Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 30
30 | 21.5.2006 Heimsósómi er bókmenntastefna frá síðmiðöldumþegar skáld ortu löng kvæði eins og Skaufhalabálkog Heimsósóma. Skarpar þjóðfélagsádeilur sem hvöttu villuráfandi lýðinn til að snúa frá villu síns vegar í heimi sem vó salt á barmi helvítis. Enn er stundum sagt að eitthvað sé óttalegur heimsósómi og reynist það þá vera eitthvert svartagallsraus vonsvikins róttæklings sem hefur mistekist ætlunarverk sitt að bjarga heiminum. Heimsósómi er ekki vinsæll. Sennilega á hann inni gott „comeback“ en það er ekki komið enn því í góðum heimi á uppleið vilja fáir leika lastarann sem finnur laufblað fölnað eitt og afskrifar skóginn og hrópar niðurstöður sínar á torg- um. En það ætla ég samt að gera. Ég ætla að fordæma þá sóun og bruðl sem mér finnst stundum vera beinlínis hvatt til. Ég vil taka tvö dæmi um það hvernig forhertir kaupahéðnar í sam- vinnu við útsmogna auglýsingarefi læða þeirri hugmynd inn hjá okkur að það sé allt í lagi að henda hlutum eftir notkun og það sé beinlínis synd að spara. Annað dæmið eru auglýsingarnar sem sýna aumingja manninn sem er svo djúpt sokkinn í vesaldóm og nísku að hann fær lánað grill hjá nágranna sín- um. „Af hverju að fá lánað“ spyr ísmeygi- leg rödd sem ýtir undir þá hugmynd sem við höfum þegar séð á skjánum að það eru bara aumingjar sem leggjast svo lágt í hagstæðu lánaumhverfi að betla grill hjá nágrönnum sínum. En hvað er athugavert við þá hugmynd að gasgrill úr ryð- fríu títaníumstáli, sem bíða á öllum sólpöllum og svölum landsins, þoli meiri notkun en eina kvöldstund í mánuði tvo mánuði ársins? Ég veit að það vinnur gegn hagsmunum íslenska hagkerf- isins að fá lánað þegar maður getur steypt sér í skuldir eins og almennilegt fólk og „eignast“. Ég sé ekkert athugavert við að fleiri en eitt heimili deili með sér afnotum af tækjum sem kosta meira en mánaðarlaun sjúkraliða. Gott gasgrill getur annað heilli raðhúsalengju þó þeim sem selur grillin þyki það líklega afleit hugmynd. „Af hverju ekki að fá lánað“ – Þannig ætti slagorðið að hljóma. Hitt dæmið er um kvikmyndirnar sem maður getur keypt í Hagkaup og hjá Esso og horft á myndina og svo eftir 48 tíma eyðist hún af diskinum og maður getur hent honum. Verðið er um það bil það sama og kostar að leigja kvik- mynd á diski úti á horni en það þarf að skila henni og þar get- ur einn diskur þjónað fjölda manns. Í samfélagi sem vill leggja áherslu á endurvinnslu og end- urnýtingu hljómar þetta frekar falskt. Samkvæmt Vísinda- vefnum eru geisladiskar gerðir úr þunnu áli með plasthúð ut- an um. Bæði plast og ál er hægt að endurnýta en starfsmaður Sorpu sagði mér að hulstrið utan um diskinn færi í endur- vinnslu en diskurinn sjálfur í ruslið í bókstaflegri merkingu. Mér finnst engin frágangssök þótt þeir sem reka stórversl- anir eins og Hagkaup og Esso hefðu eitthvað sem mætti kalla stefnu í umhverfismálum þar sem væri lögð áhersla á að ýta ekki undir bruðl af þessu tagi. Starfsmaður þeirra sem ég ræddi við kannaðist ekki við stefnumótun á því sviði en sagðist eiga 17 titla af kvikmynd- um á diskum sem eyðast eftir áhorf og þeim myndi fjölga því markaðurinn tæki þessu ágætlega. Sem sagt: Af hverju að skila þegar maður getur hent í ruslið eftir notkun? | lysandi@internet.is Hendið eftir notkun Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson Gott gasgrill getur ann- að heilli raðhúsalengju þó þeim sem selur grill- in þyki það líklega af- leit hugmynd. Hrukkur og fita fyrir bí Hrukkur og slöpp húð teljast víst seint til kosta í vest- rænu tískusamfélagi nútímans. Samt er það nú svo að hvorutveggja er erfitt að komast undan, eftir því sem aldur og þroski færist yfir. Ýmsir luma þó á undra- meðölum til að tefja fyrir þessari þróun og nú hefur Biotherm sett á markað krem í þeim tilgangi. Bio- firm lift kremið er fyrir andlit og háls og ku að sögn framleiðenda styrkja húðina, þétta og fylla upp í hrukkur og ójöfnur auk þess sem það viðheldur teygjanleika húðarinnar. Kremið er í 50 ml krukkum. Celluli Intense Peel líkams- kreminu er hins vegar ætlað að vinna á appelsínuhúð, „slípa húðina“ og endurnýja og – trúið því eður ei – hafa grennandi áhrif. Kannski maður geti bara hætt í megr- un? Kraftaverkakremið at- arna kemur í 200 ml. túbum. SMÁMUNIR… Hefðbundin ilmvatnsglös hafa oftast þann ókost að fara illa í litlum handveskjum kvenna, sem gjarnan vilja þó fríska upp á ilminn í vinnunni yf- ir daginn eða í samkvæmum á kvöldin. Thierry Mugler hefur nú sett á markað þrjár af vinsæl- ustu ilmvatnstegundum fyrirtækisins í litlum glösum, sem taka ekki mikið pláss í handtösk- unni. Tegundirnar eru Angel, Innocent og Alien og eru þær nú fáanlegar í 15 ml glösum. Ilmur í tösku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.