Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 24
24 | 21.5.2006 Það er til mikið af góðum ítölskum veitingastöðum í heiminum en þeir eruekki margir sem jafnast á við Era Ora í Kaupmannahöfn. Era Ora – nafniðþýðir „það er kominn tími til“ – lætur ekki mikið yfir sér að utan. Hann er við litla götu við síkin í Kristjánshöfn og að utan eru engin merki þess að þarna leynist stórkostlegur veitingastaður. Engin skilti eða annað sem gefur til kynna hvar Era Ora er að finna. Þegar inn er komið blasir hins vegar við glæsilegur og hlýlegur matsalurinn er minnir meira á ítalskt palazzo en danska matstofu. Staðurinn á sér langa hefð í Kaupmannahöfn. Það eru 22 ár liðin frá því dyrnar á Era Ora voru fyrst opnaðar á Torvegade 62. Eigendurnir eru Elvio Milleri og Edelvito Santos sem eiga ættir að rekja til Toskana. Maturinn á hinum upphaflega Era Ora var hágæða ítalskur heimilismatur en sú stemning var endurvakin í fyrra er eigendur Era Ora opnuðu staðinn L’Altro á Torvegade 62 (pöntunarsími 0045 32545406). Ítalskar veislur | Á Era Ora er hins vegar boðið upp á stórkostlegar ítalskar veislur sem eiga fáan sinn líka. Það þarf ekki einu sinni að panta mat- inn, hann er fyrirfram ákveðinn og einungis einn matseðill í boði, sérvalinn á hverjum degi eftir því hvaða hráefni eru tiltæk. Maður sest bara við borðið og nokkrum mínútum síðar er búið að hella freyðivíni í glas og bera fram fyrsta smakk- ið, sem í okkar tilviki var Bocconcino-polenta með lúðubita og steinseljusósu. Einu ákvarðanirnar sem maður þarf sjálfur að taka er hvort maður hyggist panta vín af vínseðl- inum eða fá þau sérvöldu vín sem vínþjónn Era Ora hefur valið með hverjum rétti. Ég mæli sterklega með því en þar eru einnig tveir kostir í boði, annars vegar yngri og léttari vín og hins vegar þroskaðri þungavigtarvín. Alls verða réttirnir sextán, ef maður tekur allan pakkann og fær sér ostana á undan eftirréttunum. Maður stendur hins vegar ekki á blístri að lokinni máltíð – þótt óneitanlega standi maður heldur ekki upp svangur – þar sem stærð réttanna er löguð að fjölda þeirra og í mörgum tilvikum einungis um einn munnbita að ræða. Sextán réttir sem bragð er að | Þeir eru allt frá því að vera ágætir í að vera frábær- ir. Fyrst koma átta antipasti, litlir smáréttir, flestir bornir fram á fötum með bita á mann. Til dæmis skötuselur vafinn í eggaldin með vorlauk og strengjabúnasúpa (zuppa di fagiolini) með köldu þorsksalati. Einnig fékk ég hóst- arkirtil (sweetbread), steiktan í raspi á gúrkubeði með gulrótarsósu. Unaðslegur réttur, rétt eins og akurhænubitarnir sem höfðu verið eldaðir í acacia-hunangshjúp og komu með klettasalati eða þá andarbringurn- ar með gufusoðnu epli og jerúsalem-ætiþistlum. Vínin heldur ekki af verra taginu eða Friuli-vínið Capo Martino 1997 frá Jermann og Granato Teroldego 1995, Trentino-vín frá Foradori. Einn besti rétturinn að mínu mati var annar Primi Piatti-rétturinn, Orecchiette-pasta (sem eru lítil pasta-eyru algeng á Suður-Ítalíu) með graskerssósu og Guanciale en það er mjög eft- irsótt tegund af ítölsku beikoni, sem unnið er úr kjötinu úr kjálkum eða kinnum svína. Ekki spillti fyrir að fá Barolo Bricco Rocche 1989 frá Ceretto með. Guanciale kom aftur við sögu í öðrum af Sec- ondi Piatti-réttunum en þá langtímasoðið með sveppum og villtum kryddjurtum ásamt glasi af Casenuove delle Cerbaie Brunello di Montalcino 1990. Ostarnir voru fimm bitar hver og einn fram- reiddur ásamt sætu meðlæti, hunangi eða ávaxta- mauki, stórkostlegar samsetningar og í eftirrétt var fyrst boðið upp á Sorbettino úr ástaraldini og þá Bavarese úr mangó með balsamico-frauði. Einstök matarupplifun | Era Ora er ekki ódýr staður. Ef tekinn er stærsti matseðillinn og betri vínseðillinn með er reikningurinn kominn í 2.100 danskar krónur á haus og er þá kaffi ekki innifalið. Það svíður í budduna en er samt þess virði. Þetta er einstök matarupplifun. Seðlarnir eru svo minni og verðið þar af leiðandi lægra í hádeginu og á góðum dögum má sitja úti í garði staðarins. Það er engin tilviljun að Era Ora er eini ítalski veitingastaðurinn í norðurhluta Evópu sem Michelin veitir stjörnu. Stórkostlegur matur, góð þjónusta og fallegt umhverfi. Restaurant Era Ora | www.eraora.dk | Overgaden neden Vandet 33B | Borðapantanir: 0045 32 54 06 93 MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON KOMINN TÍMI TIL! Réttirnir á Era Ora í Kaupmannahöfn eru allt frá því að vera ágætir í að vera frábærir L jó sm yn d: S te en V ed el Era Ora er eini ítalski veitinga- staðurinn í norðurhluta Evrópu sem Michelin veitir stjörnu. Marcel Guigal, sem á sínum tíma tók við rekstri fjölskyldufyrirtækisins E. Guigal sautján ára gamall, hefur unnið sér sess sem einn af helstu áhrifamönnum vínheimsins og er í huga margra samnefn- ari fyrir svæðið Cote Rotie, eitt magnaðasta vínrækt- arsvæði veraldar. Hefur hann m.a. verið valinn „maður ársins“ af tímaritinu Decanter, áhrifamesta víntímariti Evrópu. En Guigal framleiðir ekki einungis risavaxin rauð- vín á rosalegu verði. Úr smiðju hans koma mörg vín frá flestum helstu svæðum Rhone, meðal annars Cotes- du-Rhone. Þetta er í magni talið eitt helsta rauðvíns- svæði Frakklands og Cotes-du-Rhone-vínin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Þegar best lætur og í hönd- um manna á borð við Guigal geta þau verið einföld en yndisleg borðvín sem heilla mann upp úr skónum. E. Guigal Cotes-du-Rhone 2003 er skólabókardæmi um hvernig gott vín frá þessu svæði á að vera. Það hefur sjarma, fínleika, er margslungið en jafnframt að- gengilegt og ódýrt. Þykkur rauður berjaávöxtur með þroskuðum kirsuberjum, hind- berjum og sólberjum. Þarna er líka vottur af kryddi, við og reyk. Gott jafnvægi og lengd í munni. Vín sem hentar íslenskum sumarkvöldum þegar hlýtt er í veðri með grilluðum kjúklingi, lamba- eða svínakjöti. Frábær kaup á 1.390 krónur. 18/20 Annað vín af sama meiði er Peter Lehmann GSM en sú skammstöfun stendur fyr- ir þrúgurnar Grenache, Syrah og Mourvédre sem einmitt eru meginþrúgur Rhone-dalsins í Frakklandi. Stíllinn er samt gjör- ólíkur hinum franska. Hér er liturinn dekkri og berjaanganin feit og sultuð. Kraftabolti upp á 14,5% með mikilli þyngd og hita í munni. Ætti að henta ögn svalari sumarkvöldum á pallinum en Rhone-vínið og smella betur ef t.d. BBQ-sósa er notuð á kjötið. 1.390 krónur. 17/20 Ovidio Crianza 2002 er spænskt rauðvín, það kemur af sléttum La Mancha austur af Madrid og þrúgan er Cencibel eins og hún er kölluð á þeim slóðum þótt flestir kannist lík- lega við hana undir nafninu Tempranillo. Ovidio er úr smiðju framleiðandans Bernal García-Chic- ote. Þetta er lítill framleiðandi er hóf framleiðslu á 19 hekt- urum árið 1989 en hefur hlotið mikla og verðskuldaða at- hygli. Fersk angan af rauðum berjum og hindberjahlaupi, mild- ur viðarkeimur. Vínið er 14% að styrkleika en það truflar ekki fínleika þess. 1.990 krónur. 17/20 Eitt hvítt og suðurafrískt að lokum, Stellenzicht Sauvignon Blanc 2005. Þetta er vel gerður, óeikaður og heillandi suðurafrískur Sauvignon Blanc þar sem grænir og grösugir tónar með votti af nýslegnu grasi og grænum aspas og papriku spila saman við sætan ávöxt, niðursoðnar perur og jafnvel ferskjur. Þykkt og öflugt í munni. 1.290 krónur. 17/20 VÍN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.