Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 48

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn THELMA LICKSPITTLE ÆTLI HÚN EIGI EFTIR AÐ GIFTA SIG? ÉG VONA ÞAÐ, HENNAR VEGNA ORÐUM ÞETTA ÖÐRU- VÍSI EF AÐ HJÖRÐ AF KANÍNUM VÆRI Á LEIÐINNI... ...OG ÞÚ VÆRIR SÁ EINI SEM GÆTI BJARGAÐ OKKUR, MUNDIRÐU GERA ÞAÐ? AF HVERJU KALLAR FÓLK ÞIG EDDA HEPPNA? EFLAUST VEGNA ÞESSA AÐ ALLT GENGUR MÉR Í HAGINN VERTU EKKI SVONA STÚRINN. ÞETTA TILHEYRIR ÞVÍ AÐ VERA Í ÚTILEGU ÞETTA GÆTI VERIÐ VERRA. ÞAÐ ER ALLAVEGA EKKI BYRJAÐ AÐ SNJÓA HA? ÍMYNDIÐ YKKUR AÐ ÞAÐ VÆRI BYRJAÐ AÐ SNJÓA, ÞÁ GÆTUM VIÐ EKKI KVEIKT ELD DÓSA- MATUR ER UPPÁ- HALDIÐ MITT ÞEIR BIÐJA ALLA VIÐEIGANDI SÖNGVARA AÐ SKRÁ SIG Í KÓRINN „VIÐEIGANDI“ SÖNGVARA? GELDINGA! STUNDUM SYNGJA ÞEIR Á SVO HÁUM NÓTUM AÐ EKKI EINU SINNI HUNDAR HEYRA Í ÞEIM ÆTLI ÉG SÉ NÓGU DUGLEG VIÐ AÐ TJÁ LEN HVERSU MIKILS ÉG MET HANN? ÉG ÆTLA AÐ HRINGJA Í HANN OG SEGJA HONUM ÞAÐ. MÉR ÞÆTTI ALLA- VEGA VÆNT UM SLÍKT LEN, MIG LANGAÐI BARA AÐ HRINGJA TIL AÐ SEGJA ÞÉR HVERSU MIKILS ÉG MET ÞIG HVAÐ? HVAÐ ER AÐ ÁSTIN MÍN? EF EITTHVAÐ SLÆMT HEFUR KOMIÐ FYRIR ÞÁ SKALTU BARA SEGJA MÉR ÞAÐ ÉG ER BÚINN AÐ FÁ STYRK MINN AFTUR. NÚ GET ÉG STAÐIÐ KÓNGULÓAR- KRAFTAR MÍNIR SVÍKJA MIG ALDREI SVO ER ANNAÐ... ÉG OG ÞÚ ÞURFUM AÐ ÚTKLJÁ OKKAR MÁL Dagbók Í dag er fimmtudagur 2. mars, 61. dagur ársins 2006 Engan söng hér,takk!“ galaði af- greiðslukona í mið- borg Reykjavíkur með þjósti í gær, á ösku- degi, þegar hópur, sem samanstóð af þremur Silvíum Nótt- um, einni prinsessu og tvíeggja einburanum Batkúla (Batman Dra- kúla), skeiðaði inn á búðargólf og gerði sig reiðubúinn til söngs. „Við tökum ekki þátt í þessu,“ sagði búð- arlokan hastarlega. Börnin hrökkluðust út, og ein Silvía Nóttin tók þá eftir því að á miða á hurðinni stóð: „Ekk- ert nammi í boði hér.“ Víkverja þótti nóg um þennan at- gang. Þegar börnin voru farin út upphófust samræður milli af- greiðslukonunnar og viðskiptavinar um það hvað öskudagurinn hefði nú verið betri í gamla daga, þegar þær sátu við öskupokasauma í margar vikur fyrir öskudag, og skemmtu sér svo við að næla í vegfarendur sjálfan öskudaginn. „Verst hvað það var oft erfitt að fá títuprjóna sem hægt var að beygja,“ tuðaði afgreiðsludaman í sjálfhverfri nostalgíunni, sem var enn hlaðin vanþóknun á öskudags- hegðun barna nú- tímans. Víkverji ákvað að skipta sér ekki af í þetta sinn, þótt hann skipti oft yfir í hvassan útsynning yfir full- orðið fólk sem ber enga virðingu fyrir börnum. Víkverja datt í hug að sennilega væru Skröggarnir margir; þeir væru líka á Ís- landi, og væru í essinu sínu á öllum árstímum, – ekki bara um jól. Aumt er að geta ekki unnt börnum þess að vera börn, – þótt þau hafi aðra siði en maður sjálfur hafði sem barn. Aumt er að geta ekki glaðst yfir misfögrum söng krakka sem hafa haft mikið fyrir því að finna sér gervi og safnað í sig heljarinnar kjarki til að syngja svona næstum opinberlega. Aumt er að geta ekki séð af nokkrum hundr- aðköllum í öskudagsnammi handa tindilfættum Silvíum, prinsessum og súpermönnum. Aumt er að vera sá endemis fýlupoki að geta ekki sam- glaðst fólki þótt manni þyki það kannski pínulítið kjánalegt. Aumt er að vera búinn að gleyma því hvernig það er að vera barn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Hagatorg | Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir og Kolbeinn Ingi Björnsson dansa hér konunglegan dans sem Dimmalimm og Pétur úr ævintýrinu góða eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands býður rúmlega 3.500 leikskólabörnum af höfuðborgarsvæðinu á tónleika í Háskólabíói á æv- intýrið um Dimmalimm. Garðar Thor Cortes og Halla Vilhjálmsdóttir leika og syngja á tónleikunum en einnig koma fram nemendur úr Listdansskól- anum og kór Kársnesskóla. Edda Heiðrún Backman leikstýrir en hljómsveit- arstjóri er Bernharður Wilkinson. Heimsóknirnar eru árlegur viðburður og hafa verið í tæp 15 ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Engin er eins þæg og góð … MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.