Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 41 MINNINGAR hana með virðingu og þakklæti og bið góðan guð að varðveita hana og blessa minningu hennar. Inga Jóna Þórðardóttir. Þegar ég hugsa um ömmu mína sé ég hana fyrir mér hlæjandi í fjólublárri blússu. Ekki það að hún hafi alltaf verið í fjólublárri blússu, þetta er einfaldlega myndin sem skýst upp í hugann þegar ég hugsa um hana. Hlæjandi og glöð eins og alltaf þegar hún hitti okkur barna- börnin sín. Ég veit að hún er nú komin til hans Benna síns og afa á þann stað „þar sem aðskildir ástvinir hittast á ný og allt er heilt og gott“ eins og presturinn orðaði svo fallega á spít- alanum. Guð geymi þig, amma mín. Senn dagar uppi nætur fagra næði. Að nýju hefst og mannanna brjálæði. En dögun grætur dauða næturinnar og döggvar grasið tárum sorgar sinnar. (Arngrímur Vídalín Stefánsson.) Þín Ágústa. Ég hafði ekki þekkt Önnu Haarde lengi þegar ég fór að kalla hana Önnu ömmu. Fyrstu heim- sóknirnar til hennar á Háaleitis- brautina eru mér enn í fersku minni. Það er ekki alltaf auðvelt þegar tvær fjölskyldur renna sam- an í eina, en Anna átti stóran þátt í því að lítill strákur af Skaganum fann sig heimakominn í nýrri fjöl- skyldu. Eftir því sem ég kynntist Önnu betur gerði ég mér grein fyrir því hversu einstök kona hún var. Anna var mikill húmoristi og naut sín jafnan best í góðum félagsskap. Ekkert skipti hana meira máli en fjölskyldan og hún gerði dekur við barnabörnin og síðar barnabarna- börnin að listgrein. Við sem urðum góðvildar og gæsku Önnu Haarde aðnjótandi með þessum hætti fáum það seint fullþakkað. Anna Haarde þekkti vel hversu mikilvægar þær samverustundir eru sem við fáum notið með ástvin- um okkar og þeim sem okkur standa næst. Í blóma lífsins missti hún elsta son sinn og eiginmann með stuttu millibili. Þann harm sinn bar hún með mikilli reisn og sýndi minningu þeirra feðga þá virðingu og hátíðleika sem henni var einni lagið. Anna var afar stolt af eftirlif- andi sonum sínum, þeim Steindóri og Geir, og fylgdist með afkomend- um sínum öllum í leik og starfi af miklum áhuga og væntumþykju. Eitt af aðalsmerkjum frú Önnu Haarde var persónulegt sjálfstæði hennar og vilji til að standa á eigin fótum. Allt fram undir það síðasta hélt Anna sitt eigið heimili á Afla- granda í Reykjavík og rak erindi sín sjálf – þá komin á tíræðisaldur. Þegar veikindi hennar ágerðust í vetur hafði hún í raun afar tak- markaðan tíma til að dvelja lang- dvölum inni á sjúkrahúsi, því hún þurfti auðvitað að halda áfram að sinna sínum erindum, fara í lagn- ingu, kaupa inn og því um líkt. Anna lifði þannig lífinu – sínu lífi – til fulls allt til enda. Anna Haarde skilur eftir sig margar og góðar minningar í hjört- um okkar sem urðum svo gæfusöm að kynnast henni. Ástvinir hennar og afkomendur kveðja einstaka konu sem umvafði fjölskyldu sína hlýju og kærleika. Blessuð sé minning Önnu Haarde. Borgar Þór. Nú þegar við kveðjum ömmu Önnu hinstu kveðju rifjast upp hlýj- ar og góðar minningar. Við systur minnumst allra kaffiboðanna á Aflagrandanum þar sem allt var svo fínt og lagt var á borð löngu áður en gestirnir komu. Við minnumst allra leikjanna sem við lékum með ömmu þegar við vorum litlar. Við minnumst allra stundanna þegar við sátum og horfðum á sápuóperur með ömmu. Við minnumst allra bíl- ferðanna sem oft voru ævintýraleg- ar. Við minnumst allra frásagnanna sem amma sagði okkur frá fyrri tíð. En fyrst og fremst minnumst við hlýjunnar, góðvildarinnar og glæsi- leikans sem einkenndi ömmu. Nú þegar hún hefur kvatt okkur viljum við þakka fyrir þann tíma sem við fengum með henni. Við búum að fjölmörgum góðum minningum sem við geymum með okkur. Að lokum biðjum við algóðan guð að vaka yfir ömmu. Blessuð sé minning ömmu Önnu. Helga Lára og Hildur María. Vinátta er stórkostleg guðs gjöf, ekki síst þegar hún er í fylgd með systrum sínum, kærleika, tryggð og umhyggju, og varir ævilangt. Við fráfall Önnu Steindórsdóttur Haarde verður mér hugsað til sex ungra stúlkna úr Vesturbæ og Miðbæ Reykjavíkur, sem bundust vináttuböndum í æsku, snemma á síðustu öld, og nutu þeirrar gæfu að engan skugga bar á vináttu þeirra meðan þær lifðu; megnið af öldinni sem leið. Þær hétu Anna Björns- dóttir, Anna Steindórsdóttir, Bryn- hildur Sörensen, Ingibjörg og Ásta Kjartansdætur, og Svava Ingv- arsdóttir. Ein þeirra, Anna Björns- dóttir Maack var móðir mín. Þetta voru glæsilegar konur og minningin um vináttu þeirra og samfundi, sem ávallt voru gleði- stundir, hefur orðið mér góð fyr- irmynd í lífinu og kveikir hjá mér góðar og hlýjar endurminningar. Það er alls ekki sjálfgefið að kon- ur láti sér mjög annt um börn vin- kvenna sinna áratugum saman, en svona var það nú samt með þessar heiðurskonur. Ég hef á tilfinning- unni að þær hafi vitað af okkur, börnum hinna, frá fyrsta degi, og að þær hafi fylgst af ást og alúð með uppvexti okkar, gæfu og gengi í líf- inu. Fyrir það þakka ég þeim öllum og Önnu Haarde sérstaklega við fráfall hennar, en hún lifði lengst þeirra. Anna var glæsileg og góð kona. Einstaklega trygglynd, mikill vinur vina sinna, frábær móðir, tengdamóðir og amma. Hún var mér ávallt góð. Steindóri, Jórunni, Geir og Ingu Jónu, börnum þeirra og barnabörn- um færum við hjónin innilegar sam- úðarkveðjur. Guðrún H.P. Maack. Látin er í Reykjavík á tíræðis- aldri sómakonan Anna Steindórs- dóttir Haarde. Kynni mín af Önnu hófust þegar við Geir H. Haarde yngsti sonur hennar, nú formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkis- ráðherra, bundumst vináttuböndum í menntaskóla. Þau bjuggu þá mæðginin á glæsilegu menningar- heimili á Miklubraut 18 en Steindór sonur Önnu var fluttur að heiman og eiginmaður hennar og elsti son- ur báðir látnir fyrir tæpum áratug. Í fyrstu heimsóknum mínum á þetta fallega rausnarheimili var ég hálffeiminn við hina aðsópsmiklu húsfreyju. Anna var hröð og snögg í hreyfingum og gat átt það til að vera líka snögg upp á lagið ef því var að skipta. Feimnin rjátlaðist þó fljótlega af mér og með okkur tókst hin besta vinátta. Ég lærði fljótt að snöggar hreyfingar og snörp tilsvör undirstrikuðu að þar fór kraftmikil manneskja sem vildi láta hlutina ganga hratt og vel fyrir sig og var algerlega ófeimin við að hafa skoð- un á mönnum og málefnum og vissi vel hvernig hún vildi hafa hlutina í kringum sig. Heimili Önnu var vin- sæll samkomustaður og griðastaður vina Geirs sem ávallt voru þar a.m.k. jafn velkomnir og heima hjá sér, ef ekki velkomnari við sumar aðstæður. Anna var hvort tveggja í senn mikil hefðarkona og rausnar- kona. Heimili hennar var fallega búið fögrum munum af smekkvísi og alúð en án alls yfirlætis. Hún var rausnarlegur gestgjafi og hafði áreiðanlega mjög gaman af því að vera samvistum við unga fólkið sem flykktist að syni hennar, en hann var þá þegar viðurkenndur forystu- maður í hópi jafnaldra sinna. Ég minnist vel ótal heimsókna á Miklu- braut 18 til þess að ræða um þau margvíslegu stórmál sem þá voru uppi í félagslífi nemenda Mennta- skólans í Reykjavík, átök um stjórnir og nefndir, kosningar um forystumenn í skólalífinu sem síðar urðu margir hverjir miklir áhrifa- menn um íslensk þjóðfélagsmál og ávallt stóð þetta fagra heimili þess- um æskumönnum opið. Maður sér það betur löngu seinna hversu far- sælt og gott það var að eiga slíku atlæti að fagna á þessum árum. Þegar Geir H. Haarde hvarf síðan til náms til Bandaríkjanna var heimili Önnu vettvangur ánægju- legra endurfunda á sumrum og stórhátíðum. Anna Steindórsdóttir Haarde átti ekki langt að sækja sterka skap- höfn og framkvæmdasemi en faðir hennar var hinn kunni athafna- og viðskiptafrömuður Steindór Einars- son, sem eldri Reykvíkingar þekkja sem eiganda Bifreiðastöðvar Stein- dórs og Sérleyfisbifreiða Steindórs. Steindór rak um langt skeið eitt umsvifamesta fólksflutningafyrir- tæki landsins og öflugustu leigu- bílastöðina í Reykjavík. Ég kynnt- ist Steindóri aldrei en áttaði mig á að mikill samgangur hafði verið með honum og börnum hans og barnabörnum öllum, enda bjuggu fjölskyldurnar um tíma nánast allar saman í stórhýsi sem Steindór byggði við Sólvallagötu. Þegar leið- ir okkar Önnu lágu fyrst saman hafði Geir sonur hennar nýlega fengið bílpróf og nutum við oft langra samverustunda í bílferðum í heimilisbíl frú Önnu. Eitt af því sem setti svip á þær ferðir var að Geir, sem hafði dvalið langdvölum á starfsstöð afa síns við Hafnar- stræti, þekkti úr fjarlægð og mundi gerð, árgerð, númer og eignarhald allra langflutningabíla sem við mættum. Anna Steindórsdóttir Haarde varð ekkja fyrir fimmtugt og bjó eftir það fyrst ein með Geir yngsta syni sínum en síðan eftir að hann flutti að heiman ein allt fram til dauðadags. Anna átti löngu, glæsi- legu og lánsömu lífi að fagna. Hún var alla tíð áhugasöm um menningu og listir og tók mikinn þátt í ýmsum þess háttar atburðum ævina á enda. Hún tók einnig mikinn þátt í fé- lagsstarfi Íslendinga af norskum ættum og Norðmanna á Íslandi, en eiginmaður hennar var norskur símaverkfræðingur sem hingað kom til starfa við Landssíma Ís- lands. Anna átti mikinn hóp vina sem hún ræktaði samband við og þekki ég af eigin raun dæmi um einstaklinga sem hún reyndist ótrú- lega vel þegar erfiðleikar knúðu að dyrum og sem ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fyrir. Anna hélt ávallt miklu og öflugu sam- bandi við fjölskyldu sína, syni, barnabörn og aðra ættingja og naut þess vel að geta verið veitandi í þeim samskiptum fram á allra síð- ustu ár. Anna naut frábærrar heilsu og er varla hægt að segja að henni hafi orðið alvarlega misdægurt fyrr en nú rétt á síðasta misseri þegar heilsan lét undan á nítugasta og öðru aldursári. Anna Haarde skilur eftir sig ljúfar og fallegar minn- ingar hjá þeim sem kynntust henni. Eftir lifir falleg mynd af kjarna- konu sem hélt hlut sínum fyrir öllu og öllum. Hún naut verðskuldaðrar ástar og virðingar vina og fjöl- skyldu sem þáðu mikið af henni en umvöfðu hana einnig ást og hlýju til síðasta dags. Við Sigríður sendum fjölskyldu hennar og afkomendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Önnu Haarde. Kjartan Gunnarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR VILHJÁLMSSON frá Dalatanga, Blikabraut 11, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið- vikudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. mars kl. 14.00. Þorbjörg Sigfúsdóttir, Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Árni Óskarsson, Vilhjálmur Sv. Arngrímsson, Guðríður Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLI VIKTORSSON (OLE WILLESEN) garðyrkjumaður, Æsufelli 4, Reykjavík, sem lést mánudagskvöldið 20. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Sjálfsbjargar. Hrefna Gunnlaugsdóttir, Valbjörk Ösp Óladóttir, Magnús Gauti Hauksson, Dagbjartur Eiður Ólason, Erla Inga Hilmarsdóttir, Viktor Ólason, Inga Eiríksdóttir, Sigurður Axel Ólason, Carlotta Tate Ólason og barnabörn. Okkar ástkæri ÓMAR STEINDÓRSSON, Ægissíðu 15, Grenivík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 21. febrúar, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 4. mars kl. 13.30. Fyrir hönd annarra ástvina, Marsibil Kristjánsdóttir, Regína Sigrún Ómarsdóttir, Jósep Grímsson, Valgerður Ósk Ómarsdóttir, Óli Grétar Skarphéðinsson, Ellen Ósk Ingvarsdóttir, Þorgeir Ingvarsson, Ómar Már Ólason, Sigrún Ragnarsdóttir, Kristján Stefánsson og systkini hins látna. Ástkær systir okkar og frænka, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Þórsgötu 12, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 28. febrúar. Ingileif Jóhannesdóttir, Vilborg Jóhannesdóttir, Sigurður Jóhannesson og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar og amma, HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR RASMUS, áður til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 26. febrúar. Geir Hallgeirsson, Gylfi Hallgeirsson, Margrét Hallgeirsdóttir, Már Hallgeirsson, Björn Geir Másson, Freyja Másdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.