Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 60
ÁHUGI á fasteignum á Húsavík hefur stóraukist á undanförnum mánuðum og misserum og hefur verðið hækkað um 40% á undanförnu einu og hálfu ári. Þá hafa stórir aðilar af höfuðborgarsvæðinu spurst fyrir um fasteignir á Húsavík það sem af er þessari viku, í aðdraganda þess að Alcoa tilkynnti um ákvörðun sína. „Það er alveg staðreynd að það er búinn að vera mikill hasar í dag (gær) og tvo undanfarna daga og þar á meðal hafa aðilar verið að gera tilboð í eignir hér á Húsavík,“ sagði Berglind Svavarsdóttir, lög- maður og fasteignasali á Húsavík. Hún sagði að hins vegar væri það þannig að það væri ekki mikið um eignir til sölu á svæðinu. Mjög mikil sala á eignum á Húsavík hefði verið und- anfarið eitt og hálft ár, sem hún rekti að stórum hluta til væntinga fólks um að álver yrði byggt á svæðinu og eignir hefðu hækkað um 40% í verði á undanförnu einu og hálfu ári. Eignir sem hefðu verið að seljast áður á 12–14 milljónir væru komn- ar í um tuttugu milljónir króna. Það væri auðvitað mjög gott fyrir fólk að fá eitthvað fyrir eignir sín- ar. „Þannig að þessi skriða byrjaði í raun fyrir einu og hálfu ári síðan,“ sagði Berglind enn fremur. Hún sagði að svo hefði komið fram mikill áhugi frá utanaðkomandi aðilum á fasteignum á Húsavík það sem af væri þessari viku áður en ákvörðun Al- coa hefði legið fyrir. Stóraukinn áhugi á fasteign- um á Húsavík LÖGREGLUMENN vísuðu háværum mót- mælendum með valdi út af skrifstofu Alcoa á Suðurlandsbraut í gær. Hópurinn nefnir sig Ungliða gegn stóriðju og tók sér mótmæla- stöðu vegna ákvörðunar Alcoa um að hefja ít- arlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt álver á Bakka við Húsavík. Ungliðarnir börðu trommur og blésu í lúðra. Mótmælend- urnir voru yfir 20 talsins og var lögreglan kölluð til þar sem ekki þótti vinnufriður á skrifstofunni. Þeir hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu í fyrstu og voru því dregnir út. Ekki kom þó til þess að neinn yrði handtekinn. Lauk aðgerðinni á 40 mínútum samkvæmt upplýsingum lögreglu. Í kröfugerð ungliðanna er farið fram á að ekkert álver verði reist á Norðurlandi og að fallið verði frá stóriðjuáformum á Íslandi. Þá er þess krafist að Alcoa hafi sig burt frá Ís- landi og að byggingu Kárahnjúkavirkjunar verði hætt. Enn fremur að byggingu álvers í Reyðarfirði, sem ungliðarnir segja ólöglegt, verði hætt. Neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu Í yfirlýsingu hópsins segir enn fremur að frá upphafi hafi mótspyrna við stóriðjuáætl- anir verið háð af fræðimönnum og stjórn- málamönnum á sama tíma og öðrum hafi ver- ið neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur úrræði til að hafa áhrif á gang mála. „Nú þeg- ar sýnt þykir að umræður, blaðaskrif, ræðu- höld og fortölur dugi ekki til þess að fá rétt- indum okkar fullnægt neyðumst við til að grípa sjálf til aðgerða. Við viljum benda Al- coa, ríkisstjórninni og öðrum þeim sem hlut eiga að máli á að við erum ósátt við framgang mála og munum beita öllum ráðum, að ofbeldi undanskildu, til þess að stöðva framgang al- þjóðavæðingar og stóriðju á Íslandi,“ segir þar m.a. Að sögn Ernu Indriðadóttur, kynningar- stjóra Alcoa, er það mikið ánægjuefni að ungt fólk láti sig þjóðfélagsmál varða og tileinki sér þann lýðræðislega rétt að láta skoðanir sínar í ljós. „Ungt fólk þarf að læra það. Því miður urðu ólætin á skrifstofunni svo mikil í dag að það var ekki vinnufriður þannig að óskað var eftir því við lögreglu að hún bæði ungu mót- mælendurna að fara út,“ sagði Erna. Morgunblaðið/ÞÖK Mótmælendur við skrifstofur Alcoa fjarlægðir með valdi ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi HJÖRLEIFUR Valsson lék á Stradivaríus-fiðlu í Graf- arvogskirkju í gær þegar upplestur Passíusálma hófst, en fiðlan er metin á yfir 100 milljónir króna. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra las fyrsta sálminn. „Á leiðinni heim“ kallast upplestur Passíusálma í Graf- arvogskirkju sem hófst í gær þegar forsætisráðherra las fyrsta sálminn. Einn til tveir Passíusálmar verða lesnir hvern virkan dag og munu 32 þingmenn og ráðherrar sjá um lesturinn, að sögn séra Vigfúsar Þórs Árna- sonar, sóknarprests í Grafarvogskirkju. Upplestri Passíusálma lýkur á skírdag þegar Geir H. Haarde utanríkisráðherra les síðasta sálminn. Hjörleifur Valsson lék á Stradivaríus-fiðlu í gær, á fyrsta degi upplestr- arins, sem metin er á yfir 100 milljónir króna. Þessi fiðla er ein af þeim síð- ustu sem Stradivaríus smíðaði og telja sérfræðingar að hún hafi verið smíðuð á árunum 1732–34, samkvæmt upplýsingum frá Hjörleifi. Stradivaríus var því 92 ára þegar smíði fiðlunnar hófst. Hjörleifur er með fiðluna að láni og er búinn að hafa hana í viku. ,,Þetta er óskaplega falleg fiðla og dásamlegt að spila á hana. Ég er svo heppinn að fá að njóta hennar hérna í smátíma. Sumir deyja eftir langan og góðan feril án þess að fá nokkurn tímann að snerta svona fiðlu þannig að ég tel mig mjög lán- saman,“ segir Hjörleifur. Hörður Bragason, organisti Grafarvogskirkju, og Birgir Bragason kontrabassaleikari léku undir hjá Hjörleifi í gær. Hjörleifur Valsson lék á Stradivaríus-fiðlu, sem metin er á yfir 100 milljónir króna. Lék á Stradivaríus-fiðlu á upplestri Passíusálma Morgunblaðið/Árni Torfason MARGAR plöntur hafa látið blekkjast af blíðviðr- inu í febrúar og farið að bruma og jafnvel laufg- ast. Guðmundur Vernharðsson hjá Gróðrarstöð- inni Mörk segir að hlýindakafli í febrúar sé ekki eins hættulegur og í mars þegar sólin er komin hærra á loft. Hann segir þó að fjölærar plöntur eins og páskaliljur geti farið illa út úr hlýindakafla um miðjan vetur og einnig tegundir eins og gljá- mispill, blátoppur og reyniblaðra. Tegundir sem blómstra áður en þær laufgast eins og rósakirsi og töfratré geta einnig orðið fyrir skemmdum. Þorkell Gunnarsson, formaður Félags ís- lenskra skrúðgarðyrkjumeistara, segir að ef spáð er miklu frosti og jafnvel langvarandi sé hægt að skýla plöntunum með efni eins og striga sem lokar ekki á ljós og loft. Þá bendir hann á að sumir sprauti vatni á plönturnar og láti það frjósa á þeim til hlífðar. | 25 Þola laufgaðar plöntur frost? ERLENDIR ríkisborgarar hér á landi eru um 7% vinnuaflsins. Þetta hlutfall hefur hækkað ört á undanförnum misserum og er núna hæst á Íslandi af öllum Norður- löndunum. Samkvæmt nýjum tölum Hag- stofunnar eru tæplega 12 þúsund erlendir ríkisborgarar hér á landi á aldrinum 16–64 ára, en Vinnumála- stofnun miðar við þann aldurshóp þegar hún mælir virkni á vinnu- markaði. Erlendir ríkisborgarar fá almennt ekki dvalarleyfi á Íslandi nema þeir hafi atvinnuleyfi og þess vegna er virkni erlendra ríkisborg- ara á vinnumarkaði mjög mikil. Ekki liggja fyrir nýjar tölur frá hinum Norðurlöndunum um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnu- markaði, en Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, segir að hlutfallið sé hæst hér á landi. Í árs- gamalli skýrslu frá Vinnumála- stofnun kemur fram, að annars staðar á Norðurlöndum er virkni erlendra ríkisborgara á vinnu- markaði minni en hér á landi. Í Danmörku voru erlendir ríkisborg- arar t.d. 5,2% af mannfjölda árið 2002, en hlutfall erlendra ríkis- borgara af vinnuafli var hins vegar aðeins 3%. Huga þarf að réttindum starfsfólks Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir það í sjálfu sér ekki áhyggjuefni að er- lendum ríkisborgurum fjölgi hér á vinnumarkaði. Aðalatriðið sé að tryggt sé að þetta fólk fá sambæri- leg kjör og Íslendingar, bæði þess sjálfs vegna og eins til að tryggt sé að erlendu ríkisborgararnir grafi ekki undan íslenskum vinnumark- aði með lágum launum. Gylfi segir að erlendu vinnuafli hafi fjölgað mjög mikið í veltu- tengdum atvinnugreinum eins og byggingariðnaði. Það sé visst áhyggjuefni hvað gerist þegar sam- dráttur verði í byggingariðnaði. Hann segist hafa sérstakar áhyggj- ur af réttindum erlendra starfs- manna við þær aðstæður, sérstak- lega í sambandi við réttindi í sjúkrasjóði og veikindarétt. Verka- lýðshreyfingin hafi verið að tapa málum sem varða greiðslur er- lendra starfsmanna í sjúkrasjóði, en það þýði jafnframt að þeir njóti ekki réttinda úr sjúkrasjóðum. Gylfi segir ólíklegt að sú upp- sveifla sem er á vinnumarkaði hér á landi verði um alla framtíð og því sé nauðsynlegt að huga að stöðu erlendra starfsmanna þegar sam- dráttur verði. Erlendir ríkisborgarar eru um 7% vinnuaflsins Hlutfallið er hæst á Íslandi af Norðurlöndunum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.