Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 35

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 35 UMRÆÐAN • Brúðarkjólar og nýjasta tíska • Brúðarvendir og blómaskreytingar • Matur í brúðkaupsveislum • Brúðargjafir • Hárgreiðsla brúða og brúðguma • Giftingarhringir og morgungjafir • Í formi fyrir brúðkaupið • Brúðkaupsmyndin • Snyrting fyrir brúðkaupið • Veisludúkar • Brúðarsængin og brúðarnærföt Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 föstudaginn 3. mars. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Brúðkaupsblað Morgunblaðsins Sérblað helgað brúðkaupssýningunni Já! fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. mars. Suðurbraut - Hf. - 3ja herb. Björt og falleg 93 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er sér- lega falleg með falleg- um innréttingum og vönduðum gólfefnum. Stór timburverönd í garði. Laus. Verð 17,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is MEÐ AÐILD að EES-samn- ingnum var Íslandi veittur að gang- ur að innri markaði Evrópusam- bandsins og réttindin sem fylgdu með kristallast í fjórfrelsinu, frjáls- um vöruflutningum, frjálsri för fólks, frjálsri þjónustustarfsemi og frjálsum fjármagnsflutningum milli aðildarlandanna. Grundvallarhugsunin er að engin mismunun megi eiga sér stað á þessum þáttum á því svæði sem innri mark- aðurinn tekur til. Frá stofnun ESB hefur sambandið unnið hörð- um höndum að því að vinna að þessum mark- miðum. Hefur því orð- ið vel ágengt í flestum þáttum fjórfrelsisins að undanskilinni þjón- ustustarfseminni, þar sem gífurleg skriffinnska, hæga- gangur og mikill kostnaður hefur verið frelsi á því sviði mikill fjötur um fót og er eiginlega hægt að halda því fram að raunverulegt frelsi á þessu sviði hafi verið afar takmarkað. Sem dæmi um takmark- anir má nefna bæ í Þýskalandi sem gerir kröfu um að erlend fyrirtæki gerist aðilar að verslunarráði bæj- arins, sem er með fimm ára biðlista. Annað dæmi er um ítalska reglu sem felur í sér að erlendum fyr- irtækjum er skylt að hafa a.m.k. fjóra starfsmenn á Ítalíu og setji 500.000 evrur sem tryggingu fyrir starfseminni. Markmið um frjáls þjónustuviðskipti Hinni svokölluðu þjónustu- tilskipun er ætlað að taka á þessu. Markmiðið með henni er að gera að veruleika frjálst flæði þjónustu í samræmi við ákvæði stofnsamnings ESB og ryðja úr vegi hindrunum eins og að framan eru nefndar, sem koma í veg fyrir að fyrirtæki og ein- staklingar geti selt þjónustu sína á grundvelli sömu skilyrða alls staðar á innri markaðnum. Í upprunalegri útgáfu tilskipunarinnar var lögð til hin svokallaða upprunalandsregla (e. country of origin principle) sem fólst í því að um veitingu þjónustu í öðru landi ESB gildi reglur heima- ríkis þjónustuveitanda, þ.e. ef veita má þjónustuna í ríkinu þar sem þjónustuaðilinn er með staðfestu má einnig veita hana annars staðar inn- an EES. Gildissviði tilskipunarinnar var ætlað að taka yfir velflesta þjón- ustugeira auk þess sem hún lagði til mikla einföldun á öllum samskiptum við hið opinbera í öðru aðildarríki, þ.e að þau færu fram á einum stað og í rafrænu formi. Væntingar voru uppi um að tilskipunin kæmi til með að hleypa lífi í Lissabon-ferli ESB sem miðar að því að efla vöxt og atvinnu. Niðurstaðan vonbrigði Tilskipunin hefur þokast hægt í gegnum löggjafarferil ESB og á dögunum fór fram fyrsta atkvæðagreiðsla um hana í Evrópuþing- inu. Með hliðsjón af því sem lagt var upp með verður ekki annað sagt en að út- koman sé mikil vonbrigði fyrir at- vinnulífið. 211 breytingartillögur voru samþykktar á hinni upp- runalegu útgáfu tilskipunarinnar og eftir stendur gjörbreytt tilskipun. Upprunalandsreglan er nú horfin en í staðinn er komið almennt ákvæði um að hvert aðildarland skuli tryggja frelsi til að veita þjónustu innan landamæra sinna svo og tryggja frjálsan aðgang að þjónustu. Jafnframt að ef þau nýta sér heim- ildir til að takmarka frelsi til að veita þjónustu skulu slíkar takmark- anir gerðar á jafnræðisgrundvelli og vera nauðsynlegar og hæfilegar. Að- ildarríkjunum verður því heimilt að takmarka frelsi til að veita þjónustu á grundvelli allsherjarreglu, al- mannaöryggis, umhverfisverndar og heilbrigðis. Hefði þýtt 600 þúsund ný störf Gildissvið tilskipunarinnar hefur einnig verið takmarkað frá því sem var og nær nú til færri geira. Vonir hafa staðið til þess að með sam- þykkt tilskipunarinnar myndi sam- keppnishæfni Evrópu aukast all- verulega og nýleg óháð könnun styður það en hún leiddi í ljós að allt benti til þess að 600.000 ný störf myndu verða til og erlend fjárfest- ing aukast um 34% sem bein afleið- ing af samþykkt þjónustutilskip- unarinnar. Ákaft er kallað eftir því enda atvinnuleysi mikið víða í Evr- ópu. Tilskipunin fer ekki varhluta af því að Evrópusambandið er að ganga í gegnum mikla vaxtarverki eftir stækkun þess árið 2004, og að aukin alþjóðleg samkeppni vex þar mörgum í augum. Í mörgum af hin- um grónu aðildarríkjum standa stjórnvöld frammi fyrir því að borg- arar þeirra hafa áhyggjur af áhrif- um tilskipunarinnar á kaup þeirra og kjör eftir stækkun ESB vegna samkeppni við starfsfólk frá nýju aðildarríkjunum. Spurningin sem staðið er frammi fyrir er því hvaða afleiðingar það hafi að hindrunum á því að veita þjónustu yfir landamæri verði rutt úr vegi. Tilskipunin gerði hins vegar engar breytingar á reglum tilskipunar ESB um útsenda starfsmenn sem hefur í um 10 ár kveðið á um það að launþegar sem sendir eru til starfa í öðru aðild- arríki skulu í grundvallaratriðum njóta sömu kjara og atvinnuréttinda og gilda í landinu sem þeir vinna í. Þessar áhyggjur náðu þó eyrum fjölmargra þingmanna eins og til- skipunin ber með sér eftir atkvæða- greiðsluna. Tilskipunin heldur nú áfram leið sinni í löggjafarferlinu. Fram- kvæmdastjórnin fær hana næst til umfjöllunar og þar á eftir ráðherra- ráðið en báðar stofnanirnar geta gert breytingar á tilskipuninni eins og hún er eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Að því loknu fer hún aftur til umfjöllunar í þinginu. Það á eftir að koma í ljós hvort það sam- komulag sem náðist í þinginu um til- skipunina í breyttri mynd haldi, en efasemdir eru uppi um að sú nið- urstaða myndi stuðla að raunveru- legu frelsi í þjónustuviðskiptum. Frelsi í þjónustuviðskiptum? Eva Margrét Ævarsdóttir fjallar um breytingar, sem eru að verða á Evrópusambandinu ’… allt benti til þess að600.000 ný störf myndu verða til og erlend fjár- festing aukast um 34% … ‘ Eva María Ævarsdóttir Höfundur er L.LM í Evrópurétti og starfar sem forstöðumaður skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. BLÁTT áfram – forvarnarverkefni UMFÍ gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, mun á næstu vikum vekja athygli á mikilvægi þess að fræða börnin um of- beldi. En hvernig fræð- um við barnið um lík- ama þess, kennum að gera greinarmun á góðri snertingu og vondri snertingu? Þetta vefst mikið fyrir fólki sem leitar til okkar. Það sem við verðum að muna er að þetta er ekki bara eitt samtal eða ein ábending til barna. Þetta verður að vera hluti af samskiptum okkar við barnið. Ef við byrjum þegar það er ungt að fræða það um líkama þess, hvað líkams- partar heita og að það snerti það eng- inn undir sundfötunum, þá verður þetta hluti af sjálfsmynd og vitund. Barn þarf ekki að knúsa fólk í fjöl- skyldunni bara af því að það er skylt því, eða treysta í blindni fólki í hlut- verkum þar sem samfélagið er búið að kenna börnunum að þau megi treysta. Stöldrum við og spyrjum barnið eða leyfum því að ákveða sjálft hvern- ig því líði í samskiptum við þessa manneskju, hvort að það treysti þess- ari manneskju og þá um leið sjálfum sér til að vega og meta aðstæður, og bregðast rétt við. Við verðum að bæta því við að við virðum barnið og hvernig því líður fyrst og að við styðjum þá ákvörðun sem það tek- ur. Það versta sem við getum gert börnum okkar er að segja ekki neitt og halda að þau komi að fyrra bragði og segi frá ef þau verða fyrir ofbeldi. Við vitum af eigin reynslu að svo er ekki. Ég tala nú ekki um ef það tengist því á einhvern hátt að þau voru að gera eitthvað sem þau máttu ekki og í framhaldi eru beitt of- beldi. Ef við gefum ekki börnunum orðin yfir hlutina, þau heyri okkur segja þá og sýnum þeim leiðirnar til að leita sér hjálpar þá erum við nán- ast búin að útiloka að þau brjótist út úr þögninni og segi frá. Barn sem er vel uppfrætt og getur treyst sjálfu sér – treystir öðrum og líður vel! Það er á okkar ábyrgð að kenna börnunum og minna þau á að ofbeldi er aldrei þeim að kenna – ekki undir nokkrum kringumstæðum! Það er ekkert það slæmt að við viljum ekki heyra. Hið minnsta atvik getur vafið upp á sig frá sektarkennd í sjálfs- hatur og reiði ef ekki er rétt á tekið. Það er til leið til að rjúfa þögnina og segja frá. Það að geta ekki sagt frá er verra en nokkuð ofbeldi! Við viljum þakka öllum þeim sem komu að gerð auglýsinganna. Hvíta húsið, Anna Margrét Sigurðardóttir, Spark, Viðar Garðarsson, Guðjón Jónsson leikstjóri, börnin og fleiri og fleiri. Ykkur öllum sem hafið styrkt okkur og stutt. Kærar þakkir! Rjúfðu þögnina og fræddu barnið þitt Svava Björnsdóttir fjallar um Blátt áfram – forvarnarverkefni UMFÍ ’Það versta sem við get-um gert börnum okkar er að segja ekki neitt og halda að þau komi að fyrra bragði og segi frá ef þau verða fyrir ofbeldi.‘ Svava Björnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri forvarnarverkefnisins Blátt áfram. TENGLAR .............................................. HYPERLINK „http://www.blatta- fram.is“ __www.blattafram.is_ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.