Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 34

Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ megum við Reykvíkingar vera glaðir og þakklátir þeim sem ráða skipulagsmálum í höfuðborginni okkar fyrir framsýni og víðsýni í þessum efnum. Hvað sem okkur íbú- um höfuðborgarinnar kann nú að finnast um Tónlistarhús, ráð- stefnumiðstöð og hótel í gömlu höfninni, stað- arval Landspítala – há- skólasjúkrahúss á einu mesta umferðarhorni landsins, flutning Hringbrautarinnar eða uppboð á bygging- arlóðum þá er það nokkuð víst að skipulag Vatnsmýrarinnar klikkar ekki. Þar dugar ekkert minna en „bestu heilar og hjörtu heimsins“ eins og einn ágætur borgarfulltrúi okkar sagði í umræðum um væntanlega al- þjóðlega skipulagssamkeppni um Vatnsmýrina. Dómnefndin sem á svo að dæma þessa alþjóðlegu skipulags- samkeppni er heldur ekki af verri endanum. Þar er borgarstjórinn okk- ar formaður, en auk hans sitja í dóm- nefnd tveir borgarfulltrúar og arki- tektarnir Busquets, Kaan, Machleidt og Christer þeim til aðstoðar. Nú kann einhver að spyrja, þar sem hér er um skipulagssamkeppni að ræða, hvort ekki hefði t.d. verið hollráð að leita aðstoðar Skipulags- fræðingafélags Íslands – eða ef eng- inn innlendur skipulagsfræðingur var nógu fínn – amk. að fá eins og einn erlendan skipulagsfræðing til þess að vera með í forvinnu, stefnu- mörkun, undirbúningi samkeppn- innar og dómi til þess að reyna að tryggja að eitthvað kæmi út úr þessu annað en reykur, spegilmyndir og falleg grafik. Hér er þó að verulegu leyti verið að kosta til almannafé auk þess sem endanlegt skipulag Vatns- mýrarinnar skiptir önnur sveit- arfélög á höfuðborg- arsvæðinu miklu og reyndar landsmenn alla. Auðvitað eru engir hæfari til að bera ábyrgð á og ráða fram úr þessum málum en við Íslendingar sjálfir, þótt sjálfsagt sé að leita þekkingar þar sem hana er að finna. Það er svo auðvitað hluti af sjálfstæði hverrar þjóð- ar að reikna heima- dæmin sín sjálf. Þess í stað hverfa forsvarsmenn Reykjavíkur að því ráði að fá frekar alþjóðlegan „stílista“ með „hina einu réttu framtíðarsýn“ til þess að vera ráðamönnum til halds og trausts í skipulaginu. Þekking á staðháttum, veðurfari, íslenskri menningu og þjóðfélagsgerð er greinilega ekki metin mikils, en um að gera að hafa hið alþjóðlega „look“ í lagi Fyrir eins og hundrað árum töld- um við okkur fullsæmd af þeirri byggingarlist og skipulagi sem inn- lendir hönnuðir, sérfræðingar og listamenn bjuggu til, ekki síður en af þeirri list sem var skráð í bækur eða máluð á léreft. Þá stóðu opinberir að- ilar að minnsta kosti með sinni þjóð og sínum listamönnum, hönnuðum og sérfræðingum. Það varð til þess að nokkrir þeirra urðu þekktir víða um heim. Auðvitað eigum við í dag að standa með Sigur Rós, Björk, Mugi- son, Sjón, Silvíu Nótt og öllum öðrum listamönnum, arkitektum, skipulags- fræðingum og vísindamönnum þessa lands. Það er sá nauðsynlegi stuðn- ingur sem gerir þessu fólki kleift að þróast og þroskast og kynna verk sín erlendis. Þetta skapar íslenska menningu og er einfaldlega hluti af því að vera Íslendingur þótt við eig- um auðvitað að meta það sem vel er gert hjá öðrum þjóðum. En nú er öldin augsýnilega önnur og alþjóðlegri hjá þeim sem fara með forræði Reykjavíkur enda bara er- lendum arkitektum treystandi til að hanna meiri háttar byggingar hér að ekki sé nú talað um skipulagið. Ís- lenskir arkitektar og skipulagsfræð- ingar, listamenn og sérfræðingar geta í besta falli fengið vinnu hjá við- komandi stórfyrirtækjum sem er greinilega betur treyst en okkur, venjulegum Íslendingum sem bara reka smáfyrirtæki, til þess að skipu- leggja, hanna og móta hina „nýju Reykjavík“ 21. aldarinnar. Erum við orðin of fín fyrir okkur sjálf? Gestur Ólafsson fjallar um skipulagsmál ’En nú er öldin augsýni-lega önnur og alþjóðlegri hjá þeim sem fara með forræði Reykjavíkur enda bara erlendum arki- tektum treystandi til að hanna meiri háttar bygg- ingar hér, að ekki sé nú talað um skipulagið.‘ Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. Í MORGUNBLAÐINU hinn 21. febrúar sl. ritar Einar Sigurbjörns- son, prófessor við guðfræðideild Há- skóla Íslands, skilmerkilega grein um hjónabandið. Lagt er mat á í greininni hvort rétt sé að samkyn- hneigðir eigi að fá aðgang að þessari stofnun, hjónabandinu, og kemst Einar að þeirri nið- urstöðu að svo eigi ekki að vera, hjónabandið eigi eftir sem áður að vera einungis fyrir gagnkynhneigða. Löggerningurinn hjónaband og stað- fest samvist Lagalega er hjóna- bandið, á sama hátt og staðfest samvist sam- kynhneigðra, löggern- ingur sem tryggir tveimur einstaklingum ákveðin réttindi gagnvart hvor öðr- um og gagnvart yfirvöldum. Kirkju- leg vígsla hjónabands felur í sér bæði að þessi löggerningur er gerður svo og að brúðhjónum er gefin blessun viðkomandi trúfélags. Lagaleg heim- ild fyrir kirkjulegri vígslu samkyn- hneigðra, hvort heldur sem er til staðfestrar samvistar eða hjóna- bands, er ekki fyrir hendi á Íslandi. Trúfélögum sem nú óska þess að gefa saman samkynhneigð pör í stað- festa samvist samkvæmt ritúali við- komandi trúfélags er það þar með óheimilt samkvæmt lögum. Þetta heimildarleysi er óeðlilegt. Löggjafinn á ekki að beita slíku laga- legu misrétti eða banni gagnvart trú- félögum og samkynhneigðum. Því er það mikilvægt að í frumvarpi til laga um réttarstöðu samkynhneigðra sem nú liggur fyrir Alþingi verði trú- félögum heimilt að annast bæði lög- gerning og blessun hjónabands og staðfestrar samvistar samkyn- hneigðra óski trúfélögin eftir því. Hjónaband kynhlutlaus stofnun í Hollandi Í grein sinni segir Einar að ef sam- búð samkynhneigðra yrði með lögum á Íslandi skilgreind sem hjónaband myndu íslensk lög ganga út frá því að hjónaband sé kynhlut- laus stofnun. Slíkt væri róttæk breyting sem engin nágrannaþjóða okkar hafi stigið. Nú er það svo að í einu nágrannalanda Ís- lands, Hollandi, er hjónabandið kynhlut- laus stofnun – bæði samkynhneigðir og gagnkynhneigðir geta þar í landi gengið í hjónaband. Ekki hefur orðið vart að þessi tilhögun hafi haft neikvæð áhrif á hjónabandið þar í landi, enda er hjónabandið, hverjum sem það er opið, fyrst og fremst ver- aldleg stofnun sem í felst ábyrgð milli aðila í hjónabandi og gagnvart hinu veraldlega samfélagi. Löggjöf um hjónaband í nútímaþjóðfélagi er ekki, eins og Einar heldur fram, sett fram til þess að tryggja börnum rétt og lífsviðurværi. Réttindi barna og skyldur foreldra gagnvart þeim byggjast t.d. á Norðurlöndum ekki á hjúskaparstétt foreldra, heldur á annarri löggjöf. Aðgreining eða sameining? Hjónabandslöggjöf er tekur bæði til gagnkynhneigðra og samkyn- hneigðra er eðlileg þróun í átt að jafnrétti þegnanna. Það er algerlega ástæðulaus hræðsla að verði sam- kynhneigðum heimilt að kalla sam- band sitt „hjónaband“ í lögum feli sú gjörð í sér að einhvers konar geng- isfelling verði á hjónabandi gagnkyn- hneigðra. Lagaleg og samfélagsleg rök skortir fyrir að viðhalda aðgrein- ingu af þessu tagi. Kynþáttaaðskiln- aðarstefna suðurafrískra yfirvalda á árum áður hafði yfirskriftina „sep- arate but equal“ um samskipti kyn- þátta. Var því haldið fram að jafn- ræði ríkti á milli kynþátta, en að betra væri að halda þeim að- greindum. Rökin fyrir þessu voru af ýmsum toga, meðal annars skipun Drottins í sköpuninni. Það var þó fjarri að jafnræði ríkti milli kyn- þátta, mismunun, bæði opin og dulin, átti sér stað. Á sama hátt er aðgrein- ing hjónabands og staðfestrar sam- vistar óþörf og óeðlileg þegar sami lagarammi verður um hvort tveggja. Jafnræðis- og jafnréttisforsendur ís- lensks þjóðfélags verða að sitja í fyr- irrúmi við skilgreiningu á hjóna- bandi í lögum, hvaða skoðun sem kristin hefð, þjóðkirkja eða önnur trúfélög kunna að hafa á málinu. Hjónaband – aðgreinandi eða sameinandi? Haukur F. Hannesson fjallar um hjónaband og samkynhneigð ’Jafnræðis- og jafnrétt-isforsendur íslensks þjóð- félags verða að sitja í fyr- irrúmi við skilgreiningu á hjónabandi í lögum, hvaða skoðun sem kristin hefð, þjóðkirkja eða önn- ur trúfélög kunna að hafa á málinu.‘ Haukur F. Hannesson Höfundur er tónlistarmaður. Í BYRJUN árs birtist grein í Fréttablaðinu eftir sviðstjóra kvenna- sviðs Landsspítala – háskólasjúkrahúss þar sem fjallað var um þróun og breyt- ingu á fæðingarþjónustu á spít- alanum. Kynntar voru þær fyr- irætlanir stjórnenda kvennasviðsins að hætta starfsemi MFS einingarinnar (Meðganga, fæðing, sængurlega) og stækka hið svokallaða Hreiður þannig að fleiri konum verði gert kleift að fæða þar en þeim sem notið hafa þjónustu MFS einingarinnar hing- að til. Færa á mæðraverndina sem verið hefur innan MFS inn á heilsugæslustöðvar höfuðborg- arsvæðisins. Með þessu segjast yf- irmenn kvennasviðsins vilja auka samfellu í þjónustu. Landspítalinn hefur boðið upp á samfellda þjónustu ljósmæðra og fæðingarlækna undir formerkjum MFS kerfisins frá árinu 1994 sem annað hefur 300–350 af þeim tæp- lega 3000 konum sem fæða á spít- alanum árlega. Samkvæmt stjórn- endum kvennasviðsins er gert ráð fyrir 700–750 fæðingum í Hreiðr- inu frá næsta hausti sem þó er að- eins lítill hluti eðlilegra fæðinga. Í stað þess að leggja niður MFS eininguna væri eðlilegra að út- víkka starfsemi hennar eða fjölga teymum sem sinna sérhæfðri fæð- ingarþjónustu einnig fyrir konur í áhættumeðgöngu eða þeim sem eru veikar á meðgöngu. MFS einingin hefur allt frá upp- hafi verið mjög vinsæl og ekki getað annað eftirspurn enda að- eins kleift að sinna litlum hluta barnshafandi kvenna á höfuðborg- arsvæðinu. Vinsældir eining- arinnar skýrast einkum af samfell- unni sem þjónustuþegar hennar hafa notið á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu þar sem leitast er við að konur njóti þjónustu sömu ljósmæðra allan tímann. Á Vest- urlöndum hafa slík þjónustuform fest sig í sessi enda talið að sam- fella í þjónustu skipti miklu máli í barneignarferlinu. Niðurstöður fjölda rannsókna og tilmæli Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar um fæðingarhjálp renna einnig stoðum undir þá kenningu að mæðravernd byggð á sam- felldri þjónustu ljósmóður eða fárra ljósmæðra sé æskilegri en umönnun margra ólíkra heilbrigð- isstarfsmanna í gegnum barn- eignaferlið. Með því að flytja mæðraverndina á höfuðborg- arsvæðinu nærri alfarið inn á heilsugæslustöðvar er ljóst að mjög fáar konur munu njóta sam- fellu í fæðingarþjónustu. Ljós- mæður sem starfa á heilsugæslu- stöðvunum eru fæstar í vinnu á fæðingargangi Landspítalans og margar þeirra sinna ekki heima- vitjunum í sængurlegu. Konur sem velja að eiga börn sín í heimahúsi og konur á fámennum stöðum á landsbyggðinni verða eftir þessar breytingar þær einu sem njóta samfelldrar mæðra- verndar en þær eru samanlagt innan við 10% barnshafandi kvenna á Íslandi. Í ljósi þessara staðreynda og vinsælda MFS einingarinnar er eðlilegt að spyrja hvað liggi að baki ákvörðun stjórnenda kvenna- sviðsins að hætta starfsemi MFS. Kostnaðurinn af mæðraverndinni færist til heilsugæslunnar og Tryggingastofnun ríkisins mun greiða ljósmæðrum fyrir umönnun kvenna í sængurlegu. Því er eðli- legt að spyrja hvort krafa um sparnað og hagræðingu í rekstri Landspítalans vegi ekki þyngst í þessari ákvörðun. Mæðravernd á Íslandi er að mörgu leyti til mikillar fyr- irmyndar en hins vegar er það rangt sem haldið var fram í fyrr- nefndri grein að vel sé séð fyrir fæðingarvalkostum á suðvest- urhorni landsins. Á höfuðborg- arsvæðinu er ekki fæðingarheim- ili, ekki er boðið upp á vatnsfæðingar (sem viðurkenndar eru af WHO) og aðeins um 1% barnshafandi kvenna nýtur sam- fellu í þjónustu eða þær sem kjósa heimafæðingar og nú á að loka MFS einingunni með þeim rökum að hún hafi verið svo vinsæl að ekki hafi verið unnt að anna eft- irspurn!? Á Selfossi og í Keflavík er unnt að fæða í vatni en ekki er í alvöru hægt að ætlast til þess að konur á höfuðborgarsvæðinu sæki þá þjónustu í stórum stíl. Forsvarsmenn kvennasviðsins tala um að þessar breytingar þýði aukna samfellu í þjónustu við kon- ur. Það þarf að skýra betur við hvað er átt því við erum ekki þær einu sem ekki skilja röksemda- færslu forsvarsmanna spítalans. Konur vilja vita hvað liggi þessum breytingum til grundvallar. Eru breytingarnar í samræmi við óskir kvenna? Voru þungaðar konur spurðar hvernig þjónustuform þær vilja eða með öðrum orðum; var framkvæmd þarfagreining meðal skjólstæðinga mæðraverndar? Var hagsmunafélag ljósmæðra haft með í ráðum? Að okkar mati er mikilvægt að auka umræðu um þessi mál ekki síst í ljósi niðurskurðar og hag- ræðingar í rekstri Landspítalans. Fæðingar á fæðingardeildum há- tæknisjúkrahúsa eru dýrar eða allt að fjórum sinnum dýrari en heimafæðingar og hlutfall lækn- isfræðilegra inngripa í eðlilegt fæðingarferli er mun hærra en á fæðingarheimilum og í heimafæð- ingum. Það er því bæði órökrétt og rangt að langflestar fæðingar á landinu fari fram á hátæknideild kvennasviðs Landspítalans en með lokun MFS mun ekki verða breyt- ing þar á heldur mun þeim þvert á móti fjölga. Fæðingar- þjónusta á höfuð- borgarsvæðinu Rósa Erlingsdóttir og Edda Jóns- dóttir fjalla um fæðingarþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu Rósa Erlingsdóttir ’Það er því bæði órök-rétt og rangt að lang- flestar fæðingar á land- inu fari fram á hátæknideild kvenna- sviðs Landspítalans en með lokun MFS mun ekki verða breyting þar á heldur mun þeim þvert á móti fjölga.‘ Höfundar eru áhugakonur um fleiri valkosti í fæðingarhjálp á Íslandi. Edda Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.