Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 6
T ómas Guðbjartsson áður fiðlunemi og íþróttafíkill varð hjartaskurð- læknir því hann hafði áhuga á smíði og valdi sérgrein sem sameinar handlagni og þekkingu í lyflækningum. Í gegnum árin hefur hann orðið fyrir hugljómun á tónleikum nokkurra ólíkra listamanna og nú tekur hann þátt í að fá einn þeirra til Íslands í samstarfi við Listahátíð. Meðan ég bíð eftir Tómasi Guðbjartssyni hjartaskurðlækni í anddyri Landspítalans átta ég mig á því að ef spítalinn er samfélag í sjálfu sér þá er anddyrið einskonar mark- aðstorg með verslun, hraðbanka, skiptimyntarvél og sjálfsölum. Æðasláttur torgsins er hægur og jafn. Rólfærir sjúklingar koma og góna á forsíður tímarita með játningum piparsveina, framhjáhöldum og skilnaðarsögum og sannfær- ast um að lífið heldur áfram. Borgaralega klæddir gestir skunda út með alvörugefinn létti í svipnum því auðvitað vill enginn vera á sjúkrahúsi þegar sólin skín. Starfsfólk í hvítum, bleikum og gulum sloppum kemur og kaupir sælgæti og kartöfluflögur sem samræmast áreiðanlega ekki manneldismarkmiðum. Þarna bregður líka fyrir mönn- um í hvítum sloppum með nafnspjald og hlustunarpípu um hálsinn – en þarna eru all- ir jafnir við búðarborðið – alveg eins og í Kringlunni eða Kolaportinu. Svo kemur Tómas, eða Tommi eins og hann greinilega er kallaður og gengur með mér um rangala spítalans með viðkomu á gjörgæsludeild. Þar heilsum við manni sem Tómas skar í gær og sá er uppi með brandara í dag, kátur og reifur. Það hlýtur að vera sérstakt handtak að heilsa manninum sem í gær hélt á hjarta þínu í hendi sér og þakk- lætið liggur eins og værðarvoð yfir stundinni. Hlýtt og þétt. Þegar Tómas er ekki að skera upp fólk er hann að hlusta á tónlist eða spila skvass og þótt hann sé önnum kafinn maður í sérgrein sem krefst allrar starfsorku flestra venju- legra manna þá gefur hann sér samt tíma til að stuðla að því að Íslendingar fái tækifæri til að heyra í einum fremsta djasspíanista Svíþjóðar. Þetta er Anders Widmark og Tómas varð fyrir nokkurs konar opinberun þegar hann heyrði tónlist hans fyrst. Í leit að opinberun | „Ég er mikill músíkáhugamaður og hef farið gegnum margar teg- undir tónlistar. Þegar ég flutti til Svíþjóðar með fjölskyldu minni hafði ég ekki hlustað mikið á djass heldur verið á kafi í klassík en í Lundi í Svíþjóð er einn virtasti djass- klúbbur Svíþjóðar. Ég hellti mér út í djassinn og hreifst af hinum tæra og einfalda hljómi í norrænum djassi. Kunningi minn lét mig svo hafa disk með Widmark og það varð mér alger opinberun að hlusta á hann spila tónlistina úr Carmen í djassútsetn- ingum. Það hefur gerst nokkrum sinnum við hlustun að ég verði fyrir áhrifum sem líkja má við opinberun. Þetta var eitt þeirra skipta en Sigur Rós kallaði fram þessi áhrif líka, sömuleiðis tónlist Jagúars og ef ég leita enn aftar í tímann þá minnist ég sálu- messu Brahms á tónleikum í Boston sem höfðu þessi áhrif. Ég er frekar ákafur í því sem ég geri, enda sonur eins mesta dellukarls á Íslandi og hef sjálfsagt eitthvað erft frá honum. Ég keypti fljótlega allar plötur með Widmark og komst síðan að því að langt var um liðið síðan hann hafði haldið tónleika í Suður- Svíþjóð svo ég hringdi í hann og bauðst til að skipuleggja fyrir hann tónleika þarna á svæðinu sem ég og gerði. Hann kunni vel að meta áhuga minn og við höfum orðið ágætir kunningjar. Þetta hefur reyndar verið áhugamál mitt og viðfangsefni í mörg ár að skipuleggja tónleika og hef ég aðstoðað nokkra íslenska listamenn við að komast til Svíþjóðar til tónleikahalds eins og til dæmis Jagúar í fyrra. Einnig kom ég að tónleikum Sigur Rós- ar og Múm, sá meðal annars um að smala fólki og hafði af því mikla ánægju og gleði. Alls eru það um 30 tónleikar sem ég hef komið að. Mögnuðustu tónleikar sem ég hefi upplifað fyrr og síðar eru tónleikar Sigur Rósar í Malmö, en þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði í þeim á sviði,“ segir Tómas og verð- ur meyr á svipinn við upprifjunina. Hrosshár í strengjum og takkaskór | Tómas ánetjaðist ungur tónlistargyðjunni en hann lærði á fiðlu í allmörg ár eða fram til 16 ára aldurs. En Tómas ungi vasaðist í mörgu og djöflaðist í fótbolta og körfubolta öllum stundum og játar að hann hafi ekki sér- Hjartað slær í tónlistinni Þegar Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir er ekki í vinnunni hlustar hann á tónlist eða spilar skvass. Hann hefur oft orðið fyrir hugljómun á tónleikum ólíkra lista- manna og á nú þátt í að Íslendingar fá tækifæri til að heyra í einum fremsta djasspíanista Svíþjóðar, Anders Widmark, á Listahátíð í Reykjavík. Eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson L jó sm yn d: Á sd ís Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hreifst af hinum tæra og einfalda hljómi í norrænum djassi. 6 | 21.5.2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.