Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 3
21.5.2006 | 3 4 Flugan var í essinu sínu á listflugi út um alla borg við upphaf Listahátíðar í Reykjavík. 6 Hjartað slær í tónlistinni Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur orðið fyrir hugljómun á tónleikum nokkurra ólíkra listamanna og nú tekur hann í samstarfi við Listahátíð þátt í að fá einn þeirra, sænska djasspíanistann Anders Widmark, til Íslands. 10 Skoppa og Skrítla kenna virðingu og kærleika Sögupersónur í nýrri þáttaröð fyrir yngstu börnin í Sjónvarpinu, þær Skoppa og Skrítla, nota tákn með tali. 12 Frumkvöðull í lögheimum Þegar Guðrún Erlendsdóttir hóf nám í lög- fræði á sjötta áratugnum höfðu margir efasemdir og töldu það tímasóun því hún ætti eftir að gifta sig, eignast börn og hætta í náminu. Það síðasta gekk ekki eftir og varð Guðrún fyrst kvenna á Íslandi skipuð hæsta- réttardómari 1986. 20 Kjólasumar og sól Sjaldan hafa kjólar verið eins vinsælir og nú hjá þeim sem tolla í tískunni. 24 Kominn tími til! Réttirnir á Era Ora í Kaupmannahöfn eru allt frá því að vera ágætir til þess að vera frábærir. 26 Lofar góðu Saga Ýr Kjartansdóttir æfir sjálfsvarnarlistina taekwondo fimm sinnum í viku. 26 Saga hlutanna Púsluspil kom til sögunnar á síðari hluta 18. aldar og var þá notað til landafræðikennslu. 28 Krossgátan Hvaða drykkur hjá sókn reynist meðlæti? Skilafrestur úrlausna rennur út næsta föstu- dag. 30 Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson fordæmir sóun og bruðl sem honum finnst stundum vera bein- línis hvatt til. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Guðrúnu Er- lendsdóttur á heimili hennar 16. maí 2006. 10 Hrefna Hallgrímsdóttir skrifar sögurnar um Skoppu og Skrítlu og fer með hlut- verk Skrítlu á móti Lindu Ásgeirsdóttur, Skoppu, í nýrri þáttaröð fyrir yngstu börnin í barnatíma Sjónvarpsins. Þótt Betty Friedan hafi geyst fram á sjónarsviðið í Bandaríkj- unum árið 1963 með bókina The Feminine Mystique eða Goðsögnina um konuna, voru umræður um réttindi kvenna ekki háværar á Íslandi langt fram á sjöunda áratuginn. Bókin tekur fyrir þá kenningu að það sé í „eðli“ kvenna að fórna sér fyrir aðra og er fórnarkostnaðurinn tíund- aður. Talið er að hugmyndafræðin í bókinni hafi átt mikinn þátt í að konur fylltust eldmóði og samein- uðust í baráttu sinni gegn úreltum gildum og fyrir auknum réttindum kvenna. Þær vildu fá sömu tæki- færi og réttindi til náms og starfa og karlar. Allmörgum árum áður, um 1946, hafði þó runnið upp fyrir Guðrúnu Erlendsdóttur, þá tíu ára, að konur gætu gert það sem þær vildu. Örfáar konur á Íslandi höfðu nefnilega gert nákvæmlega það, en Guðrún og systir hennar höfðu einmitt veitt einni slíkri sér- staka eftirtekt á gangi í Bankastræti eins og hún rifjar upp í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Tímaritinu í dag: „Sjáðu þessa konu, hún er læknir,“ sagði systirin. „Hvað ertu að segja? Mér var allri lokið, ég var svo hissa á því að hún skyldi vera læknir.“ Þótt Guðrún eins og fleiri telji að baráttunni sé ekki lokið, hvarflar tæpast að tíu ára stelpum í dag annað en að þær geti orðið allt það sem strákar geta orðið. Svo mikið hefur í það minnsta áunnist. Sjálf gekk Guðrún menntaveginn, lauk embættisprófi í lögfræði 1961, varð héraðsdómslögmaður 1962, hæstaréttarlögmaður fimm árum síðar og fyrst íslenskra kvenna skipuð hæstaréttardómari 1986 en lét af störfum fyrr á þessu ári á sjötugasta aldursári. Í viðtalinu kem- ur fram að hún hefur látið sig réttindamál kvenna miklu varða, m.a. tekið þátt í að semja lög um jöfn laun kvenna og karla árið 1975. Áhugi hennar vaknaði fyrir rúmum fjörutíu árum við lestur Goðsagn- arinnar um konuna, sem á þeim tíma varð mörgum brautryðjendum og mögulegum goðsögnum framtíðarinnar hugljómun. | vjon@mbl.is 21.05.06 Kostir kallast þessi stóll Bjargar Ólafsdóttur vöruhönnuðar en hann er einn þriggja svo- kallaðra Lesblindra stóla, sem eru útskrift- arverkefni hennar úr Listaháskóla Íslands í vor. Stóllinn er þeim eiginleika gæddur að vera á þrettán mislöngum fótum sem gera það að verkum að hann veltur án þess að hætta sé á að hann fari um koll. „Mig langaði að vekja forvitni fólks um lesblindu og að það fengi örlitla innsýn í þann heim,“ segir Björg en BA-ritgerð hennar fjallaði einmitt um lesblindu. „Lesblindir búa yfir ýmsum hæfileikum sem fólk veit ekki endilega um og þessi stóll lýsir einum stærsta kostinum sem fylgir því að vera lesblindur. Þegar lesblindir verða forvitnir um einhvern hlut eða skilja hann ekki sjá þeir hann fyrir sér og hringsóla í kringum hann í huganum – sjá hann frá öllum hliðum. Velt- ingurinn í stólnum á að lýsa þessu því sá sem situr í honum upplifir mörg sjónarhorn þar sem hann getur verið í átta mismunandi stöðum.“ Fyrirmynd stólsins er „gömlu íslensku eldhússtólarnir“ eins og Björg útskýrir. „Tilgangurinn var að fólk þekkti þá strax og sæi því auðveldlega hvað væri öðruvísi við þá.“ Fæt- urnir þrettán eru soðnir neðan á járnplötu undir setu stóls- ins en Stáliðjan var Björgu innan handar við smíðina á gripnum. Stóllinn | Björg Ólafsdóttir Ís le ns k hö nn un Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.