Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna Steindórs-dóttir Haarde fæddist í Reykjavík 3. maí 1914. Hún lést miðvikudaginn 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steindór Ein- arsson, forstjóri og athafnamaður í Reykjavík, f. 1888, d. 1966, og kona hans Ásrún Sigurð- ardóttir, f. 1892, d. 1963. Systkini Önnu eru Sigurður, f. 1910, d. 1974; Guðrún, f. 1917, d. 1994; Fjóla, f. 1920 og Kristján, f. 1926, d. 1991. Anna stundaði nám við verslun- arskóla í Skotlandi á yngri árum og starfaði síðan í fyrirtæki föður síns þar til hún giftist og aftur eft- ir að hún varð ekkja. Í september 1937 giftist hún Tomasi Haarde, símafræðingi frá Noregi, f. 1901, d. 1962. Hann setti upp sjálfvirkan síma hér á landi á vegum Lands- símans og starfaði hjá því fyrir- tæki til dauðadags. Bjuggu þau hjón nær allan sinn hjúskap á Sól- vallagötu 68 í Reykjavík, en Anna bjó síðast á Aflagranda 40. Anna og Tomas eignuðust þrjá syni, Bernhard bankamann, f. 1938, d. 1962, Steindór verkfræð- ing, f. 1940 og Geir Hilmar ráð- herra, f. 1951. Kona Steindórs er Jórunn Bergmundsdóttir tækni- teiknari, f. 1940, og eru börn þeirra Anna lækna- ritari, f. 1975, Ágústa Björk, starfsmaður Flug- leiða, f. 1978, gift Matthíasi Stefáns- syni tónlistarmanni, og Tómas Bernhard, f. 1980, sem stundar framhaldsnám í raf- magnsverkfræði. Kona Geirs er Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, f. 1951. Dætur Ingu og Geirs eru Helga Lára háskólanemi, f. 1984, og Hildur María menntaskóla- nemi, f. 1989. Stjúpsonur Geirs og sonur Ingu er Borgar Þór Einars- son lögfræðingur, f. 1975, kona hans er Unnur Svava Jóhannsdótt- ir, f. 1975, og eru börn þeirra Sig- rún Líf, f. 1994, Breki Þór, f. 1998, og Marselía Bríet, f. 1999. Dætur Geirs og fyrri konu hans, Patriciu Guðmundsson, f. 1953, eru Ilia Anna, flugfreyja og grunnskóla- kennari, f. 1977, og Sylvía sjúkra- liði, f. 1981. Maður Iliu er Ágúst Fjeldsted flugvirki, f. 1972, og eiga þau dótturina Ingibjörgu Önnu, f. 2005, en maður Sylvíu er Gunnar Bjarnason, starfsmaður Símans, f. 1979, og eiga þau Ró- bert Bjarna, f. 2004. Útför Önnu verður gerð frá Dómkirkunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Löngu og farsælu lífshlaupi Önnu tengdamóður minnar er lokið. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 22. febrúar sl. á ní- tugasta og öðru aldursári eftir til- tölulega skamma sjúkdómslegu. Allt fram á síðustu ár var heilsa hennar með ágætum og fór hún allra sinna ferða og sinnti sínum er- indum. Síðustu misserin var heilsan samt nokkuð farin að bila, en áfram var hugurinn sterkur og viljinn til að sjá um sig sjálf. Bíl sínum ók hún síðast nú í nóvember. Anna var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, dóttir hjónanna Steindórs Einarssonar og Ásrúnar Sigurðardóttur. Steindór var fædd- ur 1888 í Reykjavík en Einar Björnsson faðir hans var ættaður úr Ölfusi og Guðrún Steindórsdóttir móðir hans átti m.a. ættir að rekja til Hafnarfjarðar. Ásrún fæddist á Svalbarðsströnd í Eyjafirði 1892, dóttir hjónanna Önnu Grímsdóttur og Sigurðar Jónssonar bónda. Anna fæddist í Ráðagerði við Sel- landsstíg, sem nú er Sólvallagata 68b. Það hús byggði Einar afi henn- ar fyrir fjölskyldu sína. Anna var næstelst fimm systkina og fæddust þau öll í þessu húsi. Fjölskyldan flutti úr Ráðagerði þegar þröngt var orðið um hópinn í húsið Vest- urhlíð á Öldugötu 14 og bjó þar í nokkur ár. Steindór, faðir Önnu, var kunnur athafnamaður og rak um áratuga skeið bifreiðastöð hér í borg. Þrátt fyrir lítil efni framan af komst Steindór áfram með dugnaði og út- sjónarsemi og 1915, ári eftir að Anna fæddist, eignaðist hann fyrsta bílinn sem hann gerði út fyrir leigu- bílaakstur. Á næstu árum fjölgaði í bílaflotanum og reksturinn varð umfangsmikill. Steindór varð áður en yfir lauk stærsti bifreiðarekandi landsins og stundaði sérleyfisflutn- inga jafnhliða fólksbílarekstri. Hann varð brautryðjandi í fólks- flutningum með bifreiðum og hafði m.a. yfirumsjón með fyrstu hópferð bíla hér á landi sumarið 1918. Þá var samningamönnum Danmerkur og Íslands, sem unnu að gerð sam- bandslagasamningsins, boðið í kynnisferð austur í Árnessýslu. Þótti þar vel að verki staðið miðað við vegarslóða þess tíma, sem náðu aðeins austur að Sogsbrú. Hann annaðist jafnframt fólksflutninga á Þingvallahátíðarnar 1930 og 1944. Bifreiðastöð Steindórs var lengst af á horni Aðalstrætis og Hafnar- strætis. Anna byrjaði ung að starfa við fyrirtæki föður síns og vann þar þangað til hún giftist og svo aftur síðar eftir að hún varð ekkja. Skömmu fyrir 1940 réðst Stein- dór í að byggja stórt íbúðarhús með mörgum íbúðum fyrir framan Ráðagerði. Þar var síðan í áratugi heimili margra af börnum og barna- börnum þeirra, þar á meðal Önnu og fjölskyldu hennar, en gamla Ráðagerði var notað fyrir starfs- menn. Steindór var stórtækur mað- ur og lét sig ekki muna um að skapa þeim sem unnu fyrir hann góðar að- stæður á sama tíma og hann var að byggja fyrirtæki sitt upp af miklum krafti. Hafa ýmsir sagt mér frá því hvernig þeir byrjuðu sinn starfs- feril hjá honum og fengu um leið húsnæði og komu undir sig fótun- um. Skammt frá heimilinu við Sól- vallagötu var byggð aðstaða fyrir starfsemi bifreiðastöðvarinnar þar sem BYKO er nú til húsa, bifreiða- skáli og verkstæði. Þegar Tónlistar- félagið réðst í það stórvirki í des- ember 1939 að flytja fyrstu óratoríuna hér á landi lánaði Stein- dór húsnæðið undir flutninginn, því að ekkert hús í bænum rúmaði þá kór og hljómsveit, sem í voru sam- tals rúmlega hundrað manns. Þar var Sköpunin eftir Haydn flutt und- ir stjórn Páls Ísólfssonar. Sérstak- ur minningarskjöldur var festur á húsið árið 1989 til að minnast þessa viðburðar. Alþingishátíðarárið 1930 reisti Steindór myndarlegan sumarbú- stað fyrir fjölskylduna á Þingvöll- um. Þar var í áratugi dvalarstaður þeirra hjóna, barna og fjölskyldna þeirra á sumrin. Á vorin var lagt upp og flutt austur, dvalið þar allt sumarið og haldið heim að hausti. Þeir sem stunduðu vinnu í bænum óku þá daglega á milli. Anna átti margar ánægjulegar minningar úr sumarbústaðnum, bæði frá þeim tíma er hún var ung stúlka og einn- ig frá árunum þegar hennar eigin fjölskylda dvaldi þar á sumrin. Anna stundaði sitt barnaskóla- nám í Landakotsskóla og þótti afar vænt um skólann og kennara sína þar. Í Landakoti lagði hún grunn að góðri tungumálakunnáttu, því á þeim tíma fór kennslan fram á dönsku. Þar eignaðist hún líka vin- konur fyrir lífstíð, þær Önnu Björnsdóttur síðar Maack og Bryn- hildi Sörensen, en vinátta þeirra stóð í um áttatíu ár. Haustið 1931 fór Anna til Ed- inborgar og stundaði verslunar- skólanám. Upp frá því skipuðu Ed- inborg og Skotland sérstakan sess í huga hennar og þangað ferðaðist hún oft. Síðasta ferðin þangað var farin þegar hún varð níræð, en þá buðu synirnir henni í helgarferð á fornar slóðir. Anna lagði sig fram um að læra erlend tungumál og auk góðrar kunnáttu í ensku og dönsku náði hún góðu valdi á þýsku og síð- ar norsku. Vann hún um skeið við leiðsögn erlendra ferðamanna. Sjálf hafði hún yndi af ferðalögum og skoðaði sig víða um. Síðasta utan- landsferðin var farin í maí á síðasta ári er hún varð 91 árs. Þá fór hún með Önnu sonardóttur sinni í viku- ferð til Þýskalands. Mér er minn- isstætt að þegar ég leit inn hjá henni skömmu fyrir ferðina lágu á borðinu gamlar námsbækur í þýsku. Hún var að rifja upp og ætl- aði að hafa málfræðina og sagn- beygingarnar á hreinu. Rúmlega tvítug að aldri kynntist Anna norskum símafræðingi, Tom- asi Haarde, sem komið hafði hingað til lands til að setja upp sjálfvirkt símkerfi á vegum Landssímans í stað gamla handvirka símans. Tom- as var ættaður frá Rogalandsfylki í Noregi og ólst upp skammt frá Haugasundi á vesturströndinni. Hann var myndarlegur á velli og góður íþróttamaður. Stundaði hann ýmsar íþróttir, m.a. fimleika, skíða- mennsku og skautahlaup en einnig sjóböð og göngur. Anna og Tomas gengu í hjónaband í september 1937 og eignuðust þrjá syni. Elstur var Bernhard, þá Steindór og yngstur Geir Hilmar. Heimili þeirra var nánast alla tíð á Sól- vallagötu 68. Tomas var virkur í félagsstarfi Norðmanna hér á landi, var for- maður félags þeirra, Nordmannsla- get, árum saman, þar með talið öll stríðsárin þegar Noregur var her- numið land. Þá voru hér á landi bækistöðvar fyrir norska flugmenn, m.a. í Nauthólsvík. Þetta hafði sín áhrif á heimilislífið og Anna tók virkan þátt í starfi mannsins síns og heimili þeirra var opið Norðmönn- um hér á landi. Skömmu eftir stríðslok sæmdi Hákon Noregskon- ungur Tomas St. Olavs-heiðursorð- unni fyrir störf sín í þágu Norð- manna hér á landi á stríðsárunum. Anna og Tomas fóru þá í fyrsta sinn saman til Noregs til að veita henni viðtöku. Þar hitti Anna í fyrsta sinn dóttur Tomasar, Lilly, sem hann eignaðist áður en hann flutti til Ís- lands. Ávallt var gott samband við Lilly og fjölskyldu hennar og tók hún jafnan vel á móti ættingjum sínum frá Íslandi. Hún kom þó sjálf aðeins einu sinni hingað til lands og var ánægjulegt fyrir okkur hér heima að sýna henni landið þar sem faðir hennar hafði sest að. Berit dóttir hennar hefur sömuleiðis ræktað tengslin við Önnu og fjöl- skylduna og er nú stödd hér til að kveðja hana hinstu kveðju. Anna varð fyrir þeim harmi að missa bæði eiginmann sinn og elsta son með aðeins tveggja mánaða millibili vorið 1962. Þeir höfðu báðir fengið krabbamein og héldu til Osló til lækninga en áttu ekki aftur- kvæmt. Má nærri geta hversu þungbær reynsla þetta hefur verið en um leið urðu böndin milli móður og sonanna tveggja sem eftir voru enn sterkari. Anna bjó áfram á Sól- vallagötunni en eftir að foreldrar hennar voru fallnir frá flutti hún á Miklubraut 18, síðan um skeið á Háaleitisbraut 51 og loks á Afla- granda 40 þegar það hús var byggt 1989 og bjó þar síðan. Anna tengdamóðir mín var glæsi- leg kona, hress og glöð í bragði. Hún var smekkleg og ávallt vel til fara. Hún vildi hafa reglu á hlut- unum og fallegt í kringum sig. Hún var ákveðin og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Hún naut þess að vera í góðum hópi, var glettin og spaugsöm. Hún hafði yndi af tónlist, lék á píanó, las mikið og spilaði bridge. Hún lét velferð fjölskyldunnar allrar sig miklu varða og hafði mikið yndi af barna- börnunum og langömmubörnunum. Mér og mínum reyndist hún vel frá fyrstu tíð. Að leiðarlokum kveð ég ANNA STEINDÓRS- DÓTTIR HAARDE Elskulegur bróðir okkar og mágur, KRISTMUNDUR DALMANN JÓHANNESSON, Skipholti 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 3. mars kl. 13.00. Hjalti Auðunn Jóhannesson, Þorgerður Jóhannesdóttir, Guðmundur Friðvinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BALDVIN SKÆRINGSSON frá Steinholti, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, sem lést á Landspítala Hringbraut aðfaranótt föstudagsins 24. febrúar, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju mánu- daginn 6. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Baldur Þór Baldvinsson, Kristinn S. Baldvinsson, Sigríður Mínerva Jensdóttir, Ragnar Þór Baldvinsson, Anna Jóhannsdóttir, Birgir Þór Baldvinsson, Halldóra N. Björnsdóttir, Hrefna Baldvinsdóttir, Snorri Þ. Rútsson, Gústaf Baldvinsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Hörður Baldvinsson, Bjarney Magnúsdóttir, Hörður Runólfsson, Halla Guðmundsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, OLGEIR SIGURGEIRSSON fv. útgerðarmaður, Skálabrekku 5, Húsavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00 Ragnheiður Jónasdóttir, synir, tengdadætur og afkomendur. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS JÓNSSON, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Grettisgötu 18A, lést á Grund mánudaginn 27. febrúar. Útförin verður frá Seljakirkju í Breiðholti mánu- daginn 6. mars kl. 15.00. Málfríður Jónsdóttir, Haukur V. Bjarnason, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Daníelsson, Guðjón Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson, Jón Guðmar Jónsson, Jóhanna Erlingsdóttir og systkinabörn. Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HÉÐINN EMILSSON, Bröndukvísl 22, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. mars. Sólveig Hrönn Friðjónsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Sigfús R. Sigfússon, Emil Björn Héðinsson, Margrét B. Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Davíð Héðinsson, Kristín B. Grétarsdóttir, Edda Emilsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.