan almenningsgarð á fögrum stað í bænum, þar sem runnar rísa og skjólbelti veita hlýja umgjörð um samveru og samkomur Garðbæinga. Sú framkvæmd yrði fögur rós í barm bæjaryfirvalda, já og fjölskylduvæn. Víst er turninn tignarlegur, sem hýsir stjórn og starfslið bæjarins okkar. Þar er og margt vel unnið og dyggilega. Hið fagra útsýni ætti að veita stjórnendum bæjarins víð- sýni og réttsýni til skipulegra átaka til heilla fyrir bæjarbúa. Það er þörf á því að standa jafnrétt að verkum og það er nauðsynlegt að klukkan í turninum sýni réttan tíma hverju sinni. Slagorð koma aldrei í stað markvissra starfa sem stuðla að góðum bæjarbrag og hollri sameiningu og samvistum bæjarbúa. Garðabær – fjölskyldubær? Eyjólfur Bragason svarar grein Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ ’Slagorð koma aldrei ístað markvissra starfa sem stuðla að góðum bæjarbrag …‘ Eyjólfur Bragason Höfundur er áfangastjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla. ENGIN sérstök deild er til hér á landi fyrir aldraða geðsjúka, en sá hópur þarf mjög sérhæfða þjónustu. Þeir hafa verið vistaðir á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss og á öldrunarsviði sama spítala. Þessir sjúk- lingar hafa verið að velkjast á milli þessara deilda. Sérhæfða hjúkr- unarvistun vantar líka Þetta eru oft sjúk- lingar sem eiga ekki samleið með öðrum öldruðum og það gerir það einnig að verkum að hjúkrunarheimilin veigra sér við að taka við þeim þegar læknismeðferð er lokið. Þeir hafa verið teknir inn á heimilin til bráðabirgða til að sjá hvernig gengur. En oftast hefur það því miður ekki gengið. Einhverjir þessara sjúklinga eru langveikir og dvelja heima með göngudeildarþjónustu frá geðsviði, sem er gott á meðan það er hægt. En þegar þeir verða veikari eru þeir lagðir inn, annaðhvort á geðdeildina og taka þá upp endurhæfingarpláss, eða þeir lenda inni á öldrunardeild- um vegna þess að oft hrjá þá ýmsir aðrir sjúkdómar, oft margir lík- amlegir kvillar. Breytt viðhorf Séra Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði út í þessi mál fyrir þremur árum á Al- þingi og sagði ráðherra honum þá að núverandi fyrirkomulag væri skipulag sem fagfólk væri ekki ósátt við. Nú er annað upp á teningnum. Fagfólk telur að það þurfi að sinna þessum málum betur. Það er ekki hægt að bjóða öldruðum sjúklingum og öldruðum geð- sjúkum að dvelja sam- an á deild. Þeim finnst þeim oft ógnað, bæði sjúklingunum og að- standendum þeirra. Í nágrannalöndum okkar eru allsstaðar reknar sérstakar öldr- unargeðdeildir og væri eðlilegt að í 300 þúsund manna samfélagi væru slíkar deildir starfandi. Brýn þörf Ég er sammála því fagfólki sem telur að þörf sé á sér- stakri öldrunargeðdeild, þ.e. með- ferðardeild fyrir þessa sjúklinga. Gert er ráð fyrir að deild fyrir 18–20 manns, sem bæði öldrunarsviðið og geðsviðið kæmu að, myndi anna þörfinni. Svo þarf auðvitað að huga að hjúkrunarúrræðum fyrir þessa öldruðu og geðsjúku, því að þau eru engin. Þetta fólk þarf að vera út af fyrir sig, því það truflar aðra vist- menn og sjúklinga. Ekki þarf nema einn svona sjúkling á deild til að koma öllu í uppnám. Fólk með geð- sjúkdóma á ekki heldur að þurfa að búa við þessar aðstæður. Ákvörðun væntanleg Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra viðurkenndi í svari sínu til mín að aldraðir þyrftu sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu, er ég spurð- ist fyrir um þjónustu sem þessu aldraða fólki stendur til boða. Hann sagði einn mikilvægra þátta öldr- unarþjónustunnar vera geðheil- brigðisþjónustu, en hún væri að mörgu leyti frábrugðin og að sumu leyti flóknari þegar um væri að ræða aldraða en þegar yngra fólk ætti í hlut. Þetta væri ekki síst vegna þess að oft færu saman hjá öldruðum fjölþætt heilsufarsvanda- mál og því mikil lyfjanotkun sam- hliða heilabilunareinkennum og minnissjúkdómum, þar sem erfitt gæti verið að greina á milli orsakar og afleiðingar. Í desember síðast- liðnum skipaði ráðherra 15 manna faghóp sem á að skila niðurstöðum um hvernig standa skuli að slíkri þjónustu og hvernig henni skuli fyr- ir komið. Hann á að skila nið- urstöðum nú í mars. Umræðuna á Alþingi um fyr- irspurn mina um þetta mál má finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/132/ 02/l08133810.sgml. Engin deild fyrir aldraða með geðsjúkdóma Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um öldrunar- og heilbrigðismál ’Fólk með geðsjúkdómaeldist eins og aðrir og fær öldrunarsjúkdóma ekki síður en annað fólk. Aldr- aðir geta líka fengið geð- sjúkdóma á efri árum.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. HVAÐ veldur því að þjóð sem haldið hefur verið frá frjálsu að- gengi að lánsfé eins og þú hefur verið alla tíð sturlast nær því alveg við það eitt að geta fengið nær ótak- markað lánað á of- urvöxtum? Hvers vegna þarft þú að kaupa spánnýj- an bíl á tveggja ára fresti, því þarft þú að eiga einn bíl á næst- um því hvern íbúa landsins, hvers vegna þurfa sumir þegnar þessa lands að eiga bíla sem kosta meira í innkaupum en nokkrir verkamenn íslenskir hafa til samans í árs- laun, og hver er í raun munurinn á bíl sem kostar 2 milljónir og bíls sem kostar 8+milljónir, báðir taka fjóra farþega + bílstjóra –báðir verða ónýtar járnhrúgur eft- ir 15 ár? Báðir eyða þeir kringum 30 krónum á hvern ekinn kíló- metra, hvers vegna þarft þú að eiga svona dýra bíla, mín arma þjóð? Hvað fær þig til að halda að það sé skynsamlegra að skulda meira en minna, eða að halda að með því að skulda lengur gegn vægari vöxt- um en grimmari verðbótum sért þú að græða eða að létta þér byrð- arnar? Í nær verðbólgulausu tíðarfari, 2–4%, þegar íslenska krónan er allt að því að vera einn sterkasti gjald- miðill heims og evran fellur úr 85 í 75 miðað við krónu og dollarinn fellur úr 105 niður í 60 miðað við krónu þá finnst þér ekkert eðli- legra en að nær allar vörur hækki 8–10% á ári vegna innlendra verð- hækkana? Og að bílverð hækki með hverri nýrri árgerð meira að segja frá, Ameríku, landi dollarsins? Og manst þú, mín skuldglaða þjóð, hvað lóð undir einbýlishús kostaði 1996? Skiptir ekki máli, í dag kostar hún 20 og eitthvað milljónir – já, ein lóð undir einbýlis- hús kostar 20 milljónir, árið 2000 var selt ekki alveg fullbyggt 250 fer- metra einbýlishús í Grafarvogi fyrir 20 milljónir og það þótti mjög gott verð þá, hvað hefur breyst, mín sjúka þjóð, hvað veldur því að þú ert tilbúinn að greiða í dag 60 milljónir fyrir þetta sama hús? Húsið er ekki meira virði, árin eru ekki nema tæplega 6 og verðbólgan á tímabilinu er ekki nema um 20% +- eitt- hvað, hvað hefur komið fyrir verðskynið hjá þér, ertu orðin vitskert eða er geð- veiki að ganga sem einhver um- renningspest? Hví veður þú út í banka til að veðsetja sjálfan þig þegar vel geng- ur? Vinna er nóg og skattar fara lækkandi, liggur þér á að verða skítblankur aftur um hver mán- aðamót vegna nokkurra aukafer- metra, nýrrar bifreiðar eða sól- brúnku á rándýrri sólarströnd? Vakna þú, mín þjóð, verðlag er eitthvað sem þú getur stjórnað, og það sérstaklega þegar vel gengur. Ekki kaupa eitthvað sem sífellt hækkar, ekki taka lán ef þú getur safnað og ekki koma nálægt neinu sem margfaldast í verði á nokkrum árum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, eins og lóðaverð á höf- uðborgarsvæðinu hefur gert á síð- ustu árum. Hvað er að þér, mín íslenska þjóð? Magnús Jónsson fjallar um þjóð sína, sem hann telur að geti stjórnað verðlagi Magnús Jónsson ’Vakna þú, mínþjóð, verðlag er eitthvað sem þú getur stjórnað.‘ Höfundur er verktaki. EFNI þessarar greinar verður ekki að fjalla um ástandið í Írak, enda sú ógn og skelfing, sem þar ríkir, öllum kunn af fréttum dag- inn langan. Á hinn bóginn verða færð fram rök að því, að þáverandi forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands hafi brotið lög, þegar þeir tóku um það ákvörðun tveir einir í Prag austur að Íslendingar tækju þátt í hernaði á hendur öðru ríki. Þeim, sem við lagasetningu og lögskýringar hafa fengizt, er full- kunnugt um að athugasemdir eða greinargerðir með laga- frumvörpum hafa lagaígildi, enda fram lagðar til frekari útlistunar. Í marz 1949 fól Alþingi rík- isstjórn Íslands að gerast stofn- aðili að Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Athugasemdum með þings- ályktun þeirri, sem aðild ákvað, fylgdi skýrsla, sem þrír ráðherrar höfðu gefið um för sína til Wash- ington að kynna sér efni stofn- samningsins og skýra ,,rækilega sérstöðu landsins“. Orðrétt segir þar: ,,Við tókum fram að Ísland hvorki hefði né gæti haft eigin her og mundi þess vegna hvorki geta né vilja fara með hernaði gegn nokkurri þjóð, jafnvel þótt á það yrði ráðizt.“ Ráðherrarnir þrír, sem túlkuðu sérstöðu Íslands, voru Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, Emil Jónsson, viðskiptaráðherra og Eysteinn Jónsson, mennta- málaráðherra. Við afgreiðslu málsins á alþingi segir svo m.a. í áliti meirihluta ut- anríkisnefndar, dags. 29. marz: ,,Þá er nefndin og þeirrar skoð- unar, að trygging sé fengin fyrir því, að sérstaða Íslands sé ölum samningsaðilum ljós og að hún muni virt í þeim samtölum, sem hér er um að ræða. Sú sérstaða er á þá leið, að Íslendingar eru vopn- laus þjóð og munu eigi stofna her og því ekki segja nokkurri þjóð stríð á hendur.“ Þeir, sem undirrita þetta nefndarálit, eru: Ólafur Thors, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Thor- oddsen og Jóhann Hafstein. Það fer því ekki milli mála, að alþingi löghelgaði á sínum tíma að Ísland myndi ,,ekki segja nokk- urri þjóð stríð á hendur“. Við þessari lögfestingu hefði enginn getað hróflað nema lög- gjafarsamkoman sjálf, en ekki tveir umboðslausir kumpánar á erlendri grund. Það þarf ekki frekari vitna við og þess vegna ástæðulaust að fara fleiri orðum um þá dæmalausu lít- ilsvirðingu, sem alþingi var sýnd með orðum og vinnubrögðum ráð- stjórnar og handbenda hennar í utanríkisnefnd. Að ekki sé minnzt á þegar valdamaður pantaði sér prófessorsálit um að aðild Íslands að Íraksstríði væri ekki meiri- háttar mál, sem þarfnaðist sér- stakrar meðferðar. Sverrir Hermannsson Lögbrjótar Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.