Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 53

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 53 MENNING Síðustu forvöð!!! 2. mars uppselt 3. mars 9. mars 15. mars 16. mars 23. mars 24. mars 25. mars uppselt 30. mars 31. mars 1. apríl Landið í maí Vestmannaeyjar 4. maí sýning 5. maí sýning 6. maí sýning 7. maí sýning Seyðisfjörður 10. maí sýning 11. maí sýning 12. maí sýning 13. maí sýning 14. maí sýning (aukas.) Landið í maí Akureyri 17. maí sýning 18. maí sýning 19. maí sýning 21. maí sýning Ísafjörður 25. maí sýning 26. maí sýning 27. maí sýning Aðeins þessar sýningar: í Reykjavík Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum„Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson ÞAÐ voru stuttir en nettir undorns- tónleikar í ýmsum samsetningum fimm meðlima KaSa-hópsins í sal Ráðhússins á sunnudag. Tónlistin var flest frekar aðgengileg dæmi um sígild íslenzk verk frá um 1890 til 1980, og mátti líka vera það, því mannaþysinn úr aðliggjandi hólfi salarins, þar sem var myndlist- arsýning, truflaði á köflum meira en góðu hófi gegndi. Af sömu sökum misfórst líka sitthvað í munnlegum kynningum KaSara í stað prent- aðrar tónleikaskrár, og setti allt (ásamt óheppilegum hljómburði fyr- ir einkum strengi og flautu) tónleik- unum umgjörð er var til lítils sóma fyrir umsýslumenn Vetrarhátíðar. Þokkalegast út úr þessum hvim- leiðu aðstæðum komu fyrsta og síð- asta atriðið, enda þoldu þær skást Rímnadansar Jóns Leifs í hálfmód- ernískri en hressri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar og viktoríanskt hljómskálakennt Píanótríó Svein- björns Sveinbjörnssonar. Verr fór um Intermezzo Atla úr Dimmal- imm, og verst um I. þáttinn úr Fiðlusónötu Jóns Nordal og kúbískt tríóverk Leifs Þórarinssonar með schönbergskum undirtónum fyrir flautu, selló og píanó frá 1975 (að mér heyrðist), er hvort tveggja þurfti áberandi betra næði en hér var að heilsa. Allt var þó ágætlega spilað, og kynningar einstakra flytj- enda á hverju verki voru margar fróðlegar og skemmtilegar, að svo miklu leyti sem þær bárust til öft- ustu hlustenda. Í sjálfu sér var svo sem ekkert að frjálslega „Proms“- fyrirkomulaginu, þar sem áheyr- endur gátu komið og farið að vild. En lágmarkskrafa hefði verið að vera sæmilega laus við óheftan mannaklið úr nærliggjandi vist- arverum. Klassískur kammerleikur er allt önnur og viðkvæmari ella en t.a.m. stórsveitardjamm. Íslenzk klassík við mannaklið TÓNLIST Ráðhúsið Þættir og verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Leif Þórarinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Meðlimir úr KaSa-hópnum. Laugardaginn 25. febr- úar kl. 15. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson RAFN Hafnfjörð hefur um 50 ára skeið fest landslag Íslands á filmu. Afrakstur vinnunnar hefur birst í ýmsum myndum; í ferða- mannabæklingum, á póstkortum, í bókum og dagatölum, sem og á sýningum, í sjónvarpi og á vefsíðum á netinu. Fjöldi fólks hefur einnig séð myndir Rafns á óvenjulegum stað, en 32 ljós- myndir hans hafa prýtt smáar umbúðir utan um kaffirjóma, sem hefur verið dreift bæði innan- lands og utan síðan árið 1998. Nýverið fengu Mið-Evrópubúar að kynnast ljósmyndum Rafns, en hann opnaði á dögunum tvær ljósmyndasýningar, aðra í Strassborg en hina í Lúxemborg. Strassborgar-sýningin var haldin dagana 3.–27. nóvember sl. í stjórnsýslu- húsinu þar í borg. Sýningin í Lúxemborg opnaði hins vegar 16. febrúar í Lux Tech Center og sýndi Rafn þar 30 ljósmyndir. Að sögn Rafns var fjöldi manns viðstaddur opnunina, og vakti sýningin þó nokkra hrifn- ingu. „Við opnunina, sem var mjög glæsileg, var líklega nálægt 100 manns og gerður gífurlega góður rómur að sýningunni,“ segir hann í sam- tali við Morgunblaðið, en strax á opnuninni seldi hann nokkrar myndir. Myndir seldar á opnun Lux Tech Center er nýleg stórbygging, í eigu Íslendings sem búsettur er erlendis, þar sem finna má veitingastað auk sýningarsalarins. Að undanförnu hafa nokkrir Íslendingar sýnt þar á undan Rafni. „Þetta er stór og skemmtilegur salur; að vísu er dálítið mikill gróður þarna inni sem truflar kannski sýninguna á vissan hátt og þó ekki, því það gerir hann líka hlýlegan,“ segir Rafn. „Þarna kemur mikill straumur fólks, því þarna er opið langt fram á kvöld og allan dag- inn.“ Rafn segir fólk ytra ekki hafa vitað á hverju það ætti von; jafnvel búist við myndum af Gull- fossi, Geysi, jöklum og öðru í þeim dúr. „En myndirnar mínar eru af öðrum toga – ég er auð- vitað búinn að mynda öll fjöll á fimmtíu ára ferli. Síðustu ár hef ég því farið að taka meira af list- rænum og óhlutbundnum myndum, og helga mig því algjörlega nú í dag,“ segir hann. Á sýn- ingunni sýndi hann einnig 75 litskyggnumyndir af norðurljósum og segir hann dálitlum heim- þrárglampa hafa brugðið fyrir í augum Íslend- inganna sem búsettir eru ytra við að sjá þær. „Það voru nokkrir sem komu til mín og sögðu, Rafn minn, þetta áttirðu ekki að gera okkur. En það var nú bara gaman,“ segir hann að síðustu. Ljósmyndun | Rafn Hafnfjörð sýnir í Strassborg og Lúxemborg Norðurljósin kölluðu fram tár Ljósmynd/Rafn Haffjörð Íslandsmyndir Rafns Hafnfjörð eru langt frá því að vera hefðbundnar fjallamyndir. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.