Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 44
44 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir er Harð- viðarval með sérstaka kynningu á háþróuðu „plastparketi“ sem nær er að kalla harðparket frá Quick Step í Belgíu og segir Þórður Ágústsson, framkvæmdastjóri verk- efnadeildar, að um byltingarkennda nýjung sé að ræða. „Þetta er nýjung á gólfefnamarkaðnum og algjör bylting,“ segir hann. Sérfræðingar í parketi Byggingavöruverslunin Harðvið- arval ehf. hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Hjónin Gott- skálk Þorsteinn Eggertsson og Guð- rún Einarsdóttir stofnuðu fyrirtæk- ið ásamt syninum Einari S. Gott- skálkssyni 1978 og síðan hefur það leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum allt það nýjasta og besta í gólfefnum ásamt því að bjóða há- gæða hreinlætis- og blöndunartæki og mikið úrval hurða auk alls kyns fylgiefna og smávara. „Við erum sérfræðingar í parketi og markaðshlutdeild okkar segir sína sögu en við vorum með 28% markaðshlutdeild hér á landi á ný- liðnu ári,“ segir Þórður. Mikið úrval Harðviðarval er með stóran park- etsýningarsal í húsnæði sínu að Krókhálsi 4, og þar kennir margra grasa. Fyrirtækið býður upp á allar gerðir parkets, hvort sem um er að ræða gegnheilt, spónlagt, plast- eða harðparket. Einnig eru fyrirliggj- andi öll fylgiefni eins og undirlag og listar. Jafnframt er fjölbreytt úrval vínyl- og linoleumgólfdúka frá Armstrong í Þýskalandi, einum stærsta framleiðanda heims á þessu sviði, að sögn Þórðar. Flísar eru líka í miklu úrvali, jafnt keramik-, gler- og gegnheilar flísar ásamt glermósaík og náttúrusteini, og koma þær einkum frá ítalska framleiðandanum Ricchetti. Hurðir hafa alla tíð verið eitt af aðalsmerkjum Harðviðarvals. Fyr- irtækið býður upp á tvær gerðir, annars vegar þýskar, yfirfelldar hurðir frá Prum Tauer og hins veg- ar spænskar fulningahurðir frá Proma. Þá er Harðviðarval með breiða línu af hreinlætis- og blöndunar- tækjum, meðal annars frá Damixa, Aqua Flex, Palermo, IFÖ, Mora og Vola, og auk þess mikið úrval af við- arþiljum, kerfisloftum og steintepp- um. „Við bjóðum upp á hagsýnar heildarlausnir og erum með alla flóruna þegar kemur að parketi, gólfdúkum, flísum, hurðum, hrein- lætistækjum og fleira, en leggjum áherslu á parketið þar sem sérþekk- ing okkar liggur fyrst og fremst,“ segir Þórður. Einstakt harðparket Þórður segir að harðparketið frá Quick Step sé sérstaklega sterkt og þoli mikið álag. Harðviðarval hafi fyrst kynnt það í þröngum hópi arkitekta og iðnaðarmanna og við- brögðin hafi verið á einn veg. „Fólk er einstaklega hrifið af þessu efni,“ segir hann. Segja má að Quick Step parketið sé háþróað „plastparket“ þó það skeri sig alfarið frá plastparketi hvað varðar útlit og gæði og ekkert plast er notað í vöruna. Það lítur út eins og plankaparket og Þórður seg- ir að efsta lag parketsins sem sé úr aluminum oxyde eða áloxíði, sé næst á eftir demanti í styrkleika. Það sé gott í þrifum þar sem um enga við- loðun sé að ræða og yfirborðið sé ekki rafmagnað eins og plastið á yf- irborði plastparkets. „Með öðrum orðum er um að ræða parket með styrkleika eins og plastparket en það lítur út eins og gegnheilt viðar- parket. Það sómir sér alls staðar vel auk þess sem það er á mun betra verði en gegnheilt parket.“ Pétur segir að Quick Step parket sé mjög sterkt og HDF-platan veiti mikla vernd og haldi raka vel frá sér. Það sé samt ekki heppilegt á blautrými eins og þvottahús og bað- herbergi en henti annars alls staðar og jafnt á heimilum sem skrif- stofum, verslunum og veitingahús- um. „Þetta hentar alls staðar þar sem er mikið álag,“ segir hann. Byltingarkennd nýjung á gólfefna- markaðnum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Harðviðarval er með margar tegundir af Quick Step-parketi. Harðviðarval er líka með sérstakar flísar frá Quick Step. Einar Gottskálksson, framkvæmdastjóri Harðviðarvals, Björn Matthíasson verslunarstjóri og Þórður Ágústsson, framkvæmdastjóri verkefnadeildar, í sýningarsal. Harðparketið hentar sérstaklega vel þar sem er mikið álag. Í HAUST sem leið kynnti Harðvið- arval heildarlausnina Gulllínu en fyrir hvern seldan fermetra í henni fjármagnar Harðviðarval gróð- ursetningu á einum græðlingi í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Þórður Ágústsson segir að heildar- lausnin hafi fallið í góðan jarðveg og miðað við fyrstu viðbrögð megi reikna með að viðskiptavinir Harð- viðarvals og Skógrækt ríkisins stuðli að gróðursetningu á rúmlega 10.000 græðlingum á ári. „Gulllína Harðviðarvals er heild- arlausn fyrir viðskiptavini okkar og er allt innifalið,“ segir Þórður. „Það eina sem viðskiptavinurinn þarf að gera er að velja vöruna og síðan sjáum við um afganginn. Við mælum gólfflötinn, útvegum heila pakka sem sýnishorn, mætum með parketið ásamt undirlagi heim til viðskiptavinarins, útvegum allt sem þarf aukalega til verksins, leggjum parketið, þrífum að lokinni lögn og endurgreiðum allt ósagað efni. Harðviðarval er umhverfisvænt fyrirtæki og því gróðursetjum við í samstarfi við Skógrækt ríkisins einn græðling fyrir hvern seldan fermetra í Gulllínu.“ Stuðla að gróðursetningu áum 10.000 græðlingum á ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.