Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ SVO miklu leyti sem Run- ólfur rektor á Bifröst svarar grein minni frá 8. febrúar sl. langar mig til að koma á framfæri ábendingu. Hann finnur að líkingu minni þar sem tungumálinu er líkt við „vega- kerfi hugans“ og virðist álíta að þar sé átt við vegakerfið á Íslandi. Þetta er fullþröngt skilið, hér er um að ræða líkingu og líking er þegar eitt- hvað eitt er látið varpa ljósi á annað. Þegar til dæmis Kristur líkir sér við veg (Jóh. 14.7), þá á hann ekki við ein- hvern tiltekinn veg- arspotta í Palestínu. Sömuleiðis Vetr- arbrautin, hún á afar fátt sameiginlegt með Hringbrautinni, jafn- vel eftir breikkun. Þetta eru líkingar sem menn hafa smíðað til að tákna annars vegar leiðina til himnaríkis og hins vegar slóð stjörnuþyrp- ingar í ómæli himingeimsins. Á sama hátt þegar talað er um tungumálið sem vegakerfi hugans er átt við leiðir um ómælisvíðáttur sem aldrei verða endanlega kort- lagðar, ekki frekar en vegurinn til eilífs lífs eða brautin um víðáttur alheimsins. Ætli sé í samræmi við hinn þrönga skilning Runólfs að Morg- unblaðið notar afganginn af síð- unni undir grein eftir samgöngu- ráðherra? Ég nefndi grein mína um daginn „Skuggabox á Bifröst“ af því mér þótti svo auðsætt hvernig rekt- orinn var að búa sér til grýlur sem hann síðan slóst við af miklum móð. En hvað á að segja um grein hans frá 20. febrúar sl. þar sem hann berst um á hæl og hnakka í baráttu við þá sem „einskorða um- ræðuna við það sem má og á að ræða“ og strengir þess heit „að tjá mig á þeirri tungu, um þá tungu, svo lengi sem mér sýnist, með eða án vandlætingar þeirra sem virð- ast telja sig hafa einkarétt á slíku“. Hvaða eiginlega ímynduðum Guantanomó-fangabúðum hefur maðurinn komið sér upp þarna í Grábrókarhrauni? Hver er að ein- skorða og banna? Hann má meira að segja endurtaka hróp sín um „málfarsfasista“ frá því í útskrift- arræðunni á Bifröst, úr því honum finnst það við hæfi. Það er alfarið hans mál. Að öðru leyti endurtekur hann það sem áður hefur komið fram: „Í samfélagi morgundagsins getum við ekki talað tungu gærdagsins“ og skírskotar þar til neysluheimsins þar sem mjólk rennur út eftir tiltekna dagsetn- ingu eða bílategundir úreldast frá ári til árs. En hefur Runólfur hugleitt að málið sem hann talar er hvorki frá því í dag né í gær, það er vel þúsund ára gamalt. Við erum búin til úr þessu máli. Það er ekki nóg með að við tölum málið, málið tal- ar okkur. Því betri tök sem við höfum á málinu, því betri aðgang höfum við að okkur sjálf- um. Þá ítrekar Runólfur spurn- inguna: „Á tungumálið að þjóna okkur eða við tungumálinu?“ Þessu svaraði Borgfirðingurinn Snorri Hjartarson í frægri ljóð- línu: „Þú átt mig, ég er aðeins til í þér …“ En þótt ég ætlist ekki til svo heitra kennda hjá Runólfi þeg- ar móðurmálið er annars vegar, þá mætti hann vel setja eitthvað sem er lifandi hluti af honum sjálfum inn í jöfnuna, eithvað sem hann stendur í þakkarskuld við, til dæmis ástvini sína, og spyrja síð- an: „Er ég til fyrir þau eða þau fyrir mig?“ Og sér þá vonandi hversu fáránlega er spurt. En aftur að vegunum. Runólfur skrifar: „Vegir eru hluti af sam- göngukerfi samfélagsins og fáir nota úreltan og vondan veg sem liggur eitthvert sem engan lang- ar.“ Hefur Runólfur gengið um Hornstrandir, eða Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórs- merkur, eða þrætt öngstigin yfir á Illakamb eða segjum ekið einhvern alversta veg landsins um Gæsa- vatnaleið? Til skamms tíma voru þetta staðir sem einungis fáeinir sérvitringar sóttu heim, en á okkar tímum klöngrast menn þetta hóp- um saman af fúsum og frjálsum vilja svo liggur við örtröð þegar hæst lætur. Ég vona að ég sé ekki að leiða Runólf í nýjar ógöngur þótt ég leyfi mér að draga líkingu af þess- um torleiðum og þeim ævintýrum sem íslensk tunga getur leitt okk- ur á vit. Af því að hún er enn, þrátt fyrir allt, nothæft samgöngutæki til að opna okkur texta frá öllum öldum Íslandssögunnar. Það er ótrúleg slembilukka að eiga þess kost að geta farið um svo langan veg á tungumáli sínu. Því eins og Fjölnismenn komust að orði þá er málið „í því tilliti svipað sumu víni, að það verður því ágætara þess meir sem það eldist af því skyn- semi þjóðarinnar auðgar það sí- feldlega að nýjum hugmyndum“. En það er ekki sjálfgefið. Þeir niðurlægingartímar hafa jafnvel komið að tungan var við það að flosna upp í landinu. Það var m.a.s. rektor í Skálholti á átjándu öld, sem lagði til að íslenskan yrði af- lögð og þess í stað tekin upp danska. Þetta var ekki eins fárán- legt og það hljómar. Danskan var málið á öllum opinberum plöggum, stjórnsýslumálið, viðskiptamálið og allir sem leituðu æðri menntunar sóttu hana til Kaupmannahafnar. Bjarni Jónsson, en sá var mað- urinn, taldi best þjóna „samfélag- inu í dag“ að svissa yfir í dönsku í stað þess að halda í tungu „gær- dagsins“. Sú varð að vísu ekki raunin, en það var ekki fyrir til- viljun eða handahóf heldur sleitu- lausa baráttu málfræðinga, rithöf- unda, stjórnmálamanna – en um fram allt málþrótt óbreyttrar al- þýðu að tókst að ganga gegn stefnu sem borin var uppi af vold- ugum öflum í „viðskiptalífi og stjórnmálum“ þess tíma. Á vegum úti Pétur Gunnarsson svarar Run- ólfi rektor Ágústssyni í Bifröst ’Það var m.a.s. rektor íSkálholti á átjándu öld, sem lagði til að íslenskan yrði aflögð og þess í stað tekin upp danska.‘ Pétur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur. KJARASAMNINGUR verkafólks á almennum vinnumarkaði opnaðist síðastliðið haust vegna ákvæða sem í honum eru um endur- skoðun ef verðbólga eða kaup annarra starfshópa fer yfir við- miðunarmörk. Eins og samningurinn gerir ráð fyrir var málinu vísað til sérstakrar forsendu- nefndar, sem skipuð er tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur fulltrú- um frá SA. Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort forsendur samningsins standist og markmið náist. Samkomulag varð í nefndinni um að samningurinn héldi gildi sínu en bæta skyldi fólki þau frávik sem orð- ið hefðu. Salómonsdómur nefnd- arinnar var sá að eingreiðsla að upp- hæð kr. 26.000 myndi bæta verkamanni þann kostnað sem aukin verðbólga hafði valdið frá 1. mars 2004 til 1. janúar 2006. Með öðrum orðum, kr. 1.182 á mánuði áttu að bæta fólki upp þann aukna kostnað sem það hafði orðið fyrir af umtals- vert meiri verðbólgu en forsendur kjarasamningsins gerðu ráð fyrir. Þessu til viðbótar mat svo nefndin að laun verkafólks skyldu hækka um 0,65% 1. janúar 2007, þ.e.a.s. 13 mán- uðum síðar en eðlilegt getur talist. Í stað þess að vísa málinu til verkalýðsfélaganna og láta þau taka á því, samþykkti fyrrgreind nefnd bætur sem duga hvergi nærri til að mæta þeim hækkunum sem verð- bólgan hafði valdið á vöru- og þjón- ustuverði, hvað þá þeim miklu kostnaðarhækk- unum sem orðið höfðu á húsnæðislánum og af- borgunum af þeim frá gildistöku samning- anna 1. mars 2004. Að mínum dómi voru alls engar forsendur fyrir fulltrúa ASÍ að samþykkja bætur sem voru langt fá raunveru- leikanum hvað kostnað snerti. Marktæk frávik frá forsendum samn- inganna voru það mikil að tvöfaldar slíkar bætur hefðu ekki dugað til að bæta fólki þær auknu kostnaðarhækkanir sem það hafði orðið fyrir. Þá duldist engum sem fylgist með launamálum að stórir að- ilar á vinnumarkaðinum voru komnir í startholurnar til að hækka laun ým- issa starfshópa sem almenni kjara- samningurinn miðar sig við. Þjóðarsátt um hvað? Það virðist vera eins og annað mat sé lagt á raungildi lægstu launa en á þau hærri. Þetta kemur m.a. fram í því að kauptaxtar verkafólks á al- mennum vinnumarkaði eru svo lágir að semja verður um kr. 7.000 lág- launauppbót til þess að réttlæta til- veru þeirra, en lægsti dagvinnutaxt- inn er kr. 101.376 á mánuði. Það hefði því verið full ástæða fyrir full- trúa ASÍ í forsendunefndinni að semja ekki, heldur vísa málinu til viðkomandi verkalýðsfélaga og láta þau ákveða hvað gera skyldi. Þá hefði skapast möguleiki til þess að knýja atvinnurekendur til sömu kauphækkana á lægstu launin eins og aðrir betur launaðir hópar eru að fá á sín laun. Kaup og kjör verkafólks á almenn- um vinnumarkaði eiga ekki alltaf að hækka minnst og hjakka í sama eymdarfarinu meðan allir aðrir hóp- ar fá launahækkanir og kjarabætur. Sem dæmi má taka launahækkanir sem ætlaðar eru dómurum, alþing- ismönnum, ráðherrum og ýmsum öðrum hálaunamönnum. Þar er kauphækkunarfrekjan svo mikil að setja verður sérstök lög til að hafa hemil á henni. Ég gef skít í alla þjóð- arsátt um kaup og kjör þegar hún er einungis notuð í þeim tilgangi einum að halda lágu laununum niðri og auka ennþá meira launamuninn í landinu, nógur er hann fyrir. Þjóðarsátt? Sigurður T. Sigurðsson fjallar um kjaramál ’Það virðist vera eins ogannað mat sé lagt á raun- gildi lægstu launa en á þau hærri.‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. SJALDGÆFT er að stjórnmálamenn geri sig seka um jafn ein- beitta ósvífni og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti D-lista í Reykjavík, í Blaðinu þegar hann er spurður um málefni tónlistar- skóla (Blaðið 28. feb.). Sem kunnugt er hafa sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, öll nema Reykjavík, stað- ið í því stappi í vetur að borga ekki með nemendum tónlistar- skóla nema að hluta. Því stóð fyrir dyrum að fjöldi þeirra hrekt- ist frá námi. Reykja- víkurborg hefur hins vegar staðið að fullu við bak sinna nemenda og kosið að nota þá ekki sem vopn í bar- áttunni við hinn ól- seiga mennta- málaráðherra sem árum saman hefur hundsað málefnið af ótrúlegri þrautseigju, öllum til ama. Hverj- um kennir Vilhjálmur um allt saman? Reykjavíkurlist- anum! Það er Reykjavíkurlistanum að kenna að sjálfstæðismannastjórn- ir í Garðabæ, Kópavogi, Seltjarn- arnesi og Mosfellsbæ neita að borga með nemendum sínum á sambæri- legan hátt og Reykjavíkurlistinn gerir með sínum nemendum! Er það kannski líka Reykjavíkurlistanum að kenna að nú situr mennta- málaráðherra sem hundsar mál- efnið? Upphaf ógæfu sveitarstjórna sjálfstæðismanna í þessum efnum rekur Vilhjálmur til þess að Reykjavík hætti að borga með nem- endum annarra sveitar- félaga í framhaldsnámi í tónlist. Hann getur þess ekki að þar með fjölgaði reykvískum nemendum um 360 sem gátu komist að í tónlist- arskóla. Hann getur þess reyndar ekki held- ur og því liggur ósvífni þessa manns að hann studdi sjálfur þessa ákvörðun! Og það sem meira er: Hann hefur margoft ítrekað stuðn- ing sinn við þessa stefnu Reykjavíkurlist- ans, enda væri annað fáránlegt. Hann grípur til þeirra ósanninda að ákvörðun borgarinnar hafa ,,borið brátt að“ þegar vitað er að hún átti langan aðdraganda, var rækilega kynnt í nóvemberlok 2002 og tók ekki gildi fyrr en haustið 2003. Og hvern- ig má það vera að þessi sjálfsagða stefnumótun í þágu skattgreiðenda í borginni valdi því að Garðabær, Sel- tjarnarnes, Mosfellsbær og Kópa- vogur (að ógleymdum Hafnarfirði) eru enn að bögglast með málið árið 2006? Það er vegna þess að Sam- band sveitarfélaga er lamið hvað eft- ir annað í gólfið af mennta- málaráðherra landsins. Og hver er í forystu Sambands sveitarfélaga? Vilhjálmur þessi Þ. Ótrúleg ósvífni Vilhjálms Þ. Stefán Jón Hafstein skrifar um málefni tónlistarskóla og svar- ar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni Stefán Jón Hafstein ’Reykjavíkur-borg hefur hins vegar staðið að fullu við bak sinna nemenda og kosið að nota þá ekki sem vopn í baráttunni við hinn ólseiga menntamálaráð- herra…‘ Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkur. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Hamraborg 20A, 200 Kópavogur – www.husalind.is sími 554 4000 – fax 554 4018, tölvup.: gugga@husalind.is – sveina@husalind.is Opið hús kl. 14:00-15:00 í dag FROSTAFOLD 6 - 2JA HERBERGJA Björt og snyrtileg 70,7 fm íbúð á fyrstu hæð með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Suð- vestursvalir. Þvottahús inn af eldhúsi. Hvít eldhúsinn- rétting, nýleg eldavél og vifta, rúmgóður borðkrókur. Húsið er í góðu ásigkomu- lagi þar sem framkvæmdir hafa verið gerðar jafnt og þétt á húsinu. Sérmerkt bílastæði. Húsvörður. Verð 15,7 millj. Stutt í skóla og þjónustu. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg í síma 899 5949. Op ið hú s Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.