Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 46

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 46
Afnám bjór- bannsins gæfu- spor að mati SUS SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna minntist þess í gær, 1. mars, að sautján ár voru liðin frá því að ríkisvaldið hætti að banna landsmönnum að drekka bjór. „Þótt fáir mæli því í mót í dag að gæfuspor hafa verið stigið með af- námi bjórbannsins má ekki gleyma því að afturhaldssinnar og forræð- ishyggjumenn í öllum flokkum börðust ákaft gegn áfnámi banns- ins þegar málið var til meðferðar á Alþingi árið 1988. Sumir þeirra sitja þar enn. Á yfirstandandi þingi liggja fyrir þrjú frumvörp sem horfa í sömu átt og frumvarp þeirra þingmanna sem lögðu til afnám bjórbannsins. Í þessum frumvörpum er lagt til að heimilt verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum, að áfeng- iskaupaaldur verði lækkaður í 18 ár og að bann við áfengisauglýs- ingum verði afnumið. Þessi mál mæta sömu andstöðu og frumvarp við afnámi bjórbannsins gerði á sín- um tíma. Því miður eru þeir enn til sem telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðru fólki með boðum og bönnum, höftum og forsjárhyggju. Ungir sjálfstæðismenn telja að þau góðu áhrif sem afnám bjór- bannsins hefur haft á íslenska vín- menningu ættu að vera áminning um að fólk er almennt fullkomlega fært um að hafa vit fyrir sér sjálft án sífelldra afskipta, boða og banna af hálfu ríkisvaldsins. SUS skorar á þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, að draga lærdóm af jákvæð- um áhrifum frjálsræðis á íslenska vínmenningu og leggja ofan- greindum frumvörpum lið sitt.“ 46 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yngstu spilararnir settu strik í reikningana í Borgarfirðinum Mánudaginn 24. febrúar voru spilaðar þrjár síðustu umferðirnar í aðalsveitakeppni félagsins. Borg- nesingar hafa leitt mótið frá upp- hafi og virtust sigla lygnan sjó. Sveit Flemmings Jessens sem fór illa af stað í mótinu hefur skorað grimmt undanfarin kvöld og fékk m.a. 70 stig af 72 mögulegum á fimmta kvöldi. Þegar spilamennska hófst síðasta kvöldið munaði ekki nema tveimur stigum á sveitunum. Hann jókst í 7 stig eftir fyrsta leik. Í annarri umferð öttu Borgnesingar kappi við sveit Fjölnis í Deildar- tungu en hann er 13 ára og makker hans Lára Lárusdóttir er einnig 13 ára. Þá brást snilld Borgnesinga og þegar leiknum lauk kom í ljós að Fjölnir hafði verðskuldað haft bet- ur sem nam 14-10. Sannarlega óvænt og það gaf Flemming og fé- lögum færi á að ná efsta sæti í fyrsta skipti í mótinu og það gerðu þau svo nam einu stigi. Lokaum- ferðin var því æsispennandi en það fór svo að lokum að sveit Flemm- ings gerði betur en Borgnesingar og hampar titlinum. Með Flemming spiluðu Guðmundur Þorsteinsson, Anna Einarsdóttir og Kristján Ax- elsson. Í sveit Borgnesinga spiluðu Jón H. Einarsson, Rúnar Ragnars- son, Dora Axelsdóttir, Sigurður Már Einarsson og Stefán Kalmans- son. Þriðja sæti hirtu svo nokkuð örugglega Jóhann Oddsson á Stein- um og hans menn, þeir Eyjólfur Sigurjónsson, Jón Pétursson og Eyjólfur Örnólfsson. Lokastaðan í mótinu var þessi: Sveit Flemmings Jessens 300 Sveit Borgnesinga 291 Sveit Jóa á Steinum 273 Sveit Baldurs í Múlakoti 245 Sveit Rögnu á Lundum 225 Sveit Fjölnis í Deildartungu 202 Næsta mánudag verður spilaður tvímenningur og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sigursælir Borgfirðingar hampa verðlaunum í lok aðalsveitakeppninnar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Íslandsmóts í tvímenningi á Norðurlandi eystra Svæðamót Norðurlands eystra í tvímenningi verður haldið í Lions- salnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri, laugardaginn 11. mars 2006. Spilamennska byrjar kl. 10 og mótslok áætluð um kl. 20. Spila þarf a.m.k. 60 spil. Spilað verður samkvæmt Barometer-fyrirkomu- lagi. Keppnisgjald er 2.000 kr. á mann. Kaffi og te innifalið. Spilað er um silfurstig. Sex efstu pörin vinna sér rétt til að spila í úrslitum Íslandsmótsins í tvímenningi í Reykjavík 29. apríl–1. maí 2006. Rétturinn færist niður geti par/pör ekki nýtt sér hann. Við hvetjum eindregið til góðrar þátttöku í skemmtilegu móti. Æskilegt að sem flestir skrái sig á spilakvöldi síns bridsfélags. Skráning berist Stefáni Vil- hjálmssyni, símar 898 4475 og 462 2468, netfang: stefan@bugardur.is Skráning í síðasta lagi kl. 13 miðvikudaginn 8. mars 2006. FEBK Gjábakka Það var spilað á 6 borðum sl. föstudag og þessi urðu úrslitin í N/S: Magnús Halldórss. - Ólafur Ingvarss. 130 Lárus Hermannss. - Ólafur Lárusson 122 Jón Hallgrímss. - Bjarni Þórarinss. 107 A/V: Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 126 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 125 Guðrún Þórðard. - Ægir Ferdinandss. 107 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 27.02. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ragnar Björnsson – Guðjón Kristjánss. 253 Sæmundur Björnss. – Birgir Sigurðsson 246 Oliver Kristóferss. – Magnús Halldórss. 235 Árangur A-V Alda Hansen – Jón Lárusson 275 Þröstur Sveinss. – Bjarni Ásmunds 267 Tómas Sigurjónss. – Friðrik Jónsson 259 Bridsdeild Hreyfils Sl. mánudagskvöld var spilaður hörkuspennandi eins kvölds tví- menningur eins og sjá má af neð- angreindum úrslitum. Birgir Sigurðss. – Sigurrós Gissurard. 65 Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 64 Árni Kristjánss. – Birgir Kjartanss. 63 Gunnar Bíldal – Jóhanna Einarsd. 63 Næst er spilað á mánudagskvöld í Hreyfilshúsinu og hefst spila- mennskan kl. 19.30. ÚTHLUTAÐ hefur verið fjórum námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði, en sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs í fyrra í sam- starfi við Eflingu-stéttarfélag. Það var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sem úthlutaði styrkj- unum við athöfn í Höfða. Sjóðurinn er nefndur eftir Guð- rúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni Námsflokka Reykja- víkur, en hún vann mikið braut- ryðjendastarf við uppbyggingu námsflokkanna, þar sem boðið var upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni eða starf félagasamtaka á þeim sviðum sem Guðrún Halldórs- dóttir lét mest til sín taka og lýsa má með þremur einkunnarorðum; jafnrétti, fræðsla og fjölmenning. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, hefur gengið til samstarfs við Reykjavíkurborg og Eflingu um fjármögnun Guðrún- arsjóðs. SPRON hefur ákveðið að styrkja sjóðinn með einnar millj- ónar króna framlagi. Þetta mik- ilvæga framlag SPRON gerir sjóðnum kleift að veita styrki ár- lega á næstu 10 árum. Að þessu sinni voru veittir fjórir námsstyrkir að upphæð kr. 50.000 hver til einstaklinga sem sýnt hafa djörfung og dug í námi sínu. Miðað er við að styrkirnir dugi til greiðslu skólagjalda. Þessir hljóta styrk í ár: Huong Xuan Nguyen (gengur undir nafn- inu Emily), er 21 árs gömul og fædd í Víetnam. Hún býr hjá móður sinni og yngri bróður í Reykjavík. Emily er þátttakandi í verkefninu Framtíð í nýju landi, og nýtur þar aðstoðar mentors. Emily er mjög góður nemandi, brautskráðist af náttúrufræðibraut MH í desember 2005 og hlaut viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í stærð- fræði. Emily hóf nám í janúar í verkfræði við Háskóla Íslands. Máni Jósepsson, er 19 ára gamall og fæddist í flóttamannabúðum í Hong Kong. Móðir hans, sem lést árið 2003, var í hópi vítetnamskra flóttamanna sem komu til Íslands árið 1991. Hann á tvær yngri syst- ur, 13 og 5 ára gamlar, sem búa hjá móðurbróður sínum. Máni býr á Ás- vallagötu 14, þar sem Reykjavík- urborg heldur heimili fyrir börn og unglinga. Máni er eins og Emily þátttakandi í verkefninu Framtíð í nýju landi og starfar þar sem ráð- gjafi. Hann var fulltrúi Íslands á síðasta ári á ráðstefnu í Kraká um ungt fólk gegn kynþáttahatri. Hann hefur sýnt bæði dugnað og kraft í námi. Hann er nú á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Kvenna- skólanum, með frönsku sem sér- grein. Signý Björk Ólafsdóttir er 36 ára og var þátttakandi í kvennasmiðj- unni árið 2003 og hóf í kjölfarið nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hún lauk gluggaútstillinganámi vorið 2005 og stundar nú alhliða hönnunarnám á listnámsbraut við sama skóla. Signý Björk hefur hlot- ið lof fyrir ástundun, árangur og lífskraft. Hún er fimm barna móðir og eru börnin hennar á aldrinum 7 til 19 ára. Helga Agnars Jónsdóttir, er á sextugsaldri og hóf félagsliðanám Eflingar í Námsflokkunum vorið 2004. Þetta er nám fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra, fatlaðra og í heimaþjónustu. Helga veiktist á vorönn 2005 og hefur glímt við al- varlegan heilsubrest síðan. Hún hefur sýnt einstakan dugnað og áræði og haldið áfram námi sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður og veikindi. Helga stefnir á námslok vorið 2006 og að vinna í kjölfarið sem félagsliði með öldruðu eða fötl- uðu fólki. Hlutu viðurkenningu úr Guðrúnarsjóði Sýning og kynning hjá Slippfélaginu Í VERSLUN og málningarverk- smiðju Slippfélagsins í Dugguvogi 4 verður mikið um að vera föstudag- inn 3. mars, en þá stendur Slipp- félagið fyrir sýningu og kynningu á öllu því nýjasta í þessari grein undir heitinu Dagur málarans. Á Degi málarans gefst fagmönn- um kostur á að kynna sér allt það nýjasta í framleiðslu og vinnuað- ferðum. Slippfélagið flytur til lands- ins sérfræðinga á ýmsum sviðum frá leiðandi fyrirtækjum í heiminum til þess að koma málurum í beint sam- band við það nýjasta sem er að ger- ast á hverju sviði. Húsakynnum Slippfélagsins hefur verið breytt sérstaklega fyrir þennan kynning- ardag og aðstaða útbúin af þessu til- efni. Á Degi málarans kynnir starfs- fólk Slippfélagsins helstu nýjungar í framleiðslu og starfsemi félagsins, en auk þess verður meðal annars boðið upp á kynningar frá fyr- irtækjum í nágrannalöndum okkar. Slippfélagið býður málara og aðra, sem áhuga hafa á að kynnast því nýjasta í greininni, velkomna í Dugguvog 4 á Degi málarans 3. mars kl. 16– 20. Styrkur úr Sagn- fræðisjóði Björns Þorsteinssonar ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þor- steinssonar fyrir árið 2006 að upp- hæð 400.000 krónur. Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagn- fræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka – og vinna að ritum um – sérstök verkefni er varða sögu Ís- lands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams konar verkefna er eigi hefur verið í Háskóla Íslands og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um, segir í frétta- tilkynningu. Umsóknum ber að skila á skrif- stofu hugvísindadeildar Háskóla Ís- lands í Nýja Garði, eigi síðar en 15. mars nk. Framsóknarfélög í Kópavogi sameinast Á AÐALFUNDI Framsóknarfélags Kópavogs, sem haldinn var í febr- úar sl., var samþykkt að sameinast Framsóknarfélaginu Digranesi og Brynju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Hin félögin tvö höfðu áð- ur samþykkt að sameinast Fram- sóknarfélagi Kópavogs. Samein- ingin er undir nafni Framsóknar- félags Kópavogs og tók gildi strax. Ólafur Hjálmarsson var kosinn formaður og aðrir í stjórn eru Andrés Pétursson, Hjalti Björns- son, Sigurbjörg Vilmundardóttir og Samúel Örn Erlingsson. Varamenn voru kjörnir Sigurður R. Guð- mundssson, Þorgeir Þorsteinsson og Einar Sveinn Ólafsson. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi, sem verið hefur formaður Framsóknarfélags Kópavogs síðustu ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kiwanisfélagar heiðraðir FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Setbergi heiðruðu fyrir skömmu þrjá félaga sína, þá Sigurð Ingi- bergsson og Þorleif Markússon, sem báðir fengu Hixson-orðu, og Matthías G. Pétursson, sem fékk Hixson-orðu með demanti þar sem hann hafði áður fengið Hix- son-orðu. Hixson-orðan er æðsta við- urkenning sem veitt er Kiw- anisfélögum, en hana fengu þre- menningarnir fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins og hreyf- ingarinnar. Þeir eru allir stofn- félagar í Setbergi og hafa því starfað í Kiwanishreyfingunni í yfir 30 ár. Orðurnar veitti umdæmisstjóri Kiwanisumdæmis Ísland- Færeyjar, Guðmundur Bald- ursson, en á fundinum, sem hald- inn var 16. febrúar, fór hann yfir það helsta sem hefur gerst í um- dæminu síðan í haust og hvað sé framundan. Umdæmisþing Kiwanis 2005 var haldið í Garðabæ á síðasta hausti. Fundinn sátu líka nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Smyrli í Borgarnesi og tveir Heklufélagar. Þeir síðarnefndu áttu sæti í umdæmisþingnefnd 2005, en Setberg átti hina fimm. Þakkaði umdæmisstjóri þing- nefndarmönnum og klúbb- félögum fyrir vel undirbúið og eftirminnilegt þing, sem hefði í alla staði tekist vel. Á fundinum tók Óskar Guð- jónsson, erlendur ritari Kiwanis- umdæmisins, einnig til máls og fræddi hann fundarmenn um uppbyggingu ungliðaklúbba inn- an Kiwanis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.