Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 4

Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 4
4 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Heitir & fallegir Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigsvegi 7 Sími: 511 1100 Selfoss – Híbýli fasteignasala er með í sölu vandað og glæsilegt 160,2 fermetra einbýlishús með innbyggðum 40,8 ferm. bílskúr að Laxabakka 5 á Selfossi. Forstofa hússins er með stein- flísum á gólfi og góðum fataskáp- um. Úr forstofu er gott herbergi með skápum og hlynparketi á gólfi. Opið er úr forstofu inn í hol sem er með stórum fataskáp og hlyn- parketi á gólfi. Eldhúsið er glæsi- legt með glerskápum að hluta, stórri eldavélareyju með gaselda- vélarplötu og matborðsaðstöðu, innbyggðri uppþvottavél og stein- flísum á gólfi. Innbyggður ísskáp- ur með stálframhlið fylgir. Opið er úr eldhúsi inn í sjón- varpsstofu, borðstofu og stofu. Úr stofunni er gott útsýni yfir Ölfus- ána. Baðherbergi er með glugga og flísalagt í hólf og gólf. Stein- flísar eru á gólfi, nuddbaðkar, upphengt klósett með innfelldum kassa og stór og mikil innrétting. Hjónaherbergi er með stórum fataskápum. Þvottahús er með flísum á gólfi og góðri innréttingu með vaski Úr þvottahúsi er gengið inn í bílskúr. Loft eru öll gifsklædd með tvö- faldri klæðningu og halogenlýs- ingu nema í þvottahúsi og for- stofuherbergi. Hiti er í öllum gólfum sem eru flísalögð. Bílskúr er rúmgóður. Innst í honum er herbergi með glugga og baðherbergi með sturtu, flísalögðu gólfi, hvítri innréttingu og glugga. Timburverönd er út af stofu í suður og suðvestur. Þar er heitur pottur með sjálfvirkum hitastilli. Garður er tyrfður, plöntur á suð- urlóð og búið er að skipuleggja hellulögn fyrir framan húsið. Hús að innan er hannað og teiknað af Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt. Allar innrétt- ingar og innihurðir eru úr öl og sérsmíðaðar í húsið. Óskað er eftir tilboðum í eign- ina. Laxabakki 5 Híbýli fasteignasala er með í sölu vandað og glæsilegt 160,2 fermetra einbýlis- hús með innbyggðum 40,8 fm bílskúr á Laxabakka 5 á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.